Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ,SUíraUDAGm2.MAES1986
35
María Hauksdóttir með mjólkurglas í fjósinu.
Morgunbl./RAX
Það verður að finna leiðir
til að selja umframmjólkina
Rætt við Maríu Hauksdóttur húsfreyju í Geirakoti
Eins og fram hefur komið í
fréttum, hélt félag kúabænda
á Suðurlandi mikinn fund í
Njálsbúð í Landeyjum á dögun-
um og mættu þar um 600 manns
til að ræða kvótaskiptingu
stjórnvalda í mjólkurfram-
leiðslunni. Á fundinum gerðist
það ni.a., að í pontu steig ung
bóndakona, María Hauksdóttir
frá Geirakoti f Sandvíkur-
hreppi og hélt hún skelegga
ræðu um að kúabændur ættu
að einbeita sér að þvi að selja
þær umframbirgðir af mjólk
sem fyrirsjáanlegt væri að
myndu hlaðast upp, og að
srjórnvöld ættu að beita sér
meira i málinu. Var gerður
góður rómur að máli Mariu
eftir því sem næst verður
koniist, en þó var málflutningur
hennar ýmsum fremur seintek-
inn. Morgunblaðið heúnsótti
Maríu á heimili hennar að
Geirakoti í vikunni og ræddi
við hana um mjólkurmálin.
„Það er engin spurning, mjólkur-
neysla íslendinga hefur dregist
verulega saman og það verður að
gera stórátak til að auka neysluna
á nýjan leik. Ég sagði t.d. á fund-
inum, að ef hægt væri að fá hvern
íslending til að drekka eitt mjólk-
urglas á dag umfram neysluna
eins og hún er, þá yrðu ekki eftir
birgðir af mjólk í landinu. í þessu
sambandi er rétt að geta, að
mjólkurneysla var á toppnum árið
1980, er landsmenn neyttu alls
rúmlega 105 milljón lítra. Á síð-
asta ári var neyslan hins vegar
aðeins um 98 milljón lítrar, en
samt hafa stjórnvöld heitið bænd-
um greiðslu fyrir 107 milljón lítra
heildarframleiðslu og þykir okkur
það mikið spor fram á við. Það
er því augljóst, að eitthvað þarf
að gera til að skerpa neysluna,"
sagði María.
En hverjar telur María vera
orsakirnar fyrir því að mjólkur-
neyslan hefur dregist jafn mikið
saman og raun ber vitni? „Fyrir
því eru fleiri ástæður en ein. Til
að byrja með, þá hefur mjólkin
augljóslega orðið undir í sam-
keppninni við alla þessa nýju
svaladrykki, sem eru ekkert ann-
að en litað sykurvatn með rot-
varnarefnum. Þeir aðilar sem sjá
um markaðssetningu mjólkuraf-
urða, Mjólkursamsalan og Mjólk-
urdagsnefnd, hafa ekki staðið
svaladrykkjarframleiðendum á
sporði í auglýsingaflóðinu og er
það veigamikill punktur, því sjón-
varpið og rás 2 eru jú geysilega
sterkir auglýsingamiðlar. Nú er
reyndar í gangi auglýsingaherferð
og það er ekki langt síðan að
önnur slík fór fram, en miklu
betur má ef duga skal því sam-
keppnin er geysihörð."
— Að vísu hefur verið hægt að
fá kakómjólk og nýmjólk í svona
litlum fernum eins og svaladrykk-
irnir eru framleiddir í og eru hvað
vinsælastir, en það er hreinlega
ekki nóg. Hvað nýmjólkina varð-
ar, þá er hún einhverra hiuta
vegna vond ef hún er drukkin
með röri. Það þyrfti að hanna
nýjar og smekklegar umbúðir og
herða auglýsigaherferðiraar.
— Þá má segja, að breyttir þjóð-
félagshættir hafa orðið mjólkinni
þungir í skauti, ef taka má þannig
til orða. Börn eru svo mikið á
dagheimilum og í skólum og for-
eldrar meira og minna úti að
vinna. Þetta fyrirkomulag er
mjólkinni í óhag, ekki síst vegna
umbúðamálanna. Fyrir vikið fer
svalinn í nestið en ekki mjólkin."
Hver finnst þér þáttur stjórn-
valda ætti að vera með hliðsjón
af því að þau munu greiða fyrir
meiri mjólkurframleiðslu en fyrir-
sjáanlegt er að verði neytt?
„Það er eðlilegt að mínu viti,
að stjórnvöld láti málið til sín taka
og víst gætu þau gert margt til
að efla mjólkurneyslu í landinu.
Mér finnst til dæmis að stjórnvöld
ættu hiklaust að greiða niður
mjólk til handa skólabörnum. Þá
gætu stjórnvöld einnig veitt
stuðning með því að kaupa meiri
mjólk á mötuneyti ríkisins, en þau
eru mörg, og ekki bara mjólk,
smjör og aðrar mjólkurvörur einn-
ig. En af því ég nefndi niður-
greiðslur til skólabarna áðan, þá
væri ekki úr vegi, að geta þess,
að ríkið niðurgreiddi hvern lítra
af mjólk um 13,60 krónur 1.
september 1982. Sama dag í fyrra
var niðurgreiðslan aðeins 2,60
krónur. Á sama tíma hefur orðið
12 prósent raunlækkun á mjólk
til bænda, en 22 prósent hækkun
á smásöluálagningu.
„Það sem ég hef nefnt er aðeins
nokkuð af ýmsum þáttum sem
ríkið gæti gert. Samt má ekki
gleyma því, að þetta er ekki ein-
vörðungu mál ríkisins, sveitamenn
sjálfir ættu margir að líta sér
nær. Það er hálf kaldhæðnislegt
í þessari umræðu að nefna dæmi
þess að börn fái djús með hádegis-
matnum á sveitaskóla einum sem
ég vil ekki nafngreina. Þá finnst
mér lágkúrulegt af kúabændum
að vera að pexa og vera með
einhvern landshlutaríg í stað þess
að standa saman og finna lausnir
á vandanum."
Hvert verður framhaldið að
þínu mati?
„Ja, það er ekki gott að segja,
en ef úr verður í hinum nýju
kjarasamningum, að búvöruverð
lækki, þá er það stórlega til bóta
og þá vænkast hagur mjólkur-
bænda. En tíminn verður að leiða
í ljós hvað verður í þeim efnum.
Annars gerðist það á fyrrnefnd-
um fundi í Njálsbúð, að félagið
setti á laggirnar nefnd og skipaði
í hana fimm konur, þar á meðal
mig. Starf okkar verður fólgið í
því að koma með hugmyndir um
aukinn áróður og auglýsingu á
mjólkurvörum. Bændakonur í
þessu landi er stétt sem lítið hefur
heyrst til alla tíð, en víða erlendis
starfa þær mjög að félagsmálum
og fleiru með ágætum árangri.
Kannski að þetta verði upphafið
að vakningu meðal íslenskra
bændakvenna. Hvað við gerum í
þessu veit ég þó ekki enn, við
höfum aðeins hist einu sinni, það
er svo skammt siðan að nefndin
var skipuð, en strax í næstu viku
förum við á fund forráðamanna
Mjólkursamsölunnar og ræðum
málin. Þeir vildu strax við okkur
tala er þeir heyrðu um þetta.
Meðal hugmynda sem komið hafa
upp er að fara til Reykjavíkur,
fara á barnaheimili með húllum-
hæi og vekja þannig athygli á
máli okkar. Það er aldrei að vita
hverju við tökum upp á, siðast
fékk ég hugmynd er það komu
leikskólabörn frá Selfossi í heim-
sókn til okkar á Geirakot. Börnin
fóru í fjósið og urðu yfir sig hrifin
að sjá allar kýrnar. Kannski að
það sé besta leiðin til að byggja
upp á ný, að grípa hina nýju
kynslóð með þessum hætti. _gs
NEWAGE
STAMFORD rafalar eru nú í stórum hluta
íslenzka flotans og hafa áratuga reynslu.
Stærðir 11 KW.-1500 KW. 50 HZ. 1500
snúninga.
Þá eru STAMFORD rafalar einnig í notkun fyrir
landvélar í fjölmörgum stærðum víðsvegar um
landið.
Spennustillar og fylgihlutir fyrirliggjandi, og eins
nánari upplýsingar hjá okkur.
Aðalumboðið á Islandi:
S. STEFÁNSSON & CO., H/F.
Grandagarði 1B, Reykjavík.
Sími 27544. Pósthólf 1006.
i—¦_iw' •^mm^mmmm ¦ i ¦ ¦ i ¦ wv
Foreldrar!
Komið með börnin í mat
til okkar á sunnudögum
og sparið!
Öll börn 12 ára og yngri
sem koma með foreldr-
um sínum fá:
hamborgara m/frönskum eða V2 rétt
dagsins + sleikjó.
Munið góða barnahornið.