Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986 „Reiðarslag“ - segir Steingrímur Hermannsson f orsætisráðherra „ÞAÐ verður að segja það eins og er að maður er varla búinn að na sér eftir þetta. Þetta kom eins og reiðarslag yfir alla. Maður á bágt með að trúa því að svona atburðir geti gerst á Norðurlöndunum," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í samtali við Morgun- blaðið. „Eins og allir vita var Olof Palme í fararbroddi fyrir jafnrétti og friði í heiminum og barðist gegn ofbeldi. Hann verður svo ofbeldismönnum að bráð. Þeir fella hann og reiða þar hátt til höggs og kannski þar sem síst skildi. Eg átti góð persónuleg kynni við Palme. Hann var gestur hér hjá okkur og mér þótti hann ánægjulegur stjómmálamaður að kynnast. Hann var hreinskilinn hug- sjónamaður. Hann var umdeildur og það eru nú menn venjulega þegar þeir hafa ákveðnar skoðanir. Hann átti sinn stóra þátt í því að byggja upp velferðarríkið Svíþjóð, sem hefur orðið fyrirmynd fjölmargra annarra þjóða. Mér fínnst því að þama hafí fallið einn af fremstu stjómmála- mönnum heims. Þetta vekur mann til umhugsunar um það hvort við Norðurlandabúar eru lítt betri en aðrar þjóðir. Ég vil þó ennþá halda í þá von að mannlífíð hér sé með því besta sem gerist," sagði Stein- grímur Hermannsson ennfremur. „Óhugnanleg staðreynd“ - segir Matthías A. Mathiesen utanríkisráðherra „ÞAÐ ER óhugnanleg staðreynd að Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, skuli myrtur í miðri Stokkhólmsborg. Islendingar senda samúð- arkveðjur til fjölskyldu forsætisráðherrans og sænsku þjóðarinnar vegna þessa hörmulega atburðar," sagði Matthías A. Mathiesen, utanrik- isráðherra, í samtali við Morgunblaðið. „Olof Palme, sem forsætisráð- herra Svíþjóðar og foringi jafnaðar- manna í Svíþjóð, lét á alþjóðavett- vangi mjög til sín taka og kom fram með sjónarmið og hugmyndir, sem oft voru umdeilanleg, en vöktu ævin- lega athygli. Olof Palme tók mikinn þátt í samstarfí Norðurlandaþjóða, allt frá því hann hóf stjómmálaaf- skipti í Svíþjóð. Oftast var hann í forsæti ríkisstjóma, en hann var einnig fulltrúi sænska ríkisþingsins í Norðurlandaráði þegar hann var í stjómarandstöðu. Enda þótt stjóm- málaskoðanir okkar færu ekki saman áttum við gott samstarf á vettvangi Norðurlandaráðs og er ég gegndi forsetastörfum í ráðinu 1980-81 var einmitt Olof Pálme fulltrúi sænska ríkisþingsins í forsætisnefndinni. Ég átti því persónulegt samstarf við Olof Palme, sem ég minnist nú með þakklæti þegar hann er fallinn frá. Vonandi verða þessir atburðir ekki til þess að norrænir stjórnmálamenn hverfí frá þýðingarmiklum hlutverk- um, sem þeim, sem fulltrúum frjaisra lýðræðisríkja, hafa verið falin á al- þjóðavettvangi," sagði Matthías ennfremur. „Friðarins maður, - fórnarlamb ofbeldis“ - segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins „Ég heyrði þessi válegu tiðindi sem komu eins og þruma úr heiðskiru lofti í fréttum í gærkvöldi og skömmu síðar hringdi fréttamaður Ritzau með nánari tíðindi. Mín fyrsta hugsun var þessi: Friðarins maður, fórn- arlamb ofbeldis. Þetta er mannlegur harmleikur, örlög sem við Islend- ingar þekkjum helst úr íslendingasögunum," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins, í samtali við Morgunblaðið. „Mín kynni af Olof Palme voru þrumulostinn og sleginn óhug við ekki náin. Við hittumst þrisvar til fjórum sinnum og deildum einu sinni. Það þurfti þó ekki mikil kynni af manninum til þess að sjá það, að hann var afburðagáfaður og óvenju skarpur í hugsun og lét skoðanir sín- ar og hugmyndir í ljós afdráttarlaust. Hann var því umdeildur maður, dáð- ur og jafnvel hataður. Maður er þessar fregnir og íslendingar senda sænsku þjóðinni samúðarkveðjur á þessari stundu. Við vonum að voða- atburður sem þessi endurtaki sig ekki í opnu og friðsamlegu samfélagi Norðurlanda, sem oft virðist sem vin í eyðimörk ofbeldisins í okkar sam- tíð,“ sagði hann ennfremur. „ Sorgaratburður “ - segir Ólafur Ragnar Grímsson „ÞESSI frétt kom eins og reiðarslag, því ég kom til landsins í gær- kveldi úr langri ferð þar sem meðal annars höfðu á fundum i Argen- tínu verið teknar ákvarðanir um næstu aðgerðir leiðtogahópsins i afvopnunarmálum. A fundinum kom vel fram að Palme hafði sent sína menn með ákveðinn og skýran boðskap um að hann hygðist leggja ríka áherslu á þessi verkefni á þessu ári og því næsta, því hann væri sann- færður um það að þessi tvö ár réðu úrslitum um framtíðarþróun kjam- orkuvígbúnaðarkapphlaupsins," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, pró- fessor í samtali við Morgunblaðið. „Þau kynni sem ég hafði af Palme í þessu starfí voru margvísleg og við ólík tækifæri, bæði í persónulegum viðræðum og á formlegum fundum víðs vegar um heim. Við allar þessar mismunandi aðstæður kom vel fram að hann var einstakur og óvenjulegur hæfileikamaður, með sterkan hug- sjónakraft og djúpa og víðtæka þekkingu, sem gerði hann jafnoka fremstu sérfræðinga á sviði alþjóða- mála. Jafnframt var þessi maður, sem sumum fannst vera hvass í orðræðu og stundum háðskur og kaldur rökhyggjumaður, mjög við- kvæmur og jafnvel stundum feiminn og hlédrægur. Hann hafði til að bera ríka kímnigáfu, sem einkum kom fram í hópi kunningja og vina. í heild var hann einstaklega leiftrandi persónuleiki og þegar hann er myrtur þá er það ekki aiðeins sorgaratburður fyrir Svfþjóð og Norðurlönd, heldur fyrir veröldina alla og baráttu fyrir jafnrétti og friði í heiminum. Norð- urlönd hafa aldrei átt stjórnmála- mann, sem naut jafn mikillar virðing- ar og hafði jafn mikil áhrif um heim allan og Olof Palme hafði. Hann var í rauninni eini heimsstjómmálamað- ur Norðurlanda. Og þegar hann fóm- ar nú í raun lífinu fyrir baráttu sína, þá sýnir það að við búum því miður í heimi þar sem enginn er lengur öruggur og ofbeldið getur ógnað hinum friðsælustu samfélögum," sagði Ólafur Ragnar ennfremur. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Áætlunarflug hafið milli Nuuk og Reykjavikur: Fyrstu farþegar frá Nuuk Á föstudagskvöld lentu fyrstu farþegarnir í áætlunarflugi frá Nuuk á Reykjavíkurflugvelli. Meðal farþeganna voru ýmsir ráðamenn þjóðarinnar, en héðan í frá verður vikulegt flug milli Nuuk og Reykjavíkur allt árið á vegum Grænlandsflugs. Bílverðslækkunin: Nokkrir keyptu bíla á gamla verðinu í vikunni Munum veita þeim afslátt sem keyptu hjá okkur segir Bogi Pálsson hjá Toyota FLESTIR sem hyggja á bílakaup hafa haldið að sér höndum þessa vikuna vegna þeirrar lækkunar tolla á bílum sem legið hefur í loftinu. Bílaumboðin hafa af- greitt sárafáa bíla i vikunni og sum engan. Þó hafa einhveijir ekki fylgst nógu vel með og t.d. voru sex bílar tollborgaðir hjá Toyota-umboðinu sl. miðvikudag og alls afhentir 14 bilar hjá umboðinu i vikunni. „Sumir þeirra bíla, sem afhentir hafa verið undanfama daga, voru tollborgaðir í síðustu viku,“ sagði Bogi Pálsson hjá Toyota-umboðinu. „Þá voru notaðir bílar teknir upp í sum kaupin á fullu verði og svo má geta þess, að ríkið hefur keypt um helming þeirra bíla sem selst hafa síðan á miðvikudag," sagði Bogi. „Umboðið ætlar að veita þeim mönnum, sem lentu í þessu millibils- ástandi, afslátt af bílunum sem þeir keyptu — selja þá því sem næst á kostnaðarverði. Það ætti enginn að fara illa út úr þessu," sagði Bogi Pálsson. Júlíus Vífíll Ingvarsson fram- kvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni sagði, að þeir hefðu engan bíl af- hent í vikunni. „Við höfðum fengið veður af lækkuninni um helgina og ráðlögðum mönnum að bíða,“ sagði Júlíus Vífill. Aðspurður sagði hann, að hann ætti von á því, að notaðir bílar lækkuðu u.þ.b. um 30% í fyrstu og jafnvel meira seinna. „Notaðir bílar hafa verið of dýrir á Islandi,“ sagði Júlíus Vífíll Ingvars- son. Flestir viðmælendur Morgun- blaðsins hjá bílaumboðunum tóku í sama streng. Palme píslar- vottur friðar í heiminum - segir biskup Islands BISKUP íslands, Pétur Sigur- geirsson, er nú á ferð um Norð- urlönd og tekur í dag þátt í bisk- upsvígslu í Osló. Hann sendi Bertil Werkström, erkibiskupi í Svíþjóð, svohljóðandi samúðar- skeyti vegna fráfalls Olofs Palme: „Við fráfall Olofs Palme setti mig hljóðan. Við erum enn minnt á að hið ótrúlega getur gerst. Norð- urlöndin sakna mikils foringja, sem sérstaka áherslu lagði á frið og bræðralag í heiminum. Mér verður Palme einkum minnisstæður frá ráðstefnunni um líf og frið í Uppsöl- um. Fyrir hönd íslensku kirkjunnar sendi ég dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og sænsku þjóðar- innar. Palme mun lifa í hjörtum friðelskandi manna sem píslarvott- ur friðar í heiminum. Við blessum minningu hans. Guð styðji og styrki ástvini hans og sænsku þjóðina." Lést af völdum umferðarslyss OLAFUR Gunnar Ragnarsson lést í Borgarspítalanum 27. febrúar síð- astliðinn af völdum umferðarslyss er hann lenti í 21. febrúar. Hann átti heima í Hátúni, Seyluhreppi, Skagafírði. Ólafur fæddist 16. des- ember 1970. Foreldrar hans eru Ragnar Gunnlaugsson og María Valgarðsdóttir. Góð stemmning í íslenska hópimm í Sviss: Vorum staðráðnir í að kom- ast áfram af eigin rammleik - sagði Jón Hjaltalín Magnússon, eftir signrinn gegn Rúmenum „MENN eru að vonum mjög ánægðir með þennan sigur og stemmn- ingin í hópnum eins og best verður á kosið," sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, er Morgunblaðið hafði símasamband við hann á Hótel Ambassador í Bern á laugardagsmorgun, en kvöldið áður hafði ísienska handknattleiksliðið unnið sætan sigur á fjórföldum heimsmeisturum Rúmeníu. Jón sagði að menn væru þó ákveðnir í að láta sigurvímuna ekki hlaupa með sig í gönur því framundan væru mikil átök. „Þetta er rétt að byrja,“ sagði hann. „Menn vom ákveðnir í að láta ósigurinn gegn Suður-Kóreu ekki bijóta sig niður. Sigurinn gegn Tékkum var vissulega uppörvandi en í Ieiknum við Rúmena var barist upp á líf og dauða,“ sagði Jón Hjaltalín ennfremur. Við vor- um staðráðnir í að komast áfram af eigin rammleik, en ekki að stóla á að Suður-Kórea myndi sigra Tékka og fleyta okkur þannig áfram. Þetta tókst og þetta er árangur af góðu starfí undanfarin tvö ár.“ Jón sagði, að þótt tapið gegn Suður-Kóreu hefði verið stórt væri þó ánægjulegt til þess að vita, að handboltinn væri orðin viðurkennd íþrótt um állan heim og lið frá mismunandi heims- homum hefðu sýnt frábæra leiki á þessu móti, svo sem Kóreumenn, Kúbumenn og Alsírbúar. „Það er því engin skömm að tapa fyrir liði eins og Kóreumenn hafa nú á að skipa. Það út af fyrir sig, að vera í hópi 16 bestu þjóða í heimi, af þessum 130 sem æfa hand- bolta, er frábær árangur. Og eftir sigurinn í gær erum við komnir í hop hinna 12 bestu. Það er varla hægt að fara fram á mikið meira,“ sagði Jón Hjaltalín. Aðspurður um hvort menn hefðu fagnað með einhveijum sér- stökum hætti á föstudagskvöldið sagði ^ Jón: „Leikmönnum var boðið í hóf hjá borgarstjóranum í Bem en síðan fóru þeir beint að sofa. En ég neita því ekki að við hinir fengum okkur bjór.“ íslendingar leika næst gegn Ungveijum, í dag, sunnudag, klukkan 13.45 að íslenskum tíma. Síðan em leikir gegn frændum okkar Donum og Svíum á þrichu- dag og fímmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.