Morgunblaðið - 12.12.1985, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985
NÚ ER ÞAÐ 10 ÁRA
Á^ÝRGÐ Á SLTTLAGI
á Wnum margvlöur-
kermdu KORK O
piast gótff,í"m- RK
Þegar þú kauplr KORK
SpLAST þá f*rðu
SlirÁBYRGÐAR-
Á3YRGÐIN GILDIR
YF1R 14GERÐIRKOP.
HRIMGHD EFTIR
FREKARI UPPLÝSINGUM.
Wicanders Kork-O'Plast
Sœnsk gœðavara í 25 ár.
KORK O PLAST er með slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið
mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum.
KORK O PLAST er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.
Sérlega hentugt fyrir vinnustaði, banka og opinberar skrifstofur.
KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er míkið notað í
tölvuherbergjum.
KORK O PLAST fæst í 14 mismunandi korkmynstrum.
EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LAISIDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS
SÝIMISHORIM OG BÆKLIIMG.
Einkaumboð a Islandi
9% Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armula 16 • Reykjavik • sími 38640
JÓLATILBOÐ
**
Svart eöa grátt
leðursófasett
3ja sæta sófi og 2 stólar
Afborgurtarverö 79.900,-
Staðgreiösla 75.900,-
Vörpmarkaðiirinii hf.
ÁRMÚLA ia Sími 686112
Hawn í hlutverki hins opinbera hundapassara.
Frú Hawn held-
ur til Washington
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
AUSTURBÆJARBÍÓ: SIÐA-
MEISTARINN — PROTOCOL
irk
Leikstjóri Herbert Ross. Framleið-
andi Anthya Sylbert og Goldie
Hawn. Handrit Buck Hanry,
byggt á sögu e. Charies Shyer,
Nancy Meyer og Harvey Miller.
Kvikmyndataka William A. Frak-
er, A.S.C. Panavision, Technicolor.
Klipping Paul Hirsch. Tónlist bas-
il Polidouris. Aðalhlutverk Goldie
Hawn, Chris Sarandon, Cliff
DeYoung, Kenneth Mars, Richard
Romanus, Gail Strickland. Banda-
rísk fri Warner Bros, 1985. 95
mín.
Gamanmyndir Goldie Hawn
gerast æ sviplíkari. Byrja nokkuð
hressilega, á meðan er stjarna
þeirra meira í ætt við hinar
„heimsku blondínur" kvikmynd-
anna, (en með illþolandi munn-
svip). En þegar líða tekur á sýn-
inguna smá koma í ljós ýmsir
afburðahæfileikar sem leynast í
þessum saklausa og réttlætis-
sinnaða glókolli. Og í lokin hefur
gamanið mátt víkja fyrir heldur
einfölduðum siðferðisprédikun-
um, að þessu sinni krydduðum
föðurlandsáróðri sem nýtur sín
álíka vel hér og í Rambo II. (Og
munngeiflurnar síst þolanlegri
en íupphafi).
Söguþráðurinn er heldur rýr.
Gengilbeinan Hawn á hanastéls-
búlu í Washington, verður þjóð-
hetja er hún bjargar lífi gest-
komandi arabahöfðingja. Stjórn-
völd notfæra sér hinar nýfengnu
geysivinsældir stúlkunnar og
setja hana í móttöku opinberra
gesta. Þar gengur flest á aftur-
fótunum, hvort sem hún á að
gæta höfðingjanna eða hunda
þeirra. Að lokum sjá atvinnupóli-
tíkusarnir, yfirboðarar hennar í
utanríkisráðuneytinu, sér ekki
annan kost vænni en að gefa
stúlkuna í kvennabúr áðurnefnds
araba, í staðinn kemur landskiki
undir herstöð.
En sú stutta kemst til baka
og hugsar sér gott til glóðarinn-
ar, eftir að hún er kosin á þing,
við að ylja spilltum ríkisstarfs-
mönnum undir uggum ...
Ekki kæmi mér á óvart að hin
sígilda ádeilu og gamanmynd,
Mr. Kmith Goes To Washington
sé kveikjan að þessu hversdags-
lega gamanbrölti. Það má finna
margar samlíkingar, því miður,
Goldie flestar í óhag. Þessi elju-
sama (er yfirleitt framleiðandi
mynda sinna), og metnaðarfulla
leikkona hefur oftast sýnt ágæta
gamanleikhæfileika en henni
hættir við að kæfa þá í ákafri
leit að viðurkenningu sem alvar-
legur listamaður með ódauðlegan
boðskap til þjóða heimsins. Að
mínum dómi ætti hún að verða
ögn lítillátari að nýju og hugsa
um það fyrst og fremst að koma
okkur í gott skap, það ferst henni
mun betur.
Hawn gætir þess alúðlega í
myndum sínum að þar þrífist
aðeins lágmarkssamkeppni við
stjörnuna. Enda eru meðleikarar
hennar allir í sannkölluðum
aukahlutverkum og valdir eru til
leikarar sem öðrum fremur
velgja varamannabekkina í
Hollywood. Það er ósköp fallega
gert en enn betri trygging fyrir
að allt ljósið skíni á prímadonn-
una.
Hawn hefur á bak við sig úr-
valsmannskap bæði listamanna
og atvinnumanna sem hér afreka
engu meira en meðalmynd. Þau
Goldie Hawn, Buck Henry, Will-
iam Fraker og Herbert Ross eiga
að standa fyrir mun betri hlutum
ogfrumlegri.
* cftattH PENINGA
SKÁPAR
TOLVUGAGNA
SKÁPAR
DATASAFE
GÍSLI J. JOHNSEN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF
Nýbýlavegur 16 - Kópavogi -
Sími: 641222