Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 53
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
53
í þeim efnum. En það, sem mestu
máli skipti, var, að hann gleymdi
aldrei því, sem enn vantaði, og er
mér minnisstætt, hvernig hann oft
ljómaði, er honum hafði e.t.v. eftir
heilan áratug loks tekizt að brýna
úr eitthvert skarðið. Slíkir menn
eru vandfundnir — og i stofnun
sem Landsbókasafni eru þeir
ómetanlegir.
Samhliða umsjón með íslenzk-
um prentskilum vann Geir árum
saman að ýtarlegri skrá um íslenzk
tímarit allt frá upphafi tímarita-
útgáfunnar 1773, verki, er Böðvar
Kvaran vann síðan að nokkur ár
í ígripum á vegum Landsbóka-
safns.
En aðdrættir Geirs til safnsins
voru, eins og áður er að vikið, ekki
einskorðaðir við íslenzka efnið,
heldur kom snemma í hlut hans
jafnframt öflun erlendra rita. Þótt
hann sem sagnfræðingur léti sér
annast um rit í þeim fræðum, dró
hann einnig að rit í ýmsum öðrum
greinum hugvísinda og kappkost-
aði einkum að ná heildarútgáfum
margra merkra skálda og rithöf-
unda. Mun Landsbókasafn lengi
búa að dugnaði Geirs við þessa
aðdrætti alla.
Þegar Geir var 63 ára og átti
að baki 28 ára starfsferil í Lands-
bókasafni, lét hann freistast til að
sækja um embætti borgarskjala-
varðar, langaði til, eins og hann
sagði, að ráða fyrir liði, áður en
hann léti að fullu af störfum. Hann
átti í móðurætt að telja til atorku-
samra sýslumanna á Austurlandi,
Guðmundar ríka Péturssonar í
Krossavík og Páls sonar hans á
Hallfreðarstöðum, og kippti nú í
kynið til þeirra. En það er átak
að skipta á sjötugsaldri um starf,
þótt í sömu eða svipaðri grein sé,
og það ekki sízt, þegar um slíkan
kappsmann sem Geir var að ræða.
Eftir fárra ára starf í Borgar-
skjalasafni bilaði heilsan, og varð
hann að láta af störfum fyrr en
hann hafði ætlað sér. Það var þung
raun þessum mikla eljumanni að
verða nú að setjast um kyrrt og
mega um langt árabil til einskis
verks taka. En hann hafði þá í
reynd fyrir löngu lokið margföldu
ævistarfi.
Við samstarfsmenn hans í
Landsbókasafni minnumst Geirs
Jónassonar með virðingu og þökk,
um leið og við sendum ágætri konu
hans, Kristínu Jónasdóttur, inni-
legar samúðarkveðjur.
Finnbogi Guðmundsson
Dagbókin hans Dadda: Aldur 133A
Eftirlætisbók unga fólksins er komin
út hjá Fjölva. Það er auðvitað meist-
araverk Sue Townsend, uppljóstranir
úr leynilegri dagbók Adrians Mole.
Margt furðulegt úr fjölskyldulífi og
ástalífi unglingsins.
SUE TOWNSEND
Adrian og Pandóra
Unga kærustuparið er á allra vörum
um allan heim. Fylgist með síðustu
og verstu vandamálum þeirra. Kynn-
ist öllu genginu í hreinskilnu eintali
sálar, gægist í Dagbókina hans
Dadda, Adrians Mole. Æðisleg bók!
Minning:
Ægir Sœmunds-
son Hjaltegri
Fæddur 27. ágúst 1919
Dáinn 14. desember 1985
Ægir Sæmundsson var einn
þeirra manna sem taka á sig krók
á leið sinni til vinnu út á bryggjur
og hjá lúmskum hoium í jörðu að
gá hvort börn séu nokkuð að fara
sér að voða.
Ægir var seinni maðurinn henn-
ar ömmu minnar sálugu, Þórönnu
Rögnvaldsdóttur, sem eldaði
vinnumönnum í síldinni á Hjalt-
eyri mat. Hún Þóranna hafði oft
á orði að líklega væri einhver æðri
máttur að verki að vernda fólkið
í þessu litla þorpi, því að börnin
sköðuðu sig ekki þótt allsstaðar
væri þeim hætt. Hafi svo verið,
þá naut sá æðri máttur dyggrar
aðstoðar manna eins og Ægis, eða
voru þeir e.t.v. í það hlutverk settir
af Æðstráðanda?
Ægir olli okkur strákunum
stundum pirringi þegar hann vildi
banna okkur að hlaupa um þak-
brúnir Kveldúlfsverksmiðjunnar
eða róa heimasmíðuðum bátskúff-
um út á hyldýpi. Fyrir okkur var
ekki auðvelt að sjá hættur í því
sem var spennandi og skemmti-
legt. En þessi umhyggja hans átti
ekkert skylt við þá ofverndun sem
í dag tíðkast, að loka börn inni og
sýna þeim lífið af myndabókum.
Það var sjálfsagt mál að fylgjast
með vinnu hans og hann sýndi og
kenndi okkur handbrögðin, bara
að vera ekki fyrir þegar mikið var
að gera. Þannig urðum við býsna
miklir menn þegar við fengum að
fara á sjóinn með Ægi og Sigga
Haildórs á trillunni þeirra, feng-
um jafnvel að stýra. Ætli það hafi
ekki verið fyrstu verkalaunin mín
þegar Ægir kenndi mér að stokka
upp línuna og borgaði mér síðan
túkall á stokkinn, hef liklega aldrei
síðan þóst jafn vel launaður.
Ægir var Hjalteyringur, þar var
lífið síld, ef ekki söltuð þá brædd.
Þessutan urðu menn að bjarga sér
á trillubátunum eða fara suður á
vertíð. Slíkt mun í dag kallað
ótryggt atvinnuástand, en ekki
rekur mig minni til að Ægir eða
aðrir þar hafi kvartað, menn
björguðu sér sjálfir þar sem björg
var að fá, svona var lífið, ekki
ástæða til að vola á meðan hafðist
í sig og á. En þorpið litla óx og
blómstraði, síldin og Kveldúlfur
sáu til þess, nokkra áratugi var
þar líf i tuskunum, nóg að gera.
En þar kom að síldin hvarf og
atvinnan þar með. Fólkið neyddist
til að yfirgefa heimabyggð sína.
Ægir og Þóranna fluttu til Akur-
eyrar og bjuggu þar síðan, þar
voru þau nærri fólkinu sínu og
sinni gömlu heimabyggð.
Þau fóstruðu mig er ég gekk í
skóla á Akureyri og varð okkur
Ægi þá oft rætt um liðin ár, hann
sagði frá störfum sínum, hvernig
smíðaðar voru bryggjur, hvernig
menn með skóflur í hönd og akandi
hjólbörum byggðu eitt stærsta hús
á fslandi í þá tíð, sildarverksmiðju
Kveldúlfs á Hjalteyri, á undra-
skömmum tíma, hvernig róið var
vor og haust á trillunum, hvernig
verðmæti voru möluð úr síldinni
áratugum saman, hvernig ekkert
varð eftir nema fólk sem varð að
finna sér aðra lífsbjörg.
Hver verðmæti skilur þessi
maður nú eftir sig? Hann kveður
skuldlaus við guð og menn, saga
hans er um leið saga litla þorpsins,
saga síldarinnar, sagan um litlu
þjóðina sem erfiðaði hér á þessu
landi, sagan um kynslóðina sem
vann börnum sínum, sagan að baki
þess sem við eigum í dag.
Ægi Sæmundssyni hlotnaðist
það sem við flest þráum áður en
yfir lýkur, að vera sáttur við lífið.
Þau Þóranna eignuðust einn son
saman, Leif, sem býr á Akureyri
með fjölskyldu sinni. Þar átti
Ægir annað heimili eftir lát Þór-
önnu, heimili sem hann var alla
tíð óþreytandi við að hjálpa til að
byggja upp. Honum auðnaðist sú
gæfa að sjá fjölskyldu sína dafna,
sonarsynirnir þrír hraustir og
hændir að afa sínum, sem fór
stundum með þá í smásjóferð á
nýju trillunni sinni þegar vel viðr-
aði.
Og þannig er hann í mynd minn-
inganna, að sýna ungviðinu verkin,
að útskýra fyrir smáfólkinu ölí
undrin sem það sér, setja því stefn-
una og leyfa því síðan að stýra.
Þórhallur Jósepsson
ATHYGLI skal vakin á því,
að afmæiis- og minningar-
greinar verða að berast blað-
inu með góðum fyrirvara.
Þannig verður grein, sem
birtast á í miðvikudagsblaði,
að berast í síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hlið-
sUett með greinar aðra daga.
f minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marg-
gefnu tilefni, að frumort Ijóð
um hinn látna eru ekki birt
á minningarorðasíðum Morg-
unblaðsins. Handrit þurfa að
vera vélrituð og með góðu
línubili.
®JOLA-
KAFFIVÉLAR
Verðlrá kr. 1.658.-
ItíHilil
HANDÞEYTARI
Verð frá kr. 2.364.-
LILLI PUTT RYKSUGA
Handhæg með hleðslutæki
Verðlrákr. 1.813.-
BRAUÐRISTAR
Verð frá kr. 1.843.-
MÍNÚTUGRILL
0G VÖFFLUJÁRN
Verð Irá kr. 7.426.-
GUFUSTRAUJÁRN
Verð Irá kr. 3.498.-
EGGJASUÐUTÆKI
Verðlrákr. 1.890.-
i—rn
LJ
. rr..
L*
*
m m
MUNNSKOLTÆKI 0G
RAFMAGNS-
TANNBURSTI
Verð frá kr. 4.328.-
RYKSUGUR1000 wött
Stillanlegur sogkrattur
Verð frá kr. 7.520.-
ORMSSON HF.
Lágmúla9 sími 38820
AEG
AIAfEG
EINSTÖK