Morgunblaðið - 20.12.1985, Side 56

Morgunblaðið - 20.12.1985, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Minning: '/v,; H?'-" hPÖ§JobS Gerö B: Breidd 40 cm Hæð 40 cm Dýpt 25 cm Cartomobili kassinn er framleiddur úr sérstak- lega styrktum harö- pappa með áferðarfal- legri glanshúð. Kassinn er styrktur með járnumgjörð. Mjög hentugt sem geymslupláss fyrir bækur og ýmislegt ann- að. Litir: Hvítt, rautt, gult, grænblátt og bleikt. Dreifing á Islandi: Pidiopinn Hafnargötu 90 - 230 Keflavík Simar: 92-2652 og 92-2960 Útsölustaöir i Heykjavik: Vörumarkaöurinn Ármúla. glltíeinum dropa Sigmundur Friðriks- son vörubifreiðastjóri Fæddur 10. nóvember 1898 Dáinn 10. desember 1985 í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Sigmundur Friðriksson, vörubifreiðastjóri. Hann lést í Landakotsspítala 10. desember siðastliðinn, eftir rúm- lega þriggja mánaða legu. Sig- mundur fæddist í Reykjavik 10. nðvember 1898. Foreldrar hans voru Ingveldur Hafliðadóttir frá Brúnavallarkoti á Skeiðum og Friðrik Sigmundsson frá Iðu í Biskupstungum. Sigmundur átti fjögur alsystkini og tvo hálfbræð- ur og er nú eitt systkinanna se;n eftir lifir, Magnea, sem býr í Höfnum. Sigmundur byrjaði snemma að vinna eins og títt var um unglinga Bókin fær stórkost- legar viðtökur! Lýsing á ferðalagi inn í hina andlegu heima Ég reyndi að halda huganum opnum á þessu ferðalagi, þvi ég fann að mér voru birtar smátt og smátt en ákveðið víddir í tíma og rúmi, víddir sem fyrir mér höfðu tilheyrt vísindaskáld- sögum eða öllu heldur þeim andlega heimi sem dulspekin lýsir. En þessar víddir birtust mér. Þetta skeði hægt. Þessar víddir birtust með hraða sem hæfði mér, og ég held að allir hafi sinn eigin hraða í þessum efnum. Fólk þroskast og tekur framförum eftir því sem það er tilbúið til. Ég hlýt að hafa verið tilbúin að taka á móti þeim fróðleik sem ég fékk, því þetta var rétti tíminn...” Shirley MacLaine. Á YSTU NÖF Bókin var fyrst gefin út í júlí 1983. Kiljuútgáfan sem kom tæplega ári seinna hefur slegið öll sölumet. Hátt í tvær milljónir eintaka hafa selst af bókinni. rúmlega ári seinna (nóvember 1985) er bókin ennþá í 5. til 6. sæti á metsölubókalista New York Times. Þá er búiö að þýða bókina á norsku, sænsku, dönsku og finnsku, og alls er búið að þýöa bókina á 13 tungumál. Unnið er að gerö sjón- varpsmyndar um efni bókarinnar hjá ABC-sjónvarpsstöðinni og er myndin væntanleg á markaö 1986. Fengi Shirley MacLaine forsíðumynd og 8 blaðsíðna umfjöllun í virtasta vikuriti á Vesturlöndum vegna bókarinnar „Á ystu nöf“, nema bókin væri frábær? ____________ Bókaútgáfan Geislar — Simi 54674. í þá daga og fór hann i kaupavinnu daginn eftir fermingardaginn. Lengst af stundaði hann vörubif- reiðaakstur og var með sína eigin bifreið hjá Eimskipafélagi fslands í hartnær 40 ár. Sigmundur var vel látin bæði af sínum yfirmönn- um og samstarfsmönnum enda var hann mjög samviskusamur og áreiðanlegur og aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum manni. Sigmundur kvæntist 6. júní 1931 eftirlifandi eiginkonu sinni, Vil- borgu Þorvarðardóttur ættaðri frá Gróttu á Seltjarnarnesi. Þau eign- uðust fjórar dætur, ein lést ný- fædd. Elst er Ingveldur, gift Grétari Sigurðssyni, bókbindara, þá Svava Erla, hennar maður er Flemming Andresen framkvæmdastjóri og eru þau búsett í Bandaríkjunum, og yngst Guðrún, gift undirrituð- um. Einnig bjó hjá þeim í fimm ár bróðurdóttir Sigmundar, Hulda Hafliðadóttir Bachmann, gift ól- afi Bachmann og er þeirra heimili í Los Angeles. Þau hjónin komu síðast í heimsókn núna í haust og gladdi það Sigmund mjög að sjá þau. Svava, dóttir Sigmundar og Vilborgar, hefur verið búsett er- lendis í rúm þrjátíu ár, en hefur oft komið að heimsækja foreldra sína, sérstakiega núna síðustu ár- in. Svava var í heimsókn núna nýlega í tvær vikur og var það mikill ánægjutími fyrir þau bæði enda var hann farinn að finna að stundin nálgaðist. Sigmundur og Vilborg bjuggu allan sinn búskap í vesturbænum. Heimili þeirra var annálað fyrir gestrisni og myndarskap og voru þau hjónin samstillt í því að taka vel á móti gestum sínum og láta þeim líða vel. Sigmundur var barn- góður maður og höfðu barnabörn- in, og núna síðustu árin barna- börnin, gaman af að koma í heim- sókn til afa og ömmu á Hjarðar- haga, þar sem þau nutu mikils ástríkis og umhyggju. Bamabörn- in eru tíu og barnabarnabörnin eru fjögur. Sigmundur var fróður maður um mörg málefni og allt fram á það síðasta las hann öll dagblöð og fylgdist vel með stjórnmálum og öðru sem var að gerast í þjóðfélag- inu. Oft var gaman að ræða við hann um landsins gagn og nauð- synjar. Með þ essum fáu línum kveð ég tengdaföður minn, Sigmund Frið- riksson. Fagrar og bjartar minn- ingar um hann munu geymast. Tengdamóður minni, Vilborgu, sem nú sér á eftir ástkærum lífs- förunaut, svo og öðrum ættingjum og vinum sendi ég mína dýpstu samúð. Valdimar K. Jónsson irí' lI | ier sama um Dan ii ? /amÖDan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.