Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 76

Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Haukasigur eftir tvær lengingar HAUKAR lögðu Valsmenn að velli ( úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi meö 88 stigum gegn 84. Sigur Hauka var þó sízt af öllu átakalaus, því tvisvar þurfti að lengja leikinn þar sem jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 71-71, og einnig eftir fyrri 5 mínútna lenginguna, 77-77. í fyrri hálfleik voru Haukarnir yfirburöamenn á vellinum. Vals- menn náöu ekki saman og áttu erfitt uppdráttar innan vallar sem utan. Munaöi deyfö bakvaröa þeirra miklu. Satt bezt aö segja var munurinn í hálfleik óeölilega lítill, 47-37, miðaö viö gang leiks- ins. Haukarnir bjuggust líklega ekki viö því aö Valsmenn reistu sig úr flagi i seinni hálfleik. Barátta Vals- manna kom þeim í opna skjöldu. Smátt og smátt söxuöu Valsmenn á forskot Hauka meö góöri baráttu og skynsamlegum leik og var hníf- jafnt síöustu 12 mínútur seinni hálfleiks. Er rúmar 5 mínútur venju- legs tíma voru eftir jöfnuöu Vals- menn, 61-61. Haukar réttu úr kútn- um og staðan 71-67 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, en |íeim mistókst aö bæta um betur og þegar fjórar sekúndur voru eftir jafnaöi Sturla Örlygs fyrir Val og framlenging staöreynd. j fyrri lengingunni fóru fyrstu sex sóknirnar í vaskinn og tauga- spenna hrjáöi leikmenn. Haukar voru fyrri til aö skora, Valsmenn komust síöan yfir, 75-73 og aftur 77-75, en Haukarnir jöfnuöu þegar mínúta var eftir. Minnstu munaöi aö Pálmar tryggði Haukasigur á síöustu sekúndunni en knötturinn hrökk af hringnum. Haukar byrjuöu seinni lenging- una kröftuglega og komust í 83-77 á tveimur mínútum. Valsmenn voru hálf drums viö þetta og Haukunum tókst aö halda forskoti sínu og fögnuöu þeir sigri. Slæmt að bara annaö liöiö getur sigraö í jafn skemmtilegum leik. Óli Rafns átti stórleik meö Hauk- um í fyrri hálfleik og skoraöi 21 stig á 10 mín. kafla. ivar Webster var beztur Haukanna, en Pálmar stóö fyrir sínu þrátt fyrir að jafnan lægju á honum tveir Valsmenn. Viöar Vignis kom einnig vel frá leiknum. Hjá Val voru Leifur Gústafs og Tómas Holton einna var sæmilegur og Sturla sýndi góöa baráttu í seinni hálfleik. Kristján Ágústsson lék aö nýju meö Val. Stlg Hauka: Ólafur Rafns 28, ivar Webster 24. Viðar Vignjs 16, Pálmar Sig. 15, ivar As- gríms 4 og Henning Hennings 1. Stig Vals: Leifur Gústafs 20. Tómas Holton 17, Sturla örlygs 14, Torfi Magnúss. 12, Jón Steingríms 10, Kristján Agústs 6, Einar Ólafs 3 og Jóhannes Magnússon 2. ágás Mannheim áfram MANNHEIM vann Laverkusen í bikarkeppninni þýsku í gærkvöldi 1:0 og þar með eru þeir komnir í fjögurra liða úrslit. Þaö var JUrgen . Kohler sem geröi eina mark leiks- ins á 70. mínútu og það voru því 8.500 óánægðir áhorfendur sem yfirgáfu leikvanginn í Leverkusen í gærkvöldi. Morgunblaðtö/JúUus • Pálmar Sigurðsson lók vel að vanda með Haukum í gær er þeir unnu Val í tvíframlengdum leik. Pálm- ars var vel gætt allan tímann en stóð sig þó vel. Hér skorar hann úr hraðaupphlaupi. IBK sigraði KR-inga KEFLVÍKINGAR unnu KR í úrvals- deildinni í körfuknattleik í gær- kvöldi er liðin mættust í Keflavík. Keflvíkingar skoruðu 84 stig gegn 77 stigum KR-inga. Staðan í leik- hléi var 43:34 fyrir heimamenn. Leikur liðanna var nokkuö sveiflukenndur og þokkalega skemmtilegur á að horfa. KR-ingar komust í 7:10 og var þaö mesta forskot sem þeir náöu. Jafnt var þo fram í miðjan fyrri hálfleik eöa þar til staöan var 20:20. Þá tóku Keflvíkingar góöan kipp og breyttu stööunni í 32:22 og er 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staöan 41:26. KR-ingar hófu síöari hálfleikinn mjög vel og er rúmar tvær mínútur voru liönar höföu þeir náö aö minnka muninn í 43:40. Lengra hleyptu heimamenn þeim þó ekki í bili og höföu þeir forystuna þaö sem eftir lifði leiks nema hvaö jafnt var í 63:63. Keflvíkingar náöu síöan 6—8 stiga forskoti og héldu því þaö sem eftir var leiksins. Bestu menn ÍBK voru þeir Siguröur Ingimundarson, Jón Kr. og Guöjón Skúlason. Hjá KR var Birgir Mikaelsson yfir- buröamaöur. Stig IBK: Sigurður Ingimundarson 22, Guðjón Skúlason 15, Jón Kr. Gislason 14, Ingólfur Haraldsson 11, Ólafur Gottskálksson 10, Hrelnn Þorkelsson 8, Magnús Guðflnnsson 4. Stig KR: Birgir Mikaelsson 36, Páll Kol- beinsson 17. Garðar Jóhannsson 10, Þor- steinn Gunnarsson 4, Astþór Ingason 4, Guömundur Jóhannsson 4. Samuel Guö- mundsson 2. __ ÓTH Daníel og Árni Þór stóðu sig þokkalega ÍSLENSKA •kíðalandsliðið í alpa- greinum karla kappti í svigi (Osló á miðvikudagskvöld. Daníel Hilm- arsson hafnaði í 23. sæti og Árni Þór Árnason, sem reyndar er ekki í landsliöinu, varð rétt á eftir í 24. sæti. Sex þjóðir sendu keppendur í þetta FlS-mót. Sigurvegari varö Finn Christjan Jagge frá Noregi, hann fékk sam- anlagöan tíma 84,81 sek. Svíinn Bent Fjelberg, sem hefur veriö í A-landsliöi Svía, varö í 2. sæti á 84,96 sek. Daníel var 23. sæti á 89,12 sek og Árni Þór Árnason, sem æft hefur af miklum krafti í Geilo i Noregi aö undanförnu, kom næstur á eftir Daníel á tímanum 89,18 sekúndum. Hinir íslensku keppendurnir luku ekki keppni. 134 keppendur tóku þátt í mótinu og komu 60 þeirra í mark. Tveir á hækjum TVEIR Framarar gangu um þessar mundir um götur bæjarins á hækjum. Þetta eru þeir Sverrir Einarsson og Þorsteinn Þorsteinsson en þeir leika stöðu miövarða hjá Fram. Sverrir átti við meiðsli að stríöa allt síöastliðið sumar og gekkst undir uppskurö í haust en Þorsteinn meiddist á æfingu hjá Fram fyrr i þessum mánuði. Júlíus Sigurjónsson tók þessa mynd þegar þeir félagar mættu í Höföa fyrir skömmu ásamt öörum leikmönnum Fram til aö taka viö styrk frá íþróttaráði Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.