Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 3
.f
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986
3
Fiskveiðasjóður;
Lán vegna nýsmíði
f iskiskipa og innflutn-
ings heimiluð á ný
NÝ REGLUGERÐ um lánveiting- h*fa borizt innan 1
N Y REGLUGERÐ um lánveiting
ar Fiskveiðasjóðs tók gildi þann
28. febrúar sídastliðinn. Sam-
kvæmt henni er gert ráð fyrir
þvi, að sjóðurinn hefji að nýju
lánveitingar vegua nýsmíði fiski-
skipa eða innflutnings sam-
kvæmt ákveðnum reglum. Sjóð-
urinn hefur ekki veitt ný lán til
þessara hluta f tæp fjögur ár.
í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu segir meðal annars, að megin-
reglan við úthlutun lána vegna ný-
smiði eða innflutnings fískiskipa
skuli vera sú, að afkastageta fiski-
skipaflotans aukist ekki við það.
Skilyrði slíkra lánveitinga er að
skip, sem umsækjandi hefur átt og
rekið í að minnsta kosti eitt ár og
er af svipaðri stærð og afkastagetu
og hið nýja, verði endanlega strikað
út af skipaskrá. Umsókn um kaup
eða smíði á tilteknu verði þarf að
hafa borizt innan 12 mánaða frá
þvi, að sambærilegt skip hafi horfið
af skipaskrá og sé lánveiting ekki
heimil vegna skipa, sem horfið hafi
af skipaskrá fyrir-ársbyrjun 1985.
Sé skip keypt að utan skuli aldur
þess ekki vera yfir fjögur ár. Þá
séu allströng skilyrði sett um að
umsækjandi sýni fram á getu sina
til að fjármagna þann hluta kaup-
verðsins, sem sjóðurinn lánar ekki.
Hámark lána vegna nýsmíði innan-
lands verði 65% af kostnaðarverði
en 60% vegna notaðra eða nýrra
skipa, sem keypt kunni að verða
að utan. Lán til endurbóta á físki-
skipum skuli fyrst og fremst stuðla
að orkusparnaði og bættri aflameð-
ferð. Varðandi þessi lán muni áfram
gilda svipaðar reglur um lánahlut-
föll, en hins vegar verði um að
ræða nokkra lengingu á lánstíma.
Ekki er gerð breyting á eldri reglum
um lán til f iskvinnslu nnar.
Loðnuveiðarnar:
Heimilt að veiða
umfram kvótann
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að heimila loðnuskipum
lítilsháttar loðnuveiði umfram
úthlutaðan kvóta. Akvörðunin er
tekin í Ijósi markaðsaðstæðna.
í frétt frá ráðuneytinu segir, að
í þeim tilgangi að tryggja að unnt
sé að standa við gerða samninga
um sölu á loðnuhrognum og frystri
loðnu og til að treysta stöðu íslend-
inga á mörkuðum fyrir þessar af-
urðir hafi þessi ákvörðun verið
tekin. Það, sem tekið verði umfram
kvóta, dragist síðan frá úthlutuðum
kvóta viðkomandi skipa við upphaf
næstu vertíðar.
Þá segir að þeir aðilar, sem hug
hafi á því að nýta sér þennan
möguleika, þurfi að senda beiðni
þar að lútandi til ráðuneytisins
ásamt upplýsingum um fyrirhugaða
umframveiði og ráðstöfun afla.
Óheimilt verði að hefja þessar veið-
ar nema fyrir liggi samþykki ráðu-
neytisins.
Grásleppuveið-
ar verða óheim-
ilar stærri bátum
— nema þeir hafi stundað þær á síðustu vertíð
l
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
nú gengið frá reglum um grá-
sleppuveiðar fyrir komandi ver-
tíð. Meðal helztu breytinga er að
ákvæði um leyfilegan netafjölda
verða felld úr gildi og veiðarnar
verði ekki háðar sérstökum leyf-
um ráðuneytisins. Ennfremur að
bátar stærri en 12 lestir fái ekki
að stunda veiðarnar, nema þeir
hafi gert það á siðustu vertið.
Reglurnar eru sem hér segir:
Veiðitími við landið allt verði frá
og með 10. marz til og með 15.
ágúst.
Felld verði úr gildi ákvæði um
leyfilegan netafjölda.
Veiðarnar verði ekki háðar sér-
stökum leyfum ráðuneytisins. Bát-
um 12 lestum að stærð og minni
verða veiðarnar heimilar en stærri
bátum því aðeins, að þeir hafi
stundað grásleppuveiðar á síðustu
vertíð og skilað skýrslu um þær.
Svæðaskipting verður óbreytt og
er bátum aðeins heimilt að stunda
veiðar á því svæði, þaðan sem þeir
eru gerðir út.
Vegna trygginga sjómanna skulu
aðilar fyrir upphaf vertíðar tilkynna
til Félags grásleppuhrognafram-
leiðenda hyggist þeir stunda grá-
sleppuveiðar á komandi vertíð.
Allir veiðimenn skuli skila
skýrslu um veiðarnar til Fiskifélags
Islands með sama hætti og undan-
farin ár. Að öðrum kosti verða þeim
ekki greiddar verðbætur úr Afla-
tryggingasjóði sjávarútvegsins.
Verður skýrslueyðublöðum dreift til
þeirra aðila, sem tilkynna sig til
Félags grásleppuhrognaframleið-
enda.
KARNABÆR
'Austurstræti 22, Laugavegi 66, Laugavegi 30,
Glæsibæ — Sími frá skiptiborði 45800.