Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 49 Þrettán gamlar og góðar frá Steinum Hljómpiötur Árni Johnsen í tilefni 10 ára afmælis út- gáfunnar Steinar hf. hefur fyrir- tækið gefið út að nýju 13 gamlar plötur, en þessa afmælisútgáfu kallar Steina hf. Gott tilboð. Hér er um að ræða fjölbreytt úrval hljómplatna sem flestar hafa notið ágætra vinsælda, enda er það sammerkt þessum plötum að vel er vandað til útgáfu á þeim. Fyrst skal telja plötuna Deió með Ladda, en þar eru hin góð- kunnu lög Búkolla, Spánarfljóð, Stebbi stuðari, Jón spæjó, Skúli Óskarsson og fleiri góð. Þá er platan Sturla með Spilverki þjóð- anna þar sem boðið er upp á lög og ljóð Spilverksins, m.a. Sirkus Geira smart, Hæ hó, Arinbjarn- arson, Skýin, Sannaðu til og Trumba og Sturla. Breyttir tímar með EGO er ein af þrettán en þar er um að ræða lög og texta Bubba Morthens. Jólaboð Hauks Morthens er í góða tilboðinu, en þar syngur Haukur mörg kunn jólalög, reyndar lög sem allir þekkja og eru sígild fyrir jólin. Isbjarnarblús Bubba er í grúpp- unni, en þar er titillagið sem platan heitir eftir, löngu þekkt lag. Sumar á Sýrlandi með Stuð- mönnum er þarna þrykkt á ný, en sú plata sló í gegn á sínum tíma, enda var yfir henni ferskur blær og skemmtilegheit. Litla hryllingsbúðin er einnig ein af útgáfunum sem Steinar hf. hafa staðið að, en sá söngleikur sló aldeilis í gegn í Gamla bíói í uppfærslu Hitt leikhússins. Sá söngleikur hefur nú verið sýndur á annað ár við miklar og stöðugar vinsældir. Þá er komið að Máva- stellinu hjá Grýlunum þar sem þær stöllur syngja af mikilli innlifun um Sigmund kropp, Sísí, Betri er limur en limlestir, Tröllaþvaður og fleiri ágæt lög á þessari hressilegu Grýluplötu. Platan Hurðaskellir og Stúfur er í safninu þar sem Laddi, Magnús Ólafsson, Þorgeir Ást- valdsson, Bryndís Schram og fleiri góðir koma við sögu í lögun- um Bæjarferð með Hurðaskelli og Stúfi, Básúnan mín, Á góðri jólastund, Jólasveinafylkinjgin, Handtaka jólasveinanna, Ara- mótadans Grýlu og Leppalúða og fleiri lögum, en einnig kemur barnakór við sögu á þessari líf- legu plötu. HLH-flokkurinn með Haraldi Sigurðssyni, Þórhalli Sigurðssyni (Ladda) og Björgvin Halldórssyni er ein af Steina- plötunum, en sú plata er gerð í anda sjötta áratugarins hvað varðar lagaval og hljóðupptöku. Þar eru lög eins og Vertu ekki að plata mig, Æskuást, Ham- ingjulagið, Viltu semja frið, Venus, Tjúttað í hlöðunni og Fatafrík. Þá er plata Utangarðs- manna, Geislavirkir með Bubba Morthens og kompaníi, platan Pétur og úlfurinn þar sem Bessi Bjarnason er sögumaðurinn í hinu kunna tónlistarævintýri fyrir börn, en ýmis hljóðfæri leika önnur hlutverk, en síðast en ekki síst skal nefna hina ágætu plötu Fögru veröld þar sem Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórs- son, vönduð plata og hlýleg eins og við er að búast af þeim félög- um. Kári litli í sveit Bókmenntir Siguröur Haukur Guöjónsson KÁRIUTLI f SVEIT Höfundur: Stefán Júlíusson Myndir: Halldór Pétursson Kápa: Pétur Halldórsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Æskan Sú var tíð, að flest okkar áttu dýr að vinum, hund, hest eða kött, vini sem fylgdu okkur um leikvöll bernskunnar, tóku þátt i amstri okkar og önn, gleði okkar og sorg. Víst var lífið annað þá, færri þeir sem lemstruðust á lífsins vegi, breyttust úr mönnum í skugga, urðu úti í vorhretum. Orsakirnar eru sjálfsagt margar, en sú miklu stærst, hversu óralangt við erum nú komin frá náttúrunni sjálfri. Við höfum kvatt hólinn og byggt hús, hulið grundir og mó undir steinsteypu og asfalti til þess að lifa fínna. En þessi flottheit öll hafa rofið samband okkar við nátt- úruna sjálfa, rofið sambandið við móður jörð, og því ráfa svo margir um sem graslömb, ná aldrei þroska. Kári litli í sveit er saga um snáða sem átti vin í hundi, slíkan vin sem beztir gerast. Þeir héldu í sveitina til afa drengsins og ömmu, hundurinn og drengur- inn Kári, átta ára lukkuprins. Drengurinn fær verk fyrir hendur, skyldur að axla. Hann þroskast og styrkist, reynist miklu meiri mað- ur en aldur segir til um. Hann fylgir fullorðnum til starfa, lærir af þeim handtök úr reynslusjóði kynslóðanna. En jafnöldrum kynn- ist hann líka, eignast með þeim dýrðarstundir. Vinirnir Kári og Lappi vinna þrekvirki saman og á heillastund er brjóst afa svo hlýtt, að hann segir: „Heyrðu, Kári Magnússon, nú vill kerlingin endilega gefa þér Sokka litla. Ætli það sé þá ekki best að þú eigir folaldið, lasm." Sokki var fallegasta folaldið sem Kári litli hafði nokkurn tíma séð. Það var rauður hestur með hvíta fætur." Hann var orðinn maður með mönnum, átti hest og hund. Já, þegar hann heldur heim eftir ævintýrasumar ber hann ekki aðeins gjafir ömmu og afa sér við hlið, heldur líka í brjósti, gjafir sem munu fylgja honum lífið á enda. Sagan er sögð á hlýjan, hugljúfan hátt og á fögru máli. Það er því að vonum, að hún hefir orðið svo vinsæl meðal barna siðan hún kom út fyrst 1950, að í þrígang hefir hún selzt upp og er því 4. útgáfan hér á borðum. Myndir Halldórs eru snilldarverk og Pétur auðsjsáanlega í náð hjá listadís- inni líka. Prentverk mjög vel unnið. Besti vinur... lltlu stúlkunnar er auðvltað mjúk og hlý Camilla Mllla dúkka. Við hana getur hún bjástrað á daginn, sofnað með á kvöldin og huggaö sig við, þegar eitthvað bjátar á. Camllla Mllla dúkkurnar eru sterkar, vandaðar og þola að á þelm sé teklð. Camilla Milla er frá SEBINO Það tryggir gæðin. Góð aðkeyrsla, næg bílastæði. Póstsendum um land allt. TómsiunDflHúsis HF LaugouegilS'l Reyttauii: »21901 Rúmteppi — Rúmteppi Fallegu portúgölsku rúmteppin komin aftur. Verö frá kr. 1.350 Tilvalin jólagjöf n h tkntiilk lönaöarhúsinu. Hallveigarstíg 1. Sími 22235. V_________________I_______________) LAUGAVEGI28 FuUbiíðafinýjum vörum fyrir DÖMUROG HERRA fiú DONOVAN® SPORT SWEAR - PARIS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.