Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hagvangurhf
— SÉRHÆFÐ RÁÐNINGARRJÓNUSTA
BYCGÐ Á CACNKVÆMUM TRÚNAÐI
Framkvæmdastjóri
Prjónastofan Dyngja á Egilsstöðum óskar
að ráða f ramkvæmdastjóra.
Við leitum að manni með reynslu í stjórnun
framleiðslu, fjármála og bókhalds.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi menntun
á sviði verslunar og/eða framleiðslu. Viðkom-
andi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson
hjá Hagvangi hf.
Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðningar-
þjónustu Hagvangs hf. merktar: „Fram-
kvæmdastjóri Dyngju" fyrír 8. mars nk.
Hagvangurhf
RÁÐNINGARPJÓNUSTA
GRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVIK
SÍMAR: 83666
H BORGARSPÍTALINN fff
LAIISAR STÖÐUR
Staða reynds aðstoðarlæknis
við skurðlækningadeild Borgarspítalans er
laus strax og veitist til eins árs. Upplýsingar
veitir yfirlæknir í síma 68 1200.
Hjúkrunarfræðingur
Heilsugæslustöðin í Fossvogi óskar eftir
hjúkrunarfræðingi í 50% starf, um afleys-
ingastarf er að ræða.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
685099 milli kl. 11 og 12.
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við
Meðferðarheimilið, Kleifarvegi 15:
Staða hjúkrunarf ræðings,
staða iðjuþjálfa,
staðafóstru.
Til greina kemur að ráða uppeldisfulltrúa í
þessar stöður. Upplýsingar veitir forstöðu-
maður í síma 82615.
Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara
óskast til starfa við sundlaug Grensásdeildar.
Nánari upplýsingar veitir aðstoðaryfirsjúkra-
þjálfari í síma 685177 kl. 8.00-10.00.
Stafrsmaður
óskast í 50% starf til að sjá um afþreyingu
sjúklinga á öldrunardeild Hvítabandsins.
Hentugt starf fyrir sjálfstæðan einstakling.
Staðan er laus nú þegar.
Upplýsingarveitiryfiriðjuþjálfi ísíma 685177.
Starfsmaður
óskast á vörulager spítalans. Upplýsingar
veitir innkaupastjóri á skrifstofutíma.
Reykjavík, 2. mars 1986.
BORGARSPÍTALINN
o681200
Sölumaður
Skrifstofuvélar hf., fyrirtæki á sviði skrif-
stofu- og tölvutækni, vilja ráða sölumann
til starfa.
Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu og
þekkingu á þessu sviði, en við erum reiðu-
búnir að ræða málin við alla er hafa góða
undirstöðumenntun og áhuga.
Allar umsóknir sendist skrifstof u okkar.
fTriDNTlÓNSSON
RÁDCJÖFbRÁDNINCARÞjÓNLlSTA
TÚNGOTU5. I0l REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI62I322
Hagvangurhf
- SÉRHÆFÐ RÁÐNINGARRJÓNUSTA
BYCCÐ Á CACNKVÆMUM TRÚNAÐI
Bókari (346)
Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið: merking fylgiskjala, afstemming-
ar, uppgjör, frágangur bókhalds til endur-
skoðenda og almenn skrifstofustörf.
Við leitum að manni með góða verslunar-
menntun og/eða reynslu af bókhaldi. Nauð-
synlegt er að víðkomandi geti unnið sjálf-
stætt og skipulega. Laust strax.
Ritari (358)
Fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða ritara
strax.
Starfssvið: Almenn skrifstofustörf, s.s.
bréfaskriftir, telex, skjalavarsla, sjóðsbók,
greiðsla reikninga, launautreikninguro.fi.
Við leitum að ritara með reynslu af ofan-
greindu, góða tungumálakunnáttu (enska og
eitt norðurlandamál), frumkvæði og getu til
að starfa sjálfstætt og skipulega.
í boði er fjölbreytt og sjálfstætt starf.
Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð-
um sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar númeri viðkomandi starfs.
Hagvangur hf
RÁÐNINCARPJÓNUSTA
GRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK
SÍMAR: 83666
Rafeindavirki
Raftæknifræðingur
Við leitum að rafeindavirkja eða raftækni-
fræðingi til starfa hjá IBM á íslandi, við
tæknisvið þess.
Starfið felst m.a. í viðhaldi, uppsetningu,
breytingum og eftirliti tölvubúnaðar.
Leitað er að aðila með trausta og örugga
framkomu, sem er þægilegur í allri um-
gengni, er stundvís og reglusamur og hefur
til að bera lipurð og snyrtimennsku.
Enskukunnátta nauðsynleg. Starfsþjálfun í
upphafi starfs fer fram að hluta erlendis.
Æskilegur aldur 22-28 ára.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila, ásamt
þægilegri og skemmtilegri vinnuaðstöðu.
Þar eð hér er um að ræða sérstakt tækifæri
til að öðlast gott framtíðarstarf hvetjum við
alla þá er vilja takast á við nýtt og krefjandi
verkefni, að hafa samband og ræða málin í
algjörum trúnaði.
Eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur,
menntun og starfsreynslu, sendist skrifstofu
okkar, fyrir 15. mars nk.
GUDNlTÓNSSON
RÁOGJÖF&RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGOTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Skrifstofustúlka
óskast
Óskum eftir að ráða konu vana skrifstofu-
störfum hálfan daginn. Vinnutími eftir sam-
komulagi. Upplýsingar á skrifstofunni (ekki í
síma).
GisliJónsson og Co., hf., Sundaborg 11.
Umbrot — skeyting
Prentsmiðja í Reykjavík óskar að ráða setjara
eða skeytingamann til starfa við umbrot. Góð
laun í boði fyrir hæfan mann.
Umsókn sendist augld. Mbl. fyrir 10. mars
merkt:„B —05905".
Fulltrúi
framkvæmdastjóra
Við auglýsum fyrir Hagkaup hf.,
Framkvæmdastjóra við byggingu verslana-
miðstöðvar Hagkaupa hf., í Kringlumýri,
vantar f ulltrúa til starf a, við hlið sér.
Við leitum að viðskiptafræðingi sem hefur
tamið sér skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð,
hefur eigið frumkvæði, örugga og trausta
framkomu og er tilbúinn að leggja á sig mikla
og krefjandi vinnu í skemmtilegu starfi.
Viðkomandi vinnur að greiðslu- og áætlana-
gerð auk skyldra verkefna.
Góð laun fyrir réttan aðila.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir í algjörum trúnaði.
Allar umsóknir er tilgreini aldur og starfs-
reynslu, skulu sendast skrifstofu okkar, fyrir
9. marsnk.
GUDNTlÓNSSQN
RÁÐGJÖF&RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Hagvangurhf
- SÉRHÆFÐ RÁÐNINGARRJÓNUSTA
BYCCD Á CACNKVÆMUM TRÚNAÐI
Framkvæmdastjóri
Óskum að ráða framkvæmdastjóra til
starfa hjá þekktu þjónustufyrirtæki í
Reykjavík.
Starfssvið: Daglegur rekstur, skrifstofuhald,
bókhald, áætlanagerð, fjármálastjórn, samn-
ingagerð, útgáfumál, uppbygging og viðhald
viðskiptasambanda erlendis og innanlands.
Við leitum að duglegum og traustum manni,
sem getur stjórnað og tekið bátt i upp-
byggingu á frekar ungu fyrirtæki með miklá
framtíðarmöguleika. Æskilegt að viðkomandi
sé viðskipta- eða hagfræðingur með reynslu
í stjórnun og fjármálaumsvifum.
Starfið er laust strax eða eftir nánara sam-
komulagi.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlegast sendið umsóknir til okkar
merktar: „Framkvæmdastjóri (7)" fyrir 8.
mars nk.
Hagvangurhf
RÁÐNINGARPJÓNUSTA
GRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK
SÍMAR: 83666
Sölumaður
Bifreiðaumboð óskar að ráða nú þegar sölu-
mann fyrir nýjar og notaðar bifreiðar. Ensku-
kunnátta nauðsynleg.
Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir 5. mars
merkt: „Bílarno.1 —3291".
Langar þig ístarf
frákl. 13.00-18.00?
Ef svo er-þá leitum við að dugmiklum og
áhugasömum starfskrafti til þess að starfa
í versluninni okkar á bessum tíma.
Ef þú hefur áhuga sendu þá inn umsókn til
augl.deild Mbl. merkt: „N - 3295" fyrir 4.
mars.
mothercare
LAUGAVEGI 13, SÍMI 26560