Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 HANN ER 25 ÁRA GAMALL OG HEFUR RITAÐ SJÖ BÆKUR, RITSTÝRIR ÆSKUNNI, SÉR UM ÚTVARPSÞÆTTIBÆÐIÁ RÁS EITT OG TVÖ OG ... Ég var ákveðinn í að verða rithöfundur frá átta ára aldri... — sagði Eðvarð Ingólfsson Það verður tæpast með réttu sagt að alit unga fólkið sé döngunarlaust og værukært eða drepi tímann í stað þess að eyða honum í frjó verkefni og skapandi. Að minnsta kosti fannst okkur hér í „Fólkinu“ það að 25 ára gamall ritstjóri og útvarpsmaður, metsölu- höfundur og með sjö bækur að baki, væri verðugur fulltrúi unga fólksins á opnunni í dag, enda á ævintýralegri hraðferð á mörgum sviðum. En hve- nær beygðist krókurinn til þess sem verða vil hjá Eðvarði Ingólfssyni? .Þegar ég var í öðrum bekk í barnaskóla gerði ég mína fyrstu sögu. Upp frá því las kennarinn ætíð upphátt það sem ég var að hnoða saman og ég hleraði á við- brögðum bekkjarfélaganna hvern- ig mér myndi hafa tekist til Reyndar var ég ákveðinn í því allt frá átta ára aldri að verða rit- höfundur og helst blaðamaður einnig og þessir draumar hafa st með ólíkindum." — Efniviðurinn í fyrstu bókinni? „Ég var í rauninni alltaf ákveð- inn í því að skrifa unglingabók, því þegar ég var á því skeiði sjálf- ur, þá fannst mér vanta lesefni fyrir þann aldurshóp, efni sem fjallaði um það sem var að gerast hjá krökkunum, svo sem foreldra- samskiptin, ástamálin, skólinn ..- .Þegar ég var að skrifa þessa bók, þá var ég í Menntaskólanum á Egilsstöðum og sat þá tíðum á Morgunblaðið/Július Bækurnar hans tvær „Fimmtán ára á föstu“ og „Sextán ára í sambúð“ hafa notið mikilla vinsælda og þær eru reyndar metsölubækur. kvöldin og um helgar og skrifaði í einni kennslustofunni til þess að hafa næði. Skólasystkinin er áttu leið framhjá brostu stundum að þessum tilburðum og álitu mig fastan í draumórum. En bókin varð að veruleika, kom út árið 1980 þegar ég var tvítugur og heitir „Gegnum bernskumúrinn". Upp frá því hefur komið út eftir mig ein bók á ári þar til í haust að þær komu tvær á markaðinn. Kunnugir segja að ég sé vinnusjúklingur, því ég er vart búinn að skila af mér handriti þegar ég byrja á því næsta." — Hvernig fæðast svo hugmyndirnar að þessu öllu? Ætli það sé ekki best að segja að þær komi bara ósjálfrátt, þó maður kunni nú að leita eitthvað fyrir sér líka. Tilefnin þurfa ekki að vera stórvægileg til þess að hugmynd kvikni með manni. Ýmis- legt, sem kemur fram í sögunum hef ég reynt sjálfur, stundum skrifa ég um fólk sem ég þekki, en það gerist þá nær því óafvitandi og steypi þá gjarnan saman í eina persónu eiginleikum tveggja eða fleiri." — Enginn árekstur Eðvarð um vinnustundirnar hjá ritstjóra Æsk- unnar, þáttagerðarmanninum bæði á rás eitt og tvö og svo rithöfundinum sem liggur á að semja? „Nei, eiginlega ekki, því ég get ekki setið aðgerðarlaus, þá verð ég taugaveiklaður. Þegar ein bók er búin verður söguefnið mér fjar- lægt og annað tekur við. Um leið og bókin er komin á markað er viðhorf mitt til hennar breytt. Áður var hún mín, í handritið komst enginn nema ég, en þegar hún er komin á fínan pappír með glansmynd á kápu, þá verður hún mér fjarlæg. Hvað útvarpið varðar þá hef ég alltaf haft áhuga á fólki og það er góður lykill að fjölmiðla- starfi. Þar fær maður tækifærin til að kynnast málum og mann- Boy George með vinkonu sinni. Til styrktar bágstöddum... Framtakssemi Bob Geldofs virðist ætla að hafa mikil áhrif, en hann sá um og skipulagði á sínum tíma „Live Aid“ tónleik- ana sem haldnir voru til styrktar .fnjrfandi í Eþíópíu og síðan þá hefur fjáröflun meðal þekkta fólksins ekki linnt, sem betur fer. Ekki eru það einungis tónleikar sem hér er um að ræða, heldur samkvæmi af ýmsu tagi og má nú síðast nefna eitt slíkt sem haldið var í Englandi undir nafninu „Fashion Aid“. Það kvöldið safnað- iít hálf milljón punda. Nokkrar myndir eru hér úr veislunni. Þær stöllur Grace Jones og Xhirley Baaaey. Þeir í Eurythmics komu á staðinn, mættir í bolum þar sem boðskapur kvöldsins var skráður. Eðvarð Ingólfsson er 25 ára gamall en hefur þegar ritað sjö bækur. eskjum og með því að kynnast fólki, held ég að maður þekki smám saman betur sjálfan sig. Annars er ég reyndar á leiðinni í frí frá útvarpinu. Það eru fjögur ár síðan ég byrjaði og núna um áramótin er hundraðasta útsend- ingin mín á rásinni, svo þá er mátulegt að kveðja í bili. En út- varpið er skemmtilegur miðill, þó að lýjandi sé til lengdar að starfa við hann og þurfi frjótt hugarfar til þess að staðna ekki í föstum skorðum." — Bókin þín í fyrra hét Fimmtán ára á föstu, í ár er það Sextán ára í sambúð, því er fleygt að senn komi Sautján sundur...! „Já og Atján í ástandinu og Nítján ára og nýgift og .. .nei, nei segir Eðvarð og hlær dátt, ég get lofað því að engin slík á eftir að líta dagsins ljós. Aftur á móti er ég með nýja bók í bígerð og hyggst byrja á henni með vorinu. Hug- myndin hefur verið lengi í kollin- um á mér og eftir engu aö bíða að fara að koma þessu á blað. — Nú starfarðu hjá Æskunni, skrifar tíðum fyrir unglinga. Af hverju ein- beytirðu þér mikið að táningum? „Nokkur tilviljun hefur ráðið ferðinni í þeim efnum. Að vísu skrifaði ég fyrstu bókina um ungl- inga og þar sem Æskan gaf þá bók út leiddi það til þess að ég fór að vinna þar. Gunnvör Braga bauð mér síðan að sjá um unglingaþátt í útvarpi og þannig hlóð þetta á sig ósjálfrátt. Hinsvegar spannar áhugasvið mitt margvíslegt annað. Ég ritaði samtalsbók á árum áður, „Við klettótta strönd, og núna bók- ina um Reyni Pétur og Islands- gönguna. Þá hef ég verið með samtalsþætti á rás eitt, viðtöl við Snæfellinga, en þaðan er ég ættað- ur og mótaður á margan hátt af umhverfi, veru minni og kynnum þar. Hins vegar má geta þess af því að við vorum að tala um ungling- ana að þeir eru á ýmsan hátt af- skiptur hópur, sem lifir magnað breytingaskeið á erfiðum tímum og það má hygg ég telja á fingrum annarrar handar þá íslenska höf- unda, sem hafa verið að skrifa læsilegt efni fyrir þetta fólk.“ — Hvað er svo framundan hjá þér Eðvarð, svona sem þú kannt að sjá í og segja fyrir um? Þar er nú heldur óráðið, enda hugsa ég yfirleitt ekki langt fram tímann. Sem stertdur stefni ég á að halda áfram guðfræðinámi, sem ég var byrjaður á og stundaði um tíma. Víst ætla ég líka að halda áfram að skrifa og margt er heill- andi til að stefna að. Kristindóm- urinn er mér hugstæður svo ekki sé meira sagt og hver veit nema maður endi sem klerkur eða trú- boði...“ Og með það skiljast leiðir blaða- manns og jafnaldra Eðvarðs Ing- ólfssonar, sem kemur svo miklu í verk og heldur á brattan af þvflíkum dug með góðum árangri að blaöa- manni finnst hann standi algjörlega í stað við að fást við það eitt að taka viðtöl. COSPER — Hvað segirðu? ... Snjóar?_____Já, nú sé ég það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.