Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 44
44
38ei 8HAM .2 ÍFIDAÍWHHTJ8 .GIOAjaVIUOflOM
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 2. MARS1986
I
1
9
I
Skiptar skoðanir um lög-
verndun á starf sheiti grunn
og framhaldsskólakennara
EINS og greint hef ur verið f rá í blaðinu hef ur menntamálaráðherra,
Sverrir Hermannsson, lagt fram á Alþingi frumvarp um lögverndun
starfsheita grunnskólakennara og framhaldskólakennara. I reglu-
gerð með frumvarpinu segir m.a. að tilgangur þess sé að stuðla að
aukinni viðurkenningu á menntun og starfi kennara. Jafnframt sé
girt fyrir að aðrir en þeir sem hafa viðhlítandi menntun geti notað
þessi starfsheiti. Til þess að gefa lesendum kost á að kynnast málinu
frá mismunandi sjónarhólum var haft samband við nokkra aðila sem
eiga hagsmuna að gæta.
Kominntímitil
að afnema lög-
verndun starf sheita
Þorvarður Elfasson skólastjóri
Verslunarskóla Islands sagðist telja
alla lögverndun atvinnuheita af
hinu illa. Þar væri verið að tryggja
ákveðnum hópi einokunaraðstöðu
sem væri síst til bóta fyrir þjóðina.
Tími væri til kominn að afnema þau
forréttindi. „Eg sé ekkert vit í því
að mennta ákveðinn hóp til starfa
og gefa honum siðan lögvernduð
réttindi til þess að vinna sín störf.
Þar er í raun verið að vernda rétt
þess sterka á kostnað þess veika."
Þorvarður sagðist vega og meta
umsækjendur um kennarastöður út
frá meðmælum, reynslu og mennt-
un þeirra. Þegar umsækjendur
væru jafn hæfir að öðru leyti gæti
kennslu- og uppeldisfræðipróf ráðið
úrslitum. „Það eru margir kennarar
í Verslunarskóla Islands sem hafa
ekki þetta próf," sagði Þorvarður,
„þeir munu vonandi kenna þar
áfram." Hann taldi að það væri
ekki bara menntun sem réði þvi
hvort menn væru hæfir til að kenna,
þar kæmi einnig til skapgerð og
ýmis persónueinkenni. „Menn eru
einfaldlega mjög misjafnlega fallnir
til þess að kenna, því starfi fylgir
ákaflega mikið álag." Sagðist Þor-
varður óttast það að ( anda laganna
gæti alls ófhæfur maður með kenn-
araréttindi krafist þess að verða
tekinn framyfir aðra sem ekki hefðu
þau. „Þetta er röng þróun, það er
betra fyrir þjóðfélagið í heild að það
verði snúið frá þessari lögverndun-
arstefnu, reynt að hefta hana í stað
' þess að auka hana. Eg hef aldrei
dregið dul á það að ég tel það einn
helsta hemil á hagvöxt hér á íslandi
að iðnaðarmannastéttirnar skuli
hafa þá lögverndun sem þær hafa.
Það mætti einnig draga úr lög-
verndun margra háskólamenntaðra
stétta, þar á meðal lækna, lög-
fræðinga og endurskoðenda. Eg er
þar með ekki að mæla gegn eftirliti
með gæðum þessarar vinnu. Það
mætti bara gera með allt öðrum
hætti. Lögverndun er auðvitað
ekkert annað en tæki til að hækka
laun stéttarinnar. Eg er fylgjandi
því að kennarar fái mikla kjarabót,
en þetta er ekki rétta leiðin".
Ráðuneytið og kenn-
arasamtökin vilja
stuðla að fagmennsku
Sólrún Jensdóttir skrifstofu-
stjóri í menntamálaráðuneytinu var
formaður þeirrar nefndar sem
samdi frumvarpið. Hún sagði að
það hefði án efa tafið fyrir fram-
gangi málsins, hversu erfitt ástand-
ið væri orðið í mörgum skólum úti
á landi. Þótt 80% kennslustarfa í
grunnskóla væru mönnuð kennur-
um með réttindi væri í sumum
' fræðsluumdæmum aðeins helming-
ur kennara með næga menntun.
Sólrún sagði að það hefði verið um
það rætt meðal kennara að loka
algjörlega á réttindalausa kennara
strax. „Það er náttúrulega óraun-
hæft og í frumvarpinu er ákvæði
sem leyfir undanþágu frá reglunum
þegar kennarar með réttindi fást
' ekki til starfa." Sólrún sagðist
miklar vonir við frumvarpið, það
væri skref í rétta átt til að tryggja
góða kennara. Bæði kennarasam-
tökin og ráðuneytið vildu stuðla að
fagmennsku. „Það er ekki alls ekki
nóg að læra ákveðna námsgrein,
maður er ekki um leið búinn að
læra að miðla öðrum af henni. Eg
held einnig að það margir séu
sammála nefndinni um það, að
tengja beri kennslufræðinámið bet-
ur þeim greinum sem menn hyggj-
ast kenna." Sólrún sagði einnig að
hertar reglur myndu fæla réttinda-
lausa kennara frá því að að ílendast
í starfí. Það myndi einfaldlega ekki
borga sig, þar sem slíkum kennur-
um yrði vikið úr starfi þegar maður
með réttindi gæfí kost á sér. „Ég
vona einnig að þetta muni gera
sveitarfélögin meira meðvituð, þau
geri meira til þess að fá kennara.
Það hefur tíðkast að sveitarfélög
taki þátt í því að borga kennurum.
Þó ég sé alls ekki að mæla með
því þá er það samt staðreynd að
sveitarfélögin geta gert heilmargt
til að halda í folk með því að útvega
því húsnæði til dæmis."
Uppeldis og- kennslu-
fræðin nám í
óljósum og grautar-
legum kenningum
„Menn hafa oft reynt að sýna
fram á ákveðið samband milli rétt-
indalausra kennara og lélegs náms-
árangurs nemenda," sagði Guð-
mundur Heiðar Frimannsson
menntaskólakennari á Akureyri.
„Eg hef samt hingað til ekki séð
neinar tölur um þetta sem mark
var takandi á." Guðmundur sagðist
ekki hafa mikið álit á kennslu- og
uppeidisfræðináminu. Skynsam-
legra væri að taka menn í nokkurra
vikna námskeið þar sem kennt
væri t.d. að skrifa á töflu og útbúa
glærur: „En að senda rnenn í árs
háskólanám þar sem farið er í ein-
hverjar mjög óljósar og grautarleg-
ar kenningar og aldrei fjallað um
raunverulega hluti, held ég að sé
af og frá." Guðmundur taldi að
kennsla væri fag sem hægt væri
að kenna. Því væri sjálfsagt að
bjóða uppá e.k. kennslufræðinám,
þó með aílt öðru sniði en í dag. „Eg
held að þessi mikla og öra skipting
í stéttinni sé meira vandamál heldur
en fjöldi réttindalausra kennara.
Það sem skólana vantar er ákveðin
festa, þá verður um betri stofnun
að ræða, sem skiptir meira máli
heldur en það hvort fagleg þekking
kennara er alveg upp á tíu." Hann
benti eínnig á það að ríkið hefði
fræðsluskyldu gagnvart nemend-
urn. Þess vegna hefði reynst nauð-
synlegt að setja undanþáguákvæði
inn í frumvarpið. Það yrði áfram
kappsmál að laða hæft fólk að
kennarastarfinu og jafnvel stór-
felldar launahækkanir gætu ekki
leyst það mál að öllu leyti. „Jafnvel
þótt kennaralaun yrðu 100.000
krónur er ekki þar með sagt að við
gætum fyllt alla skóla af hæfum
kennurum. Það er miklu flóknara
vandamál. Ég held að mestu skipti
að bæta starfsaðstöðuna í skólun-
um, gefa þeim meira fjárhagslegt
sjálfstæði og gera kennara að meiri
ittakendum í rekstrinum," sagði
Þorvarður Eliasson: Það er betra
fyrir þjóðfélagið í heild að það verði
snúið frá þessari lögverndunar-
stefnu."
!d,. %
Heimir Pálsson: „Kennslan er eins
og hvert annað starf. Það eru til
dæmis allir sammála um að meiri
líkur séu á því að maður verði góður
læknir ef hann hefur lært læknis-
fræði."
Guðni Guðmundsson: „Mér finnst
það vera algjör frágangssök að
maður skuli þurfa að leita til ein-
hverrar nefndar ef maður ætlar að
ráða stundakennara sem er ekki
með uppeldis- og kennslufræði-
próf."
Jenna Jcnsdóttir: „Gott brjóstvit
og næm innsýn eru mikilvægustu
þættirnir í fari hvers kennara."
Sólrún Jensdóttir: „Það eru marg-
ir sammála nefndinni um að tengja
beri kennslufræðinámið betur þeim
greinum sem menn hyggjast
kenna."
Guðmundur. „Það sem mestu skipt-
ir fyrir nemendur er lifandi áhugi
kennara á námsefninu. Það skiptir
meira máli en hvort hann hefur
próf."
Vona innilega að f rum-
varpið verði að lögum
„Ég tek algjörlega undir frum-
varpið, nákvæmlega í því formi sem
það er. Hér er dæmi um frumvarp
sem hefur hefur verið unnið mjög
vandlega. Það ber auðvitað keim
af ákveðnu samkomúlagi, það er
j?WÍ?. að Lgefa ákveðinn afsl^tt frá
ýmsu því sem við hefðum viljað sjá,"
sagði Heunir Pálsson formaður
Bandalags kennarafélaga. „Við telj-
um að það sé afskaplega mikilvægt
að starfsheitin grunn- og fram-
haldsskólakennari verði lögfest og
ákveðið hverjir megi bera þau. Ég
vil hinsvegar taka það fram að hér
er ekki átt við orðið „kennari", eins
og margir andstæðingar frum-
varpsins virðast halda." Heimir
sagði að kennarastarfið krefðist
sérþekkingar og sérmenntunar.
Menn þyrftu að geta áttað sig á
stöðu nemenda sinna og bakgrunni.
Það yrði ekki bara gripið úr lau.su
lofti. „Ég vona innilega að frum-
varpið verði að lögum og að því
verði síðan fylgt eftir. Þá getum
við vonandi horft framan í nemend-
ur. Þurfum ekki að viðurkenna að
í sumum fræðsluumdæmum eru
50% grunnskólakennara réttinda-
lausir. Eða að 40% framhaldsskóla-
kennara hafa ekki réttindi. Eg held
að allir foreldrar barna geti verið
sammála um það að þessar neyðar-
lausnir verða að taka enda." Varð-
andi gagnrýni sem fram hefur
komið á kennslu- og uppeldisfræði-
námið í háskólanum nú sagði Heim-
ir: „Auðvitað er afskaplega auðvelt
að gagnrýna þeta nám. Það hafa
kennarasamtökin og gert. En með
því erum við ekki að segja að það
sé ekki þörf á þessu námi, heldur
einfaldlega að það þurfi að vera
betra. Við teljum að því meira og
betra nám sem menn hafa í
kennslufræðum, því betur séu menn
fallnir til að kenna. Kennslan er
eins og hvert annað jjJajjUJjað^jju^
Guðmundur Heiðar Frimanns-
son: „Held að mestu skipti að bæta
starfsaðstöðuna í skólunum, gefa
þeim meira fjárhagslegt sjálfstæði
og gera kennara að meiri þátttak-
endum."
til dæmis allir sammála um að
meiri líkur séu á því að maður verði
góður lækriir ef hann hefur lært
læknisfræði. Auðvitað eru mjög
deildar skoðanir um margar greinar
í háskólanum. Það gildir um allt
haskólanám og kemur til með að
gilda. Mér sýnist reyndar að þeir
sem gagnrýna námið harðast hafi
aldrei kynnst því af eigin raun."
Verður nærri óbæri-
legt að starfa
samkvæmt lögunum
„Það er til amerísk skilgreining
á úlfalda. Hún er: Hestur skapaður
af nefnd," sagði Guðni Guðmunds-
son rektor MR. „Þetta er virðist
vera tilhneigingin f dag, að skjóta
öllum sköpuðum hlutum til nefnda
og færa öll völd inn í ráðuneytin.
Mér fínnst það vera algjör frá-
gangssök að maður skuli þurfa að
leita til einhverrar nefndar ef maður
ætlar að ráða stundakennara, sem
er ekki með uppeldis- og kennslu-
fræðipróf. Slfkt gerir kerfíð svo
þungt í vöfum að það er nær óþol-
andi." Guðni sagði að sennilega
mætti spara stórfé í skólakerfinu
með því að leysa skólameistara frá
störfum. „Mér fínnst að skólastjórar
eigi að vera f friði með sína skóla.
Þeir eiga að vera ábyrgir og ef
þeir eru það ekki, þá sinna þeir
bara sínum störfum ekki nógu vel.
Uppeldis- og kennslufræði getur
ekki gert nokkurn mann að góðum
kennara. Hún megnar í mesta lagi
ekki að eyðileggja mann sem var
góður kennari fyrir. Þetta eru mjög
sveimandi og ónákvæm vísindi.
Auðvitað er ótækt að framhalds-
skólakennari skuli þurfa 60 eininga
nám í sínu fagi og 30 einingar í
„auka". Ef maður er að ráða kenn-
ara þá leitar maður auðvitað eftir
því að þeir hafí góða þekkingu í sínu
fagi og að maður þekki þá að góðu."
Guðni sagði það sína skoðun að nær
óbærilegt yrði að vinna eftir lögun-
um. „Þetta þýðir það að sumarið
getur farið í að Ieita að kennurum,
í stað þess að maður afkastaði þessu
áður á tveimur af þessum mánuð-
um." Hann sagði að auðvitað tengd-
ist frumvarpið kjarabaráttu kenn-
ara og þeim sviptingum sem orðið
hafa m.a. með stofnun Bandalags
kennarafélaga. „Ég held því alltaf
fram að kennarar eigi ekki að vera
í neinu félagi. Þeir eiga bara að
vera í Bandalagi íslenskra lista-
manna. Kennari þarf til dæmis að
vera tætings góður leikari — annars
er ekkert vit í honum."
Lögin eru nauðsyn-
legur grunnur
uppbyggingar skóla-
starfs í landinu
„Hér er um að ræða uppbyggingu
skólastarfs í landinu. Eða með
öðrum orðum menntun þessarar
þjóðar til allrar framtíðar. Þar hljót-
um við að byggja á fólki, sem kann
til verka," sagði Svanhildur Kaab-
er varaformaður Bandalags kenn-
arafélaga og stjórnarmaður í Kenn-
arasambandinu. Taldi hún að lögin