Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 2. MARS1986 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 33 WtowcQm&U&ib Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Olof Palme myrtur Helfregnin frá Svíþjóð að- faranótt laugardags, um að Olof Palme, forsætisráðherra landsins, hafi fallið fyrir hendi morðingja á götu í Stokkhólmi, er enn einn vitnisburðurinn um að grimmd mannsins eru engin takmörk sett. í öllum löndum leynast menn, sem láta stjórnast af hatri, ranghugmyndum og fyrirlitningu fyrir lífi annarra. Sagan geymir svo átakanleg dæmi um launmorð þjóðarleið- toga, að það hefur verið barna- skapur að ímynda sér, að ekki kæmi að því, að einhver forystu- manna Norðurlanda yrði fórnar- lamb ódæðismanna. En þegar atburðurinn gerist vekur hann óhug og grunsemdir um, að hann kunni að breyta sambandi norrænna stjórnmálamanna við umbjóðendur sína. Þeir verði undir gæslu lögregluþjóna. Svip- ur hinna opnu þjóðfélaga breyt- ist. Þegar höggið hefur verið gefið, segja menn, að það sé ekki lengur einkamál þeirra, sem kjörnir hafa verið til æðstu embætta, hvort öryggis þeirra sé gætt eða ekki. Þegar þetta er ritað hefur sænsku lögreglunni ekki enn tekist að finna ódæðismanninn eða ódæðismennina. I skjóli nætur tókst morðingjanum að finna felustað í Stokkhólmi. Allra leiða úr borginni er gætt. Lögreglumenn eru hvarvetna við störf. Sænska þjóðin er harmi slegin og hvaðanæva úr veröldinni berast samúðarkveðj- ur. Til þessa hefur Svíþjóð haft þá ímynd út á við, að þar ríki meira umburðarlyndi milli manna en víðast annars staðar. Fréttin um launmorðið í skjóli myrkurs breytir þessari skoðun á sænsku þjóðlífí. Olof Palme var heimskunnur stjórnmálamaður. Hann hefur lengi verið í forystusveit sænskra jafnaðarmanna, sem farið hafa með landstjórn í Sví- þjóð í hálfa öld. Palme var handgenginn Tage Erlander, leiðtoga jafnaðarmanna, allt frá 1953, og hann tók við forsætis- ráðherraembættinu af honum 1969. Undir forystu Palme töp- uðu jafnaðarmenn kosningum 1976 en hann lét ekki deigan síga og barðist aftur til sigurs 1982 og á síðasta ári hlaut hann endurkjör sem forsætisráðherra. Það þarf í senn mikið andlegt og líkamlegt þrek til að vera jafn lengi í forystu í Iýðræðis- þjóðfélagi og Olof Palme. Hann var í senn hugsjónamaður og harðskeyttur pólitíkus, sem lét að sér kveða hvar sem hann kom, hvort heldur í Svíþjóð eða utan. Hann var umdeildur eins og allir, sem láta að sér kveða í stjórnmálum af jafn miklum þrótti og hann. Þegar jafn sterkur leiðtogi og Olof Palme fellur frá í blóma lífsins og í miðri starfsönn myndast tómarúm, sem ekki verður auðfyllt. Það mun reyna á innviði sænska Jafhaðar- mannaflokksins og stjórnkerfis- ins á næstu vikum og mánuðum, þegar mál skipast með nýjum hætti eftir hinn sorglega atburð. Ótímabært fráfall Olofs Palme hefur áhrif út fyrir landamæri Svíþjóðar, ekki síst á Norður- löndum. Hann lét verulega til sín taka á alþjóðavettvangi, ekki síst í alþjóðasamtökum jaímað- armanna. Þar er nú skarð fyrir skildi. Til Svíþjóðar eru sendar samúðarkveðjur vegna þessa grimmdarverks með þeirri ósk, að sárið, sem það skilur eftir, verði fljótt að gróa. Minningin um þjóðarleiðtogann Olof Palme mun lifa. Hans verður minnst sem eins af mikilhæfustu stjórn- málamönnum Norðurlanda á þessari öld. Glæsilegur árangur Þegar litið er til þátttöku íslendinga í heimsmeistara- keppninni í handknattleik er unnt að segja um leikinn við Suður-Kóreumenn á þriðjudag- inn: Fall er fararheill. Síðan hafa okkar menn bæði sigrað Tékka og Rúmena. Sigurinn yfir Rúmenum hefur vakið verð- skuldaða hrifningaröldu um land allt. Þorbjörn Jensson, fyrirliði íslenska liðsins, sagði í Morgun- blaðinu í gær um leikinn við Rúmena: „Miðað við mikilvægi var þetta stærsti sigur íslensks handknattleiksliðs frá upphafi að mínu mati. Við áttum á hættu að falla í c-hóp ef við töpuðum, en núna eigum við möguleika á verðlaunum í heimsmeistara- keppninni. Ég ætlaði mér að gefa allt í þennan leik og ég held að ég hafi gert það. Eg er svo þreyttur að ég stend varla í lappirnar." Morgunblaðið tekur undir með fyrirliðanum um mikilvægi leiksins og dregur ekki í efa, að liðsmennirnir hafi lagt sig alla fram undir frábærri stjórn þjálfarans Bogdans. Blaðið árn- ar liðsmönnum til hamingju með þann glæsilega árangur, sem þeir hafa þegar náð. Hann hefur vakið rökstuddar vonir um enn meiri afrek. Liðsmenn létu ekki deigan síga eftir óvæntan ósig- ur, verðskuldaður sigur dregur ekki úr baráttuþrekinu. 3gg{ gfl ;• f ; Jffj; CF OÍ> i-'. Kjarasamningar eins og þeir, sem nú hafa verið gerðir, eiga sér lengri aðdraganda en þann rúma mánuð, sem samningsaðilar sátu að viðræðum að þessu sinni. Þetta eru flóknari samningar en við eigum að venjast og áhrif tæknilegra þátta þeirra, ef svo má að orði kveða, koma ekki í ljós á svipstundu. Samningarn- ir ná einnig til fleiri atriða en venjulegt er. Með þeim er tekið á mörgu öðru en beinum launahækkunum og í raun lagður grunnur að nýrri stefnu við ráðstöfun fjár úr lífeyrissjóðum og mótun hins opinbera húsnæðislánakerfis. Síðast en ekki síst er ráðist að verðbólguvandanum með mark- vissum hætti og virkari þátttöku ríkissjóðs en við höfum áður kynnst hér á landi. Með markvissum aðgerðum ganga opin- berir aðilar, ríkissjóður og sveitarfélög, fram fyrir skjöldu og lækka gjaldskrár sínar, skatta, tolla og þjónustugjöld. Samhliða þessu er síðan samið um hóflega hækkun launa. Eins og sjá má af ummælum þeirra, sem að gerð samningsins stóðu, eru þeir allir bjartsýnir um að þessi tilraun sé þess virði að vera gerð. Þeir benda hins vegar á, að tekin sé áhætta með því að fara hina nýju leið, eða eins og Björn Björnsson, hag- fræðingur Alþýðusambands íslands, segir í Morgunblaðinu á föstudag „Það er vissu- lega rétt að menn taka áhættu með þessum samningum. Það er hins vegar ekkert nýtt að svo sé í kjarasamningum. Áhættan hefur alltaf verið til staðar og hún hefur fyrst og fremst verið fólgin í því, að menn hafa stungið sér til sunds í verðbólgufenið og látið verðlagsþróunina ráða og stjórna kaupmættinum. Með þeim aðgerðum, sem nú er verið að tala um, ætla menn að stilla verðlagsþróunina af fyrir fram eftir því sem kostur er og tryggja þannig að árangur náist. Eg held því, þegar grannt er skoðað, að áhættan í þessum samning- um sé í raun minni en í flestum síðustu samningum, sem við höfum gert. í þessu sambandi er líka rétt að minna á, að í þessum samningum er fólgin ákveðin kaupmáttartrygging." í þessum orðum kemur fram megin- forsenda þess, að samkomulag tókst á þeim grunni, sem fyrir liggur: viðræðu- nefndirnar urðu sammála um að miða við það, að meðalgengi krónunnar yrði haldið stöðugu og launahækkunum yrði ekki velt út í verðlagiÆ Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem heldur um púls fiskvinnslunnar, sagði í Morgunblaðssamtali: „Fiskvinnslan setur sig í mikla óvissu með þessum samningum, en það gerir hún í trausti þess, að allir leggist á eitt við að tryggja að þessir samningar skili þeim árangri, sem að er stefnt. Brýnt er að allir seljendur vöru og þjónustu haldi verðlagi svo lágu sem kostur er og lækki þar sem svigrúm er til. Enn- fremur er nauðsynlegt að neytendur haldi vöku sinni. En áframhaldandi fall Banda- ríkjadollars kann að setja strik í reikning- inn. Fiskvinnslan þarf tekjuauka en ekki tekjuskerðingu." Ný vinnubrögð Á undanförnum árum hafa verið að þróast nýir starfshættir í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Til einföldunar má segja, að upphafið sé að rekja til þess, þegar þeir Þorsteinn Pálsson, núverandi fjármálaráðherra, og Ásmundur Stefáns- son, núverandi forseti Alþýðusambandsins, gerðust oddvitar í kjaraviðræðum af hálfu Vinnuveitendasambandsins og Alþýðu- sambandsins. Magnús Gunnarsson, sem nú lætur af störfum framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins eftir giftu- drjúgt starf, hefur lagt sig fram um að halda þannig á málum í samskiptum við viðmælendur sína, að þráðurinn slitni ekki, hvað sem á gengur, Er þolinmæði og bjartsýni Magnúsar við brugðið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa orðið sjálfstæðari hin síðari ár í þeim skilningi, að á vegum þeirra sjálfra starfa nú hag- fræðingar, sem búa yfir jafn víðtækri þekkingu, ef ekki víðtækari, á öllum þátt- um cfnahagslíf isins og starfsmenn ríkisins, hvort heldur í Þjóðhagsstofnun eða annars staðar. Með samvinnu þessara sérfræðinga samtaka launþega og vinnuveitenda hefur verið komist að sameiginlegri niðurstöðu um ýmsar grundvallarforsendur, sem ráða miklu, þegar samið er um kaup og kjör. Þá er það enn til marks um nýja starfs- hætti, að aðilum vinnumarkaðarins finnst augsýnilega þægilegra og árangursríkara að leysa úr ágreiningi sínum án afskipta ríkissáttasemjara. Löngum hefur verið litið til Vestur- Þýskalands sem fyrirmyndar um það, hvernig skynsamlegt se að halda á stjórn efnahagsmála, ekki síst vegna þess að þar hefur forystumönnum launþeg^a og at- vinnurekenda tekist að skapa gagnkvæm- an trúnað í samskiptum sínum. Á þeim grundvelli hefur annars vegar verið unnt að koma í veg fyrir kollsteypur og hins vegar halda þannig á málum, að nú er Vestur-Þýskaland, sem var í rúst fyrir 40 árum, eitt auðugasta ríki veraldar. Verð- bólgustríðið undanfarin ár hefur orðið okkur íslendingum dýrkeypt lexía, en ef við lærum það af því, að það er undir samstilltu átaki okkar allra komið að halda þjóðarskútunni á réttum kili, hefur ekki verið barist til einskis. Á undanförnum árum hefur ftjálsræði í viðskiptum manna á milli hér á landi aukist jafnt og þétt, meðal annars með afnámi verðlagshafta. Enginn vafi er á því, að frjálsræðið leiðir til heilbrigðari viðskiptahátta. Nú reynir mikið á, hvort ný vinnubrögð einnig á þessu sviði skila árangri. Talsmenn ríkisafskipta af verð- lagsmálum munu fái gullið tækifæri til að afla málstað sínum fylgis, ef verðlag lækkar ekki í samræmi við þau fyrirheit, sem gefin eru í nýgerðum samningum. Hlutur ríkisins Öllum er ljóst, að ríkissjóður hefur axlað mikla ábyrgð við lausn kjaradeilnanna. Ekki var ritað undir samninga Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasambandsins, fyrr en ríkisstjórnin hafði gefíð skriflegt svar vegna óska samningsaðila um mörg mikilvæg málefni, sem öll hafa verið tíund- uð rækilega hér í blaðinu. í svari ríkis- stjórnarinnar segir meðal annars: „Ríkis- stjórnin telur, að með þeim kjarasamning- um, sem nú er verið að gera, og aðgerðum, sem hún hyggst beita sér fyrir, hafí náðst mikilsverð samstaða um átak til að snúa þróun verðlagsmála til betri vegar. Þeim eftiahagsbata, sem bætt ytri skilyrði gera nú kleift að ná, er með þessum ákvörðun- um fyrst og fremst varið til að bæta og tryggja lífskjörin í landinu og gera alvar- lega tilraun til að koma verðbólgunni niður á það stig, sem algengast hefur yerið í viðskipta- og samkeppnislöndum íslend- inga." Sumum lesendum fínnst vafalaust, að þeir hafí oft áður séð þessi orð í svipuðu samhengi í yfirlýsingum ríkisstjórna. Satt er það, en nú er sá mikli munur, að ríkis- stjórnin er ekki að lýsa því yfír, sem hún ein vill að nái fram að ganga, hún er að ítreka sameiginlegt markmið sitt ogþeirra, sem ekki ráða minnu um framgang efna- hagsstefnunnar en hún, aðila vinnumark- aðarins. Þetta er einmitt sú bylting, sem í þessari samningsgerð felst, ef aðeins er litið á það, hvernig að henni er staðið. Ríkisstjórnin brást rétt við með því að leggja svör sín við tilmælum samningsaðila fyrir Alþingi í lagafrumvarpi því, sem Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, kynnti á fímmtudagskvöld. Þar með er staðið þannig að málum, að það eru ekki aðeins aðilar vinnumarkaðarins og rikis- stjórn, sem axla formlega ábyrgð vegna kjarsamninganna, heldur einnig þing- menn, hvort heldur stuðningsmenn stjórn- arinnar einir eða einnig einhverjir úr stjórnarandstöðu standa að samþykkt frumvarpsins. Heyrst hafa gagnrýnisraddir í þá veru, að það sé með einhverjum hætti lítilmótlegt fyrir ríkisstjórn og Alþingi að taka við tilmælum „úr Garðastræti" eins og það er meðal annars orðað í þinghúsinu. Væri REYKJAVIKURBREF Laugardagur 1. mars þessi gagnrýni flutt af mönnum, sem alltaf væru að láta til sín taka með þeim hætti að til heilla horfði og smíða ný ráð til að auka hag þjóðarinnar, kynni að vera ástæða til að staldra við hana og velta því fyrir sér, hvort ríkisstjórnin sé að afsala sér og þinginu einhverjum völdum. Því miður verður það ekki sagt um okkar ágætu alþingismenn, að einir og óstuddir séu þeir iðnir við að smíða handa okkur bjargráð, sem duga. Jafnan hefur verið litið á það sem traust á ríkisstjórnir en ekki vantraust, þegar aðilar vinnumarkað- arins ræða við þær á þeim forsendum, sem nú hefur verið gert. Nú hefur samráðið, svokallaða, skilað meiri árangri en við eigum að venjast. Ekki sfst þegar tekið er mið af gerðum þeirra ríkisstjórna, þar sem fulltrúar Alþýðubandalagsins hafa setið. Gagnkvæmur trúnaður Er þá enn komið að því, sem sagt var í upphafí, að samningar af þessu tagi eru ekki nokkurra vikna verk. Þeir eru ávöxtur þrotlausrar vinnu um langt skeið, þar sem samningamenn hafa getað kannað ailar hliðar mála og áttað sig á hinum ýmsu leiðum. I viðkvæmum viðræðum eins og þessum skiptir að sjálfsögðu miklu að trún- aður skapist milli manna og þeir hætti að vera með pólitískt karp um atríði, sem í raun er ekki deilt um nema af flokkspóli- tískum ástæðum. Þeir, sem líta á kjarabaráttu sem bar- áttu fyrir pólitískum völdum sér til handa, vilja auðvitað ekki, að gagnkvæmur trún- aður skapist milli þeirra, sem að kjara- samningum standa. Þeir vilja nota launa- málin sjálfum sér til framdráttar í hinum pólitíska slag. Mönnum er minnisstætt, þegar Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, lyfti fíngri framan í sjónvarpsáhorfendur og sagði: Bíðið þið bara, við spumingu um það, hvort flokki hans þætti ekki kröfugerð þeirra alþýðu- sambandsmanna heldur lágreist. Enginn beið eftir Savavari við samningaborðið en innan Alþýðubandalagsins hafa „andófs- öflin", sem svo kallast, beðið færis að ná sér niðri á honum og verkalýðsforingjum. Bendir ýmislegt til þess, að nú eftir samn- ingana komi til átaka innan flokksins um þessi mál. Til marks um þá gerjun, sem þar á sér stað, má nefna fréttir um að Bjarnfríður Leósdóttir, formaður verka- lýðsmálaráðs flokksins, hafí boðað afsögn sína á miðstjórnarfundi á sunnudaginn var. Ekki hefur verið greint frá því opin- berlega um hvað Alþýðubandalagsmenn deila í raun og veru. Össur Skarphéðinsson, Þjóðviljaritstjóri, sem ýmsir telja for- mannskandídat „andófsaflanna", sagði í forystugrein um kjarasamningana eftir að hafa lýst þeim sem ófullnægjandi: „Það kemur dagur eftir þennan dag, og við verðum að sækja í okkur veðrið, herða baráttuna á öllum vígstöðvum." Þessi orð verða ekki skilin öðru vísi en sem herhvöt til liðsmanna Össurar innan Alþýðubanda- lagsins, ekki er hann að skýra frá sjónar- miðum þeirra Ásmundar Stefánssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar með þess- um orðum. Eftir því sem gagnkvæmur trúnaður eykst með þeim, sem að kjara- samningum standa, minnkar hann milli manna innan Alþýðubandalagsins. Verður nú flest óhamingju þess að vopni. Maisonrouge til íslands Næstu daga kemur Frakkinn Jacques Maisonrouge til íslands í boði Verslunar- ráðsins og flytur ræðu á vegum þess næstkomandi fímmtudag. Maisonrouge hætti störfum hjá IBM, þegar hann varð sextugur 1984. Hann hafði þá starfað hjá fyrirtækinu í 36 ár eða síðan 1948. Hófst hann þar til æðstu metorða sem yfírmaður Evrðpuhluta IBM og yfirmaður allrar starfsemi þess utan Bandaríkjanna. Síðast sat hann svo í sjálfri framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Er hann sá manna, sem ekki er frá Bandaríkjunum, er komist hefur hæst í skipuriti IBM, ef þannig má taka til orða. Eftir að Maisonrouge hætti störfum hjá IBM hefur hann meðal annars ritað ævi- sögu sína, en hún kom út í Frakklandi á síðasta ári og heitir Manager Internation- al eða Alþjóðlegur stjórnandi. Þar lýsir hann því, hvernig honum vegnaði í störfum hjá IBM eftir að hafa fengið styrk til verkfræðináms hjá fyrirtækinu í Banda- rikjunum. Af bókinni má ráða, að þarna fer maður, sem hefur hafíst til mikilla trún- aðarstarfa af eigin verðleikum og helgað líf sitt þessu risavaxna fyrirtæki og fjöl- skyldu sinni. Raunar er sagt um IBM, að fyrirtækið verði eins og önnur fjölskylda starfsmanna þess. Þegar Maistínrouge hóf störf hjá IBM var það meðalstórt fyrir- tæki, með 60 umboðsskrifstofur og 25.000 starfsmenn um heim allan, þá var veltan um 150 milljónir dollarar á ári. 1967 voru starfsmennirnir orðnir 221 þúsund, 292 þúsund 1974 og yfir 400 þúsund 1984. Velta fyrirtækisins jókst mun hraðar, en það þykir til fyrirmyndar í allri stjórnun. Fróðlegt er að lesa um það í bók Maison- rouge, hve oft stjórnendur IBM sjá ástæðu til að taka fyrirtækinu tak, ef svo má segja, og skipa þá sérstakar nefndir starfs- manna, sem fá það hlutverk að endurskipu- leggja rekstur þess. Þar á bæ sýnast menn ekki þeirrar skoðunar, að þeir hafí fundið hið endanlega skipulag á rekstrinum, þótt vel gangi. „Fyrir löngu hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að ein af ástæðunum fyrir velgengni IBM er, að stjórnendur þess hafa aldrei verið fullkomlega ánægðir með árangurinn af starfí þess," segir hann á einum stað í bók sinni. Þá lýsir hann því, hve mikil áhersla er lögð á jafnræði með starfsmönnum og dreifíngu valds. Það skipti mestu fyrir sérhvern starfsmann, að hann viti nákvæmlega, hvað hann eigi að gera og megi gera. Hann segist hafa einfalda lausn á því, hvernig best sé að ná árangri við stjórnun fyrirtækja, það sé að hvetja starfsmennina til dáða, örva þá og kveikja áhuga þeirra á viðfangsefhinu eða eins og hann segir á frönsku: diriger c'est motiver. Fyrirlestur Maisonrouge hjá Verslunar- ráðinu á að fjalla um stjórnun og er ljóst, að hann getur miðlað félagsmönnum ráðs- ins miklum fróðleik. Hann er þaulvanur fyrirlesari og hefur mikla ánægju af því að fá tækifæri til að skýra frá eigin reynslu. Nú þegar ætlunin er að ráðast gegn verðbólgunni hér á landi með því að lækka verðlag skiptir meiru en oft áður, að fyrirtæki séu rekin á sem hagkvæmast- an hátt og stjórnað á þann veg, að þau framleiði vöru eða veiti þjónustu með sem minnstum tilkostnaði. Til marks um fyrir- tæki, sem hafa verið endurskipulögð og bjargað frá hruni, nefnir Maisonrouge Chrysler-bílasmiðjurnar bandarísku. Þegar hafist var handa um björgunarstarfíð þurfti fyrirtækið að framleiða 2,2 milljónir bfla á ári til að vera ekki rekið með tapi. Eftir breytingar á rekstrinum, endurnýjun tækja, tilkomu vélmenna o.s.frv. byrjaði Chrysler að græða, þegar framleidd hafði verið 1,1 milljðn bíla á ári. Það er endur- skipulagning af þessum toga, sem í tilviki Chryslers var unnin með aðstoð ríkisins, sem er ekki aðeins nauðsynleg í fslenskum fyrirtækjum heldur bráðnauðsynleg í þjóð- arbúskapnum öllum. Mor^inblaðií/ÓI.K.M. „Á undanförnum árum hefur f rjáls- ræði í viðskiptum manna hér á landi aukist jafnt og þétt, meðal ann- ars með afnámi verðlagshafta. Enginn vafi er á því, að frjálsræðið leiðir til heil- brigðari við- skiptahátta. Nú reynir mikið á, hvort ný vinnu- brögð einnig á þessu sviði skila árangri. Tals- menn ríkisaf- skipta af verð- lagsmálum munu fá gullið tækifæri til að afla málstað sínum fylgis, ef verðlag lækkar ekki í samræmi við þau fyrirheit, sem gefin eru í nýgerðum samn- ingum." . ..Avui .¦!IJí<W>i •.-¦• . tíHf.Dciiofiiryio ía'nmlol. lijairtiA ! \*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.