Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 1
104SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 51.tbl.72.árg. SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þessi atburður nístir okkur að hjartarótum - segir Ingvar Carlsson settur f orsætisráðherra Svíþjóðar OLOFS Palme er minnst um ailan heim sem mikilhæfs stjórnmálamanns, leiðtoga í Svíþjóð og áhrifamanns á alþjóðavettvangi. „Nú hefur sá maður fallið fyrir morð- ingjahendi, sem hefur lagt sig meira fram um það en flest- ir aðrir að uppræta ofbeldi og stuðla að friði. Þessi at- burður nístir okkur að hjartarótum," sagði Ingvar Carlsson, varaforsætisráðherra Sviþjóðar, sem nú hefur tekið við forsæti í ríkisstjórninni. Þjóðarsorg er í Svíþjóð og þangað berast samúðarkveðjur hvaðanæva úr veröldinni. Karl Gústaf Svíakonungur lýsti yfir því, að morðið væri þungt högg fyrir hið opna þjóðfélag. Syrgjendur á morðstað Þegar birta tók á laugardagsmorg- un safnaðist fólk saman á þeim stað, þar sem Olof Palme var skot- inn klukkan 22.30 í fyrrakvöld, að íslenskum tíma. Köstuðu margir blómum að þeim stað, þar sem blóð- blettir báru voðaverkinu vitni. Simamynd/Pressens Bild, Stokkhólmi Benedikt Gröndal sendiherra ís- lands í Stokkhólmi, sagði, að um alla Svíþjóð væru fánar í hálfa stöng, kirkjuklukkum væri hringt og skemmtunum hefði verið aflýst. „Mér finnst að þarna hafi fallið einn af fremstu stjórnmálamönnum heims," sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans. Stjórnmálamenn hvarvetna á Norð- urlöndum lýstu miklum harmi vegna voðaverksins og setur það skugga á þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í næstu viku. Utan Norðurlanda lýstu þjóðarleiðtogar einnig harmi sínum, Palme var minnst á flokksþingi sovéskra kommúnista, Bandaríkjaforseti sendi samúðarkveðju. í hlutlausum ríkjum utan hernaðarbandalaga minntust menn forystumanns, þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst í Nicaragua. Jafnaðarmenn minntust áhrifamikils skoðanabróð- ur. Vildi ekki gæslu Ingvar Carlsson sagði á blaða- mannafundi aðfaranótt laugardags- ins, að Olof Palme hefði hafnað því að láta lögreglumenn gæta sín öllum stundum. Hann hefði til dæmis viljað geta farið einn síns liðs í kvikmyndahús, en Palme og kona hans Lisbeth voru að koma af kvikmyndasýningu í miðborg Stokkhólms um klukkan hálftólf á föstudagskvöld (hálfellefu að ísl. tíma) þegar hin banvæna árás var t-erð á forsætisráðherrann. Palme lét.1 á skurðarborði Sabbatsberg- sjúki ahússins um hálftíma síðar. Lisbeti særðist Htillega. Engin viðvörun Ingvar Carlsson sagði, að Palme hefði ekki fengið neina „beina" viðvörun um að líf hans væri í hættu. Carlsson benti hins vegar á það, að Palme hefði látið til sín taka á þeim heimssvæðum, þar sem launmorð tiðkuðust. Sænskur þjóð- arleiðtogi hefur ekki fallið fyrir hendi morðingja síðan 1772, þegar Gústaf III var myrtur á grímudans- leik í óperunni. Karl Gústaf Svía- konungur og Silvía, drottning, voru í skíðaferð í Norður-Svíþjóð, þegar þau fréttu af örlögum Palme. Kon- ungur hefur ekki stjórnskipulegum skyldum að gegna í tilvikum sem þessum heldur forseti þingsins, Ingemund Bengtsson. Sjá forystugrein á miðopnu, viðbrögð ís- lenskra stjórnmála- manna á bls. 2, æviatriði Palme og lýsingu Bene- dikts Gröndal sendiherra ábls. 20-21.- Kj«n*m * *v»vv cy il ¦¦¦- m y ~ . Simamynd/Pressens Bild, Stokkhólmi Settur ráðherra Ingvar Carlsson eftirmaður Palme á blaðamannafundi í sænska stjórnarráðshúsinu klukkan 5.30 (4.30) á laugar- dagsmorgun. Morgunblöðin segja frá örlögum Palme á for- síðu. Leitar ákveð- ins manns HRINGT var í Reuters-frétta- stofuna í London á laugardag og sagði maður, sem kynnti sig ekki, að Holger Meins, hryðjuverkahópurínn, deild úr þýska Baader-Meinhof- hópnum, bæri ábyrgð á morði Olofs Palme. Sá sem hringdi vor sagður tala ensku með norður-evrópskum hreim. Síðdegis á laugardag lýsti sænska lögreglan eftir 30 til 45 ára gömlum karlmanni, 170 til 180 cm á hæð, er hann grunaður vegna morðsins á Palme. Leitin að morðingjanum: 18.000 lögreglu- menn kvaddir út Stokkhólmi, 1. mars. AP. ALLT lögreglulið Svíþjóðar, 18.000 manns, hefur veríð virkj- að í leitinni að morðingja Olofs Palme, forsætisráðherra. Lög- reglan segir, að Palme hafi veríð skotinn í bakið og einhverjir kunni að haf a veríð í vitorði með þeim, sem hleypti af byssunni. Lögreglan hefur ekki neinar ábendingar um tilganginn með morðinu og útilokar ekki, að það hafi þjónað pólitískum tilgangi. Tveimur grunsamlegum mönn- um var sleppt eftir yfirheyrslu. Lögreglan styðst meðal annars við vitnisburð Anders Delsborn, leigubílstjóra, í leit sinni að morð- ingjanum. Delsborn sá þrjár mann- eskjur í hnapp á morðstaðnum, heyrði tvo skothvelli og sá tvo úr hópnum hníga til jarðar og hinn þriðja hlaupa inn í húsasund. „Ég kallaði strax í lögreglu og. sjúkrabíl," segir Delsborn „og lög- regluþjónar komu á vettvang eftir þrjár til fjórar mínútur. Þótt ég væri í innan við 10 metra fjarlægð sá ég morðingjann ekki greinilega." Lögreglan hefur fundið eina 9mm byssukúlu á morðstað og telur líklegt, að sama kúlan og grandaði Palme hafi sært konu hans, Lisbeth, en þau voru að koma úr kvikmynda- húsi. Simamynd/Pressens Bild, Stokkhólmi Vitni að morðinu Anders Delsborn, leigubílstjóri, lýsir því, hve skammt var á milli morðingj- ans og Olofs Palme. Delsborn var vitni að því, þegar forsætisráðherrann var skotinn og kallaði á lögregluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.