Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Fylgi flokka og
ríkisstjórnar
Skoðanakönnun Hagvangs,
sem framkvæmd var dagana
28. nóvember til 8. desember
síðastliðinn, leiðir í ljós meiri
stöðugleika í fylgi við flokka en
í stuðningi við ríkisstjórnina.
Sveiflurnar í afstöðunni til ein-
stakra flokka frá því að síðasta
könnun var gerð um mánaða-
mótin júní/júlí sl. voru innan
við 3% upp eða niður. Ríkis-
stjórnin naut stuðnings 57,4%
þeirra, sem afstöðu tóku um
mitt árið, en aðeins 49,7% nú.
Hefur stuðningur við ríkis-
stjórnina aldrei verið jafn lítill
frá því að hún komst til valda
í maí 1983, ef tekið er mið af
könnunum Hagvangs.
Af þeim, sem auka fylgi sitt,
er hlutur Alþýðubandalagsins
mestur, nú lýsa 14,6% stuðningi
við flokkinn en 12% síðast.
Alþýðubandalagsmenn voru í
sviðsljósinu skömmu áður en
könnunin fór fram vegna flokks-
þingsins. Þeir telja sjálfir, að
þingið hafi styrkt flokkinn út á
við. Átök milli þingflokks og
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
bandalagsins sýna á hinn bóg-
inn, að því fer fjarri að jafnað
hafi verið úr ágreiningi innan
flokksins. Þá er athyglisvert, að
Alþýðubandalagið nýtur ekki
stuðnings jafn margra nú og
greiddu flokknum atkvæði í
apríl 1983. Tvisvar sinnum síðan
hefur flokkurinn notið meira
trausts í skoðanakönnunum
Hagvangs en núna.
Bandalag jafnaðarmanna
(BJ) hafði ekki haldið landsfund
þegar leitað var álits almenn-
ings í þessari könnun. Fylgi
Bandalagsins minnkar úr 7,7%
í 4,3% og hefur ekki verið minna
síðan í apríl 1984. Upplausnin
innan BJ. hefur verið mikil
undanfarna mánuði. Þótt skipu-
lag þess hafi verið stokkað upp
á landsfundinum 7. og 8. des-
ember er ólíklegt að það eitt
valdi því, að fólk veiti flokknum
stuðning.
Þetta ár hefur einkennst að
mikilli sveiflu kjósenda til Al-
þýðuflokksins, ef marka má
skoðanakannanir. Fyrir flokks-
þing haustið 1984 naut flokkur-
inn aðeins stuðnings 7% í Hag-
vangskönnun. Eftir flokksþing
og valdatöku Jóns Baldvins
Hannibalssonar rauk stuðning-
ur við flokkinn upp í 21,3% í
maí síðastliðnum. Nú lýstu
16,2% stuðningi við Alþýðu-
flokkinn. Er hann annar stærsti
flokkurinn og hefur haldið því
sæti síðan í febrúar á þessu ári.
Allar kannanir frá síðustu
kosningum sýna, að Kvennalist-
inn nýtur meiri stuðnings í
könnunum en þegar kosið var.
Listinn heldur þessari stöðu enn
með 8,9% en hlaut 5,5% í kosn-
ingunum.
Allt frá því að kosið var hefur
Framsóknarflokkurinn, sem þá
hlaut 18,5% atkvæða og var
annar stærsti flokkurinn, átt
undir högg að sækja. í byrjun
þessa árs var fylgi hans komið
niður i 9,9%. Hann hefur frekar
sótt í sig veðrið að nýju og nýtur
nú stuðnings 13%, bætir hlut-
fallið um 2% frá síðustu könnun.
Væringar Steingríms Her-
mannssonar, formanns, við
flokksbræður virðast hafa aukið
áhuga kjósenda á flokknum.
Athyglisvert er hve gífurlegur
munur er á fylgi Framsóknar-
flokksins eftir búsetu. Þannig
segjast aðeins 6,4% kjósenda á
höfuðborgarsvæðinu og 11,8% í
þéttbýli úti á landi leggja hon-
um lið en 56,3% íbúa í dreifbýli.
Með hliðsjón af átökunum í
flokknum má velta því fyrir sér,
hvort flokksformaðurinn njóti
stuðnings þéttbýlinga en þing-
flokksformaðurinn dreifbýl-
inga.
Þegar Hagvangur leitaði álits
þeirra 1000 manna, sem spurðir
voru, átti Sjálfstæðisflokkurinn
undir högg að sækja í almennum
umræðum. Af andstæðingum
hans var leitast við að tengja
flokkinn við okurmálið og Haf-
skipsmálið. Með þetta í huga er
athyglisvert, að flokkurinn nýt-
ur nú meira fylgis en í sambæri-
legri könnun í febrúar á þessu
ári. 42,1% lýsa stuðningi við
flokkinn nú, 1,5% færri en síðast
en 2,3% fleiri en í febrúar. í
kosningunum 1983 fékk flokkur-
inn 38,7% atkvæða.
Hreyfingar á fylgi einstakra
flokka er auðvelt að skýra. Hið
sama verður ekki sagt um stuðn-
inginn við ríkisstjórnina. Hún
nýtur aðeins stuðnings 49,7%
þeirra, sem afstöðu tóku. í
fyrsta sinn frá því að hún settist
að völdum sýnir könnun Hag-
vangs minnihlutastuðning við
hana. Stjórnarflokkarnir fá
hins vegar stuðning 55,1%
þeirra, sem afstöðu tóku. Fylgi
ríkisstjórnarinnar hefur minnk-
að um 7,7% síðan í júlí. óánægj-
an vegna stjórnmálaþróunar-
innar bitnar þannig harkalegar
á ríkisstjórninni en þeim flokk-
um, sem að henni standa.
Stjórnin nýtur lítils fylgis á
höfuðborgarsvæðinu (43,7%) en
mikils í dreifbýli (73,7%). Af
þessum tölum og skiptingu
stjórnarflokkafylgisins eftir bú-
setu má draga þá ályktun, að
framsóknarmenn séu ákveðnari
í stuðningi sinum við ríkis-
stjórnina en sjálfstæðismenn.
Að þessu leyti veitir skoðana-
könnunin stjórnmálamönnum
skýrasta ábendingu um straum-
ana í almenningsálitinu um
þessar mundir.
Fljúgandi augnl
stofa á vegum n
samtakanna 1
— eftir Gyðu
Sigurðardóttur Healy
ORBIS-samtökin (Project Orbis)
voru stofnuð í þeim tilgangi að
miðla augniæknum um allan
heim af nýjustu þekkingu og
tækni á sviði augnlækninga.
Samtökin létu innrétta flugvél
af gerðinni DC-8 sem fljúgandi
augnskurðstofu. Allar aðgerðir
eru sjúklingunum algerlega að
kostnaðarlausu.
Gyða Sigurðardóttir Healy
sendi Morgunblaðinu þessa
grein sem er í senn stutt ferða-
saga og kynning á samtökunum.
Eiginmaður hennar, Patrick J.
Healey, er framkvæmdastjóri
stjórnunarsviðs þeirra (Director
of Operations). Þau hjónin eiga
heima í Colorado í Bandaríkjun-
um.
Mikil eftirvænting ríkti um borð
í flugvélinni ORBIS þegar við nálg-
uðumst Peking, höfuðborg Kína.
Loksins eftir mikinn undirbúning
virtist þessum áfanga náð. Þegar
við héldum af stað frá flugvellin-
um í Hong Kong var klappað
hraustlega þegar flugvélin, sem er
elsta DC-8 í notkun í heiminum,
hóf sig til flugs.
Innan skamms myndum við
lenda í Peking og ég gat vart trúað
því að draumur minn væri að
rætast. Útsýnið var ævintýri lík-
ast. Hver einasti smáskiki virtist
vera nýttur til ræktunar, sem er
ekki að undra því í þessu sérkenni-
lega landi býr einn milljarður
manna.
Við hlið mér sat Þór litli, þriggja
ára snáði. Pabbi hans er flugvél-
stjóri hjá ORBIS og þess vegna
voru við nú komin til þessa fjar-
læga lands. Eg benti honum á það
sem fyrir augu bar og sagði honum
að þetta væri Kína. Þrátt fyrir
ungan aldur er ég þess fullviss, að
ferð þessi mun seint líða honum úr
minni.
Á flugvellinum í Peking bauð
400 manna mótttökunefnd okkur
velkomin. Fólkið var allt sérlega
vingjarnlegt. Allir vildu ólmir fá
að skoða flugvélina og var fólkinu
hleypt inn f litlum hópum. Starfs-'
menn ORBIS eru þessu vanir, því
hvar sem þeir koma flykkist að
fólk, sem vill skoða þennan furðu-
fugl.
Að afloknum myndatökum og
blaðaviðtölum við fulltrúa
ORBIS-samtakanna var haldið til
miðborgarinnar, en þangað er um
40 mínútna akstur. Við tókum
myndir út um bílgluggana því
margt forvitnilegt bar fyrir augu.
Gamlir hestvagnar sýnast vera
helstu samgöngutækin.
Fólkið virtist feimið en veifaði
þó til okkar. Á hótelinu fengum
við hlýjar mótttökur og var okkur
því næst vísað til herbergja okkar.
Við bjuggum á Great Wall Hotel,
sem er eitt helsta stolt Kínverja f
hótelrekstri og var tekið í notkun
á síðasta ári. Þar með var hafin
þriggja vikna heimsókn ORBIS-
samtakanna til Peking.
Starfað í þágu mannúðar
Flugvélin ORBIS I er fljúgandi
Sjónvarpstækin eru nýtt til fullnustu um borð f ORBIS I. Allar aðgerðir en
notaö til kennslu.
Flugvélin er búinn fullkomnum ómskoðunartækjum, smásjám og leysitæki.
augnskurðstofa. Takmarkið með þjóðum heims kleift að nýta sér
rekstri flugvélarinnar er að gera nýjustu tækni og þekkingu á sviði