Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 80
ffgtmHftfeife nuRsrUHsntMBr ómissandi FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Jólabað „Ijósanna í bœnum“ á Akureyri MorgunblaðiA/Skapti Hallgrimsson Tryggingastofnunin lækkar greiðslur til sérfræðinga SAMNINGANEFND Tryggingarstofnunar ríkisins tilkynnti fulltrúum lækna í gjer breytingu á gjaldskrá sérfræðinga f fjórum læknisgreinum. Munu greiðslur til viðkomandi sérfræðinga iækka verulega í kjölfar þessara breytinga. Greiðslur til háls-, nef- og eyrnalækna lækka um tæplega helm- ing, en lækkunin er minni hjá augnlæknum, húðsjúkdómalæknum og svæf- ingalæknum. Breytta gjaldskráin gildir frá 1. september síðastliðnum, og verða laun sem greidd hafa verið umfram hana frá þeim tíma dregin frá í næstu greiðslum. Trygginga9tofnunin stöðvaði sem kunnugt er greiðslur til sérfræðing- anna í byrjun þessa mánaðar, þegar í ljós kom að reikningar frá því í september og október voru í ósam- ræmi við þær launagreiðslur sem gert var ráð fyrir þegar nýja gjald- skráin tók gildi þann 1. júní sl. Voru brögð að því að greiðslur TR til sérfræðinga hafi numið 500 þús- und krónum á mánuði fyrir störf á stofu. 1 kjölfarið var óskað skýringa á því hjá 30 læknum hvernig þeir verðlegðu þjónustu sína samkvæmt gjaldskránni. Svör þeirra hafa nú borist. Að sögn Helga V. Jónssonar hrl., formanns samninganefndar TR, hefur ekkert komið fram sem bendir til að viðkomandi læknar hafi misbeitt gjaldskránni. „Hins vegar virðist ljóst að einstök lækn- isverk hafa verið ofmetin í gjald- Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: Lánasjóður námsmanna fær 1280 milljónir 1986 FJÁRVEITING til Lánasjóós ís- lenzkra námsmanna á komandi ári verður væntanlega einn milljarður tvö hundruð og áttatíu milljónir króna, sagði Sverrír Hermannsson, menntamálaráðherra, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Þar af verða 930 m.kr. fjárlagafjárveiting en 350 m.kr. lántökuheimild. Lánasjóðurinn fór fram á 181 m.kr. aukafjárveitingu í nóvem- bermánuði síðastliðnum. Viðfjár- málaráðherra urðum sammála um, sagði menntamálaráðherra efnislega, að koma til móts við þessar óskir. Sjóðurinn fékk aukafjárveitingu að fjárhæð 162 m.kr. Þar með hélt ég að vandi sjóðsins 1985 væri leystur. En síðan barst neyðarkall upp á 40 m.kr. Sú skýring fylgdi seinni beiðni að forsvarsmönnum hans láðist að reikna með vöxtum og afborgunum, sem sjóðnum bar að inna af hendi í síðasta lagi fyrir 15. desember sl. og bindandi lof- orð um greiðslu höfðu verið gefin um. Þetta eru vinnubrögð sem ég kann ekki við. Engu að síður urðum við fjármálaráðherra sammála um 50 m.kr. viðbótar- fjárveitingu í desember fyrst og ffremst til að tryggja, að sjóðurinn gæti staðið við greiðslur til náms- manna f desembermánuði. Ég hefi látið vinna frumvarps- drög að breyttri starfsskipan sjóðsins, sagði ráðherra. Ég mun fljótlega leggja þau fyrir þing- flokka stjórnarinnar og vænti þess, að geta lagt frumvarpið fyrir Alþingi í janúar eða febrúar- mánuði næsta árs. skránni og hefur það nú verið lag- fært,“ sagði Helgi. Laun sérfræðinga á stofu eru reiknuð út í svokölluðum einingum, en hver eining er rúmar 56 krónur. Hvert læknisverk er metið til ákveðins einingafjölda. Þannig er algengt að fyrir hvert viðtal við sjúkling fái læknar sem svarar 8,5 einingum, og síðan viðbótareikn- ingar fyrir einstök læknisverk. Eftir gjaldskrárbreytinguna þann 1. júní höfðu háls-, nef- og eyrna- læknar að meðaltali 19 einingar, eða um 1.170 kr., fyrir hverja heim- sókn sjúklings á stofu. Breytingin nú er fólgin í því að setja þak á meðaltalsgreislu fyrir hverja heim- sókn við 11 einingar, eða sem svarar 620 krónum. „Við vonumst til að læknar sætti sig við þessa breytingu á gjald- skránni. Við höfum sagt þeim að greitt verði í samræmi við hana fram til 9. janúar, þegar næsti fundur okkar og samninganefndar sérfræðinga verður haldinn," sagði Helgi V. Jónsson. Skoðanaköimun Hagvangs um borgarstjórnarkosningar: Sjálfstæöisflokkurinn fengi 62,4 % atkvæða 76,5 %telja Reykjavíkurborg mjög vel eða fremur vel stjórnað 48,3 %álíta sameiningu BÚR og Isbjarnarins skynsamlega Reykjavíkur og ísbjarnarins skyn- SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Hagvangur hf. hefur gert hyggjast 62,4% kjósenda sem afstöðu tóku greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. 76,5% kjósenda í Reykjavík telja að borginni hafi verið „mjög vel“ eða „fremur vel“ stjórnað á þessu kjörtímabili. Þá telja 48,3% kjósenda að ákvörðunin um að sameina fisk- vinnslufyrirtækin BUR og ísbjörninn hafi verið skynsamleg. Könnunin leiðir í ljós, að 14,9% 181 kjósanda, sem afstöðu tók, hyggjast greiða Alþýðubandalag- inu atkvæði í næstu borgarstjórn- arkosningum. Framsóknarflokkur fær 8,3% og Kvennaframboðið 8,3%, en Alþýðuflokkurinn 6,1%. í borgarstjórnarkosningunum í maí 1982 fékk Sjálfstæðisflokkur- inn 52,5% atkvæða, Alþýðubanda- lag 19,0%, Kvennaframboðið 10,9%, Framsóknarflokkur 9,5% og Alþýðuflokkur 8,0%. 27,2% af 302 kjósendum telja að Reykjavíkurborg hafi verið „mjög vel“ stjórnað á þessu kjör- tímabili, 49,3% að henni hafi verið „fremur vel“ stjórnað, 10,3% „fremur illa“ og 3,3% „mjög illa“. 9,3% tóku ekki afstöðu. 48,3% af 302 kjósendum telja sameiningu Bæjarútgerðar samlega, en 26,2% óskynsamlega. 25,5% tóku ekki afstöðu. Reykvískir kjósendur voru einn- ig spurðir um það hvernig þeir hygðust greiða atkvæði ef efnt yrði til alþingiskosninga á næstu dögum. 44,8% af þeim 201, sem afstöðu tók, ætla að greiða Sjálf- stæðisflokknum atkvæði, 15,4% Alþýðubandalaginu, 14,9% Al- þýðuflokknum, 10,9% Kvennalist- anum, 6,5% Bandalagi jafnaðar- manna, 5% Framsóknarflokknum og2,5% Flokki mannsins. Könnun Hagvangs var gerð dagana 28. nóv. til 8. des. sl. Þátt- takendur vorij J8,ára og eldrj. '......... ■ Ágreiningur í ríkisstjórn um skipun nefndar ÁGREININGUR er kominn upp inn- an ríkisstjórnarinnar vegna mismun- andi afstöðu ráðherra til tillögu fisk- vinnslunnar um að ríkisstjórnin skipi nefnd til þess að kanna möguleika á virkari markaðstengingu gengis en nú er viðhöfð, eða með öðrum orðum hvort hægt er að taka meira tillit til afkomu útflutningsatvinnuveganna en gert er. Þeir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra eru þess hvetjandi að slík nefnd verði skipuð, en Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra leggst gegn því, a.m.k. um sinn. „Ég vil fyrst taka það fram að ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að hvika frá þeirri meginstefnu sem hún hefur fylgt í gengismálum. Ég tel hins vegar bæði rétt og skylt að verða við þessari ósk fiskvinnsl- unnar um að setja á fót nefnd til þess að kanna möguleika á virkari markaðstengingu gengisins," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra i samtali við Morgunblaðið um þetta mál. Hann sagði að hann væri ekki viss um það hversu miklu slíkt myndi breyta, en hann teldi það mikilvægt að leitt yrði í ljós í slíku nefndarstarfi hvort þetta væri fýsilegur kostur. „Eins og sakir standa hefur ekki orðið samstaða i rikisstjórninni vegna þessa tilmæla," sagði fjár- málaráðherra. „Ég hef ekkert á móti því að svona könnun fari fram, en ég hef beðið Seðlabankann að gera könnun á þessu máli, og vil bíða niðurstöðu hans, áður en ákvörðun um skipun slíkrar nefndar er tekin,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra spurður um afstöðu sína. Forsætisráðherra sagði jafn- framt: „Ég er persónulega sann- færður um að ekki er hægt að skrá gengi samkvæmt duttlungum götu- homanna, eða með öðrum orðum eftir framboði og eftirspurn erlends gjaldmiðils hér á landi." Forsætisráðherra var spurður hvort með þessari afstöðu væri hann ekki að loka augunum fyrir vanda fiskvinnslunnar: „Siðan ég fyrst kynntist málum hér, hefur ávallt fyrst og fremst verið tekið tillit til fiskvinnslunnar við ákvarð- anir um gengisskráningu. Gengis- felling er tilfærsla fjármuna frá launamönnum til útflutningsat- vinnuveganna og ég lít ekki á það sem neitt gamanmál, þegar þjóð skuldar jafnmikið og við íslending- ar, að fella gengið," sagði forsætis- ráðherra. Hann sagði ennfremur að ekkert yrði endanlega afráðið í þessu máli fyrr en Seðlabankinn hefði skilað greinargerð sinni, sem hann sagðist vonast til að yrði sem fyrst. 4 DAGAR TILJÓLA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.