Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 36
MORG- UNBLAÐIÐ,SUNNUDAGUR2.MARS1986 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Franskar vöfflur Franskar vöfflur hafa alltaf verið í miklum metum á mínu heimili. Börnin mín vissu ekkert betra, þegar þau voru lítil. Ég kynntist frönskum vöfflum í æsku, en móðir mín fékk uppskrift hjá danskri konu og bakaði þær oft. Frðnsku vöfflurnar voru „ekta sparikök- ur", enda svolítið maus við að baka þær. Móðir mín bakaði frönsku vöfflurnar sínar í bakaraofni, flatti deigið út og sló létt á það með buffhamri þannig að munstur myndaðist. Hún hafði alltaf sítrónukrem inn í vöfflurnar og þannig finnst mér þær bestar. En margs konar krem má nota. Kökurnar geymast lengi í lokuðum kassa á köldum stað og hægt er að geyma kremið lengi í kæliskáp og setja inn í vöfflurnar rétt áður en þær eru bornar fram. í franskri matreiðslubók er vöfflunum lýst þannig: „Franskar vöfflur eru búnar til úr léttu hnoðuðu gerdeigi. Deigið er mótað í kúlur sem settar eru milli tveggja platna á vöfflujárni. Plötur þessar eru úr þungu steyptu járni og eru skreyttar upphleyptu munstri. Plöturnar eru festar á endann á tveimur löngum skðftum og þeim þrýst fast saman, þegar kökurnar eru bakaðar." Fyrr á öldum settu bakarar í Frakklandi og ná- grannalöndum sölupalla fyrir utan kirkjudyr á hátíðum og tyllidögum og seldu kirkjugest- um heitar vöfflur um leið og þeir komu úr kirkju. I þessari sömu bók segir að getið hafi verið um franskar vöfflur í Ijóðum frá 12. öld. Hér eru nokkrar uppskriftir af f rönskum vöfflum, sumar eru ætlaðar til að baka í bakaraofni eins og yfirleitt tíðkast nú en aðrar í vöf flujárni eins og gert var í Frakklandi fyrr á öldum. Franskar vöfflur með sítrónukremi 25 stk. (50 stakar) 100 g smjör 150gsmjörlíki 250ghveiti 'Adl kalt vatn 2 eggjahvítur 2—3 msk. sykur 1. Setjið smjör, smjörlíki, hveiti og vatn í skál. Hnoðið saman. Setjið f kæliskáp í 1-2 klst 2. Fletgið deigið þunnt út, skerið síðan með glasi 50 kökur úr deig- inu. Kökurnar eru um 7 sm í þvermál, líkar stórum gyðinga- kökum. 3. Sláið laust á kökurnar með buffhamri. Best er að hann sé úr tré. 4. Sláið eggjahvíturnar sundur með gaffli. Penslið kökurnar að ofan með þykku lagi af eggja- hvítu. Stráið síðan sykri yfir. 5. Hitið bakarofninn í 200°C. 6. Raðið kökunum þétt á bök- unarplötu, setjið í miðjan ofninn og bakið í 5—7 mínútur. Krem: 2 eggjarauður V2 dl sykur rifinn börkur af V2 sítrónu safi úr V2 sftrónu 150gsmjör 7. Hrærið eggjarauðurnar með sykrinum, bætið sítrónuberkinum og safanum út í. Notið eldfasta skál. 8. Hitið vatn, setjið skálina ofan í vatnið og hrærið stöðugt í þar til þykknar. ílafið stöðugt straum á hellunni. Kælið. 9. Hrærið kalda eggjahræruna út f mjúkt smjörið. 10. Leggið kökurnar saman með kreminu. Athugið: Hægt er að kaupa „lemon curd" og setja saman við smjör í stað sítrónumauksins. Franskar vöfflur með súkkulaðikremi 20 stk. (40 stakar) 200ghveiti lOOgsmjörlíki 85gsmjör 3msk. kaltvatn V2 tsk. edik 2 eggjahvítur 2—3 msk. sykur 1. Setjið hveiti, smjörlíki, smjör, edik og vatn í skál. Hnoðið saman. Setjið f kæliskáp í 1—2 klst. 2. Fletjið deigið þunnt út, skerið síðan með glasi 40 kökur úr deiginu, fletjið síðan hverja köku örlítið langsum með kökukefli þannig að hún verði aflöng. 3. Sláið laust á kökurnar með buffhamri. Best er að hann sé úr tré. 4. Sláið eggjahvíturnar sundur með gaffli, penslið kökurnar með þykku lagi af eggjahvítu. Stráið síðan sykri yfir. 5. Hitið bakarofninn í 200°C. 6. Raðið kökunum þétt á bökunarplötu, setjið síðan í miðjan ofninn og bakið í 5—7 mínútur. Krem: 150gsmjör 3 tsk. kakó 1 tsk. duftkaffi 2 eggjarauður 1 dl ftórsykur 7. Hrærið saman lint smjör, kakó, flórsykur, kaffiduft og eggjarauður. 8. Leggið kökurnar saman með kreminu. Franskar vöfflur með geri 20 stk. (40 stakar) 500ghveiti V2 bolli sykur V2 tsk. salt 1 msk. þurrger V2 tsk. kanill 150 g mjúkt smjörlíki 4egg lV2dlvolgtvatn,350C) 1 peli rjómi sulta 1. Setjið hveiti, sykur, salt, þurrger og kanil í skál. 2. Setjið mjúkt smjörlíki, eggin og volgt vatnið saman við. Hnoðið saman í hrærivél eða með sleif. 3. Leggið stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér á eldhúsborðinu f 40 mínútur. Hafið ekki hita á þvf, þar sem svo mikil fita er í deiginu. 4. Hnoðið deigið upp með örlitlu hveiti. Mótið aflangar rúllur, 3 sm í þvermál, 10 sm á lengd. Leggið rúllurnar á hveitistráð fat eða bretti. Látið lyfta sér f 10—15 mínút- ur. 6. Hitið vöfflujárnið, setjið 2 rúllur í járnið, þrýstið vel saman og látið bakast í 3—5 mínútur. Ef þið eruð með kringlótt vöfflujárn, er best að leggja rúllurnar í sveig báðum megin. 6. Takið vöfflurnar úr járninu, leggið þungt bretti ofan á þær og látið kólna. 7. Þeytið rjómann. Leggið vöfflurnar saman tvær og tvær með sultu og rjóma. Franskar vöfflur með geri 20 stk. (40 stakar) 500ghveiti 1 tsk. salt 2 msk. sykur 1 msk. þurrger 125 g mjúkt smjörlíki 4egg lV2dlvolgmjólk(35°C) 2 bananar 100 g suðusúkkulaði (1 pk.) 1 peli rjómi 1. Setjið hveiti, salt, sykur, þurrger, smjörlfki í bitum, eggin og volga mjólkina í skál. Hrærið vel saman. Geymið í kæliskáp ' 12 klst. Leggið plast yfír deigið. 2. Takið úr skápnum, hrærið í deiginu, hnoðið síðan saman með örlitlu hveiti. 3. Mótið aflangar rúllur, 3 sm í þvermál, 10 sm á lengd. Leggið rúllurnar á hveitistráð fat eða bretti. Látið lyfta sér f 20 mínútur. 4. Hitið vöfflujárnið, setjið 2 rúllur í járnið, þrýstið vel saman og látið bakast í 3—5 mínútur. Ef þið eruð með kringlótt vöfflujárn, er best að leggja rúllurnar í sveig báðum megin. 6. Takið vöfflurnar úr járninu. Leggið þungt bretti ofan á þær og látið kólna. 7. Saxið súkkulaðið smátt, merjið bananana lauslega. 8. Þeytið rjómann, setjið banana og súkkulaðið varlega saman við. Notið tvo gaffla. 9. Leggið vöfflurnar saman með bananarjómanum. -fl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.