Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Fyrir ofan garð og neðan Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Guðmundur Björgvinsson: Nætur- flug í sjöunda himni, skáldsaga. Útg. Lífsmark 1985. Myndskreytingar eftir höfundinn. Halldór Guðbrandsson, ungur menntaskóladrengur, heldur eins konar dagbók og hefur eitt og annað til málanna að leggja. Hann er reiður og hneykslaður á nánast öllu, viðkvæmnin leynist á bak við skelina. En skýtur ekki oft upp kollinum. Hofundur kallar þetta skáldsögu og hirðir að öðru leyti ekki mikið um lögmál skáldsögunnar; virðist hafa unun af að þverbrjóta allt sem er hægt að brjóta og aukin- heldur dunda sér við að hneyksla lesandann — og stundum meira að segja sjálfan sig. Hugrenningar Halldórs eru þrátt fyrir mikið af orðum og mörgum stórum ekki sérlega til þ<>ss fallnar að vekja áhuga á Halldóri. Kvennafarslýs- ingar eiga sennilega að heita djarf- ar, en það, en það eina frumlega sem ég rak augun i eru hugsanir hans um stúlkuna Rósu, sem hann leggur ofurheita ást á um hríð og segir: „190. Það truflar mig ekki þó ég viti að í meltingarvegi þínum velt- ist illa þefjandi matarvellingur og saur í endaþarmi þínum.“ Það var og- Halldór dreymir stóra drauma og hefur mikla hæfileika á nánast öllum sviðum, þótt fáir komi auga á það aðrir. Og á einum eða tveimur stöðum efast snillingurinn: „331. Mín ógæfa felst í því að ég hef óslökkvandi þrá til að gera eitthvað sem ég er ófær um að gera. Eitthvað sem er kannski ekki á færi neins að gera.“ Það var aftur og- Viðtöl Halldórs við Jesú og Sat- an eru ansi mislukkaðar tilraunir til að vera frumlegur. Lífssaga Úlfars Hallsteinssonar sem skotið er inn hér og hvar sömuleiðis hálf- gerður vanskapningur. Öðru hverju eru svo einhverjar furðu- legar frásagnir um hitt og þetta sem eru eins og fleira í þessari skáldsögu alveg út í bláinn. Ekkert stríð Bókmenntir Sigurður H. Guðjónsson Höfundun Tilman Röhrig. Þýðandi. Þorvaldur Kristinsson. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Forlagið. Til er listaverk eftir Einar Jóns- son, myndhöggvara, Samvizkubit, heitir það. Magnþrungið listaverk. Vera reynir að halda augnlokum mannkyns opnum, og önnur hróp- ar í eyra þess. Þessa mynd muna margir fslendingar, hún var lengi táknmynd í haus Spegilsins, með- an hann var og hét. Þessi mynd kom mér í hug, er ég las fyrst In Dreihundret Jahren Vielleicht, bókina, sem hlotið hefir nafnið Ekkert stríð í íslenzkri þýðingu. Mér fannst og finnst höfundur með verki sínu hrópa til okkar: Vertu sá maður að horfast í augu við þann ógeðslega uppvakning, sem stríðshetjan þín er, sjáðu hann að störfum og heyrðu dýrsleg öskur hans. Meðan þú heldur, að hann sé hetja, meðan þú hleður hann heiðursmerkjum fyrir drýgðar „dáðir“, þá er ekki nema von þú kjósir þessa brjálæðinga að for- ystumönnum þjóða, eins og gert var í lok síðari heimsstyrjaldar. Þeim er kropið í austri og vestri, sleiktar blóðiataðar hendur þeirra, og heimurinn engist af angist, börn deyja úr hungri, milljóna þjóðir fara á vergang. Saklausar sálir sem þrá frið, flagga spjöldum, fara í göngur, tísta uppí vindinn og biðja um frið. Á meðan sitja börn þessara sakleysingja og glápa á víedóið sitt, þar sem hermennsk- an er lofsungin. Og innan úr jóla- pökkum barnanna þeirra koma leikföng stríðsins, plastbyssur og herkastalar. Vaknaður maður, segir hinn ungi höfundur, gerðu þér ljósa þá niðurlægingu sem stríðsrekstur er, þá vesælsu ófreskju sem hermaðurinn er. Neðar í forarvilpuna er ekki hægt Guðmundur Björgvinsson Ég skal viðurkenna, að mér er ekki ljóst hvað höfund langar til að gera með þessari bók. Persóna þarf helzt að hafa einhverja mann- eskjulega eiginleika til að ná til lesenda. Það vantar öll litbrigði bæði í „persónurnar" og frásögn- ina. Að skrifa bara til að hneyksla getur varla verið tilgangurinn. Enda hneykslar þessi bók mann ekki. Hún er heldur illa skrifuð og ansi leiðinleg. Mataruppskrift- irnar eru bezti kafli hennar að mínum dómi. að komast. Á meistaralegan hátt gerir höfundur þessu skil. Hann velur sér þorp í Þýzkalandi, Egge- busch, og lætur söguna gerast 1641, í lok 30 ára stríðsins. Fólk berst fyrir lífi sínu; ánamaðkar, mýs, fuglar í svívirtum helgidóm- um verða að fæðu; munnvatn til svala. Börn eru myrt, konur sví- virtar, heimili lögð í rúst, brennd og rænd. Já, það er verið að lýsa stríði, vinir mínir, lífi innan um legsteina, og Röhrig kann til verka, virðist einn þeirra höfunda, sem heimurinn má vænta mikils af. Þýzkir meta hann, hann hlaut þýzku barna- og unglingabóka- verðlaunin 1984 fyrir þetta verk sitt. Ég fagna því að sjá í snilldar þýðingu Þorvaldar. Hann fer um textann mildum höndum, kann þau tök á málunum báðum að bók- in missir í engu, Röhrig verður íslenzkum kunnur. Sjálfsagt kveina einhverjir undan bersögli hans, beittum skeytum að hræsn- inni. En hér leika logar vítis um sviðið, og hver heldur, að hægt sé að vera sannleikanum trúr án þess aðhræsnin rymji. Próförk mjög vel unnin, og prentverk allt af kunnáttu gjört. Hafið þökk fyrir snilldarverk. Bras og þras á Bunulæk Bókmenntir Sigurður Haukur Guöjónsson Bras og þras á Bunulæk. Höfundur: Iðunn Steinsdóttir. Teikningar: Ingvar Guðnason. Prentverk: Prentsmiðjan Rún sf. Bókband: Bókfell hf. Útgefandi: Námsgagnastofnun. I fyrstu hrökk ég við, er ég leit þessa bók, uppsetningin var mér framandi. Engu likara en um ljóð væri að ræða og ég hugsaði: Er ekki nóg komið af öllu bullinu, sem reynt er að ljúga að fólki að séu ljóð. En er fyrstu áhrifin fjöruðu út og ég reyndi að skilja höfundinn betur, þá skynjaði ég, að hann setur efni sitt fram á þennan hátt af tillitssemi við lesandann, þann er á í örðugleikum með lestur. Stuttar setningar eru líklegri en langar, til þess að draga úr kvíða þess sem við texta bókar er hrædd- ur. Hitt harma ég, að höfundur skyldi ekki láta sér koma til hugar að breyta uppsetningunni, er á bókina líður, lengja setningar, breyta í venjulegt lesmál. Ætlunin með svona bókum hlýtur að vera að auka færni stirðlæsra til þess að fást til venjulegar bækur. Efnið er: Gamall maður, Gústi, verður fyrir bíl og deyr. Hundur hans, Kolur, lendir í reiðileysi og tvö börn, Palli og Pína, taka hann að sér. Þeim gengur illa að fá foreldra og granna til þess að sættast við dýrið. Hundurinn sannar vitsmuni sína, er þjófur gerist nærgöngull. Palli og Pína ákveða að vinna að því að slík dýr, sem engan eiga að, eignist sama- stað. Og þau láta ekki standa við orðin tóm, taka að safna og vinna. Satt er, þetta er ekki bók mikilla átaka, en hæfir vel ungum sem eru að hefja lestur, og um þá þarf vissulega að hugsa líka. Gaman er að nöfnum og oft hafa íslenzkir verið snjallir við nafngiftir. Dúllía, varla er vegsauki að slíku orð- skrípi. Teikningar Ingvars falla vel að efni. Prentun og frágangur allur góður. Kristín Á. Ólafsdóttir Hljómplötur ÁrniJohnsen Á morgun heitir ný hljómplata Kristínar Á. Ólafsdóttur þar sem hún syngur í þjóðlagastíl lög úr ýmsum áttum. Kristín er lista- góð söngkona í þeirri túlkun sem henni er tömust og á plötunni nýtur fögur rödd hennar sín vel i flestum lögunum og þeim mun betur sem hljóðfærin eru færri því falleg rödd hennar er eins og hljómsveit út af fyrir sig. Gítarinn er það hljóðfæri sem rödd Kristínar hljómar best við, en sjálf er hún áhrifamest í ró- legum lögum sem byggjast á ljúf- um melódíum. Bestu lögin á plötu Kristínar eru að mínu mati Til Samarkand, lag Thorstein Berg- man og texti Hjartar Pálssonar, Snert hörpu mína, fallegt lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Davíðs frá Fagraskógi og Maí- stjarna Halldórs Laxness við mjög gott sönglag Jóns Ásgeirs- sonar, en það lag er afburða gott kórlag. 1 heild er plata Kristínar mjög áheyrileg, en ekki þykja mér bölsýnistextar hljóma trúverð- ugt með fallegri rödd hennar enda er hún best þar sem hið jákvæða fær notið sín, óttinn geymdur utan upptökusalar. Það eru Einar Kristján Ein- arsson og Sigurður Rúnar Jóns- son sem hafa útsett flest lögin og það er gert á fagmanniegan og skemmtilegan hátt og öll er platan vönduð að gerð eins og við er að búast af þeim sem standa að smíði plötunnar. Viðreisn í vestri Hetjurnar ríða um villta vestrið í Silverado. Kvikmyndlr Árni Þórarinsson Stjörnubíó: Silverado Bandari.sk. Árgerð 1985. Handrit: Lawrence Kasdan, Mark Kasdan. Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Aðalhlutverk: Kevin Kline, Scott Glenn, Kevin ('ostner, Danny Glover, Brian Dennehy. Enn á ný ríða hetjur um héruð villta vestursins. Eftir margra ára dvala hafa tveir færir kvik- myndagerðarmenn tekið sér fyr- ir hendur að endurreisa þessa gömlu amerísku kvikmyndahefð, — Clint Eastwood með Pale Rider sem nú er sýnd í Bíóhöll- inni og Lawrence Kasdan með hinni nýju jólamynd Stjörnubíós, Silverado. Eastwood er vitaskuld sá maður sem tók við vestrunum úr söðli Johns Wayne og var með í þeirri endurnýjun sem átti sér stað í spaghettivestrum Sergios Leone uns hann fór sjálfur að leikstýra vestrum á borð við High Plains Drifter og Outlaw Josey Whales. Hann er því öllum hnútum kunnugur og kann hand- brögðin afturábak og áfram. Enda er Pale Rider, þótt dágóð afþreying sé, aðeins snöfur- mannlega stíluð klisja þar sem Eastwood leikur enn eitt til- brigðið við hinn nafnlausa engil dauðans sem hjálpar góðu gæj- unum gegn þeim vondu. Kasdan kemur á hinn bóginn tiltölulega ferskur að vestranum. Hann á að baki aðeins tvö leikstjórnar- verkefni, gjörólík, — annars vegar þrillerinn góða Body Heat og hins vegar snjalla gegnumlýs- ingu á ’68-genginu í The Big Chill. Silverado er þannig enn ein útvíkkunin á viðfangsefnum þessa hæfileikaríka kvikmynda- gerðarmanns. Silverado ber það með sér að Kasdan þykir vænt um vestrann. Og lengi framan af er engu líkara en honum ætli að takast að kveikja í púðrinu með býsna kraftmiklum hætti þegar hann lýsir kynnum fjögurra kappa og viðborðarríkri hópreið þeirra til bæjarins Silverado. Viðskipti þeirra félaga við bófa og ræn- ingja og heiðarlega borgara eru feiki skemmtileg, með húmor að vopni ekki síður en marghleypur. Þarna byggir Kasdan upp sam- félag sem hvílir á reglum um fóstbræðralag og hefndarskyldu eins og fslendingasögur og sígild- ir vestrar gera. Leikararnir fjór- ir í hlutverkum hetjanna eru allir til sóma: Kevin Kline, hóf- stilltur í miðjunni, Kevin Costn- er galgopinn og vandræðagems- inn, Scott Glenn þögull og tálgað- ur, Danny Glover blökkumaður- inn sem sífellt er ögrað af kyn- þáttafordómum en er seinþreytt- ur til vandræða. Þá er John Cleese smeilinn sem breskur lögreglustjóri. En þegar fjór- menningarnir ná til Silverado um miðja mynd lenda þeir Kas- danbræður í vandræðum með handrit sitt. Leiðir félaganna skilur og við fylgjumst með því hvernig þeim reiðir af hverjum í sínu lagi og kynnumst persónu- legum kringumstæðum þeirra. Ekkert af þessum atriðum fær fullnægjandi úrvinnslu og nýjar persónur sem koma til sögunnar eru meira eða minna í lausu lofti, — Rosanna Arquette sem staðföst bóndakona, Linda Hunt sem dyggðugur barstjóri, ætt- ingjar Glenns og Costners, faðir og systir Glovers, Jeff Goldblum sem slepjulegur fjárhættuspil- ari, ríkur óðalsbóndi og skúrkar hans. Þetta fólk og þáttur þess í atburðarásinni er fremur rugl- ingslega fram sett. En svo, undir lokin, ná fjórmenningarnir sam- an aftur og leggja til atlögu við illþýðið, sem lýtur mikilúðlegri forystu Brians Dennehy, og þá herðir Kasdan tökin á efni sínu að nýju og Silverado fær þrótt- mikinn endi í hefðbundnu upp- gjöri og einvígi á aðalstrætinu. Bestu kaflar Silverado, þar sem gamansemin og bardagarnir eru í fyrirrúmi og sérstæð nátt- úrufegurð víðáttunnar í bak- grunni, sýna hversu góður leik- stjóri Lawrence Kasdan er. Með tilstyrk tilkomumikillar vestra- tónlistar Bruce Broughton og kvikmyndatöku Johns Bailey er Silverado heiðarleg og yfirleitt skemmtileg atrenna að endur- reisn hinnar lotlegu bandarísku hefðar. Ef síðasta setning hetj- anna í myndinni — „Við snúum aftur" — rætist er ég ekki í nokkrum vafa um að Lawrence Kasdan mun i Silverado II skila eftirminnilegum og heilsteyptum vestra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.