Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 Engirt mús inn í mitt hús „HÁTÍÐIUI HÖGNI" Ver hús þitt fyrir músum, rottum og öörum meindýrum meö hátíðnihljóði (22 kH2 — 65 kH2). Tæki þetta er algjörlega skaðlaust mönnum og húsdýrum. Tilvalið fyrir: I fyrirtæki í matvælaiðnaði Ibændur I verslanir ) sumarbústaði i fiskvinnslur i heimili Tækin notist innandyra og eru fyrir 220 v Þau eru til í 4 stærðum. Póstsendum ónn EINHOLTI 2 - SÍMI 91-23150 f vi* nú ektn hr. kk‘ tah í "s.n"6 toj. ^ F ”>»/>/ iwjL1? 'r*elíaLL1, múa‘- : KSs^iS^íf I ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKI GENERAL ELECTRIC Fullkomin varahluta- og vidgerdaþjónusta HEIMILIS- OG RAFTÆKIADEILD [h|h LAUG/ EKLAHF LAUGAVEG1170-172 SÍMAR 11687 • 21240 W tr Q. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Orða þeirra, er maður öðrum segir, oft hann gjöld um getur. — Holl ráð Óðins í Gestaþætti Hávamála. — Það má treysta orðum þeirra er segja næsta rétta bragðgóðan og fitandi telst hann varla vera. Þetta er: Ofnbakaður fiskur með sveppum og' sýrðum rjóma 800 gr fiskur, smálúða eða ýsa 1 sítróna 2—3 matsk. smjörlíki 1 púrra (ljósi hlutinn) 150 gr sveppir (eða lítil dós) 1 bikar sýrður ijómi salt og pipar 1. Fiskurinn er flakaður, roðflettur og skorinn í hæfilega stór stykki. Þau eru síðan sett á disk og er safa úr einni sítrónu dreypt yfir fiskinn og hann látinn marinerast í safanum íu.þ.b. 15 mín. 2. Fiskurinn er síðan settur í smurt eldfast fat, 1 matsk. af smjörlíkinu er dreypt yfir fiskinn og hann steikt- ur undir grilli í ofni í 10—15mín. 3. Sósan: 2 matsk. smjörlíki eru bræddar í potti. Púrran er skorin í sundur eftir endilöngu og hreinsuð, hún er síðan skorin niður fremur smátt. Sveppimir eru einnig sneidd- ar niður og látnir krauma í feitinni með púrrunni þar til þeir eru soðnir (nokkrar mín.) Bragðbætið með salti og pipar. 4. Þegar fiskurinn er nær fullsoðinn, er sýrða rjómanum hrært saman við laukinn og púrruna, hann er látinn hitna í grænmetinu. Blandið vel. 5. Fiskurinn er borinn fram strax. Sósuna má bera fram í skál með fískinum eða setja yfir fiskinn um leið og hann er settur á borð. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrásal- at. Hrásalat: 1 gulrófa 2 gulrætur 1 epli l/i bolli rúsínur safi úr sítrónu 1—2 matsk. sykur eða eftir smekk Gulrófa og gulrætur eru hreinsað- ar og rifnar niður. Epli er afhýtt og skorið í litla bita. Sjóðandi vatni er hellt yfir rúsínumar og þær látnar liggja í vatninu í 5 mín. Rúsínumar verða sætari. Síðan er rifinni gulrófu, gulrótum, epli og rúsínum blandað saman og bragðaukið með sítrónusafanum og sykri rétt áður en salatið er sett á borð. Þyki málsverður þessi léttur í maga má bæta við ábæti: Perur í karamellusósu 4 stórar pemr, 125 gr sykur, */< ltr. vatn. Perumar em afhýddar, skomar í tvennt og stilkur hreinsaður í burtu. Vatn og sykur er látið í pott og er suðan látin koma upp. Pemmar síðan soðnar í sykur- leginum þar til þær em orðnar mjúk- ar. Þær em síðan færðar upp og er sykurlögurinn látinn sjóða þar til hann er orðinn þykkur. Þjá er 1 ■/< dl af vatni bætt við og suðan látin koma upp. Lögurinn er kældur og honum siðan hellt yfir perumar. Bæta má einnig 1 dl af þeyttum ijóma saman við sósuna. Verð á hráefni Fiskur (ýsa) sítróna sveppir sýrður rjómi */2 kg kartöflur Kr. 125.00 Kr. 11.00 Kr. 83.00 Kr. 52.00 Kr. 22.00 293.00 Ljósm. Mbl./E.G. Hótel Steindórs Sigurðssonar að Holtsgötu 49 í byggingu. Suðurnes þurfa hluta af ferðamannaþjónustunni Vogum, 20. febrúar. I NJARÐVÍK stendur yfir bygging hótels að Holtsgötu 49. Það er Steindór Sigurðsson sem byggir hótelið, en hann hefur í rúmlega fimmtán ár verið með rekstur sérleyfis og hópferða. Steindór sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér virtist mildl uppgangur vera í ferðamálum hér og útlitið vera hvað skárst í þeirri grein. „Suðurnes- in þurfa að taka sinn hluta af þessum rekstri. Það er miklu fleira sem kemur til en gisting. Þá þarf að nýta vel þá breytingu sem verður með tilkomu nýju flugstöðvarinnar,“ sagði Steindór. „Við fáum fólk ekki til að dvelja héma með sama áframhaldi hvorki fólk utan af landi eða útlendinga. Þetta er vegna aðstöðuleysis, sem dæmi um það eru engin tjaldstæði." Sagði Steindór „héma em útidyr íslands, hér fara flestir sem koma til landsins eða fara frá því. Það er óeðlilegt að fólk stoppi ekki hér, sem er að sjálfsögðu vegna þess að það hefur ekki verið hægt.“ Steindór er að byggja hótel eins og áður segir. En hann er ekki einn um það, því í Keflavík standa yfir framkvæmdir við hótel og gistiheim- ili. Hvaða álit hefur Steindór á því? „Ég er ekki í vafa um að öll sú aðstaða sem verið er að byggja upp nýtist öll. Það væri kannski heppi- legra að hún hefði ekki öll komið á sama tíma.“ Að Holtsgötu 49 verður alhliða ferðamannaþjónusta, ef allar hug- myndir Steindórs verða að veruleika. Sumar em margra ára gamlar en aðrar yngri. Nú standa yfír fram- kvæmdir við 1. áfanga, en þar verða 10 tveggja mann herbergi með sal- emi og sturtu. 100 manna matsalur, eldhús, setustofa og gestamóttaka. Möguleikar em á áframhaldandi uppbyggingu í nokkmm áföngum. Þar er gert ráð fyrir að verði ráð- stefnusalur, hátt í hundrað hótelher- bergi, ferðaskirfstofa, ferðamanna- verslun o.fl. Ef fjármagnsfyrirgreiðsla fæst fyrir áframhaldandi framkvæmdum er stefnt að því að hefja rekstur í mái/júní. Hótelið er vel staðsett með tilliti til flugstöðvanna á Keflavíkur- flugvelli en þangað er 4—6 mínútna akstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.