Morgunblaðið - 20.12.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 20.12.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 19 Sauðárkrókur: Kveikt á Sauóárkróki, 14. draembcr. í DAG var kveikt á stóru og fallegu jólatré á Kirkjutorgi. Þetta er árviss viðburður, en að þessu sinni er tréð stæðilegra en oftast áður. Það er gjöf frá Kóngsbergi í Noregi, vinabæ Sauðárkróks. Matthías Viktorsson félags- málastjóri stjórnaði stuttri at- höfn, sem fram fór af þessu tilefni. Magnús Sigurjónsson forseti bæj- arstjórnar flutti ávarp, blásara- sveit nemenda úr Tónlistarskólan- um lék jólalög undir stjórn kenn- ara síns, Sigurðar Jónssonar, og Geirmundur Valtýsson lék á harmóniku. Jólasveinar komu arkandi niður Kirkjuklauf, við- jólatré stöddum til mikillar ánægju. Fjöldi fólks var viðstatt. Aðalgat- an, sem kaupmenn hafa skreytt með jólaljósum, var gerð að göngu- götu í dag til að auðvelda mönnum jólainnkaupin. Þangað lögðu margir leið sína, enda slær hjarta Sauðárkróks í gamla bænum, þótt búið sé að þenja Krókinn út um allar þorpagrundir. Kári. _£-\pglýsinga- síminn er 2 24 80 TECHNICS SYSTEM Z-50 HUOMTÆKJASAMSTÆÐA A VERÐI SEM ALUR RÁÐA VIÐ i í þessari stórskemmtilegu sam- stæðu sameinast smekklegt útlit, góð tæknileg hönnun og hljóm- gæði sem eru alveg einstök í þessum verðflokki. Já,Technics gæðin bregðastekki. SA-Z50L. 50 sínus- (80 músík-) watta útvarpsmagnari FM steríó, LB, MB. Ótrúlega lág björgun 0,05%. Frábært FM næmi 0,9/>tV. RS-D250. Vandað kassettutæki með MX haus. Tíðnisvið (metal) 20-17.000. Dolby suðeyðir, snertitakkar. Tveir stórir flúorsent styrkmælar. SL-B-D21. DC-Servo drifinn plötuspilari. Nákvæmur léttarmur. T4P tónhauskerfið. Tíðnisvið tónhauss 10-30.000. SB-3405. 60 watta hátalarar. 20 cm bassahátalari. 5,5 cm hátíðnihátalari. SKÁPUR. Vandaður dökkur viðarskápur með reyklituðu gleri og á hjólum. Flefur þú efni á að láta þetta einstaka jólatilboð fram hjá þér fara? JÓLATILBOÐSVERÐ 29.850,- stgr. £ ©JAPIS BRAUTARHOLT 2. SÍMI 27133.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.