Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
Fjarnám og fram-
haldsmenntun
Leið til hagsældar og jafnrar aðstöðu til náms
| —eftirRandy
j Fleckenstein
Hugsið ykkur það menntakerfi
, á íslandi að allir framhaldsskólar
landsins væru tengdir saman í eina
heild. Á mánudagsmorgni þinga
skólastjórar, hver á sínum stað,
með fulltrúum menntamálaráðu-
neytisins — allir samtímis og án
þess að nokkur fundarmanna þurfi
að leggja á sig nokkur ferðalög
vegna þess. Um miðjan morgun
eru enskukennarar á landinu búnir
að halda sinn mánaðarlega fund.
Síðar sama dag fer fram kennsla
í örtölvutækni í framhaldsdeild í
rafeindavirkjun. Kennslan fer
fram í Iðnskólanum i Reykjavík
og sá sem kennir er eini maðurinn
á landinu sem næga menntun
hefur á þessu sérstaka sviði. Að
sjálfsögðu fylgjast bæði nemendur
í fullu námi og starfsmenn fyrir-
tækja um land allt með kennsl-
unni. Sama kvöld fer fram kennsla
í bókfærslu í nokkrum afskekktum
byggðarlögum en á öðrum stöðum
fylgjast menn með fyrirlestri tón-
skálds í Lundúnum og taka þátt í
umræðum að honum loknum.
Nýlega hafa rektor Háskóla ís-
lands, ritstjóri Morgunblaðsins og
Halldór Blöndal alþingismaður
bent á að þörf sé einhvers konar
útibús frá Háskóla Islands á
^ Akureyri. I þessari grein er sett
fram athyglisverðari og margfalt
öflugri lausn á þeim vanda, sem
þeir hafa í huga, en nokkru sinni
er mögulegt að ná með útibúi Há-
skóla Islands á Akureyri.
Hvers vegna ætti að ausa úr
opinberum sjóðum, sem eru víst
ekkert of digrir fyrir, í kerfi sem
bætir harla fáu nýju við þá
kennslu sem fyrir er í landinu, sem
nær einungis til fólks á afmörkuð-
um svæðum og gefur einungis völ
á hluta þess náms sem Háskóli
íslands býður upp á? Hver getur
ákvarðað að Norðlendingar þarfn-
ist einvörðungu æðri menntunar í
„ensku, tölvutækni ýmiskonar og
viðskiptafræði" eins og bent var á
í forystugrein Morgunblaðsins 19.
október síðastliðinn? Er Morgun-
blaðið tilbúið að ætla að enginn
„þarfnist" lista, hugvísinda, kenn-
aramenntunar o.s.frv. á Norður-
landi? Ég leyfi mér að draga í efa
að Norðlendingar séu eins þröng-
sýnir og Morgunblaðið og þing-
menn á atkvæðaveiðum eru í
þessu.
Og enn er eitt atriði. Hver segir
að Háskóli íslands sé eina stofnun-
in sem þarf að bjóða fólki í af-
skekktum byggðarlögum upp á
nám? Á því leikur enginn vafi að
Háskóli íslands þarf að ná til
fleira fólks með námsframboð sitt,
en hvað um Tækniskólann, Kenn-
araháskólann, tæknistofnanir iðn-
aðarins, Stjórnunarfélagið og fjöl-
brautaskólana? Þessir skólar og
stofnanir veita hver um sig ein-
stæða starfsmenntun eða reka
framhaldsdeildir sem ekki er að
finna um allt land. Þennan lista
má auðveldlega lengja.
Upplýsinga- og tæknibyltingin í
heiminum hefur gert það að verk-
um að flestir íslendingar, einkum
þeir sem ekki búa á Stór-Reykja-
víkursvæðinu, hafa dregist langt
aftur úr öðrum þjóðum. Ef ekki
verður gerð víðtæk tilraun til þess
að jafna aðstöðu til náms á öllum
skólastigum mun íslenskt efna-
hagslíf bíða tjón af þessu um ófyr-
irsjáanlega framtíð. (slendingar
munu áfram missa af tækifærum
vegna skorts á markaðsathugun-
um erlendis, vegna þess að ekkert
er sinnt almannatengslum, vegna
skilningsskorts á viðskiptavenjum
og menningargildum á öðrum
menningarsvæðum og vegna
hreins og klárs þekkingarskorts
og vöntunar tækniþekkingar.
Hyggjum aðeins að þeirri stað-
reynd að menntun verkfræðings
verður nú úrelt á fimm árum og
að menn með sérmenntun munu
árið 1990 þurfa að meðaltali á
nokkurri endurmenntun að halda
á fjögura ára fresti. Þetta vita
menn um mestalla Evrópu og þetta
vita einnig menn í Bandaríkjunum
og í Japan. Það er vegna þessa að
hjá öllum þessum þjóðum hefur
verið komið á all-víðtæku fjar-
námskerfi, bæði í iðnaði og í skól-
um. Og annað umhugsunarvert
atriði er að á Bretlandi er varið
jafnvirði 230 Bandaríkjadala til
menntunar hvers einasta starfs-
manns á ári hverju. f Bandaríkjun-
um er 1.200 dölum varið í sama
tilgangi. Hverjar eru samsvarandi
tölur á íslandi?
Málum er svo komið á fslandi
að brýna nauðsyn ber til að boðið
verði upp á eitthvað sem gert er
af meiri stórhug en birtist í hug-
myndinni um útibú frá Háskóla
fslands á Akureyri. Þetta „eitt-
hvað“ gæti verið fjarnámskerfi.
Fjarnámskerfum er komið á fót
til þess að geta boðið bók- og
verknám á hverjum þeim stað sem
þess er þörf. En hvað er fjarnám?
Einfaldasta mynd fjarnáms er trú-
lega bréfaskóli. Gagnvirk sjón-
vörpun á örbylgju um gervihnött
er hins vegar fjarnám í sinni full-
komnustu mynd. Með fjarnámi
má ryðja úr vegi hindrunum á því
að allir hafi jafna aðstöðu til náms
— hvaða náms sem er, ekki þess
náms eins sem Háskóli fslands
býður þótt það sé vitaskuld mjög
mikilvægt.
Hugleiðið aðeins hve margt það
er sem komið getur í veg fyrir
jafna aðstöðu fólks á íslandi til
náms:
— búseta — engin starfsmenntun
eða önnur námskeið eru í boði
í heimabyggð fólks, kostnaður
og tímatap vegna ferðalaga
gríðarmikill (bæði vegna ferða-
laga innan lands og utan);
— einkahagir — erfitt er að yfir-
gefa fjöískyldu sína og heimili
til þess að sækja sérmenntun,
líkamleg fötlun kemur í veg
fyrir framhaldsnám;
— vinnukröfur — það er ekki
Þorsteinn Matthíasson
HRAFNISTUMENN
Bókaflokkurinn Hrafnistumenn geymir
nokkra minningaþætti úr lífssögu íslenskra
sjómanna, — og kvenna sem staðið hafa við
hlið þeirra í landi og nært við brjóst sín ung
sjómannsefni og búið þau undir framtíðar-
störfin. Það má því segja að hlutur þeirra
hafi verið nokkuð jafn — hans sem á hafið
sækir og hennar sem annast heimili þeirra á
ströndinni.
Engum íslendingi er starfssaga þessa fólks
óviðkomandi.
Sjómannadagsráð.
Randy Fleckenstein
„Með fjarnámskerfi
fæst allt það sem unnt
er að fá með útibúi frá
Háskóla Islands og
miklu meira en það.
Með því sparast ferða-
kostnaður nemenda og
kennara og enginn tími
fer í ferðir. Með því er
hægt að veita þeim við-
eigandi kennslu sem
hennar þarfnast á þeim
tíma sem þeim hentar.“
auðvelt að minnka við sig vinnu
vegna ástundunar náms, hvorki
fyrirtæki né einstaklingar geta
borið kostnað af náminu;
— tímasetning og efni þeirra
námskeiða, sem í boði eru á
hverjum stað, henta ekki að-
stæðum á staðnum þegar boðið
er upp á þau;
— áhyggjur — ótti við að geta
ekki staðið sig vel í námi eftir
að hafa ekki stundað nám um
árabil, óvissa um það hvað læra
skuli, skortur á námstækni.
Þetta eru bara örfá dæmi um
þá þætti sem komið geta í veg fyrir
jafna aðstöðu til náms og úr öllu
þessu má bæta með vel samsettum
námskeiðum og námsskrám í fjar-
nám i. Af því myndu ekki Akur-
eyringar einir hafa hag heldur og
fsfirðingar, Selfyssingar, Horn-
firðingar, íbúar á Stykkishólmi,
Neskaupstað o.s.frv. Með fjarnámi
er fólki gert kleift að stunda nám
þegar því hentar, þar sem því
hentar og á þeim hraða sem því
hentar. Það gefur fólki einnig
möguleika á að velja milli margra
og fjölbreyttra námskeiða. í fjar-
námi getur verið um að ræða
sjálfsnám í heimahúsum, á vinnu-
stað eða í námsmiðstöðvum á
hverjum stað. Námið má byggja á
notkun lesefnis, notkun vinnu-
bóka, tæknibúnaði ýmiskonar,
myndböndum, tónsnældum, notk-
un símkerfis, á námi í skólastofu
og á hvaða samsetningu allra
þessara þátta sem best hentar
hverju sinni. Fjarnám, eða opið
nám, er alltaf miðað við þarfir og
aðstæður tiltekins hóps fólks, óháð
því hvaða kennslumiðill er notað-
ur.
Og það er einmitt það góða við
hugmyndina um fjarnámskerfi á
fslandi. f því felst svar við vanda
svo margs fólks að erfitt er að líta
fram hjá þessum möguleika. Það
er hreinasta gullnáma fyrir þá
stjórnmálamenn sem hugmyndina
styðja og fjárhagslega býður kerf-
ið upp á feikilega aukningu þekk-
ingar og tæknikunnáttu með þjóð-
inni. Með því opnast möguleikar á
framhaldsmenntun fyrir þær þús-
undir íslendinga sem einhverra
hluta vegna hafa ekki getað lokið
stúdentsprófi, sveinsprófi, hlotið
meistarabréf eða háskólagráðu.
Starfsmannaþjálfun og endur-
menntun kostar með þessu kerfi
minna fé og verður ekki eins tíma-
frek því til miklu fleiri nemenda
næst á skemmri tíma. Hugið ykkur
allt vinnutapið og kostnaðinn sem
er samfara því að ferðast til
Reykjavíkur og sitja þar námskeið.
Hugsið ykkur hve dýrt það væri
að sækja slíkt til Stokkhólms! Með
fjarnámi næst bæði Reykjavík og
Stokkhólmur inn í stofu á Húsavík!
Tökum eitt raunverulegt dæmi.
í Open-Tech-fjarnámskerfinu í
Stóra-Bretlandi er boðin margs
konar starfsmetnnun í samvinnu
milli tækniskóla, starfsmennta-
skóla á einkaeign og fyrirtækja
sem þurfa á starfsmannaþjálfun
að halda. Með námsefnissettum,
fyrst og fremst lesefni ásamt efni
á myndböndum, snældum eða
tölvuhugbúnaði, er boðið upp á
margvíslega starfsþjálfun og
-menntun. Hægt er að lesa til
lokaprófs, fá vottorð um þátttöku
eða taka einingar í símenntun (það
er hugtak sem sérfræðistéttir á
fslandi þarfnast sárlega og verður
fjallað um í annarri grein). Þannig
má nefna að í einu héraði, í Norð-
ur-Skotlandi er boðið upp á eftir-
farandi námskeið fyrir starfsfólk
fyrirtækja: tölvutækni og dverg-
rásatækni, skjalavörslu, ritvinnslu
og aðra skrifstofutækni, útlits-
hönnun, stjórnun bifvélaverk-
stæða, skartgripasölu, þjóðvega-
og mannvirkjagerð, stjórnun á
byggingarstað, vefnaðarlitun, rób-
ótatækni, gerð sjálfstýrikerfa fyr-
ir vélar], logsuðutækni, frysti-
tækni, tölvubeitingu, starfsþjálfun
olíutækni, hótel- og veitingastaða-
rekstur, mjólkurfræði, ferðaútvegi
o.s.frv. Um flest þessara nám-
skeiða má segja, þótt undarlega
kunni að hljóma, að þau kæmu sér
vel hér á landi.
Hvers konar fjarnámskerfi gæfi
bestan árangur við íslenskar að-
stæður þar sem fjárráð eru tak-
mörkuð? Ég held að hagkvæmast
væri fyrir íslendinga að einbeita
sér að vel sömdum námsefnissett-
um og byggja upp kerfi símteng-
inga á milli staða. Þó að vissulega
sé mjög glæsilegt að hafa sjón-
varpskerfi þá er rétt að hafa það
í huga að þau eru mjög dýr og rétt
er að fara varlega af stað og byrja
smátt. í kerfi símtenginga eru
notaðar þær símalínur, sem þegar
eru fyrir hendi, og sérstakur bún-
aður til að tengja nokkra staði
saman. Með þessu móti gæti kenn-
arinn t.a m. verið á Akureyri og
kennt nemendum sem sitja í sér-
staklega útbúnum stofum sem
Póstur og sími eða Sambandið eða
fjölbrautaskólar eða jafnvel Há-
skóli íslands hafa komið upp víðs-
vegar um landið. í slíku kerfi eru
notaðir magnarar, hátalarar og
hljóðnemar til þess að nemendur
á hinum ýmsu stöðum á landinu
geti rætt við kennara sinn og hver
við annan. f kerfi sem þessu er
bæði hægt að kenna samtímis stór-
um hópi nemenda á fáum stöðum
og litlum hópum, jafnvel einstakl-
ingum, sem dreifðir eru um allt
land.
Meðal nokkurra nýlegra dæma
um notkun kerfis sem þessa má
nefna landbúnaðarþjónustu A&M
háskólans í Texas í Bandaríkjun-
um. Þar er haldið uppi kennslu í
garðyrkju, rekstri bújarða og
fleiru slíku fyrir fólk víðsvegar um
ríkið, ríki sem er fimm sinnum
stærra að flatarmáli en allt í sland.
Með kerfi háskólans í Wisconsin
er kennt u.þ.b. 35.000 nemendum
á 200 stöðum ár hvert. Og að lokum
má nefna að bæði lyfjaframleið-
endur og háskólar nota þetta kerfi
til þess að kynna læknum og hjúkr-
unarfræðingum um alla Norður-
Ameríku ný lyf og lækningarað-
ferðir. í einu slíku tilviki sátu 1.700
hjúkrunarfræðingar ráðstefnu
sem haldin var á 8 stöðum í Quebec
í senn. Dæmin um starfsmanna-
þjálfun fyrirtækja eru svo mörg
að ekki er nokkur vegur að telja
þau upp hér.
f kerfi sem þessu er mögulegt
að nota segulbönd, raftöflur (en