Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
Hægt að koma stemmningu
til skila — jafnvel á plötum
Rætt við Kristinn Sigmundsson söngvara
ÞAÐ hefur náttúrlega allur tíminn
farið í Grímudansleik að undan-
rórnu en nú er óperan búin og
hægt að huga að öðrum verkefnum,
því hlutverkið þar var það krefj-
andi að ekki var hægt að hugsa
um annað á meðan. Áður en sfíng-
ar á óperunni hófust unnum við
að upptökunum og þetta haust
hefur því verið allmikill annatími
hjá mér, sagði Kristinn Sigmunds-
son söngvari í samtali við Morgun-
blaðið en nýlega er komin út hljóm-
plata þar sem hann syngur jólalög
og aríur.
Ásamt Kristni annast Mót-
ettukór Hallgrímskirkju söng og
stjórnaði Hörður Áskelsson org-
anisti upptökunni. Einnig koma
allmargir hljóðfæraleikarar við
sögu en það er bókaútgáfan Örn
og Örlygur sem gefur plötuna út.
Þeir félagar Hörður og Kristinn
voru spurðir um tildrög að út-
gáfunni en platan heitir: Ég held
glaður jól.
Örlygur Hálfdánarson útgef-
andi sneri sér til mín til að kanna
hvort mögulegt væri að gefa út
plötu með jólalögum og það varð
úr að við fengum Hörð Áskelsson
til að annast tónlistarstjórnina
og vorum við saman um lagaval-
ið, segir Kristinn.
Ekki vælukjóa-
útsetningar!
Og hvernig fór það lagaval
fram?
— Við reyndum að velja lög
sem við teljum að fólk vilji gjarn-
an heyra kringum jólin, sagði
Hörður og fannst okkur þessi
tónlist þurfa að vera í senn að-
gengileg og hátíðleg og lög sem
fólk þekkir nokkuð. Við höfum
nóg af ýmsu glamri kringum jól-
in, ómerkilegum og óvönduðum
lögum ... — og of mikið heyrist
af þessum útvötnuðu vælukjóa-
útsetningum og það er bara alls
ekki rétt að nota slíka tónlist á
aðventunni til að koma fólki í
stemmningu fyrir jólin, bætir
Kristinn við. Slík tónlist er bara
gengisfelling á aðventustemmn-
Kristinn Sigmundsson söngvari
ingunni að mínu viti. Okkur
finnst reyndar undarlegt hvað
lítið heyrist af góðum jólalögum
í útvarpi fyrir jólin.
Má spyrja um árangur?
— Ég er nokkuð ánægður með
sumt hjá sjálfum mér og ekki
eins ánægður með annað, segir
Kristinn — en ég er mjög ánægð-
ur með hlut kórsins og hljóð-
færaleikaranna.
Á hljómplötunni eru tíu lög og
tvær aríur. Þetta eru jólalög og
sálmar frá Þýskalandi, Bret-
landi, Danmörku og íslensk lög
og síðan eru tvær aríur eftir
Bach. Eru það kafli úr jólaóra-
tóríunni og kantötu nr. 110. Flest
laganna syngur Kristinn, sum
þeirra einn og önnur með kórn-
um. Þá syngur Mótettukórinn tvö
lög án undirleiks og við spyrjum
Hörð nánar um tónlistina:
— Þetta lagaval mótaðist nú
smám saman í samstarfi okkar
Kristins og þannig reyndum við
líka að taka verkefni sem reyndu
á tækni söngvarans og nú þegar
Bach-árið er að renna út fannst
okkur vel við hæfi að taka þessar
aríur einnig. Við fengum hóp
hljóðfæraleikara úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands til að annast
undirleik, var Szymon Kuran
konsertmeistari þessarar bar-
okkammersveitar. Síðan áttum
við gott samstarf við Atla Heimi
Sveinsson tónskáld, en hann fór
yfir allar útsetningar, samræmdi
þær og raddsetti sjálfur nokkur
lög. Mér finnst það verk vel af
hendi leyst, þetta eru fjölbreytt-
ar raddsetningar og hljóðfæra-
skipanin er mismunandi.
Upptökurnar fóru fram í Hall-
grímskirkju og Kristskirkju og
þeir eru spurðir um ástæður
þess:
— Það stafar aðallega af því
að í Kristskirkju er gott orgel
sem við þurftum að hafa í sumum
laganna og hljómburður góður,
segir Hörður. — Hins vegar er
hljómburðurinn of mikill t.d. í
aríunum og þeim laganna sem
voru útsett fyrir hljóðfæraleik
og því fóru upptökur einnig fram
í Hallgrímskirkju. Við höfum
ekki ennþá á einum stað slíkar
aðstæður, ekki fyrr en Hall-
grímskirkja verður fullsmíðuð og
með góðu orgeii. Við hefðum að
vísu getað tekið upp t.d. í Skál-
holtskirkju en því miður var hún
upptekin á þeim tíma sem við
höfðum til ráðstöfunar.
Upptökur annaðist Halldór
Víkingsson og fóru þær fram með
hinni svokölluðu stafrænu tækni
(digital) en hún gerir meiri kröf-
ur til flytjenda:
„Já, það er vegna þess að í
slíkri tækni er ekki hægt að
klippa neitt saman, sagði Krist-
inn. Oft er það mögulegt í upp-
töku, t.d. þegar í lagi eru mörg
vers, að hægt er að nota nokkur
vers úr einni upptökunni og
önnur vers úr annarri upptöku.
Slíkt er ekki hægt þegar þessi
stafræna tækni er annars vegar.
Þá verða flytjendur að flytja tón-
list sína óaðfinnanlega frá upp-
hafi lags til enda. Annars þurfa
þeir að endurtaka eins oft og
þörf er á og stundum getur óvænt
utanaðkomandi truflun í lok lags
eyðilagt upptökuna.
Og þurfti oft að endurtaka hjá
ykkur?
Frá upptöku í Kristskirkju og þarna reyndu fíytjendur að upplifa jóla-
stemmninguna fyrirfram
— Stundum, stundum ekki.
Það var mjög misjafnt, það fóru
áreiðanlega allir út af sporinu
einhvern tímann en allt komst
þetta til skila að lokum. En þessi
tækni reynir vissulega á þolin-
mæði og úthald allra sem koma
við sögu.
Jólastemmning
í sumar!
En hvernig var að syngja jóla-
lög á miðju sumri? Voru allir í
jólaskapi þá?
— Það var nú eitt af því sem
mér fannst erfitt, segir Hörður
— og erfitt að ætla mönnum að
vera í jólastemmningu í septem-
ber þegar upptökurnar fóru
fram. Þó held ég að slíka
stemmningu megi greina og mér
fannst hún greinileg á vissum
augnablikum maðan á verkinu
stóð.
— Og það er heldur engin
spurning að það er hægt að koma
slíkri stemmningu til skila jafn-
vel á plötum, segir Kristinn, og
þegar hlustað er á gamlar upp-
tökur má oft heyra mjög áhrifa-
mikinn flutning jafnvel þótt
upptökuskilyrði hafi ekki verið
upp á það besta.
Og hvað er svo framundan?
— Næst á dagskrá hjá mér er
að syngja með Kór Langholts-
kirkju í jólaóratóríu Bachs sem
flutt verður milli jóla og nýárs
og síðan kemur að árshátíðum
og tónleikum úti á landi.
Ekkert stefnt til útlanda á ný?
— Ekki í bili, kannski síðar.
Að lokum má geta þess að þeir
félagar árita plötuna hjá forlag-
inu síðdegis á föstudag og laugar-
dag og kl. 18 á laugardag munu
Kristinn og Mótettukórinn flytja
nokkur lög af plötunni í Hall-
grímskirkju.
Nú er komín ný bók eftír Andrés Indríðason.
\
\
Það var tilviljun að Jón Agnar kom ekki í leikfimi fyrr en akkúrat fyrsta apríl.
Hann var búinn að vera í þessum skóla síðan hann flutti frá Eyjum um
áramót, en hinir peyjamir í bekknum voru svo stórir, maður!
Algerir himnastigar. Ekki síst Lilli, Guggi og Högni - félagar í
Svörtu hauskúpunni. Jón Agnar er bara venjulegur - jæja, kannski
einu númeri of lítill... En leikfimikennarinn hélt að hann væri aprflgabb!
Dagurinn verður illgleymanlegur ogjón Agnar þarf að sýna í verki að margur
sé knár þótt hann sé smár - ekki síst eftir að Ragnhildur, skrautblómið í
bekknum, fer að veita honum eftirtekt...
Bara stalar! er ný unglingabók eftir Andrés Indriðason. Frábærlega
skemmtileg og hress saga um káta krakka.
Bara stælar! Kr. 785.-
Góð bók gleður
Mál og menning
Belgía:
Hryðju-
verkamenn
hand-
samaðir
BriÍHsel, 18. desember. AP.
VOPNAÐIR lögreglumenn hand-
tóku á mánudag fjóra menn, sem
grunaðir eru um að vera félagar í
hryðjuverkasamtökunum „Baráttu-
sveitir kommúnista" (CCC), á
skyndibitastað í sveitabænum Nam-
ur í Belgíu. Talið er að fjórmenning-
arnir hafi átt stóran þátt í sprengju-
tilreðum undanfarna 14 mánuði.
CCC hefur lýst yfir ábyrgð sinni
á 21 sprengjuárás á opinberar
stofnanir siðan 2. október 1984 og
hafa tveir menn látist í þessum
sprengingum. Jean Gol, dóms-
málaráðherra Belgíu, kvaðst
fjallánægður með handtökuna og
var það honum léttir að hryðju-
verkamennirnir voru loks hand-
teknir. Enda hefur belgíska lög-
reglan legið undir ámæli fyrir það
hversu seint hefur gengið að hafa
hendur í hári hryðjuverkamann-
anna.