Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 52
52
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
t
Systir okkar,
JÓNA HALLSTEINSDÓTTIR,
frá Skorholti,
lést í Sjúkrahúsi Akraness aö morgni miövikudagsins 18. desember.
Fyrir hönd systkina og annarra aöstandenda,
Sigurjón Hallsteinsson.
t
Ástkær eiginmaöur minn og faöir,
BJÖRGVIN SAMÚELSSON
húsasmiöur,
Brekkuseli 29, Reykjavík,
andaöist á Grensásdeild þann 18. desember.
Þórhildur Guömundsdóttir og börn.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
ÞÓRHALLUR JÓNASSON,
fyrrverandi bifreiöastjóri,
Hafnarstræti 33,
Akureyri,
sem andaöist 15. desember sl. veröur jarösunginn frá Akureyrar-
kirkju laugardaginn 28. desember kl. 11.00 fh.
Lilja Guölaugsdóttir,
Margrét Þórhallsdóttir, Karl Eíríksson,
Þórhalla Þórhallsdóttir, Hjörtur Hjartarson,
Valdimar Þórhallsson, Inga Hjólmarsdóttir,
Gylfi Þórhallsson,
Eyþór Þórhallsson
og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
SIGMUNDUR FRIÐRIKSSON,
fyrrverandi vörubifreiöastjóri.
Hjaröarhaga 58,
veröur jarösunginn frá Neskirkju í dag föstudaginn 20. desember
kl. 15.00. Bióm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem
vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir.
Vilborg Þorvarðardóttir,
Ingveldur Sigmundsdóttir, Grétar Sigurósson,
Svava Sigmundsd. Andresen, Flemming Andresen,
Guórún Sigmundsdóttir, Valdimar K. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ÁSTA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
sem lést i Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. þm. veröur jarösungin
frá Landakirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00.
Guöbjörg Oddgeirsdóttir,
Ólafur Oddgeírsson, Ragna Eyvindsdóttir,
Lilja Oddgeirsdóttir, Ólafur H. Ólafsson,
Hjördís Oddgeirsdóttir, Erlendur Valdimarsson,
Ólafur Oddgeir Sigurösson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin-
konu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu,
MUNDÍNU FREYDÍSAR ÞORLÁKSDÓTTUR,
Ytir-Á.ÓIafsfiröi.
Finnur Björnsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför fóstur-
móöur okkar,
SIGRÍÐAR GUDMUNDSDÓTTUR,
Hatla Pálsdóttir,
Hallgrímur Guömundsson
og fjölskyldur.
Lokað
Sparisjóöur Hafnarfjaröar veröur lokaöur í dag föstu-
daginn 20. desember kl. 13.00 til 15.00 vegna útfarar
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR sparisjóðsstjóra.
Opiö veröur frá kl. 15.00 til 17.00.
Sparisjóður Hafnarf jaröar.
Minning:
Geir Jónasson
borgarskjalavörður
Fæddur 5. september 1909
Dáinn 12. desember 1985
f hreyfingu þeirri, er komst á þjóð-
félagið undir lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar, bættust Landsbóka-
safni nýir starfsmenn, er helguðu
því krafta sína um áratugaskeið.
Einn þeirra var Geir Jónasson, er
ráðinn var bókavörður í Lands-
bókasafni 1944. Hann fæddist á
Akureyri 5. september 1909, lauk
stúdentsprófi þar 1930 og meist-
araprófi í sagnfræði frá Óslóar-
háskóla 1936. Hann var fram-
kvæmdastjóri bókaútgáfunnar
Eddu á Akureyri 1938-40, en
kenndi síðan tvo vetur við Gagn-
fræðaskóla bæjarins, 1941-1943.
Þá sat hann í stjórnarnefnd Amts-
bókasafnsins á Akureyri 1939-43.
Árið 1938 kom út í Reykjavík
minningarrit, er hann hafði samið
um Ungmennafélög Islands 1907-
1937, og sama ár sá hann um út-
gáfu ritsins Minningar frá London
og París eftir Frímann B. Arn-
grímsson og birti í bókarlok nokk-
ur minningarorð um höfundinn.
En þessi sérstæði hugsjónamaður
settist á efri árum að á Akureyri
eftir áratugadvöl vestan hafs og
austan.
Við komuna í Landsbókasafn
1944 biðu Geirs Jónassonar ærin
verkefni, sem reyndust einkum
fólgin í aðdráttum íslenzkra og
síðar jafnframt erlendra rita. Þótt
prentsmiðjum og öðrum þeim, sem
fjölfalda íslenzkt efni, sé lögum
samkvæmt skylt að afhenda
Landsbókasafni ákveðinn fjölda
eintaka, ríður á, að í safninu sé
jafnan fylgzt gerla með bókaút-
gáfunni og hinum lögboðnu prent-
skilum. f þessu verki var Geir Jón-
Anna Guðmunds-
dóttir - Kveðjuorð
Anna Guðmundsdóttir leikkona
fæddist 19. apríl 1902 og lést hinn
30. nóvember sl. f þessum örfáu
kveðjuorðum langar okkur í Hús-
mæðrafélagi Reykjavíkur að
minnast hennar. Hún var ein af
allra elstu starfandi félagskonum
þess félags og á sl. ári er félagið
varð 50 ára var hún gerð heiðurs-
félagi. Hún mundi tímana tvenna
í þessu félagi og fræddi okkur og
upplýsti þær yngri um starf þess
félags. Hún var einstaklega minn-
ug og kunni frá mörgu að segja
og var afskaplega fróðleiksfús og
var sú sem alltaf spurði mest þegar
sýnikennslu fór fram hjá okkur,
og þá var hún ætíð reiðubúin að
segja okkur frá sinni reynslu. Hún
hafði mikinn áhuga t.d. fyrir því
sem laut að matargerð og fegrun
á umhverfi sínu.
Á ferðalögum og skemmtunum
félagsins var hún hrókur alls fagn-
aðar og eru þær ófáar stundirnar
sem hún hélt uppi skemmtiatrið-
um hvort sem þær voru í leikformi,
sögulestri eða ljóðalestri. Hún var
ein af þeim sem var ómissandi.
Hún var afskaplega lífleg og
skemmtileg á slíkum stundum.
Þegar hún var gerð að heiðurs-
félaga okkar vildi hún gera enn
meira fyrir félagið og gaf peninga
í sjóð, sem hún fól stjórninni að
ákvarða hvernig skyldu nýttir. Var
ákveðið af stjórninni að sjóðurinn
skyldi nefnast Önnusjóður og verð-
ur hann væntanlega mörgum til
góðs. Ekki verður æviferill hennar
rakinn hér, það var gert hér á
síðum blaðsins þann 11. desember
sl.
Hún var afskaplega félagslynd
persóna og ævinlega geislandi af
lífsvilja. Okkur er minnisstætt
þegar hún veiktist, þá hafði hún
það á orði að hún tryði því ekki
að hennar tími væri kominn, hún
hefði hreint ekki tíma til að deyja,
hún ætti eftir að gera svo ótal
margt og var m.a. að leika í Is-
landsklukkunni, en lengst af starf-
aði hún með Þjóðleikhúsinu og
Leikfélagi Reykjavíkur.
En nú er hún Anna okkar horfin.
t
Aluöarþakkir tyrir vinsemd og viröingu sýnda minningu,
frú ÁSTU NORÐMANN,
Kristín Egilsdóttir,
Dorette og Árni Egilsson,
Guörún og Mér Egilsson
og aörir aöstandendur.
t
STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
Hliöi, Eyrarbakka,
sem andaöist 13. desember, veröur jarösungin frá Eyrarbakka-
kirkju laugardaginn 21. desember kt. 13.30. Rútuferö veröur frá
Umferöarmiöstööinni kl. 12.00.
Ingvar Halldórsson,
börn og tengdabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
HERBORGAR BJARNADÓTTUR,
fré Hólageröi.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki sjúkrahúss Neskaupsstaöar
fyrir góöa umönnun.
Sigurbjörn Stefénsson, Áróra Sverrisdóttir,
Gunnhildur Stefánsdóttir, Finnbogi Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
asson réttur maður á réttum stað,
í senn laginn og fylginn sér og svo
vel heima í bókaútgáfunni hverju
sinni, að fátt fór framhjá honum
Það verður vandfyllt hennar skarð
í félaginu okkar. Við þökkum fyrir
að hafa átt Önnu Guðmundsdóttur
að félaga og vini og skarð hennar
verður vandfyllt. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Flugleiðir:
Annríki í
innanlands-
og milli-
landaflugi
MIKID annríki er að venju í desem-
bermánuði hjá Flugleiðum og eru
farnar margar aukaferðir bsði í inn-
anlands- og millilandaflugi. Frá
11.—24. desember er áætlað að farn-
ar verði um 200 ferðir frá Reykjavík
til staða innanlands segir m.a. í frétt-
atilkynningu frá Flugleiðum. f dag
verða farnar 20 ferðir frá Reykjavík.
Síðustu ferðir frá Reykjavík til
Akureyrar á aðfangadag og gaml-
ársdag verða farnar kl. 14.00. Ekk-
ert verður flogið innanlands á jóla-
dag og nýársdag. Farþegum er bent
á að til þess að auðvelda afgreiðslu
við brottför er betra að kaupa far-
seðla áður en komið er á flugvöll,
t.d. hjá ferðskrifstofum, söluskrif-
stofum Flugleiða eða umboðsmönn-
um.
Síðasta flug frá Keflavík á að-
fangadag verður til New York kl.
16.45. Ekkert verður flogið frá
Keflavík á jóladag, en flug hefst
aftur samkvæmt áætlun á annan
dag jóla. Á gamlársdag verður einn-
ig síðasta flug til New York kl. 16.45
og að morgni nýársdags verður flog-
ið til Luxemborgar.