Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 39 Nýundirskrifaðir samningar, húrra! Friðsamleg þríhliða lausn. Blaðið fullt af fréttum og útskýr- ingum á því hvað þessi á að fá og hinn að láta, hverju menn eiga von á og rétt á. Síða eftir síðu og frétt eftir frétt. En í stað þess að lesa þær með athygli allar á þessum fagra fimmtudagsmorgni og innbyrða einhverja skilnings- glætu á hvort þetta séu vondir samningar eða góðir — og verða jafn glögg og galvösk og hlust- endur útvarpsins sem strax ný- vaknaðir hringja unnvörpum í morgunútvarpið og hafa það allt á hreinu — þá er hugurinn farinn að rifja upp orð Páls Líndals um réttindi og skyldur. Hann hafði fengið það hlutverk að fræða nátt- úruverndarnefndarmenn á þar til ætlaðri ráðstefnu hjá Sambandi sveitarfélaga og Náttúruverndar- ráð um lagaskyldur náttúruvernd- arnefnda. Hafði á því formála, sem í rauninni átti ekki síður við á þessum morgni: „í þessum tveimur orðum má segja að fram komi þau þrjú hugtök, sem allur þorri manna hefur hvað mestan ímugust á: lög, skyldur og nefndir ... Skyldur eru ekki sérlega vin- sælt hugtak. Mðrgum mun skatt- skyldan ofarlega í huga þessa dagana og ekki er lítið skrafað um skólaskyldu nú um stundir og í sjálfri stjórnarskránni er ýjað í þann möguleika að hér verði komið á herskyldu, eins og 75. gr. hennar ber með sér. Ekkert samfélag getur staðist nema menn, sem því tilheyra, beri ein- hverjar skyldur gagnvart því og náunganum. Og í kristnum dómi þykir einna ríkust sú skylda, sem okkur gengur flestum erfíðlega að lifa eftir: Elska skaltu náunga þinn sem sjálfan þig. Menn tala oft um réttindi og skyldur, taka fyrst það jákvæða og hið neikvæða á eftir. Þannig líta að minnsta kosti margir á. Ég man þó eftir einni undantekningu. Fyrir langa löngu lenti ég í því að semja frumvarp að reglugerð um ákveðna opinbera stofnun ásamt rosknum og ráðsettum forstöðumanni hennar. Það varð að samkomulagi eftir að við höfð- um rætt málið töluvert, að ég samdi fyrstu drögin; í þeim var ein grein um réttindi og skyldur starfsmanna. Það var ekki fyrr en kom að henni, að samstarfs- maður minn gerði alvarlega at- hugasemd og sagði:„ Svona má þetta ekki vera." Nú skildi ég ekki. „Það á að segja skyldur og réttindi — skyldurnar fyrst." Og þannig hlaut það að verða. Þannig fór reglugerðin sína leið og þannig er hún birt í Stjórnartíðindum 1952, reglugerð nr. 180, 9 gr. Ég held að þetta sé í eina skiptið sem þessi orðaröð hafi verið höfð, a.m.k. á síðari áratugum." Það var víst þetta um skyldurn- ar og réttindin — eða réttindin og skyldurnar — sem bjallan í heilabúinu var alltaf að kalla á meðan lesnar voru fréttir og út- skýringar og hlustað með hálfu eyra á opið morgunútvarp um leið. Mundu menn leggja þetta að jöfnu á vogarskálarnar þegar til fram- kvæmda og efnda kemur — eða taka bara það sem þeim þykir jákvætt? Gleyma kannski hinu? Hvernig liti þetta þá allt saman út? Svona hugrenningasyndir eiga líklega ekki við nú á stund fagnað- ar. En ætli ekki verði að nota undantekningarregluna úr reglu- gerð númer 180, 9. gr. ef sigur- gangan mikla á að verða, verð- bólgan keyrð niður í eins stafs tölu. Kemur eflaust í ljós á næstu dögum hvort og hvað átt er við ef grannt er hlustað. Bara svo erfiðar þessar bitafréttir nútímans — þegar ein yfirlýsingin kemur í dag og hin ekki fyrr en eftir nokkra daga ér sú fyrri er farin að fölna. Þá er vísast að maður annaðhvort reyni að skilja það sem maður trúir eða reyni að trúa því sem maður skilur. En nú eru hugrenningarnar komnar út af sporinu — um skyldur, réttindi og mætti bæta við ábyrgð. Ef eitthvað er eftir af henni. Ábyrgðvar mjögerfiðsögð endaaðfullu niðurlögð sagði Piet Hein og Helgi Hálf- danarson orðaði á íslensku. Slepp- um því ábyrgðinni, enda kom hún raunar ekki beint fyrir í máli Páls Líndals er hann messaði á ofan- greindum fundi um lagaskyldur náttúruverndarnefnda — lög, skyldur og nefndir. Úr því farið er að rifja þetta upp á öðrum bæjum má varnarræðan fyrir öðrum óvinsæla þættinum fljóta með. Um lögin sagði Páll áður en hann tók þau fyrir og nokkuð er til í því: „Ég held að ekki sé ýkjulaust að hrollur fari um marga þegar minnst er á lög; þeir munu ófáir, sem telja' að lögfræði hljóti að vera firna leiðinleg fræði, og -<>;.s\ ¦» -^^ V A i'vt^W ¦». - ' -=SE.t i\« T —. . «..,. .K Jz'zz^.. ".' >.í«íA -^B Bralhl^'"! -^Afcrf »1mS KíJm»'"''^Sí íífflfe."-V w i'lBW-"J w hrollur fer um ýmsa þegar þeir heyra minnst á fræðingana sjálfa, Iögfræðingana. Það má því ætla að ýmsir séu sammála Plató hin- um gríska, sem hafði á orði um fyrirmyndarríkið, að þar mundu lögfræðingar einungis verða ónauðsynlegt böl. En þrátt fyrir allt er það nú svona, að hið frum- stæða samfélag kemst ekki hjá því að setja sér einhverjar sam- skiptareglur eða leikreglur, — þ.e.a.s. lðg, og það fer ekki hjá því að oft og einatt reyni á túlkun þeirra. Þar með er kominn vísir að þessari voðalegu stétt. Og það skulu menn muna, að fátt var það sem forfeður okkar mátu meira en mikla lagamenn. Hvað segir ekki um Njál heitinn á Bergþórs- hvoli, þegar greint er frá kostum hans: Lögmaður var hann svo mikill að engi fannst hans jafn- ingi." „ Ekki er hugtakið nefnd vin- sælla. Það er nú svo komið að þetta orð er nánast eins og sekur skógarmaður í íslensku samfélagi. Starfshópur skal það heita eða eitthvað þvílikt. Ég man þá tíð að maður heyrði eða las, að • á Alþýðusambandsþingi væri kosin sérstök nefndanefnd. Það var áð- ur en útlegðardómurinn var kveð- inn upp. Ef ekki á að ríkja ein- veldi, sem fæstum þykir fýsilegur kostur, verður ekki hjá því komist að rætt sé manna á milli nokkuð reglulega um framkvæmd ýmissa málefna. Það er vettvangur fyrir ýmsar skoðanir, en niðurstaðan verður sú að álit meirihluta verður ofan á í samræmi við lýðræðis- hefðir. Menn geta kallað þetta starfshóp, en þetta er ekkert annað en nefnd. Og ég held að það sé ekki sök þessa fyrirkomu- lags, að óorð hefur komist á nefndir, heldur vegna þess hvern- ig nefndafyrirkomulagið hefur verið misnotað með ýmsum hætti. Þetta sem ég nefndi lög, skyld- ur og nefnd er því ekki eins voða- legt eins og ætla mætti," sagði Páll og bætti við: „Ég hef ekki rætt hér um fjórða hugtakið í heiti þessa spjalls, náttúruna. Eg ætla að viðstaddir allir hafi vissan áhuga á henni í hinni margbreytí- legu merkingu þess orðs. Nóg um það." Það voru spakleg orð Páls um skýldurnar og réttindin, er hann vakti athygli á því að í lögum og reglugerðum koma réttindin jafn- an á undan, sem gáraði sinnið í þetta sinn. Og fleira sem fólk hefur ímugust á fylgdi svo með f þrenningunni — lög, skyldur og nefndir. Minnir á ummæli annars spaks náttúruunnanda á langri ráðstefnu, Sigurðar Þórarinsson- ar, sem varð að orði: Konferensur, veirur og komplexar, það eru plágur nú- tímans! Meðan mamma og pabbi flatmaga í sólinni tekur pjakkaklúbburinn á Mallorca til starfa. Barnafarar- stjórinn leiðir pjakkana á krabbaveiðar, f dýragajðinn og reistir verða glæsilegustu sandkastalar strandarinnar. Það er margt brallað í pjakkaklúbbnum enda eru hótel- garðarnir á Mallorca hrein paradís fyrir börn sem full- orðna. Hótelaðstaðan á Mallorca er einhver sú besta sem hægt er að hugsa sér á sólarlöndum og kjörin fyrir barnafjölskyldur. Heiðurspjakkaferðirnar eru þrjér og brottfaradagarnir eru 21/6, 8/7 og 9/9. 25 fyrstu fjölskyldurnar, 4ra manna eða stærrí fá frítt fyrir einn pjakk á aldrinum 2—11 ára, í tveim fyrrí ferðunum. í pjakkaferðinni 9. sept. fá 25 fyrstu fjölskyldurnar, 3ja manna eða stærri, frítt fyrir einn pjakk á aldrinum 2—7 ára. Heiðurspjakkurínn getur lækkað fargjaldið fyrir 4ra manna fjölskyldu niður í 20.837.- pr. mann. FERÐASKRIFSTÖFAN POLARIS^ Bankastræti 8 — Slmar: 28622 -15340 x-^l<£"< POLARIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.