Morgunblaðið - 12.12.1985, Síða 59

Morgunblaðið - 12.12.1985, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 59 öryggi, sem er jú undirstaða hverr- ar þjóðar, sem vill vera sjálfstæð. Þau eignuðust eina dóttur barna, Þórunni, og er þessi augasteinn og einkabarn þeirra í dag útlærður meinatæknir og húsmóðir. Maður hennar er Jón Bergmundsson, rafmagnsverkfræðingur og eiga þau tvö börn. Ég kynntist Ingimundi fyrst er ég trúlofaðist bróðurdóttur hans, Unni, dóttur Guðmundar Helga. Þá leigðu þau hjónin efri hæðina á Flókagötu 1 sem Guðmundur átti, og þar uppi hafði heimasætan á neðri hæðinni herbergi sitt. Var strax mjög gott samband á milli okkar og man ég sérstaklega hve góður Ingimundur var, og þá ekki síður Kristjana við elsta barn okkar, þá smáhnokka og heima- gang á þeirra heimili. Ekki leið á löngu þar til þau hjónin þurftu að rýma efri hæðina til þess að heimasætan og verðandi eiginmaður hennar gætu stofnað sitt eigið heimili enda ekki í tízku þá að ungt fólk legði fram eitt stykki íbúð við giftingu. Þó að samband okkar hafi ekki verið eins náið eftir að þau fluttu og síðustu árin kannske oftar eins og vill verða í stórum fjölskyldum, aðeins við jarðarfarir, giftingar og aðra slíka atburði, þá rofnaði það aldrei og skipst var á óformlegum heimsóknum, sérstaklega var Unnur natin við slíkt, enda þótti henni mjög vænt um hjónin, Ingi- mund og Kristjönu. Við Ingimundur höfðum þó eitt sameiginlegt áhugamál, það voru heimsóknir í Sundlaugarnar í Laugardal. Hann sótti þær af kappi, oftast snemma morguns, og þá áttum við góðar stundir saman í heita pottinum númer tvö. Feng- um við þar nýjustu fréttir hvor frá öðrum úr fjölskyldunni, smá rabb um dægurmál og nýjustu kjaftasögur, þó vorum við ekki alltaf sammála, en það skerpir bara vináttuna. Ingimundur sótti laugarnar fram á síðasta dag og veit ég að hans verður saknað í pottinum. Annar var sástaður sem við hittumst stundum á, var það Hótel Borg, ekki þó á kvöldin. Það var á vissum sunnudagsmorgnum, snemma. Ég í ákveðnum hópi annan hvern sunnudag, hann í hópi „útbrunninna slökkviliðs- manna," eins og þeir kölluðu sig, fyrsta sunnudag í hverjum mán- uði. Ég veit að þar verður hans einnig saknað. Ingimundur var góður maður. Það var ánægjulegt að fylgjast með hvað hann var hjálpsamur við systur sínar í þeirra erfiðleikum. Steinunni, sem missti einkadóttur sína fyrir nokkrum árum og lézt sjálf í fyrra og nú síðast Ráðhildi, sem missti mann sinn nýlega og var Ingimundur einmitt rétt fyrir andlát sitt að hjálpa henni við búskipti. — En fyrst og fremst elskaði hann fjölskyldu sína. Hann var vakandi og sofnaði að hugsa um og vinna að velferð hennar og ég veit að hann getur kvatt með góðri samvizku hvað það snertir. Ingimundur var hraustmenni og ég veit að hans ósk var sú að þurfa ekki að heyja langt dauðastríð. Honum varð að ósk sinni. En við sem eftir lifum vitum að þar fór góður drengur og þær minningar sem hann skilur eftir sig munu hjálpa hans nánustu, eiginkonu, dóttur, tengdasyni og barnabörn- um til að sætta sig betur við orðinn hlut. Við hin getum aðeins sagt: „Fari hann í friði, megi sá æðri máttur sem hvert okkar trúir á og treystir vera með Ingimundi á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á.“ Unnur og Jóhannes Proppé IÐUNN •w-40-fr ARA VilmundurJónssoa landlæknir_______________ Einn af ritfœrustu mönnum þjóhrimar Bókaútgáfunni Iðunni, sem á pessu ári er jjörutíu ára, er sérstök ánœgja að geta minnst afmdisins með pví að senda frá sér ritverkið Með hug og orði, - Afblöðum Vilmundar Jónssonar landlæknis. Þessi vandaða útgáfa er mikið rit að vöxtum í tveimur bindum í öskju, alls 757 bls., prýtt um hundrað myndum og uppdráttum. Vilmundur Jónsson landlæknir var einn af ritfærustu mönnum þjóðar- innar á sinni tíð og afreksmaður í starfi. I fámennum hópi hefur um alllangt skeið verið vitað, að hann lét eftir sig margvísleg skrif, sem ekki hafa birst sjónum almennings. Þar á meðal eru minningaþættir, þar sem Vilmundur segir frá eftir- minnilegum atburðum og kynnum sínum af mörgum þjóðkunnum mönnum, m.a. Jóhannesi S. Kjarval og Jónasi Jónssyni frá Hriflu. í ritsafninu er auk þess margvíslegt annað efni: sagnaþættir víðs vegar að af landinu, bundið mál, greinar um íslenskt mál, stjórnmál og heil - brigðismál og bréf, m.a. allmörg bréf til Þórbergs Þórðarsonar. Mikið af þessu efni hefur ekki sést á prenti fyrr. Þórhailur Vilmundarson prófessor sá um útgáfuna. Verð 4400 krónur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.