Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
wöru-
loftið
Sigtúni 3
5tV • ^ Wða °v ^ 150
A*^b sse^ Vtveð Te'íð'^?
S*«<Uö** cut W ^.qO
ofe Xt5 sWoft ^ a%ASí
^ Lv^ &»*& o&stOÍ
itJOj
Hcitt knffi
ákönnunni
Greiðslukortaþjónusta
VÖRULOFTIÐ HF.
Sigtúni 3
við áfengisneyslu. Hann var vin-
margur enda brást hann ekki vin-
um sínum.
Guðmundur og kona hans Elísa-
bet Magnúsdóttir áttu fallegt
heimili á Ölduslóð 40 hér í bæ og
voru samhent um að gera það vel
úr garði. Húsið stendur hátt með
miklu útsýni yfir bæinn, sem hann
unni og var stoltur af.
Góður drengur, góður Hafnfirð-
ingur, sem á mörkuð spor í sögu
byggðarlagsins, góður vinur sem
aldrei brást, góður og heilsteyptur
maður er kvaddur með þökk í huga.
Blessun fylgi honum á nýjum
vegum og innilegar samúðarkveðj-
ur flytjum við fjölskyldu hans á
sárri kveðjustund.
Páll V. Daníelsson
„Hann Guðmundur er dáinn“
hljóðuðu skilaboðin sem komu
símleiðis rétt fyrir hádegi sl. föstu-
dag. „Guð minn góður,“ voru fyrstu
viðbrögð mín, „svona fljótt og
snöggt."
Það voru aðeins liðnir fáir dagar
frá því að við töluðum saman síð-
ast og þó svo að mér hafi verið
ljóst að Guðmundur væri mjög
veikur, hafði ég ekki gert mér grein
fyrir því, að svo stutt væri eftir.
Raunveruleg kynni okkar Guð-
mundar byrjuðu er hann hóf störf
hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar árið
1966, þá fyrst sem fulltrúi spari-
sióðsstjóra, sem þá var Matthías
A. Mathiesen, alþingismaður.
Ég hafði þekkt Guðmund áður
sem flokksbróður í Sjálfstæðis-
flokknum. Hann var þar maðurinn
sem sívinnandi var, öllum stund-
um í Sjálfstæðishúsinu, fyrir allar
kosningar; öllum hnútum kunnug-
ur og virtist ætíð hafa nægan tíma
til allra þeirra verka sem vinna
þurfti.
Við Guðmundur unnum saman
árin 1958—1959 er ég starfaði hjá
Frystihúsi Jóns Gíslasonar. Guð-
mundur var þá skrifstofustjóri þar
en ég verkamaður. Það virtist vera
sama hve snemma komið var til
vinnu eða seint haldið heim, alltaf
var Guðmundur til staðar. Þessi
maður var þá strax orðinn í huga
mínum sívinnandi á nóttu sem
degi.
Það var því með hálfum huga
að ég, 26 ára gamall, tók á móti
þessum vingjarnlega og góðláta
manni í október 1966, er hann hóf
störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar
og varð um leið yfirmaður minn
og þeirra annarra starfsmanna
sem þar unnu.
En það reyndist hins vegar engin
ástæða til hiks eða kvíða í sam-
bandi við samvinnuna við Guð-
mund Guðmundsson.
Á þeim tæpu 20 árum sem síðan
eru liðin og við höfum unnið saman
hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar,
lærði ég það, að til eru góðir menn,
jafnvel svo góðir að þeim er erfitt
að lýsa með orðum. Slíkum mönn-
um verður maður að kynnast af
eigin raun. Ég var það heppinn að
fá að vinna með Guðmundi það
lengi að ég kynntist persónu hans,
eins náið og ég tel að mögulegt
hafi verið.
Guðmundur var ekki alltaf
margmáll er hann ræddi við við-
skiptavini Sparisjóðsins og all
jafnan gekk erfiðlega hjá þeim að
fá hjá honum loforð. En úrlausnin
lét venjulega ekki á sér standa og
það kunnu menn að meta að oft
var lausnin meiri á borði en í orði.
Guðmundur var hið mesta ljúf-
menni. Ef til þess kom að tækist
að hleypa honum upp og fá hann
til að varpa fram styggðaryrði, tók
það hann oft langan tíma að jafna
sig á slíku. Hann var í eðli sínu
mjög orðvar maður, sem aldrei
lagði nokkurri persónu illt til í
orðum eða gjörðum.
Kímni var þó nokkur í Guð-
mundi og oft fékk hann okkur
samstarfsfólkið til að veltast um
af hlátri. Ein var sú saga sem
hann hafði sérstaka ánægju af að
segja. Daufur húsbyggjandi kom
til Guðmundar og sagðist hafa
búið í nýja húsinu þetta 7—8 ár án
eldhúsinnréttingar og nú mætti
ekki lengur við svo búið standa.
Guðmundur fann sárt til með
manninum og brá fljótt við. Hann
lánaði strax umbeðna upphæð og
húseigandi hélt glaður á dyr. Um
það bil biku seinna vorum við
Guðmundur á leið heim í mat eftir
Austurgötunni, slagviðri var og
bleyta. Vissum við þá ekki fyrr en
bíll kom aftan að okkur og flautaði
mikið. Við hrökkluðumst til hliðar,
og viti menn, þaut þá ekki eld-
húsinnréttingin framhjá okkur í
formi glæsivagns.
Ekki er þessi saga sögð hér til
þess að leggja illt til nokkurs
manns, heldur til að sýna hvernig
Guðmundur sá oft spaugið í hlut-
unum.
Hér hefur aðeins verið nefnt fátt
eitt sem í hugann kemur þegar
mannkostamaðurinn Guðmundur
Guðmundsson, sparisjóðsstjóri, er
kvaddur. Tuttugu ára kynnum og
vináttu okkar Guðmundar lauk
allt of fljótt. Það er erfitt og sárt
að sætta sig við þau skjótu enda-
lok, sem þó eru óumflýjaleg fyrir
okkur öll. Þó það sé sárt fyrir
okkur samstarfsfólk og vini Guð-
mundar að sjá á bak þessum
drenglynda manni, er þó sorgin
sárust hjá eftirlifandi konu hans,
Elísabetu Magnúsdóttur, og börn-
unum þremur, þeim Guðmundi,
Björk og Magnúsi, ennfremur
afadætrunum tveimur. Þeim er
öllum sendar innilegar sanmúðar-
og vinarkveðjur með þessum fáu
línum.
Megi góður Guð verða ykkur
öllum stoð og stytta í þeirri sorg
sem nú hefur borið að garði.
Þór Gunnarsson
Kveðjuorð frá stjórn Spari-
sjóðs Hafnarfjarðar
Árla hinn 13. þ.m. barst sú fregn
um bæinn að Guðmundur Guðum
bæinn að Guðmundur Guðmunds-
son, sparisjóðsstjóri væri látinn.
Enda þótt kunnugt væri að Guð-
mundur heitinn hefði um nokkra
vikna skeið átt við vanheilsu að
stríða, kom þessi fregn flestum
mjög á óvart.
Við fráfall Guðmundar Guð-
mundssonar, er genginn einn af
þekktustu og mikilsvirtustu borg-
urum þessa bæjar. Allt frá því er
hann hvarf frá námi í Verzlunar-
skóla íslands 1934, hefir hann
tekið umsvifamikinn þátt í við-
skipta- og athafnalífi Hafnfirð-
inga.
Fyrsta viðfangsefni hans var
verslunarstjórn í verslun Þorvald-
ar Bjarnasonar um 12 ára skeið,
þá framkvæmdastjórn Fiskveiði-
hlutafélagsins Stefnis og jafn-
framt skrifstofustjórn hjá útgerð-
arfyrirtæki Jóns Gíslasonar, einu
stærsta atvinnufyrirtæki þess
tíma í Hafnarfirði. Þá var Guð-
mundur framkvæmdastjóri „Lýsi
og mjöl“ hf. um all langt skeið, eða
frá 1959—1966, er hann réðist til
starfa hjá Sparisjóði Hafnarfjarð-
ar. Alls voru þetta umfangsmikil
ábyrgðarstörf, sem hann gegndi á
starfsferli sínum. Reyndi þar á
samskipti við mikinn fjölda starfs-
manna og viðskiptavina. Þó oft
væru störfin erfið leysti hann þau
öll af hendi með einstakri sam-
viskusemi og lipurð.
Guðmundur var og gæddur
miklum skilningi og velvilja í garð
þeirra er hann þurfti að eiga
samskipti við. Lagði hann sig jafn-
an fram um það að leysa úr hverj-
um vanda, sem að höndum bar á
þann hátt, að allir mættu við una.
Fjarri var það honum að vilja gera
nokkrum rangt til. Samviskusemi
í þessum efnum olli honum oft
miklu hugarstríði og jók starfs-
álagið til muna. Með þá reynslu í
huga sem Guðmundur hafði fengið
í hinum margbreytilegu störfum,
var það síst að undra þótt forráða-
menn Sparisjóðs Hafnarfjarðar
leituðu eftir honum til starfa.
Starfsmaður Sparisjóðsins varð
Guðmundur 1%6, síðar sparisjóðs-
stjóri og jafnframt stjórnarmaður.
Er óhætt að staðhæfa að svo mjög
sem mannkostir Guðmundar höfðu
birst í fyrri störfum, hafi þeir ekki
síður komið fram í störfum hans
sem sparisjóðsstjóra.
f því starfi minnast Hafnfirð-
ingar hans nú að leiðarlokum alveg
sérstaklega. Mikill fjöldi Hafn-
firðinga hefur leitað til hans undir
ýmsum kringumstæðum og með
sín margvíslegu vandamál.
Starfi sparisjóðsstjóra fylgir sá
vandi að geta ekki ávallt sam-
stundis orðið við öllum óskum
manna. Hitt er víst, að Guðmund-
ur átti auðvelt með að setja sig inn
í vandamál annarra og hafði ríka
löngun til að leysa úr þeim. Féll
honum þungt að þurfa að synja
eðlilegum málaleitunum og rasaði
í þeim efnum aldrei um ráð fram.
Óhætt er að fullyrða að Guð-
mundur naut óvenjulegs trausts
viðskiptamanna sjóðsins, svo og
starfsmanna hans. Það traust
færðist og yfir á stofnunina sem
slíka, sem undir hans stjórn dafn-
aði vel og það svo, að um árabil
var Sparisjóður Hafnarfjarðar
stærsti sparisjóður landsins. Átti
Guðmundur stóran þátt í þeirri
þróun.
Samhliða störfum sínum átti
Guðmundur lengi sæti í stjórn
Sambands íslenskra sparisjóða og
var formaður þess um skeið. Naut
Guðmundur mikils trausts for-
ráðamanna sparisjóða víðsvegar
um landið, sem gott þótti að leita
til hans í margvíslegum tilvikum.
Ekki verður hér orðlengt frekar
um líf og störf Guðmundar Guð-
mundssonar, en að lokum skulu
honum færðar alúðarfyllstu þakk-
ir fyrir frábær störf að málum
Sparisjóðs Hafnarfjarðar og
ánægjulegt samstarf við aðra
stjórnarmenn.
Eftirlifandi konu hans, Elísa-
betu Vilhelmínu Magnúsdóttur, og
öðru skylduliði skulu hér með
sendar innilegustu samúðarkveðj-
ur með þökk fyrir hennar þátt í
farsælu ævistarfi, sem lengi mun
minnst verða.
Stjórn Sparisjóðs
Hafnarfjarðar
Það ríkti sorg hjá okkur, starfs-
fólki Sparisjóðs Hafnarfjarðar,
þegar okkur barst sú fregn, að
Guðmundur sparisjóðsstjóri væri
látinn.
Guðmundur bar föðurlega um-
hyggju fyrir starfsfólki sínu,
ásamt festu og virðuleika. Var
hann þess vegna virtur og dáður.
Við erum þakklát fyrir þann tíma,
sem við nutum stjórnar og félags-
skapar hans. Hans verður sárt
saknað.
Við sendum eiginkonu hans, og
fjölskyldu, okkar dýpstu samúðar-
kveðjur með virðingu og þökk.
Hiraneski faðir hvar sem lifað er,
aldanna raðir
allar lúti þér.
Vermeðokkíverki,
viskaþínognáð,
ogþinn armursterki
allt vort styöji ráð.
Lát vorn anda ljós þitt sjá,
leið oss grandi öllu frá.
Beri’að vanda, vertu’oss hjá,
vernda fósturláð.
(Þ. Gíslason.)
Starfsfólk Sparisjóðs
Hafnarfjarðar
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minning-
argreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir-
vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að
frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning-
arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að
vera vélrituð og með góðu línubili.