Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 54
4 tó MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986 Árdís Jóna Freymóðsson hár- og hársvarðarfræðingur í Bandaríkjunum: \* Fær hár til að vaxa á ný þegar fólk missir það ' Árdis Jóna Freymóðsson — kölluð Jonna — á ætt og uppruna að rekja til Norðurlands. Hún er rúmlega sextug að aldri, fædd og uppalin á Akureyri en býr nú á Redondo Beach við Los Ange- les, og hefur búið þar ytra í rúm 25 ár. Hún hefur mikið umgengist þann fjölda íslendinga sem búið hefur og býr í og við Los Angels í gegnum árin og margir kannast því við hana. Jonna er hárgreiðslumeistari að mennt — og auk þess að vinna við hárgreiðslu starfar nú við það sem ytra er nefnt „trichology" en nefna mætti hár- og hársvarðarfræði á íslensku. Nú er riímt eitt og hálft ár síðan hún útskrifaðist sem viðurkenndur hár- og hársvarðarfræðingur („trichologist") en starfið felst í því að fá hár til að vaxa á nýjan leik þegar fólk missir það eða hár þess minnkar verulega. Undirritaður ræddi við Jonnu í haust m.a. til að forvitnast um hið nýja starf hennar sem telja verður mjög forvitnilegt. Ekki er hægt að merkja á tali Jonnu að hún hafi verið búsett ytra eins lengi og raun ber vitni — ein ástæðan er vitanlega sú hve mikið hún hefur umgengist Islendinga. Þá segist hún halda ís- lenskunni vel við með því að lesa Morgunblaðið sem_ hún fær alltaf sent að heiman. „Ég geri mikið af því að ráða krossgáturnar — en nú síðustu árin er farið að bera á því að ég skil ekki sum orðin í þeim," sagði hún. Foreldrar Ardísar Jónu eru báðir látnir. Þeir voru Steinunn Jónsdóttir og Freymóður Jóhannsson list- málari. „Hann er kannski betur þekktur sem lagahöfundurinn 12. september," sagði Jonna. Foreldrar móður hennar áttu jörðina Ytra- Kálfskinn á Árskógsströndog faðir hennar var einnig frá Árskógs- strönd. „Á Akureyri bjuggum við í Aðal- stræti 10, sem heitir Berlín. Ég á margar skemmtilegar minningar frá vorkvöldunum er við krakkarnir vorum í slagbolta með góða fyrir- liða, svo sem lögregluþjón, póst og heildsala, svo einhverjir séu nefndir. Þeir sáu til þess að við kæmum heim á réttum tfma á kvöldin." Til Reykjavíkur Hvenær fórstu svo til Reykjavik- ur? „Það var árið 1940. Ég fór til pabba, sem þar bjó, og ætlaði að vera hjá honum í eitt ár en dvölin varð lengri. Ég byrjaði í hálfs dags vist þar sem ég gat fengið herbergi og var í námsflokkunum á kvöldin. Um sumarið var ég í sveit í Skál- holti í Biskupstungum og ætlaði síðan norður aftur um haustið. En þá ákvað ég að fara í hárgreiðslu- nám. En það var erfitt að komast að — ég held að pabbi hafi hringt í hverja einustu hárgreiðslustofu sem var í bænum. Á einni þeirri stóðu breytingar fyrir dyrum, á hárgreiðslustofunni Centrum í Þingholtsstræti 1. Ein þriggja eig- enda, Hlíf Þórarinsdóttir, var að kaupa Edína við hliðina á Hótel Borg, önnur, Þrúður, var að opna Vogue og sú þriðja, Dagbjört Pinn- bogadóttir, ætlaði að halda áfram á sama stað og tók mig sem nema. Ég byrjaði er hún opnaði hár- greiðslustofuna Heru 15. október 1941 og var þar þangað til ég fékk sveinsbréfið mitt 11. nóvember 1944." Munnlegt próf í handsnyrtingu „Á þessum árum voru húsnæðis- vandamálin mikil. Þegar ég tók sveinsprófið fannst ekki nógu stórt húsnæði til að allar sem voru að þreyta prófið kæmust fyrir þannig að hver varð að vera á sinni stofu og dómnefndin gekk á milli. I nefndinni voru frú Kristolína Krag, sem var formaður meistarafélags- ins, og sú eina sem við eigum af konunglegum hárgreiðslumeist- urum, Ester Blöndal og Svava Berentsdóttir. Þetta var mikil vinna hjá þeim — þær hringdu á stofurnar og létu vita hvenær við gætum byrjað á verkinu. Síðan unnum við hluta þess og biðum svo þar til þær komu og gátu séð okkur vinna. Þetta var á stríðsárunum og erfitt var með áhöld til handsnyrtingar — þannig að okkur var kennt munn- lega að gefa handsnyrtingu, og við tókum munnlegt próf í því." Eftir sveinsprófið fór Jonna að vinna á hárgreiðslustofunni Lilju í Templarasundi hjá Sígríði Bjarna- dóttur. „Þar var ég í eitt ár. Síðan fór ég á Laugaveg 4, á hárgreiðslu- stofuna Mæju, sem Stella Tryggva- dóttir rak, og var þar í þrjú ár. Eftir það fór ég sem hárgreiðslu- meistari á stofuna Kdína sem Ida Jenson var að kaupa. Ég var þar í eitt ár — en 22. október 1949 setti ég svo upp hárgreiðslustofuna Gígju í félagi við Matthildi Guð- brandsdóttur á Grettisgötu 72 og þar unnum við saman í þrjú ár. En þá opnaði ég Lorilei á Laugavegi 56. Það var 15. október 1953 - nákvæmlega tólf árum eftir að ég hóf námið." Til Chicago að kynna mér nýjungar „Vorið 1957 fór ég til Chicago til að kynna mér nýjungar og var þar í eitt ár. Kom svo heim og var Jonna á heimili sinu á Redondo Beach með Lesbók Morgunblaðsins í hðndunum. Hún segist halda íslenskunni vel við með því að lesa Moggann — en hún fær hann alltaf sendan að heiman. þar í tvö ár, en útþráin hafði alveg náð tökum á mér. Ég fór hingað til Kaliforníu í anríl 1960 og hef búið hér sfðan. Ég fór að vinna hjá The Broadway, sem þá var stærsta verslunin í Del Amo-versl- unarhverfinu. Við vorum 22 á hár- greiðslustofunni þar og mikið var að gera. Það var gott samkomulag á stofunni og við hittumst m.a.s. af og til ennþá, starfsfólkið sem þarna var. Ég fór heim í lok ársins 1962ogseldiLorilei. Eftir sex ára starf hjá Broadway flutti ég mig yfir götuna til Bullocks, þegar sú verslun opnaði. Ég var í sex ár hjá Broadway en sextán og hálft ár hjá Bullocks og líkaði það afar vel." Sú 10. sem útskrifaðist í Kaliforníu Árdís Jóna varð 10. manneskjan í Kaliforníu sem lauk prófi í „tric- hology" og sú 26. í Bandaríkjunum. Fagið er tiltölulega ungt, hefur verið stundað í u.þ.b. 10 ár í Banda- ríkjunum en það er upprunnið frá Bretlandi. Jonna var spurð hvernig hún hefði kynnst þessu nýja fagi. „Eg hafði lengi hugsað um hvað ég gæti gert þegar hárgreiðsludög- unum lyki. Að setjast > helgan stein er fjarri mér því vinnan er mitt líf. Hér eru allir að sérmennta sig í > klippingum og háralitunum og ég1 ákvað að gera eitthvað annað, þöm án þess að hverfa frá hárinu. Hár-'"' og hársvarðarfræðin var kennd í menntaskóla hér uppi í Torrence og mér datt í hug að leita mér upplýsinga um námið. Svo vildi til að ekki reyndist næg þátttaka til að þetta yrði kennt — en kennarinn ákvað engu að síður að taka mig og mann, sem vinnur hjá stóru fyrirtæki í Beveriy Hills, í sértíma því við vorum þau einu af umsækj- endunum sem vorum ákveðin í að vinna í faginu eftir námið. Ég: ! byrjaði í náminu 1979 og kláraði .j 1981. Ég fór þó ekki að vinna við hár- og hársvarðarfræðina fyrr en íapríll984. Ég vinn við þetta á stórri stofu sem heitir Panasch Appeárance Studios, sem er ekki eingöngu hár- greiðslustofa, heldur snyrtistofa — sem hefur upp á allt að bjóða sem tisku tilheyrir; hárgreiðslu, hand- snyrtingu, andlitsböð, nudd og allt mögulegt. Þetta er stórt fyrirtæki með 55 manns í vinnu. Það hefur verið starfrækt hér í Kaliforníu í sex ár. Eigendur þess eru Christine ;i Kunzelmann, sem er af sænskum I ættum, og maður hennar, sem er | hollenskur. Staðurinn er mjög vin- ! sæll." Skemmtilegir pöru- piltar í St. Basil Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Velkomin í St. Basil-drengjaskól- ann. Það er kaþólsk stofnun og þar ríkir strangur agi. Brjóti menn af sér mega þeír vænta hræðilegra refsinga. Ef þú gerir ekki stílinn þinn heima færðu að borða blaðið, sem hann hefði átt að vera skrifaður á. Ef þú ert með tyggjó í kennslu- stund verður þú að setja það á nefið .' á þér og bera það þannig það sem eftir er af skóladeginum, Ef þú reynir að hylma yfir með einhverj- um ertu laminn á hendurnar en ef þú gerir eitthvað verulega ljótt ertu hýddur. Versta syndin af dauða- syndunum sjö er losti og í skólanum er skápur til að læsa óþekktaranga inní. Velkomin í St. Basil-drengja- skólann. Skólinn er sögusvið unglinga- og gamanmyndarinnar Pörupiltar (Catholic Boys), sem sýnd er í A-sal Regnbogans. Myndin gerist árið 1965, hippatímabilið er á næsta leiti og Michael Dunn (Andrew McCarthy) byrjar nám í St. Basil- drengjaskólanum í Brooklyn. Dunn er vænsta skinn og kemst fljótlega að því að hann hefði getað kosið sér skemmtilegri skóla. Rooney (Kevin Dillon) og Caesar (Malcom Danare) verða vinir hans. Rooney er kannski ekki beint heimskur en námið er ekki hans sterkasta hlið. Hann hefur mun meira gaman af því að reyna við stelpurnar í rærliggjandi kaþólsk- um stúlknaskóla. Caesar er gáfna- ljósið í skólanum og er auðvitað strítt í samræmi við það. Saman mynda þessir strákar þrælskemmti- lega þrenningu, sem ögrar hinum stranga bróður Konstans (Jay Patt- Kevin Dillon í hlutverki töffarans erson) en hann er holdgervingur alls þess versta sem skólinn stendur fyrir. Pörupiltar er ein frambærileg- asta unglingamynd, sem hér hefur verið sýnd lengi. Það eru fyrst og fremst strákarnir sem eiga þessa mynd, leikur þeirra er góður, al- vörulaus og prakkaralegur. Sér- staklega er Kevin Dillon eftirminni- légur í hlutverki töffarans. Leikstjóranum Michael Dinner ferst vel úr hendi að vinna með þeim og fá þá til að sýna sitt besta og honum tekst að hverfa áreynslu- laust aftur í miðjan sjöunda áratug- inn skömmu áður en hippatímabilið gleypti í sig gamla tímann með húð og hári. Tónlistin, blendingur af kirkjutónlist og rokki, á ríkan þátt í því að skapa gott andrúmsloft myndarinnar. Donald Sutherland fer með lítið hlutverk í myndinni og gerir það vel. Stjörnugjöf * * '/2 Pennavinir Frá Párís skrifar 24 ára frönsk stúlka með margvísleg áhugamál. Hún skrifar bréf sitt á ensku og vill skrifast á við pilta eða stúlkun Marthe Pain, 7 Rue Decrés, ler c, 75014 Paris, France. Þrítug japönsk kona með áhuga á listum, hestum o.fl.: Ikuko Kamiya, 103-1 Nishiyama, Nakata, Toyota, Aichi, 473 Japan. Frá Argentínu skrifar 26 ára verkfræðinemi. Hefur margvísleg áhugamál og mikinn áhuga á landi voru og þjóð. Skrifar hvort sem er á ensku, spænsku eða ítölsku: Ricardo V. Giaccio, Sourigues 1690, 1684ElPalomar, Buenos Aires, Argentina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.