Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 57 A ÐALi Hver hrekkti Rikshaw? Fingralangir hrekkjalómar gerðu hljómsveitinni Rikshaw og hljóðmanni þeirra illan grikk á dögun- um þegar þeir félagar léku í Tónabæ. Eins og venja er fyrir böll eða hljómleika var mætt á staðinn um daginn og hinum ýmsu snúr- um stungið í samband, hljóðnemum og hátölurum komið haganlega fyrir og allt þar fram eftir götun- um. Hljómburðurinn í salnum var prófaður og< síðan fór hver hljómsveitarmanna til síns heima svo og hljóðmaðurinn. Um kvöldið þegar meðlimir Rikshaw og Bjarni Friðriksson hljóðmaður mæta til leiks er búið að taka nær allt úr sambandi sem hægt var að taka úr sambandi. Allar hátalarasnúrur, rafmagnsnúr- ur og búið að breyta stillingum á hinum ýmsu rafmagnstækjum sem fylgja hljómflutningskerf- um sem þessu. En þar sem þetta eru vanir menn, var málunum bjargað á tiltölulega skömmum tíma. Ekki náðist í skottið á þeim seku en ekki er ólíklegt að þeim hafi verið skemmt. --------mh Kristján Pálsson heitir ungur wHA maður sem nýbyrjaður er á föstu iHl og sézt kannski sjaldnar en áður en vonandi kemur það ekki að HyjK sök því þetta er áreiðanlega bezta skinn. Hann stundar nám við Verzlunarskóla íslands og er áreiðanlega í sérstöku uppáhaldi kennara, svo ekki sé minnst á skólastjórann. Þessi myndarpiltur brázt Ijúflega við bón Popparans og tók saman lista yfir uppá- haldslög og uppáhaldsplötur á milli þess sem hann fylgist grannt með því sem fór fram við kennslutöfluna. Dire Straits eru í miklum metum hjá „Stjána streit" eins og hann er stundum kallaður. Kristján Pálsson Uppáhaldslög 1. TunnelofLove ........... DireStraits 2. School .................. Supertramp 3. Sultansof Swing ........ DireStraits 4. In the Cage (Live) ......... Genesis 5. NewYearsDay ..................... U2 6. Old and Wise ... Alan Parsons Project 7. Bad (Live) ...................... U2 8. Jungleland ........ Bruce Springsten 9. Childhood's End .......... Marillion 10. PaintitBlack ......... Rolling Stones Uppáhaldsplötur 1. Making Movies ........ Dire Straits 2. Three Side Live ........ Genesis 3. Crimeof the Century . Supertramp 4. Misplaced Childhood . Marillion 5. Dire Straits ......... Dire Straits 6. TheWall ............... Pink Floyd 7. Borntorun ...... Bruce Springsteen 8. Avalon ............... RoxyMusic 9. Principle of Moments . Robert Plant 10. Steve McQueen ...... Prefab Sprout við vitna í franskan súrrealista frá árinu 1924: „Þið fílið bara það sem þið hafið heyrt 100 sinnum áður, fíflin ykkar." Talaði hann íslensku? „Nei, frönsku auðvitað en þetta þýðir það sama." Hvað senduð þið mörg lög í Eurovision-keppnina? „Ekki eitt einasta og hvað með það?“ Hvað með það? Það er ekkert með það, svaraði Popparinn og spurði svo: Hvað með aðrar íslenskar sveitir? „Það eru fáar original sveit- ir til staðar eins og er. Stað- reyndin er sú að ef hljómsveit er vinsæl, þá er hún leiðin- leg." Lifið þið á tónlist? „Nei. Poppbransinn hér er hundleiðinlegur og við erum ekki í tónlist tii að græða peninga heldur vinnum ann- ars staðar." Ætlið þið að gera mynd- band í Poppkorn? „Má vera, en það skal skýrt tekið fram að dansandi negr- ar fá ekki að vera með, og ekki léttklæddar stelpur og að taka myndbandið upp í yfirgefnu verksmiðjuhúsnæði þar sem blá þoka flaskar um kemur ekki til greina." Og ...? „Við tökum aldrei áhættu því við þekkjum okkar tak- mörk og svo framvegis . . .“ CultureClub | í slaginn á ný BOY George og Culture Club senda frá sér smáskifu á morgun í Bretlandi og er aðallagiö Move Away. Það er tekið af breið- skífu þessa flokks sem flestir héldu að væri alveg búinn að vera. Breiöskífan kemur út í apríl og er nafnlaus enn sem stendur. Sá sem stjórnar upptökum er enginn annar en hinn frægi Arif Mardin sem er hvað frægastur fyrir sykraðar strengjaútsetningar og er búinn að vera mörg ár í eldlínunni. I „ Ifið tökum aldrei áhættu“ SH-draumur orðinn að veru- leika? Hljómsveitin SH-draumur hefur eftir rúmlega þriggja ára starf sent frá sér tíu þuml- unga hljómplötu sem heitir því skemmtilega nafni Bens- ínskrímslið. Inniheldur hún 4 lög og er tekin upp í Mjöt. Popparinn hafði samband við þá félaga og bréfleiðis varð eftirfarandi að veruleika: Hverjir skipa SH-draum? „Gunnar Hjálmarsson, Steingrímur Birgisson og Haukur Valdimarsson," er svarið og skrifast á þá alla. Það skal upplýst hér og nú að Gunnar syngur og leikur á bassa, Steingrímur spilar á gítar og Haukur er eigandi trommusetts. Hvaðan koma meðlimir hljómsveitarinnar? „Úr Kópavoginum en eiga þó ekkert skylt við Ríó tríó." Og hvernig skilgreinið þið tónlistina á Bensínskrímsl- inu? „Hún er áköf og hrokafull í senn. Laglínurnar eru leiddar af bassa og trommum en gít- arinn flýtur í kring. Rödd Gunnars er fölsk og skræk og það er í góðu lagi." I hvaða lagi? (HAHAHAHA- HA). Hér hló enginn. Textarnir eru væntanlega vel til þess fallnir að syngja á þorrabiótum? „Nei ætli það. Þeir eru frekar bókmenntalegs eðlis. Og ef viö megum bæta aðeins við svarið varðandi tónlistina þá má það koma fram að hún er afurð einangrunar og leiða." Hafið þið prófað að koma fram í félagsmiðstöðvum eins og Herbert Guðmunds- son, Cosa Nostra og fleiri tónlistarmenn? „Að sjálfsögðu verður maður að prófa allt. Við lékum nýlega í einni þessara mið- stöðva og var tekið fádæma illa. Krakkarnir gátu ekki þol- að okkur af því að við spiluð- um ekki það sem heyrist mest á rás 2. Annars viljum Þ k Gaukurá Stönp: 'riðja Lennon- völdið í kvöld — og það síðasta á þriðjudagskvöld Plötu- fyrirtæki Wellers á hausinn Ákveðið hefur verið að hafa tvö Lennon-kvöld í viðbót og er það fyrra í kvöld, sunnudagskvöld, en það síðara á þriðjudagskvöld. Bítlavinafélagið er skipað þeim Rafni Jónssyni sem lemur trommur þessa dagana ekki ósvipað Ringo nokkrum Starr, Haraldi Þorsteins- syni bassaleikara, Stefáni Hjör- leifssyni gítarleikara og Jóni nokkr- um sem boxar svartar og hvítar nótur þegar hann hefur ekki of mikið að gera í söngnum. Aðgang- ur á þessi tvö síðustu Lennon- kvölderókeypis. John Lennon á greinilega ansi marga fylgismenn hér á landi því troðfullt hús var bæði sl. sunnu- dags- og mánudagskvöld þegar nýstofnuð hljómsveit, Bítlavinafé- lagið, lék 30 lög eftir þennan snill- ing. Aðsókn á Gauk á Stöng hefur ekki verið jafn mikil síöan staðurinn var opnaður og þurftu þá margir frá að hverfa. Sumir létu reyndar sjá sig bæði kvöldin, sungu með og létu öllum illum látum og var sérstaklega gaman að sjá gömlu hippana með friðarmerkið í barminum á ný. Þar sem Paul Weller hefur ekkert mátt vera að því að helga sig plötufyrirtæki sínu Respond er það farið á haus- inn. Fyrirtækið hefur starfað í fjögur ár en ansi lítið hefur það verið með í gangi síðustu mán- uðina og nú er ævintýrið úti. Á síðasta ári kom engin breið- skífa út á vegum fyrirtækisins, aðeins þrjár litlar plötur sem gengu allar illa. Vita kannski ekki allir hver Paul Weller er? Hann er aðalhetja Style Council og var sporgöngumaður í Jam ígamla daga. Svona líta meðlimir SH-draums út. Alveg sattl!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.