Morgunblaðið - 12.12.1985, Síða 58

Morgunblaðið - 12.12.1985, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Minning: Ingimundur Guðmunds son fv. brunavörður Fæddur 24. mars 1911 Dáinn 4. desember 1985 Ingimundur Guðmundsson verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 12. desember 1985, kL 13.30. Hann fæddist í Ámundakoti í Fljótshlíð hinn 24. mars 1911, en fluttist átta ára niður í Landeyjar. Þar átti hann heima á Ljótarstöð- um uns hann fluttist með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur árið ^ 1930. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guðmundsson, bóndi og verkamaður og kona hans Þórunn Tómasdóttir, sem lést er Ingi- mundur var 15 ára gamall. Þó Ingimundur væri sveitamað- ur að uppruna, eins og langflestir íslendingar og hefði sterkar taug- ar til æskusveitanna, var hann fyrir löngu orðinn rótgróinn Reyk- víkingur. Svo fer gjarnan um þá sem setjast hér að á unga aldri, ekki síst ef þeir fylgjast jafn veí með vexti og breytingum borgar- innar eins og þeir gera, sem ein- hverja ábyrgð bera á henni eða öryggi hennar. Þannig var einmitt um Ingimund. í 27 ár var hann * slökkviliðsmaöur hér í borginni, bæði niðri í gömlu slökkvistöðinni við Tjörnina og hinni nýju uppi í Öskjuhlíð. Þetta var á meðan borg- in var í örum vexti og fylgjast líklega fáar stéttir manna betur með slíkri þróun en einmitt þær sem sinna öryggisgæslu og neyðar- vörnum. Ingimundur lést í umferðarslysi niðri í Lækjargötu hinn 4. desem- ber síðastliðinn. Það má kalla kaldhæðni örlaganna. Langan starfsaldur þjónaði hann borginni og íbúum hennar sem slökkviliðs- maður. Fullhraustur eftir'auna- maður, 74 ára gamall lést hann í sjálfu hjarta þessarar borgar, fórnardýr þeirrar órofa hringiðu borgarlífsins, sem miskunnarlaust krefst fórna sinna og fer ekki í manngreinarálit. Hann var eins og svo oft áður á göngu um borgina að ræða við kunningja og vini, sem var að finna á öðru hvoru götu- horni, með viðkomu á þingpöllun- um og til þess að erinda smávegis, eins og gengur. VERSLUNIN Vatnsrúm sf. er flutt í nýtt húsnæði í Borgartúni 29. Vatnsrúm sf. sérhæfa sig í sölu á vatnsrúmum eins og nafnið gefur til kynna. Hægt er að fá dýnur af mörgum gerðum — allt frá gljúpum vatnsbelg að 99% öldudeyfingu. Sovehjerte-vatnsrúmin, sem í Um ættir Ingimundar, uppvöxt eða ungdómsár veit ég harla lítið og mun ekki gera hér að umræðu- efni. Hann var hraustmenni og vel íþróttum búinn, lagði enda all- nokkra rækt við þær. Hann var meðal annars glímukóngur íslands um tíma og glímudómari í nær tvo áratugi. Ingimundur var orðinn rúmlega fimmtugur, þegar við kynntumst. Fjölskyldutengsl sköp- uðust þá okkar á milli við það að ég kvæntist systurdóttur konu hans. Síðan hafa leiðir okkar legið saman, mest í ótal fjölskylduboð- um og ættingjasamkvæmum við ýmiss konar tækifæri. Árið 1943 kvæntist Ingimundur eftirlifandi konu sinni Kristjönu Kristjánsdóttur (f. 10. september 1920) frá Bár í Flóa og áttu þau heimili hér í borginni, síðast að Laugateigi 15. Kristjana er dóttir Kristjáns Ólafssonar, bónda og smiðs í Bár og síðari konu hans Ragnheiðar Þorkelsdóttur frá Smjördölum, en hún dvelur nú á Elliheimilinu Grund, 92 ára gömul. Ingimundur og Kristjana eignuð- ust eina dóttur, Guðrúnu Þórunni meinatækni, sem er gift Jóni Berg- mundssyni verkfræðingi. Þau eiga tvö börn, Kristjönu og Kjartan Inga. Þórunn og Jón búa einnig við Laugateiginn og er því sam- gangur mikill á milli þessara þriggja ættliða og samkomulag gott eins og við er að búast af fólki með jafn gott skapferli og góða dómgreind og raun ber vitni. Fjöl- skyldan var stolt Ingimundar og ánægja. Ragnheiður tengdamóðir hans bjó lengi með þeim hjónum eftir að hún var orðin ekkja og reyndist Ingimundur henni ætíð mikil stoð og stytta, enda óx með þeim djúp vinátta og gagnkvæm virðing. Vegna þess hvernig kynni okkar Ingimundar voru til komin fór ekki hjá því að ég þekkti hann fyrst og fremst sem fjölskyldu- mann og heimilisföður, vin og stoð ættingja og tengdafólks, heima- kæran og traustan, en aldrei heimaríkan. Heimili þeirra hjóna er íburðarlaust, hlýtt og fallegt og þangað voru nánir alltaf velkomn- versluninni fást, eru innflutt frá Noregi. Rúmin er hægt að fá úr lakkaðri furu, eik, bæsuð, hvítlökk- uð, kalkunnin, olíuborin eða með lútaðri áferð. Á myndinni er Guð- brandur Jónatansson, eigandi verslunarinnar, í nýja húsnæðinu. ir. Þó gestamóttaka og önnur heimilisstörf væru mest á herðum húsmóðurinnar, í samræmi við aldagamla hefð, þá leyndi sér aldr- ei, að frá hendi Ingimundar var fjölskyldunni, heimilinu og gestum þess ekkert of gott. Um langan árafjölda höfum við hjónin og dætur okkar verið gestir þeirra Sjönu og Ingimundar á jóladag. Hér var ættingjum safnað saman til hádegisverðar og síðdegiskaffi- drykkju. Hér kom saman fjöldi fólks, allt frá kornabörnum til tengdamóður á tíræðisaldri og var ekkert til sparað. Sjálfsagt hafa þessar samkomur ekki verið mikið frábrugðnar fjöldamörgum öðrum slíkum um allt land, en þeim sem sóttu þær verða þær ætíð ógleym- anlegar og óaðskiljanlegur hluti af jólunum. og á nákvæmlega sama hátt var Ingimundur óaðskiljan- legur hluti af þeim. Ingimundur er horfinn og þar með helmingur- inn af þeim samnefnara, sem fyrst og fremst einkenndi þessar sam- komur og stóð á bak við tilvist þeirra og því geta þær aldrei orðið eins og fyrr. Skap Ingimundar var stórt eins og hann sjálfur, en hann fór afar vel með það. Maður varð þess var ef réttlætiskennd hans var mis- boðið. Daglega bar mest á rósemi og jafnvægi í fari hans. Líf hans einkenndist töluvert af líkamleg- um styrk hans og hreysti. Þar naut hann efalaust íþróttanna frá yngri árum og góðra erfða. And- legur styrkur hans var einnig mikill og óbilaður, minnið afar gott og geymdi flest sem komst í snertingu við það, alla tíð. Mér er sagt að Ingimundur hafi eins og margir landar hans átt það til að setja saman vísur. Enga þeirra kann ég og lítt mun þeim hafa verið haldið á lofti, þó þær læðist með fjölskylduveggjum þegar við á. Dauðsfall eins og Ingimundar kemur ætíð á óvart og það kemur ónotalega við mann. Það tekur langan tíma að átta sig á orðnum hlut og sætta sig við hann. Svo raunverulegur sem Ingimundur hefur ætíð verið, reynist mér afar erfitt að átta mig á því að dauði hans sé raunverulegur og óaftur- kallanlegur. Hvernig getur svo stór, sterkur og áþreifanlegur maður skyndilega horfið af sjónar- sviðinu fyrir fullt og allt? Hvað sem upp á kemur og hve mikið sem liggur við er ekki lengur hægt að snúa sér til hans. Þó hefur það alltaf verið hægt fram að þessu. Þetta er sú mótsögn lífsins, sem er svo erfitt að skilja og sætta sig við. En dauðinn kann enga mis- kunn. Mikill er því harmur og missir þeirra sem nær Ingimundi stóðu. Yngra fólk á ef til vill auðveld- ara með að jafna sig eftir missi eldri fjölskyldumeðlima og vina, en þeir sem eldri eru. Samband hinna yngri við eldra fólk er öðru vísi, það nær aldrei eins langt til baka og er oft ekki eins náið og þeirra sem eldri eru og heyra til sömu kynslóð. Líklega er því missir eldra fólks almennt sárari og eink- um langæari en hinna sem yngri eru og minna vita um það hvers í raun misst var. I þetta sinn er séð á bak eigin- manni, föður og afa, tengdaföður, tengdasyni, bróður, mági, svila, frænda og félaga, en umfram allt vini, góðum manni, sem reyndist öllum sínum hinn besti drengur. Blessuð sé minning hans fyrir það og megi það verða syrgjendum hans huggun. Ekki dró mér það í grun er ég fyrir nokkru sat með æskuvini mínum, Ingimundi Guðmundssyni, á heimili hans við tafl og vísna- spjall að hann yrði að litlum tíma liðnum fallinn í valinn fyrir hinni margumtöluðu reykvísku umferð- armenningu. Ingimundur var fæddur í Ámundakoti í Fljótshlíð, 24. mars 1911, sonur hjónanna Þórunnar Tómasdóttur og Guðmundar Guð- mundssonar. Var Ingimundur yngstur í hópi 6 tápmikilla systk- ina er upp komust, en fluttist 9 ára gamall með fjölskyldu sinni að Ljótarstöðum í Austur- Landeyjum. Þar hófust kynni okkar við leiki og störf og hafa þau enst til þssa, þótt stundum hafi verið nokkuð langt milli bústaða okkar. I Austur-Landeyjum var á þeim tíma óvenjulega mikill íþrótta- áhugi og íþróttamót árlega haldin, auk þess að sendir voru keppendur á hið sameiginlega íþróttamót Héraðssambandsins Skarphéðins. Austur-Landeyingar áttu um langt skeið óvenjulega harðsnúna og sigursæla glímumenn, enda var glíman meira iðkuð þar en aðrar íþróttir. Ingimundur tók snemma mikinn þátt í starfsemi ungmennafélags- ins, einkum íþróttum. Hann stóð þar nokkuð vel að vígi því eldri bróðir hans, Tómas, var ekki ein- ungis snjall glímumaður, hann var líka góður alhliða íþróttamaður. Eins og flestir ungir menn í Land- eyjum á þeim tíma fór Ingimundur snemma til sjós og lá leið hans til Reykjavíkur á togara. Stundaði hann um skeið togarasjómennsku á vetrum en vann heima á búi föður síns á sumrum. Árið 1930 fluttist svo fjölskyldan til Reykjavíkur og hefur Ingi- mundur átt þar heima æ síðan. En sjómennska og íþróttaæfing- ar eiga ekki vel saman. Þó reyndi Ingimundur að æfa glímu eins og hann hafði tækifæri til á sínum sjómannsárum. En svo kom að hann hætti sjómennsku og gerðist hafnarverkamaður hjá Eimskip. Þá gafst betri tími til æfinga og árangurinn lét ekki á sér standa. Árið 1938 sigraði hann í Skjaldar- glímu Ármanns og einnig 1939. Það ár sigraði hann líka í lslands- glímunni og hlaut sæmdarheitið Glímukóngur íslands. 1940 varði hann titil sinn með sóma, en lét þá af keppni, en var í mörg ár glímudómari pg þótti skörulegur og réttsýnn. Árið 1945 hóf hann störf í slökkviliði Reykjavíkur- borgar og var þar í 27 ár, en vann eftir það sem birgðavörður á Hótel Sögu og gegndi því starfi til 1984 og þó jafnan í ígripum og við af- leysingar til dauðadags. Ingimundur var gæfumaður í sínu makavali. Hann kvæntist árið 1943 mestu ágætiskonu, Kristjönu Kristjánsdóttur, og eignuðust þau eina dóttur barna, Guðrúnu Þór- unni, sem gift er Jóni Bergmunds- syni rafmagnsverkfræðingi. Þau Kristjana og Ingimundur bjuggu sér hlýlegt og smekklegt heimili. Ingimundur var maður vel úr grasi vaxinn, ljós yfirlitum og hafði mjög sterklega líkamsbyggingu enda grimmhraustur. Hann var skýr maður og orðheppinn og ekki alveg laus við að daðra svolítið við ljóðagyðjuna — einkum ef eitt- hvert skoplegt tilefni gafst. Ellina bar Ingimundur svo vel að hann virtist vera í það minnsta 10 árum yngri en hann var. Ég hafði orð á því þegar við sátum yfir okkar síðustu skák. Hann kvaðst hafa svo góða heilsu að hann kenndi sér einskis meins. Það mátti því segja að lát hans kom yfir fjölskylduna og vini hans eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þar áttum við síst von að skarð kæmi í vinahópinn er hann var. En einhvern veginn finnst mér sem Ingimundur hefði ekki kosið sér til handa háa elli með þeirri kröm sem henni jafnan fylgir. Það hafi verið honum meira að skapi að hverfa af sjónarsviðinu í fullri reisn — eins og hann lifði. Konu hans, dóttur og tengda- syni, svo og öldruðum systkinum, þeim Ráðhildi og Tómasi, votta ég mína dýpstu samúð. Fari gamall vinur í friði. Ég þakka honum samfylgdina. Minn- inguna um hana ætla ég að ylja mér við í það minnsta þar til Karon kallar mig til skips. Sigurður N. Brynjólfsson Ingimundur Guðmundsson, sem í dag verður kvaddur hinztu kveðju frá Dómkirkjunni, fæddist að Ámundarkoti i Fljótshlíð, yngsta barn Guðmundar Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Þórunnar Tómasdóttur. Margir eldri Reykvíkingar muna eflaust eftir Guðmundi, föður Ingimundar, en hann vann hjá Eimskip sem verkamaður fram á gamals aldur og var hér tíður gestur á Tjarnarísnum, á skautum, og oft á sínum gömlu leggjarskaut- um, eins lengi og heilsan leyfði. Öll þessi systkini, börn hans, voru enda hraustleika- og dugnaðar- fólk: Systurnar Steinunn, Ingi- björg og Ráðhildur, allar myndar- húsmæður. Bræðurnir Guðmund- ur Helgi, skipstjóri á Kára og Tóm- as, lengi vörubifreiðastjóri og síðar veitingamaður. Eru Ráðhildur og Tómas þau einu sem enn eru á lífi. Ingimundur stundaði sjó- mennsku í sínum yngri árum, bæði á togurum og bátum, vann um tíma hjá Eimskip en gerðist liðsmaður í Slökkviliði Reykjavíkur 1945 og var þar til hann slasaðist á æfingu 1973 og hætti hann þá störfum sem slökkviliðsmaður. Réð hann sig þá til starfa hjá Hótel Sögu sem birgðavörður og starfaði þar til æviloka, enda veljast ekki í slíkt starf nema hraustir og trúverðugir starfsmenn, því ábyrgðin er mikil. Ingimundur var hár, myndarieg- ur maður og bar sig vel. Var hann mikill íþróttamaður, og á sínum yngri árum íslandsmeistari í ís- lenskri glímu í tvö ár og ávallt framarlega í þeirri íþrótt meðan hann stundaði hana. í einkalífi sínu var Ingimundur mikill gæfumaður. Árið 1943 kvæntist hann Kristjönu Krist- jánsdóttur frá Bár í Flóa og var sambúð þeirra alla tíð til fyrir- myndar, enda bæði vel af Guði gerð og einhuga að heimilið og heimilislífið skyldi vera þannig, að þar gæti fjölskyldan notið ná- vistar hvers annars með gleði og “Vatnsrúm sf. í nýtt húsnæði Páll Imsland BESTISPENNUSAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.