Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 57

Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 57
MORG UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 57* Gunnhild- ur og Glói Bókmenntir Siguröur Haukur Guöjónsson Gunnhildur og Glói Höfundur texta: Guðrún Helgadóttir Myndir: Terry Burton og Úlfar Örn Valdimarsson Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iðunn Það er gaman að sitja með ungt, forvitið barn í fangi og hafa þessa bók í höndum. Hér er margt að sjá, margt að heyra. Textinn er tilraun til þess að gera ungu barni ljóst, að við mannverur lifum í tveim heimum. Annar er hinn ytri sem við sjáum og bjástrum í, hinn er hið innra með okkur, heimur tilfinninga og viðhorfa. Hinn ytri heimur fær jú bjarma sinn af hnettinum sól, en ekki aðeins þaðan, því meiru veld- ur hvaða birta ríkir í hinum innra heimi skoðandans. Sól getur flætt af himni, vafið angandi jörð að sér, himinhvolfið ómað af margradda söng, en ef sorg og myrkur er í barmi þess er skoðar, þá kemur hann ekki auga á dýrðina, hann hefir byrgt hana úti, dregið gluggatjöld tilfinninga sinna nið- ur. Guðrún lýsir þessu með því að láta litla hnátu, Gunnhildi, vakna til táradags. Það er sudda veður, og í huga telpunnar er kalt og hráslagalegt. Allt er öfugsnúið, ljótt og leiðinlegt. Það sem er rautt ætti að vera blátt, eða öfugt, og jafnvel leikfélagarnir góðu verða leiðinda ormar. Gunnhildur dreg- ur sig frá og í draumi ævintýris hittir hún drenginn Glóa, undar- legan álf, sem notar undarleg orð. Hann talar um tárin, þessi sáru og þungu, sem geislasteina, töfr- andi gersemar. Og þau skoða líka heiminn saman: „... litlir hvítir skýjahnoðrar veltust um og brostu til Gunnhildar og Glóa. Sólin hljóp á eftir þeim eldrjóð og stríðin og potaði í þau með geislunum sín- um.“ Leiðinlegu krakkaormarnir á leikvellinum breytast I ærslafull, glöð og leikandi börn, og mamma verður aftur fallegasta konan í heiminum. Guðrún segir þessa sögu vel, mjög vel, á lipru, auðskildu máli, undirstrikar að hún er í hópi beztu barnabókahöfunda ókkar. Myndir listavel gerðar. Prentverk afbragðs gott. Fögur, hugljúf bók, sem vert fer að veita athygli. Arnarflug hef- ur flug til Ham- borgar í vor ARNARFLUG hefur fengió leyfi samgönguráðherra til að hefja flug til Hamborgar í V-Þýskalandi. Fyrir- hugað er að fljúga fyrst um sinn einu sinni í viku en síðan tvisvar og hefst flug þann 10. aprfl næstkom- andi. Áður hafði Arnarflug fengið leyfi þýskra flugyfirvalda til að fljúga til Hamborgar. Þann 1. mars næstkomandi er fyrirhugað að opna söluskrifstofu í Hamborg. Þá hefur félagið tekið að sér leiguflug á næstu fjórum vikum milli Kaupmannahafnar og Spán- ar fyrir danska flugfélagið Conair, sem er í eigu hinnar þekktu ferða- skrifstofu Spies. Flogið verður föstudaga, laugardaga og sunnu- daga milli Kaupmannahafnar og þriggja staða á Spáni, Las Palmas, Malaga og Tenerife og verður notuð þota af gerðinni DC 8. Fyrsta ferðin verður á föstudag. Félagið hefur ekki enn tekið ákvörðun um tilboð, sem borist hafa í Boeing 707-þotuna, sem fé- lagið hyggst selja til þess að bæta fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Fjög- ur tilboð frá bandarískum aðilum liggja fyrir og hljóðar hið hæsta upp á 1,5 milljónir dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.