Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 1
104SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
51.tbl. 72. árg.
SUNNUDAGUR 2. MARS 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsíns
Símamynd/Pressens Bild, Stokkhólmi
Settur ráðherra
Ingvar Carlsson eftirmaður
Palme á blaðamannafundi í
sænska stjómarráðshúsinu
klukkan 5.30 (4.30) á laugar-
dagsmorgun. Morgunblöðin
segja frá örlögum Palme á for-
síðu.
Leitar ákveð-
ins manns
HRINGT var í Reuters-frétta-
stofuna í London á laugardag
og sagði maður, sem kynnti
sig ekki, að Holger Meins,
hryðjuverkahópurinn, deild
úr þýska Baader-Meinhof-
hópnum, bæri ábyrgð á morði
Olofs Palme. Sá sem hringdi
var sagður tala ensku með
norður-evrópskum hreim.
Síðdegis á laugardag lýsti
sænska lögreglan eftir 30 til 45
ára gömlum karlmanni, 170 til
180 cm á hæð, er hann grunaður
vegna morðsins á Palme.
Þessi atburður nístir
okkur að hjartarótum
- segir Ingvar Carlsson settur [j[~T
forsætisráðherra Svíþjóðar
Syrgjendur á morðstað
Þegar birta tók á laugardagsmorg-
un safnaðist fólk saman á þeim
stað, þar sem Olof Palme var skot-
inn klukkan 22.30 í fyrrakvöld, að
íslenskum tíma. Köstuðu margir
blómum að þeim stað, þar sem blóð-
blettir báru voðaverkinu vitni.
Símamynd/Pressens Bild, Stokkhólmi
aÍ:*vu auv' v
tzðsap.
OLOFS Palme er minnst um allan heim sem mikilhæfs
stjórnmálamanns, leiðtoga í Svíþjóð og áhrifamanns á
alþjóðavettvangi. „Nú hefur sá maður fallið fyrir morð-
ingjahendi, sem hefur lagt sig meira fram um það en flest-
ir aðrir að uppræta ofbeldi og stuðla að friði. Þessi at-
burður nístir okkur að hjartarótum,“ sagði Ingvar Carlsson,
varaforsætisráðherra Svíþjóðar, sem nú hefur tekið við
forsæti í rikisstjórninni. Þjóðarsorg er í Svíþjóð og þangað
berast samúðarkveðjur hvaðanæva úr veröldinni. Karl
Gústaf Svíakonungur lýsti yfir því, að morðið væri þungt
högg fyrir hið opna þjóðfélag.
ur.
Vildi ekki gæslu
Ingvar Carlsson sagði á blaða-
mannafundi aðfaranótt laugardags-
ins, að Olof Palme hefði hafnað
því að láta lögreglumenn gæta sín
öllum stundum. Hann hefði til
dæmis viljað geta farið einn síns
liðs í kvikmyndahús, en Palme og
kona hans Lisbeth voru að koma
af kvikmyndasýningu í miðborg
Stokkhólms um klukkan hálftólf á
föstudagskvöld (hálfellefu að ísl.
tíma) þegar hin banvæna árás var
gerð á forsætisráðherrann. Palme
lés1 á skurðarborði Sabbatsberg-
sjúk. ahússins um háiftíma síðar.
Lisbeti særðist lítillega.
Engin viðvörun
Ingvar Carlsson sagði, að Palme
hefði ekki fengið neina „beina“
viðvörun um að líf hans væri í
hættu. Carlsson benti hins vegar á
það, að Palme hefði látið til sín
taka á þeim heimssvæðum, þar sem
launmorð tíðkuðust. Sænskur þjóð-
arleiðtogi hefur ekki fallið fyrir
hendi morðingja síðan 1772, þegar
Gústaf III var myrtur á grímudans-
leik í óperunni. Karl Gústaf Svía-
konungur og Silvía, drottning, voru
í skíðaferð í Norður-Svíþjóð, þegar
þau fréttu af örlögum Palme. Kon-
ungur hefur ekki stjórnskipulegum
skyldum að gegna í tilvikum sem
þessum heldur forseti þingsins,
Ingemund Bengtsson.
Benedikt Gröndal sendiherra ís-
lands í Stokkhólmi, sagði, að um
alla Svíþjóð væru fánar í hálfa
stöng, kirkjuklukkum væri hringt
og skemmtunum hefði verið aflýst.
„Mér finnst að þama hafí fallið einn
af fremstu stjórnmálamönnum
heims," sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, þegar
Morgunblaðið leitaði álits hans.
Stjórnmálamenn hvarvetna á Norð-
urlöndum lýstu miklum harmi
vegna voðaverksins og setur það
skugga á þing Norðurlandaráðs í
Kaupmannahöfn í næstu viku. Utan
Norðurlanda lýstu þjóðarleiðtogar
einnig harmi sínum, Palme var
minnst á flokksþingi sovéskra
kommúnista, Bandarikjaforseti
sendi samúðarkveðju. I hlutlausum
ríkjum utan hemaðarbandalaga
minntust menn forystumanns,
þriggja daga þjóðarsorg hefur verið
lýst í Nicaragua. Jafnaðarmenn
minntust áhrifamikils skoðanabróð-
Sjá forystugrein á
miðopnu, viðbrögð ís-
lenskra stjórnmála-
manna á bls. 2, æviatriði
Palme og lýsingu Bene-
dikts Gröndal sendiherra
ábls. 20—21..
Leitin að morðingjanum:
arghandel
Stokkhólmi, 1. mars. AP.
ALLT lögreglulið Svíþjóðar,
18.000 manns, hefur verið virkj-
að í leitinni að morðingja Olofs
Palme, forsætisráðherra. Lög-
reglan segir, að Palme hafi verið
skotinn í bakið og einhveijir
kunni að hafa verið i vitorði með
þeim, sem hleypti af byssunni.
Lögreglan hefur ekki neinar
ábendingar um tilganginn með
morðinu og útilokar ekki, að það
hafi þjónað pólitískum tilgangi.
Tveimur grunsamlegum mönn-
um var sleppt eftir yf irheyrslu.
Lögreglan styðst meðal annars
við vitnisburð Anders Delsbom,
leigubílstjóra, í leit sinni að morð-
ingjanum. Delsborn sá þrjár mann-
eskjur í hnapp á morðstaðnum,
heyrði tvo skothvelli og sá tvo úr
hópnum hníga til jarðar og hinn
þriðja hlaupa inn í húsasund.
„Ég kallaði strax í lögreglu og
sjúkrabíl," segir Delsbom „og lög-
regluþjónar komu á vettvang eftir
þijár til fjórar mínútur. Þótt ég
væri í innan við 10 metra fjarlægð
sá ég morðingjann ekki greinilega."
Lögreglan hefur fundið eina
9mm byssukúlu á morðstað og telur
líklegt, að sama kúlan og grandaði
Palme hafí sært konu hans, Lisbeth,
en þau voru að koma úr kvikmynda-
húsi.
Simamynd/Pressens Bild, Stokkhólmi
Vitni að morðinu
Anders Delsborn, leigubílstjóri, lýsir því, hve skammt var á milli morðingj-
ans og Olofs Palme. Delsbom var vitni að því, þegar forsætisráðherrann
var skotinn og kallaði á lögregluna.
18.000 lögreglu-
menn kvaddir út