Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 58
58 asej aaAM .sHUDAauwnra .aiaAjanuoaoM MORGUNBLADIP, SUNNUDAGUR2. MARS1986 Minning: Haraldur Jónsson, bifvélavirkjameistari Fæddur 7. desember 1901 Dáiiin 22. febrúar 1986 Furðu vekur hjá okkur sem nú lifíim hvernig efhilegum unglingum á fyrstu áratugum þessarar aldar tókst þrátt fyrir strjálbýli, erfiðar samgöngur og takmarkaða skóla- göngu að afla sér menntunar á hinum margvíslegu sviðum, oftast með sjálfsnámi og lestri alþýðlegra t fræðirita þannig að traustur grund- 'völlur skapaðist fyrir farsælt ævi- starf. Enn er í minni fullorðinna Reyk- víkinga hinar stórvirku vinnuvélar sem hingað voru fengnar á öðrum áratug þessarar aldar til byggingar Reykjavíkurhafnar, kranar, eim- reiðir, grafskip o.fl. Það þótti þá þegar undrun sæta hve íslendingar voru fljótir að tileinka sér vinnu með slíkum tækjum og er ný tækni- öld hóf innreið sína á styrjaldarár- unum síðari þá var fyrir í landinu tæknimenntað fólk sem fljótlega tileinkaði sér meðferð og gat starf- að að viðgerð þessara tækja. Er farið var að selja þessi tæki til Jandsmanna eignaðist Reykjavíkur- höfn verulegan flota stórvirkra vinnuvéla og þurfti þá forveri minn, Valgeir Björnsson, að leita manns sem haft gæti umsjón á hendi með viðhaldi þessara tækja. Fyrir valinu varð Haraldur Jóns- son sem þá um tuttugu ára skeið hafði starfað að bifreiðaviðgerðum og var meðal brautryðjenda í stétt bifvélavirkja hér á landi. Valið hefði ekki getað betur tekist því að alí mælt var að viðhald á tækjum hafharinnar væri mjög gott, þau entust lengur en almennt gerðist og voru traustari til átaka enda oft mikið á þau reynt og þau eftirsótt til almennrar verktakavinnu enda tækjabúnaður til slikra starfa af skornum skammti meðal lands- manna á þessum tíma. Haraldur Jðnsson var fæddur að Höll f Þverárhlíð í Borgarfírði 7. desember 1901 og var því kominn nokkuð á áttatugasta og fimmta áríð er hann lést í Landspítalanum 22. febrúar sl. Foreldrar hans voru Jón Helgason bóndi þar og kona hans, Halldóra Ólafsdóttir. Harald- ur var elstur 6 systkina og ólst upp með foreldrum sínum, en þau fluttu að Ásbjarnarstöðum í Stafholts- tungum árið 1907 og þar byggði faðir hans nýbýlið Selhaga árið 1909. Árið 1914 fluttist fjölskyldan til Borgarness og var Haraldur með foreldrum sínum að vetrum en í sveit að Ásbjarnarstöðum á sumrin. Skólaganga Haraldar varð ekki löng. Heimakennsla tvo vetur, 6 vikur hvorn og barnaskóli í Borgar- nesi einn vetur. Upp úr 1920 starf- aði Haraldur með föður sínum við flutninga á fólki og vðrum milli Borgarfjarðar og Reykjavíkur á báti sem faðir hans hafði keypt til þessa starfa. Auk þess fór Haraldur á vertíð m.a. til Sandgerðis og aflaði sér á þessum árum vélstjórnar- og formannsréttinda, en til Reykjavík- ur fluttist hann 1925. Hóf hann þá starf hjá Bifreiða- stöð Reykjavíkur við viðgerðir á bifreiðum en á þeim vettvangi varð ævistarf hans alla tíð síðan. Fljót- lega tók hann bifreiðapróf og hóf leigubílaakstur meðfram viðgerðar- starfinu. Ilann mun einnig snemma hafa tekið hið meira bifreiðapróf og réttindi bifvélavirkja öðlaðist hann er iðngreinin var lögleidd og var meðal stofnenda Félags bif- vélavirkja árið 1935. Á þessum árum vann Haraldur ýmist á eigin verkstæði eða sem verkstjóri meðal annars hjá Sveini Egilssyni og Agli Vilhjálmssyni. Á starfsárunum hjá Agli sá Haraldur meðal annars um samsetningu 108 fólksbfla sem komu sundurteknir í kössum til landsins. Mun óspart hafa verið látið í ljós vantraust á íslenskum bifvélavirkjum til þessa verks, en sem betur fór reyndust bílarnir allir hið besta er á götuna var komið. Árið 1946 í ársbyrjun hóf Haraldur störf hjá Reykjavíkur- höfh sem verkstjóri á bifreiðaverk- stæði og starfaði þar óslitið til árs- loka 1976. 30. janúar árið 1926 kvæntist Haraldur Olgu Eggertsdóttur, ætt- aðri úr Kolbeinsstaðarhreppi. Árið 1931 keyptu þau hús í Sogamýri sem siðar varð Rauðagerði 40 og bjuggu þau þar allan sinn búskap í farsælu hjónabandi, en Olga and- aðist 5. nóvember árið 1981 er Harald skorti mánuð í áttrætt og tók hann fráfall konu sinnar nærri sér. Þeim varð tveggja barna auðið, en þau eru Guðberg, fæddur 30. desember 1927, verkstjóri hjá Reykjavíkurhöfn, kvæntur Sigur- laugu Júlíusdóttur, og Gyða, fædd 13. desember 1934, gift Jóni Torfa- syni kælivélatækni. Mikil samheldni var með fjöl- skyldunni hvort sem var í starfi eða leik og tel ég leitun að feðgum sem voru jafn samrýmdir sem Guðberg og Haraldur. Er Guðberg hóf bú- skap reisti hann hús við hlið húss foreldra sinna. Hann nam bifvéla- virkjun hjá fðður sínum og tók við starfi hans hjá Reykjavíkurhöfn. Hin síðustu ár dvaldist Haraldur í skjóli sonar síns og tengdadóttur á Nesbala 21 á Seltjarnarnesi. Er Haraldur hóf störf hjá Reykja- víkurhöfn biðu hans verkefni sem voru alls ólfk því sem hann áður hafði tekist á við á almennum bif- reiðaverkstæðum. Starfið var fólgið í viðhaldi og oft endurnýjun stór- virkra vinnuvéla, oft þeirra einu sem til voru á landinu sinnar teg- undar. Varahluti þurfti annað tveggja að fá úr öðrum samsvarandi tækjum eða panta þá beint frá verksmiðjum í Ameríku. Mikil ábyrgð var lögð á herðar hins sjálf- menntaða pilts frá Ásbjarnarstöð- um, en eðlislæg athyglisgáfa og innsæi í völundarheim vélbúnaðar- ins brást ekki Haraldi hér sem endranær. Til Haraldar á bifreiða- verkstæði hafnarinnar sóttu ungir kappsfullir menn er síðar urðu færir í iðngrein sinni og forustumenn stéttar sinnar. Þangað sóttu einnig menn sem áhuga höfðu á söguleg- um fróðleik og kveðskap því þar var meistarinn einnig vel heima og kastaði fram vísum og kveðlingum í góðra vina hópi. Á síðustu árum safnaði Haraldur kveðskap sínum saman og gaf út í Ijóðabókinni Dalblær og borgarljós árið 1984. Er ég kom til hafnarinnar var bifreiðaverkstæðið enn í bragga- byggingu inn við Múla. Síðar var reist verkstæðisbygging út $ Örfiris- ey og var Haraldi það mikið kapps- mál að geta boðið starfsmönnum sínum betri og vistlegri húsakynni og benti oftlega á að slíkt væri forsenda þess að starfskraftar nýtt- ust sem skyldi. Haraldur var félagslyndur maður og tók virkan þátt í starfi stéttarfé- lags síns og var sóst eftir honum sem formanni þó ekki yrði af. Hann kenndi um hríð á námskeiðum til hins meira bifreiðaprófs og var prófdómari hjá bifvélavirkjum. Hann starfaði í Mjólkurfélagi Reykjavíkur og var lengi endur- skoðandi reikninga þess. Haraldur var sérstaklega ljúfur í lund. Hann var þægilegur og með eindæmum prúður í allri umgengni og snyrtimenni svo af bar. Ég kveð Harald með hans eigin orðum: Ætíð kemur ár á ný annaðþegarlíður. En þykkt á bak við þokuský þareralltsemblður Fyrir hönd Reykjavíkurhafnar þakka ég Haraldi giftudrjúg störf. Við hjónin þökkum vináttu hans og biðjum Haraldi Jónssyni og ástvin- um hans Guðs blessunar. Gunnar B. Guðmundsson. Útför hans fer fram frá Bústaða- kirkju á morgun, miðvikudag, kl. 13.30. 4r- Sætið þitt í veislufagnaði á fyrsta f arrými i*» n •j-jmwj _ 'jmam 'fmmvrm mwam " vvsmvmw. TTT m 1800 ódýrarferðir meðrisaþotu til Sólarlanda Mallorca Perla Miðjarðarhafsins Brottför alla laugardaga 2, 3 eða 4 vikur. Ótrúlegt verð frá kr. 19.800 (2 vikur á hóteli með þremur máltíðum á dag). Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir með ís- lenskum fararstjórum. Margir eftirsóttir gististaðir. Maga- luf, Palma Nova og Arenal M.a., nýjasta og glæsilegasta ibúðarhótelið á Magaluf. Costa Brava Vinsæl fjölskylduparadís. íbúöarhótel alveg við breiða og mjúka sandströndina. Fjörugt skemmtanalíf og margt að sjá með íslenskum fararstjóra. Skroppið yfir til Frakklands, fjallaríkisins Andorra, Barcelona og ótal margt fleira. Ótrúlegt verð frá kr. 18.400 (4 í íbúð i 2 vikur). Costa del Sol og Benidorm Ódýrar ferðir til þessarar sólskinsstrandar í allt sumar. Aðrarferðir: Grikkland, Malta, viku- og helgarferðir til Evrópu og Amerikulanda. Landið helga og Egyptaland, Thailand o.fl. Ódýrustu fargjöld sem f innanleg eru um víða veröld. Tenerife Fögur sólskinsparadís Brottför alla þriðjudaga, 2, 3, 4 vikur. Við bjóðum nú upp á ný og glæsileg íbúðarhótel á Amerísku ströndinni og í Puerto de la Cruz. Einnig víðfræg Grand Kanari Sól, sjór og skemmtun Boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika á Ensku ströndinni, San Agustin, Porto Rico og Las Palmas. Fjölbreytt- ar skemmti- og skoðunarferðir með íslenskum fararstjóra. 2, 3, 4 vikur. Brottför alla miðvikudaga. Verð frá kr. 29.800. (2 í hóteli með morgunmat í 2 vikur.) MÉniÍUiíÉÍÍ Ný viðhorf — Ódýrari sólarlandaf erðir Verð sem vekur athygli — Gerið verðsamanburð ¦>SH i t i i.;*o-.....'-'¦' lúxushótel og skemmtanalífið, sjórinn, sólskinið eins og fólk vill hafa það. íslenskir fararstjórar. Verð frá kr. 32.900, 2 í hóteli með morgunmat í 2 vikur. Apríl28d. Júlí/ágúst Maí23d. Júní22d. 22dagar Sept.22d. Okt.15d. Wallorca ¦HotelSaga mórgun/kv.mat 27.600 28.800 32.700 31.900 19.800 íbúðarhótel 4fíbúð 26.300 27.800 29,900 27.800 24.300 2 f íbúð 27.900 29,800 32.700 31.900 24.600 Costa Brava Ibúðarhótel 4ííbúð 24.900 26.900 28.400 26.900 18.400 2fíbúð 28.500 29.900 32.900 29.900 22.900 CostadelSol Ibúðarhótel 4iibúð 25.300 27.600 30.800 27.900 2 i íbúð 27.700 28.900 32.400 29.600 Risaþota og hagkvæmir samningar lækka ferðakostnaðinn. 'esturgotu vK., simar SOLRRFLUC 10661,221000^1533 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.