Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 37

Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 37 Júgóslavnesk börn seld yfir til Ítalíu - þar sem þau eru látin betla og stela AFHJCPUÐ hefur verid umfangsmikil verslun með börn frá vanþróuð- um héruðum í Júgóslavíu. Hefur danska blaðið Jyllands-Posten það eftir fréttaritara sínum í París, að þau hafi verið seld til Italíu fyrir upphæð sem svarar til um 550 þúsund ísl. króna hvert að meðaltali. Nokkur barnanna hafa verið ættleidd á Italíu, en langflest þeirra hafa verið seld glæpaflokkum, sem láta þau betla eða stunda vasaþjófnað og inn- brot Mörg barnanna afla milli 25 og 30 þúsund króna yfir daginn, en þau verða að afhenda umsjár- mönnum sínum megnið af fénu, þar sem þau eru algjörlega upp á náð þeirra komin. I staðinn fá þau mat og húsaskjól. Að sögn ítölsku lögreglunnar hafa um 10.000 júgóslavnesk börn verið seld til Italíu frá árinu 1980. Italska lögreglan hefur nú með aðstoð austurrísku lögreglunnar afhjúpað þessa skipulögðu barnaverslun. Lögreglan í báðum þessum löndum hefur veitt at- hygli þeim mikla fjölda barna, sem komið hefur frá Júgóslavíu í gegnum Trieste. Hefur það ýtt undir, að auga væri haft með börnunum, eða réttara sagt fylgdarmönnum þeirra. Þetta hefur nú leitt til þess, að fjórir júgóslavneskir barnasalar hafa verið handteknir. Allir sérhæfðu þeir sig í að selja börn frá Kosovo, Makedóníu og sunnan- verðri Serbíu. Börnin, sem voru í bifreið fjór- menninganna, höfðu verið keypt milliliðalaust af foreldrunum, sem eru sígaunar, á tæpar 9.000 krónur hvert. Höfðu þau hlotið þjálfun í heimabæ sínum í vasa- þjófnaði. M.a. hafði þeim verið kennt að ná axlaböndum af manni án þess að viðkomandi yrði þess var. Létu lögreglu- mennirnir börnin sýna leikni sína í vasaþjófnaði og urðu undr- andi yfir hversu fimlega þau gátu laumað litlu höndunum niður í vasa viðstaddra. Nokkur barnanna hafa verið notuð við störf á svarta vinnu- markaðnum. Þar er vinnudagur þeirra yfirleitt 14-15 klukku- stundir. Verð á starfsmanni á „stuttbuxnamarkaðinum", sem Italir kalla svo, er um 550 þúsund krónur. Tíu ára gamalt stúlku- barn fer á yfir 800 þúsund krónur af því að þar er um sérstaklega góða fjárfestingu að ræða. Italska lögreglan heldur því fram, að u.þ.b. 10.000 júgóslavn- esk börn séu nú í svartri vinnu á Italíu. Þar við bætast þau, sem betlarar leigja. Þeir klæða börn- in í tötra og láta þau ganga skó- laus, svo að fólk aumkist yfir þau og gefi þeim peninga. Nokkur júgóslavnesku barn- anna eru seld áfram til Spánar, Portúgals og Frakklands. Fína gatan milli Concorde-torgsins og Vendome-torgsins í París er til dæmis uppfull af litlum vasa- þjófum frá Júgóslavíu. Ítalíæ Bankaræningjar skotnir í bardaga við lögreglu Bisceglie, lulíu, 19.desember. AP. ÞRÍR menn, sem gerðu tilraun til að ræna banka í borginni Biscegli á ftal- íu, týndu allir lífínu í skotbardaga við lögreglu. Mennirnir, sem vopnaðir voru skammbyssum, réðust inn í bankann árdegis á fímmtudag og börðu niður vörð sem þar var á vakt. Er þeir höfðu safnað saman tiltæku lausafé í poka, gripu tveir mannanna bankastjórann og flúðu í bfl sem þeir höfðu lagt fyrir utan bankann. Lögreglan náði að stöðva bifreið ræningjanna skammt frá bankan- um. Tveir ræningjanna féllu í skot- bardaga við lögregluna og banka- stjórinn hlaut minniháttar skotsár. Þriðji ræninginn flúði á öðrum bíl en lögreglan elti hann uppi og var hann einnig skotinn til ólífis í skot- bardaga. Grænland: Fundur Cartagena-ríkjanna: Afborganir lána miðist við hagvöxt í löndum skuldaranna Montevideo, llruguay, 18. desember. AP. ELLEFU skuldugustu ríki Rómönsku Ameríku, Cartagena-ríkin svokölluðu, fóru í dag fram á, að lánsheimildir þeirra og nokkurra fleiri ríkja í Mið- og Suður-Ameríku yrðu rýmkaðar meira en lagt er til í nýlegum tillögum Bandaríkjamanna þ.a.l. og að vextir yrðu lækkaðir verulega, svo að svigrúm fengist til að blása lífi í hart keyrðan efnahag landanna. „A undanförnum fimm árum hefur okkur borið áratug aftur í tímann," sagði í álitsgerð, sem birt var í gærkvöldi á fundi Cartagena- ríkjanna í Montevideo í Uruguay. „Þær gífurlega hörðu efnahagsráð- stafanir, sem við höfum gert í því skyni að auka hagvöxt og fram- leiðni og styrkja útflutningsfram- leiðsluna hafa ekki dugað." Utanríkis- og efnahagsmálaráð- herrar Cartagena-ríkjanna sögðu, að skuldabyrðarnar, sem nema um 340 af 360 milljarða dollara skuld- um landanna í þessum heimshluta, væru hemill á hagvöxt og ógnuðu lýðræðinu í löndunum. „Hagvaxtarkreppa í þessum heimshluta veldur óstöðugleika og spennu og stofnar þróun lýðræðis- ins í hættu," sagði í yfirlýsingu ráðherranna. I svokallaðri „neyðaráætlun" ráð- herranna fara þeir fram á 20% árlega aukningu lána hjá Alþjóða- bankanum næstu þrjú árin, en í tillögum James Bakers, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, var gert ráð fyrir 50% aukningu alls á sama tímabili. Julio Sanguinetti, forseti Uru- guay, sagði, að tillögur Bakers væru Jákvætt skref“ og fælu í sér viður- kenningu á þeirri staðreynd, að skuldakreppan yrði ekki leyst með hertum efnahagsráðstöfunum. „Afborganir skuldanna verða að vera í samræmi við hagvöxt í lönd- um skuldaranna," sagði Augusto Ramirez Ocampo, utanrikisráð- herra Kólumbíu. Varabæjar- stjóra vikið úr embætti Kaupmannahorn, 18. drsember. Frá NiU Jorgcn Bruun, rrétUriUra MorgunblaA«ins. BÆJARSTJORN Frederiksháb á Grænlandi hefur valið nýjan vara- bæjarstjóra, en sá sem gegndi emb- ættinu áður, lögreglumaður að at- vinnu, hlaut nýlega dóm fyrir að beita ofbeldi. I lögregluþjónsstarfi sínu löðr- ungaði hann mann nokkurn og sparkaði í hann. Taldi hann mann- inn hafa ógnað sér, en rétturinn hélt fram sakleysi mannsins. Og nú hefur bæjarstjórnin ákveðið, að varabæjarstjórinn skuli víkja úr embætti. Veður víða um heim Lmgst Ht»st Akureyri -8 skýjað Amsterdam 3 7 skýjaó Aþena 5 16 skýjaó Barcelona 13 mistur Berltn 1 6 rigning Briissel 2 10 skýjaó Chicago -23 -12 snjókoma Dublin 6 11 skýjað Feneyjar 4 þokum. Genf +5 6 heióskírt Helsinki ■f14 +4 snjókoma Hong Kong 15 19 skýjaó Jerúsalem 6 13 skýjaó Kaupmannah. Las Palmas 1 6 skýjaó 19 Lissabon 7 13 skýjað London 6 11 skýjaó Los Angeles 11 29 heiðskírt Lúxemborg 3 skúr Malaga 18 skýjaó Maliorca 15 skýjað Miami 15 24 skýjaó Montreal -22 +9 skýjað Moskva +20 +18 heiöskírt New York +9 1 skýjað Osló +6 +6 skýjað París 5 10 skýjaó Peking +7 3 heióskírt Reykjavtk +1 skýjað Ríó de Janeiro 19 33 heiðskírt Rómaborg 0 12 heiðskírt Stokkhólmur +0 5 skýjað Sydney 17 29 skýjaó Tókýó 0 11 heióskirt Vínarborg 4 11 heiðskírt bórshðfn 2 léttskýjað Úrval smáhúsgagna í antikhnotu • Skrifborð • Skatthol • Tevagnar • Sófaborð og smáborð • Innskotsborð Hagstætt verð. • Skáparm.k. • Sjónvarpsskápar • Hljómtækjaskápar • Homskápar • Kommóður Bláskógar Armúla 8. Sími 68-60-80.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.