Morgunblaðið - 12.12.1985, Side 78

Morgunblaðið - 12.12.1985, Side 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Kœrufrœndur og vinir. Hugheilar þakkir fyr- ir hlýjar kveöjur, blóm og höfbinglegar gjafir á 80 ára afmæli mínu 3. desember sl. Guö blessi ykkur öll. Sigríður Ásgeirsdóttir. K R Á V E I-T I N G A H Ú S ENGAR KROSSGÁTUR í KVÖLD! í KVÖLD KYOTJTR MAGNÚS ÞÓR NÝJU FLÖTUTJA SÍNA „CROSSRQADS“ GJÖRA SVO VEL OG MÆTA MEÐ ÁTTAVITANN ALLIR FÁJÓIAGLÖGG GLÖGG GLÖGG OPIÐ FRÁ 18.00 - 01.00 YPSILON B • A • R DISKÖTEK Léttir jólahljóm- leikar í Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík klukkan 21.00 í kvöld. Fram koma: Hjalti Gunn- laugsson, Pálmi Gunn- arsson, Magnús Kjart- ansson, Guðný, Elísabet Eir og Þorvaldur Hall- dórsson ásamt aðstoð- arfólki. Aðgangur ókeypis, sam- skot tekin fyrir kostnaöi. Ágóði rennur til söfnunar Hjálparstofnunar kirkj- unnar vegna flóttamanna frá Afghanistan. Allir velkomnir meö- an húsrúm leyfir. Sameiginlegar viðræður ASÍ-félaganna við atvinnurekendur: Ahersla verður lögð á upp- stokkun á taxtakerfínu — segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ FORMANNAFUNDUR aðildarfé- laga Alþýðusambands íslands hefur saraþykkt ályktun þess efnis að fela miðstjórn og formönnum landssam- banda og svæðasambanda að undir- búa sameiginlegar viðræður Alþýðu- sambandsfélaganna við atvinnurek- endur í grundvelli hugmynda mið- stjórnar með nánari útfærslu á kröfugerð. í ályktun formannafund- arins segir ennfremur að í samn- ingaviðræðum verði lögð áhersla á að félagsmenn hafi sem besta að- stöðu til að fylgjast með framvindu mála, bæði með auknum upplýsing- um til fjölmiðla og meiri samskipt- um við fólk á vinnustöðum. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að það hefði komið skýrt fram í umræðum innan sambands- ins, að til þess að tryggja aukinn og traustan kaupmátt þyrfti að nást heildarsamstaða um kröfurn- ar. Hann sagði að á formannafund- inum hefði miðstjórn ASÍ lagt fram drög, sem væru í grundvall- aratriðum þríþætt. í fyrsta lagi krafa um tryggan kaupmátt, með- al annars með ströngu aðhaldi í verðlagsmálum þar sem áhersla er lögð á að halda verðhækkunum í skefjum. Jafnframt, að ef það tækist ekki eins og að væri stefnt, þá yrði tryggt að fólki yrði bættur skaðinn með viðbótarkauphækk- unum. Einnig væri gert ráð fyrir, að samningar yrðu uppsegjanlegir með ítrekuðum frávikum. „í öðru lagi,“ sagði Ásmundur, „er gert ráð fyrir almennum kaup- hækkunum, og um leið uppstokkun á launakerfunum, þannig að reynt verði að koma lagi á þá brotalöm sem við búum við í okkar taxta- kerfi. Með þessu er fyrst og fremst átt við að samræmi verði náð milli taxtanna og þess kaups, sem raun- verulega er greitt, en við vitum að launaskrið í einstökum greinum hefur leitt til mikils ójöfnuðar, bæði á milli einstakra hópa, lands- hluta og kynja. Einnig verði bónus og kaupaukakerfið stokkað upp þannig að fasti hlutinn verði auk- inn. í þriðja lagi er gert ráð fyrir að rætt verði við atvinnurekendur um ákveðin samræmingarmál og stjórnvöld um ákveðin félagsleg mál, sem tengjast kjaramálunum," sagði Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ. Hhiti hópsins sem vinnur í vinnustofunni: Hafþór Snorrason, Smári Ársælsson, Hildur Biarnadóttir, Halldór Haf- steinsson verkstjóri, Svanheiður Ingimarsdóttir verkstjóri, Kjartan Jónsson, Ólafur Þór Olafsson, Jón S. Kristins- son. Fyrir framan þau er sýnishorn af framleiðslunni. Selfoss: Nýr rennibekkur til vinnustofu þroskaheftra SelfofMÍ, 8. deoeraber. I VINNUSTOFU Svæðisstjórnar Suðurlands í málefnum þroska- heftra vinna 11 manns sem koma þar til vinnu dag hvern. í síðustu viku var vinnustofunni formlega afhentur rennibekkur til leirkera- smíði, af Pálma Guðmundssyni vöruhússtjóra. I vinnustofunni við Gagnheiði á Selfossi er unnið við vefnað, keramik og úr basti. Ofnar eru mottur úr íslenskri ull en efnið er fengið frá prjóna- og saumastofum á Selfossi, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Þær brugðust vel við málaleitan vinnustofunnar og senda prjónaðar voðir og afganga sem ekki nýtast i framleiðslu ull- arvara. { keramik eru unnir alls kyns munir sem seldir eru m.a. í Reykjavík og víðar. Úr basti eru unnar körfur, bakkar, ljósaskerm- arofl. Starfsfólk vinnustofunnar ætlar að halda sölusýningu á framleiðsl- unni úr vinnustofunni í Vöruhúsi KÁ 13. desember nk., en annars eru vörurnar til sölu á vinnustof- unni á degi hverjum. Sig. Jóns. Ólafur Þór Ólafsson reynir renni- bekkinn og Pálmi vöruhússtjóri fylgist með. JOLA- BINGÓ Aðalvinningur að verðmæti kr. 40.00C.- Ávaxtavinningar — Matarvinningar Heildarverðmæti vinninga kr. 160.000.- I kvöld kl. 8.15 Templarahöllin Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.