Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÍHÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986
31
eru skapaðir af fullorðnum og þeim
er stjórnað af fullorðnum. Það hefur
einhvern veginn gleymst að vinna
með spurningar í skólum. Þar er
að mestu leyti unnið með svör. Að
vinna með spurningar á þann hátt
sem okkur dreymir um krefst til
dæmis annarrar uppröðunar í skóla-
stofu. í svona umræðum er lág-
marksskilyrði að allir geti séð alla
og þá verður hlustun og tjáning
öðruvísi. í hefðbundinni kennslu er
aðalatriðið að sitja þegjandi og gefa
einhvers konar merki með höfði eða
augum um að viðkomandi þykist
skilja eða skilji það sem fram fer.
í þessari heimspekilegu aðferð er
lagt meira upp úr því að börnin
læri að hlusta hvert á annað, auðvit-
að líka á kennarann, og að þau
gagnrýni og virði hugmyndir hvers
annars. Með þessari aðferð kemur
dagskráin aðallega frá börnunum
sjálfum."
Að ná rökleikni
„Draumurinn er að sjálfsögðu sá
að koma þessu á einhvern hátt inn
í skólakerfið. Hér á landi ætti þetta
kannski helst heima uppi í Kennara-
háskóla til að byrja með. Það er
ljóst að til að koma þessu til skila
til nemenda er nauðsynlegt að auka
við eða breyta kennaramenntuninni
að einhverju leyti. En aðsókn að
skólanum hefur stórminnkað og þar
er erfitt um vik. Einnig er slegist
um tíma barnanna. Stundaskrá
þeirra er þétt skipuð og það er ekki
hægt að bæta miklu þar við. Það
er þá spurningin um það hvort eitt-
hvað eigi að víkja fyrir svona
kennslu eins og við höfum áhuga á.
Ég tel að stundaskráin eins og hún
er sé oft líkust brotinni mynd.
Heimspekin hefur hins vegar þann
kost að þar er reynt að ná heildar-
sýn. Rökleikni er nauðsynleg innan
hvaða námsgreinar sem er, en það
virðist liggja beint við að tengja
heimspeki við móðurmálsnám og
nám í samfélagsfræðum ef ekki er
pláss fyrir heimspeki eina sér. Það
hafa einnig komið fram visbending-
ar um að viðhorfsbreytingar verði
til náms hjá ungum heimspekinem-
um. En því miður er algengt að
börnin byrji í skólum uppfull af
áhuga, sem er hins vegar oft á bak
og burt þegar komið er upp í þriðja
bekk."
Hreinn segir að þessi nýju viðhorf
innan heimspekinnar hafi hlotið
góðan hljómgrunn víða um lönd og
þá sérstaklega aðferðir og námsefni
Lipmans. Hann segir að fleiri heim-
spekingar hafi skrifað um þessi
efni, en þeir séu ekki allir á einu
máli hvernig framkvæmd þessa eigi
að fara fram. Hreinn er gjaldkeri
samtaka sem kallast International
Council for Philosophical Inquiry
with Children. „Stofnfundur þess-
ara samtaka var haldinn í Dan-
mörku síðastliðið sumar og er
markmið þeirra að efla samstöðu í
þá veru að heimspekilegar samræð-
ur fari sem víðast fram með börn-
um. Einnig hafa verið stofnuð
samnorræn samtök í þessum efnum
og við eigum okkar fulltrúa þar sem
er Asgeir Beinteinsson. Hann er
varaformaður samtakanna, en hann
reyndi fyrir nokkrum árum fyrir sér
með heimspekikennslu barna í
Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ þar
sem hann var þá kennari. Danir
standa fremstir Norðurlandaþjóð-
anna í þessum efnum, tvær sögur
Lipmans hafa verið þýddar yfir á
dönsku og hann hefur haldið þar
námskeið fyrir kennara. Svíar eru
í startholunum og Norðmenn eru
að taka við sér, en Finnar eru enn
sem komið er ekki inni í myndinni.
Margt kemur til greina á þessu
sviði annað en aðferðir Lipmans,
en því verður ekki neitað að hahn
hefur unnið mikið brautryðjenda-
starf á þessum vettvangi og náms-
efni hans er það eina, enn sem
komið er, sem er heilsteypt og
nægilega umfangsmikið til að bjóð-
ast börnum og kennurum til heim-
spekilegrar krufningar."
— EJ
*M
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FLB1985
Hinn 10. mars 1986 ér fyrsti fasti gjalddagi vaxtamiöa verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 1 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiðimeð 50.000,- kr. skírteini
kr. 1.901,70
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. september 1985 til 10. mars 1986 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985
til 1428 hinn 1. mars 1986.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 1 ferfram gegn framvísun peirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars n.k.
Reykjavík, 2. mars 1986
SEÐLAB ANKIISLANDS
NUERKATTI
D AIHATSU HOIIINNI
STÓRBÍ LASÝNING ALLA HELGINA
Daihatsuumboðið
Ármúla 23.
S. 685870 -681733.