Morgunblaðið - 12.12.1985, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 12.12.1985, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 4 J' Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Ég ætla í dag að fjalla utn samband Bogmanns (22. nóv. — 21. des.) og Vatnsbera (21. jan. — 19. febr.), en aðallega þó um Vatnsberann. Eins og áður fjöllum við um þá sem eru dæmigerðir fyrir merkin. Hugmyndaríkur Vatnsberinn er nokkuð sér- stakur. Hann er loftmerki þ.e. félags- og hugmyndamaður. Margir Vatnsberar eru hug- myndaríkir og töluverðir pælarar, hafa gaman af því að velta málum fyrir sér. Þeir eru sjálfstæðir og fara sínu fram án þess að taka tillit til þess hvað aðrir eru að hugsa um þá. Fólk á gjarnan erfitt með að átta sig á Vatnsberan- um, segir hann sérvitran og finnst hann oft kaldur og ópersónulegur. Nokkuð er til í því en hins vegar er Vatns- berinn hugarmerki og er því einfaldlega lítið fyrir að velta sér uppúr tilfinningum. Sérsinna Vatnsberinn er yfirleitt yfir- vegaður og reynir að hugsa sig útúr vandanum. Hann er lítið fyrir að bera vandamál sín á torg, að gráta upp við öxlina á öðrum. Hann er vilja- fastur, fer eigin leiðir og vill vera útaf fyrir sig. Þess vegna eiga aðrir erfitt með að átta sig á honum. Vatnsberar eru margir vel gefnir og eiga auðvelt með að njóta sín við verk sem krefjast andlegrar einbeitingar. Þeir vilja hafa yfirsýn yfir þjóðfélagið. Sagt er um Vatnsbera að þeir séu mannvinir, að þeir hugsi tölu- vert um að bæta heiminn, og að þeir horfi til framtíðarinn- ar. Vatnsberi og Bogmaður eiga margt sameiginlegt, en eru þó auðvitað að ýmsu leyti ólíkir. Andríki Samband þessara merkja ætti að einkennast af andríki, sérstæðu hugmyndaflugi og hressileika. Helsti munur þeirra er að Vatnsberinn er skipulagðari. Bogmaðurinn á til að vera fljótfær og hann er hreyfanlegri og eirðarlaus- ari en Vatnsberinn sem legg- ur áherslu á að vera yfirveg- aður. Eins og komið hefur fram er Vatnsberinn meiri „einkalífsmaður" en Bog- maðurinn sem er opinn og einlægur og skýtur örvum sínum í allar áttir. Þeir geta því haft ólík félagsleg viðhorf. Vatnsberinn er þrjóskari og óhagganlegri. Bogmaðurinn er mun sveigjanlegri og mót- tækilegri, t.d. fyrir fólki og tískustraumum. Leit og vissa Á meðan Bogmaðurinn ferð- ast um bæinn, landið og heim- inn í leit að þekkingu situr Vatnsberinn heima og reynir að finna ráð til að bæta heim- inn vegna þeirrar vitneskju sem hann telur sigþegar hafa aflað sér. Rökhugsun og innsœi Á meðan Bogmaðurinn lætur stjórnast af innsæi og innri athafnaþörf sem hann reynir ekki að skilgreina, lætur Vatnsberinn stjórnast af hugsun og rökum. Sjálfstœði Það keimlíka við þessi merki er að bæði eru sjálfstæð og fara eigin götur. Þau ættu því að virða hvort annað og gefa hvort öðru frelsi sem bæði þrá. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK IF YOU'R-E AN ATTORNEY, l'P BE INTERE5TEP IN KN0UUIN6 UJHAT KINP OF CA5E5 YOU MANPLE... MAY I 5EE ONE OF YOUR CARP5 ? 1 ATTORNEY AT lAU)„ BANKRUPTCY, TRU5T5, ACCIPENT5, MEPICAL, PROBATE, UJILLS..." Ef þú ert lögfræðingur langar Má ég líta á nafnspjaldið mig til að vita við hvers kon- þitt? ar mál þú fæst... „Lögfræðingur ... Gjaldþrot, „og hundsbit". eignasýsla, slysfarir, sjúkra- mál, skiptamál, erfða- skrár... “ Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Það lá við að sagnhafi vatn- aði músum af svekkelsi yfir að tapa fjórum spöðum i spilinu hér á eftir. Fyrst tók vörnin stungu, og síðan misheppnuð- ust tvær svíningar. Norður ♦ 1062 VK5 ♦ K53 ♦ ÁK1093 Vestur Austur ♦ K53 ♦ G9874 ▼ 7 ▼ 9862 ♦ ÁDG9874 ♦ 10 ♦ 62 ♦ D75 Suður ♦ ÁD ♦ ÁDG1043 ♦ 62 ♦ G84 Suður var höfundur sagna og vakti á einu hjarta. Vestur stökk í þrjá tígla, norður sagði þrjú grönd, sem eru grjóthörð, en suður breytti því I fjögur hjörtu. Tígulásinn og drottn- ingin lágu á borðinu. Austur trompaði kónginn og spilaði spaða. Drottningunni svínað, vestur fékk þriðja slag varnarinnar á spaðakóng og laufdrottningin sá um að veita sagnhafa banastunguna. Grátlegt. Já, það er grátlegt að sagn- hafi skyldi ekki sjá vinnings- leiðina, nefnilega að gefa vestri slaginn á tíguldrottn- inguna! Ef austur trompar drottninguna ekki, getur vörn- in ekki sótt spaðaslaginn áður en laufið er fríað. Austur get- ur því reynt að trompa og spila spaða. Ei þvi miður, sagnhafi fer upp með ás, tekur trompin og losar sig við spaða- dömuna niður f tígulkóng. Umsjón Margeir Pétursson Svartur mátar í fjórum leikj- um. Þessi staða var hér í Mbl. fyrir helgina, en hún kom upp í skák þeirra Ree og Ligterink á hollenska meistaramótinu í sumar. Ligterink lék 26. — Bdl, en eins og Sigfús Guð- finnsson, nemandi í Skákskól- anum, kom auga á átti svartur enn sterkara framhald, hann fórnar báðum riddurum sínum og mátar síðan í fjórða leik: 26. — Ra4+I, 27. Kxb3 — Hb2+, 28. Kxa4 - Bd7+, 29. Rc6 — Bxc6 mát. Þessi yfirsjón Ligte- rinks kom ekki í veg fyrir að hann ynni skákina, en leið Sigfúsar var að sjálfsögðu mun glæsilegri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.