Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 27
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 27 I í myndsköpun tjáir barn andlega líðan sina Landslög segja svo um að börn á sjúskrahúsum eigi rétt á kennslu bæði í mynd og handmennt og bók- legum fögum. Tveir kennarar skipta með sér einni kenn arastöðu á Barnadeild Landakots. María Ingimarsdóttir sér um bóklegu hlið- ina en Sigríður Björnsdóttir um myndmennt og listmeðferð. í sam- tali við blaðamann sagði Sigríður að kalla mætti starf hennar mynd- menntarmeðferð sem hefði það hlutverk fyrst og fremst að stuðla að örvandi og eðlilegu lífi fyrir börn á skóla aldri meðan þau dvelja á sjúkrahúsinu, hjálpa þeim að losna við spennu og t^á tilfinningar sínar og ímyndanir. „Eigin myndsköpun hjálpar börnunum að tala um til- finningar sínar, áhyggjur og við- horf. Tilfinningaheimur barnsins er of víðáttumikill og flókinn til að hægt sé að tjá hann f orðum. í myndsköpun sinni, undir hand- leiðslu kennarans, miðlar barnið sinum innri og ytri lffsskilningi og tjáir andlega líðan sína. Barnið fær útrás fyrir bældar tilfinningar, hræðslu og hugarkvöl þegar það málar eða mótar út frá eigin brjósti og það getur fremur slakað á. Sú viðurkenning og sá stuðningur sem barnið fær frá kennaranum styrkir sjálsmynd barnsins og byggir upp sjálfsöryggi þess. Unnið með tilf inningar og hugarheim barnsins Mæður sitja oft tfmana með börnum sfnum og taka þátt f að mála og vinna f leir. Þær virðast gleðjast yfir þeim jákvæðu áhrifum sem myndlistin hefur á börn þeirra og margar hafa sagt mér að þær finni ánægju og hvíld í að vera með og finnist gagnlegt að kynnast af eigin raun hvað myndsköpun hefur mikið uppeldislegt gildi fyrir börn. Kennarinn í myndmennt vinnur með tilfinningar og hugarheim barnsins." sagði Sigríður að lokum. „ Þetta er viðkvæmt starf og sam- kvæmt minni reynslu er árangurinn undir því kominn að gott samstarf sé við hitt starfsfólkið. Myndmenn- takennarinn þarf bakstuðning og hann hef ég fengið á Barnadeildinni á Landakoti. Texti: Guðrún Guð- laugsdóttir. Bridsdeild Barðstrendinga- félagsins Mánudaginn 24. febrúar lauk aðalsveitakeppni félagsins. Sveit Þórarins Árnasonar sigraði. Auk hans spiluðu Ragnar Björnsson, Sigurbjörn Armannsson og Helgi Einarsson. Staða efstu sveita að lokinni keppni: Þórarinn Árnason 247 Sigurður ísaksson 245 Gunnlaugur Þorsteinsson 242 Viðar Guðmundsson 235 GuðmundurJóhannsson 214 Guðjón Bragason 212 Ágústa Jónsdóttir 186 Arnór Ólafsson 174 Mánudaginn 3. mars hefst Barometerkeppni félagsins og er þegar fullbókað. Spilað er í Síðu- múla 25 og hefst keppni stundvís- lega kl. 19.30. Keppnisstjóri verð- ur Hermann Lárusson. Hreyfill — Bæjarleiðir Hafinn er 26 para barómeter- keppni og eru spiluð 5 spil milli para. Staðan: Anton — Bernharð 70 Cyrus — Svavar 66 Ágúst — Þórhallur 61 Erna — Sveinn 54 Jón - Vilhjálmur 51 Sveinn - Olafur 39 Meðalárangur 0 Næstu umferðir verða spilaðar á mánudaginn kemur kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu. Landhelgisgæslan: Skátar frá Sól- heimum í Gríms- nesi í heimsókn HÓPUR skáta sem tilheyrir skátaflokki á Sólheimum í Grímsnesi heimsótti varð- skipið Tý fyrir skömmu. Varðskipið var allt skoðað hátt og lágt og veitingar sfðan bornar fram í matsal yfirmanna. Helgi Hallvarðsson skipherra heilsaði upp á ferðalangana frá Sólheimum. Að sögn Jóns Magnússonar var þetta góður og kurteis hópur sem fór ánægður f land. ffllflf^ Nú hefst nýr kafli í sögu tékkareikninga! Spennandi fyrír þá sem vilja ávaxta veltufé sitt betur. Það urðu kaflaskil í bankaþjónustu árið 1984 þegar Verzlunarbankinn, fyrstur banka, kom með óbundinn sérkjarareikning á markað- inn: KASKÓ-REIKNINGINN. Um það geta þúsundir ánægðra Kaskóreikningseigenda borið vitni. Enn ryður Verzlunarbankinn brautina og nú með því að kynna nýjan kafla í sögu tékkareikninga. Hann er ætlaður þeim sem vilja ávaxta veltufé sitt betur. Sérstaða hans felst í því að nú geta eigendur tékkareikninga samið við bankann um að hafa ákveðna lágmarksinnstæðu á reikningi sínum mánuð í senn. Af þeirri innstæðu greiðir bankinn síðan almenna sparisjóðsvexti auk uppbótar. Aðrar staðreyndir um tékkareikninginn. 1. Þú getur breytt lágmarksupphæðinni til hækkunar eða lækkunar fyrir 21. dag hvers mánaðar. v 2. Af innstæðu umfram umsamið lágmark reiknast vextir eins og af almennum tékkareikningi. 3. Ef innstæða fer niður fyrir lágmarkið reiknast almennir tékkareikningsvextir af allri innstæðunni þann mánuð. 4. Vextir bætast við vaxtastöðu í lok hvers mánaðar og við höfuðstól reikningsins í árslok. 5. Mánaðarlega færðu yfirlit frá Verzlunar- bankanum sem sýnir uppsafnaða vexti þína. Nú þarftu ekki lengur að standa í millifærslum. Þessi reikningur er einnig tilvalin leið til þess að prófa sig áfram í sparnaði. 1956*1986 Komdu við í næstu afgreiðslu Verzlunarbankans og náðu þér í upplýsingabækling eða hringdu og fáðu hann sendan heim. WRZIUNRRBRNKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.