Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 61
wAM.sm%>Aam ííom MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 61 Minning: Unnur Magnúsdótt- ir, Sauðárkróki Fædd 29. júní 1894 Dáin 17. nóvember 1985 Unnur var fædd 29. júní 1894 á Hlíðarenda við Sauðárkrók. For- eldrar hennar voru hjónin Guðný Jónasdóttir og Magnús Benedikts- son, sem bæði voru orðlögð fyrir dugnað og drengskap. Frá Hlíðar- enda lá leið fjölskyldunnar niður í Krók þar sem Magnús byggði bæ og nefndi Árbæ. Stóð hann nokkru fyrir sunnan þorpið. Síðar fluttust þau út á Eyri, þar reisti Magnús annan bæ, sem hlaut nafnið Háeyri. Ég kynntist Unni fyrst er ég var barnfóstra hjá Margréti Hemmert og Eysteini kaupmanni Bjarnasyni. Frú Helga Guðjónsdóttir, fóstra Eysteins, var góð vinkona Guðnýjar móður Unnar. Guðný, sem þá var blind orðin, naut umönnunar Unnar og manns hennar, Jóns Björnsson- ar. Frú Helga fór oft í heimsókn til Guðnýjar og kom þá ósjaldan í minn hlut að fylgja henni. Alltaf varð ég að þiggja einhverjar góð- gerðir, ef svo vildi til, að Guðný væri uppiskroppa með sælgæti kallaði hún á Unni og bað hana að gefa mér köku eða kleinu, sem ég ávallt þáði með þökkum, því bakk- elsið hennar Unnar var óviðjafnan- legt. Mér er minnisstætt frá þessum dögum, hve Unnur fagnaði vel þeim sem lögðu leið sína á heimili hennar. Hlýtt viðbót, hýrlegt bros og hvikar og léttar hreyfingar fóru ekki fram- hjá neinum, sem til hennar komu. Allt fas hennar bar vott um reisn og glæsileik. Hún var þrifin með afbrigðum og bar heimilið þess merki í stóru og smáu. Þar var allt f röð og reglu. Það var mikil vinna húsmóður á barnmörgu heimili, að halda öllu hreinu og þvo alla þvotta á bretti. Þá voru enn kolaeldavélar, rafmagn var aðeins til ljósa. Unnur hafði snemma orðið að vinna hörðum höndum. Hún var 12 ára, næst elst fjögurra systkina, er faðir hennar lést á besta aldri úr taugaveiki er svo var nefnd, og móðuramma hennar einnig. Bæði voru þau Unni afar kær. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um erfiðleikana hjá fátækum barnafjöl- skyldum á þessum árum, þegar fyrirvinnan féll skyndilega frá. Engar almannatryggingar, aðeins hreppstjórinn til að hlaupa undir bagga og sjaldan voru þær hirslur opnar nema í hálfa gátt þegar best 'ét. Fjölskyldan var sett í sóttkví, sem stóð vikum saman. Þau fengu ekki að fylgja ástvinum sínum til grafar og máttu ekki koma í nám- unda við þorpið eða annað fólk í 17 vikur. Þetta var erfiður tími. En góðir vinir með sóknarprestinn, séra Árna Björnsson fremstan í flokki, réttu hjálparhönd og gerðu sitt til að milda erfiðleikana. Þessir atburðir skildu eftir djúp sár í viðkvæmri barnssál og greru reyndar aldrei, þótt Unnur ætti eftir að lifa langa ævi. Guðný lét mótlæt- ið ekki buga sig. Hún seldi bæinn sinn til að greiða allar skuldir, sem urðu til meðan á veikindunum stóð. Hún fluttist með börnunum sínum fjórum inn í Krók, leigði sér hús- næði og vann fyrir fjölskyldunni með saumaskap og öðru er til féll. En æði oft mun hafa verið þröngt íbúi. Unnur fór í sveit á sumrum og mun hún hafa tekið sér það nærri, að þurfa að fara frá sinni kæru móður, en skyldræknin og dugnað- urinn brást ekki. Síðar fór hún í vist til Akureyrar og var þar í þrjú ár á góðu myndarheimili. Lærði Unnur þar allt er að húshaldi laut og bjó að því alla ævi. Frá dvölinni á Akureyri átti hún ljúfar minning- ar. Til Sauðárkróks lá svo leið henn- ar aftur til að líta til með móður sinni. Hún réðst sem vinnukona til Kristins Briem, kaupmanns, er þá rak umsvifamikla verslun á Sauðár- króki. Þar kynntist hún Jóni Björns- syni verslunarmanni, og giftust þau 16. maí 1919. Fyrsta búskaparárið voru þau í leiguhúsnæði en keyptu svo húsið Svangrund (Aðalgötu 17) og bjuggu þar alla tíð meðal heilsa og kraftar endust, eða í full 60 ár. Heimili þeirra var mótað af reglusemi og þrifnaði. Þau voru bæði bráðdugleg og atorkusöm, unnu langan dag. Hjá þeim var hvert verk unnið á réttum tíma og ekki dregið til morguns það sem átti og þurfti að gera í dag. Þau ólu börn sín upp við vinnusemi, trú- mennsku og heiðarleik í öllum störf- um. Það sæði féll ekki utangarðs. Jón og Unnur voru gestrisin og höfðingjar heim að sækja, enda komu margir til þeirra og nutu rausnarlegra veitinga. Kaffið henn- ar Unnar var rómað og ekki var meðlætið síðra. Hún hafði yndi af að veita öðrum og gleði hennar var ósvikin þegar hún sá að gestir hennar nutu þess, sem á borð var borið. Er ég kynntist mannsefni mínu, Magnúsi, syni Unnar og Jóns, og fór að venja komur mínar á Aðal- götu 17 var mér tekið opnum örmum. Ég fann frá því fyrsta að þar var ég alltaf velkomin. Fyrsta hjúskaparárið bjuggum við Magnús hjá þeim, en færðum okkur svo um set í næsta hús og áttum þar.heim- ilií20ár. Við tengdamamma höfðum því daglega einhver samskipti. Ég sótti- oft til hennar góð ráð og lærði af henni margt. Hún var gjöful og greiðvikin. Aldrei sá ég hana glað- ari en er hún hafði keypt eitthvað nýtilegt og fallegt til að gefa börn- unum eða ef hún gat glatt lítilmagn- ann. Unnur var stórlynd og hreinlynd, sagði sína meiningu afdráttarlaust. Hun átti stundum til að vera hrjúf og stutt í svörum, en allir sem þekktu hana vel vissu að grunnt var á viðkvæmni og hjartahlýju. Engan vildi hún særa að ósekju. Minnimáttar áttu sér öruggan mál- svarsmann þar sem hún var. Oft heyrði ég hana fara með, að gefnu tilefni, vísuna alkunnu „Illt er að halla á ólánsmann". Unnur var glaðlynd að eðlisfari og undi sér vel í góðum félagsskap. Hún var vel gefin og minnug með afbrigðum. Þegar kynni okkar hóf- ust veitti ég því fljótt athygli að hún gekk ekki heil til skógar. Hún þjáðist oft af óbærilegum höfuð- kvölum og gigt, en reyndi að láta það ekki buga sig og öll verk sín vann hún með prýði meðan stætt var. Þótt Unni liði best á heimaslóðum hafði hún mikið yndi af ferðalögum. Mest naut hún þess að heimsækja dætur sínar, eftir að þær höfðu stofnað eigin heimili, og aðra frændur og vini. Furðaði mig oft á kjarki hennar, einkum þegar hún að vetri til fór til Siglufjarðar með mjólkurbátnum, sem ekki sýndistt merkilegfleyta. Já, minningarnar eru margar og góðar. Ég var svo lánsöm að eignast vináttu Unnar og traust, sem aldrei brást. Börnum sínum og barnabörn- um var hún kærleiksrík móðir og amma, sem bar hag þeirra og vel- ferð mjög fyrir brjósti. Veit ég að þau eiga öll um hana ljúfar minn- ingar. Meðan kraftar entust helgaði hún líf sitt fjölskyldu og vinum, bað þeim daglega blessunar guðs í lífi og starfi. Ummæli Salomons í Orðkviðum 31:10-31 má flest til-* einka henni. Öllum, sem sýndu Unni vináttu, veittu hjálp og hjúkrun hin síðari ár, færum við hjónin alúðarþakkir. Guð blessi minningu Unnar Magnúsdóttur. Kristín Helgadóttir, Perth, Ástralíu. Minning: Sigurbergur Sigurðs- son, Stapa íNesjum Fæddur4.aprfll896 Dáinn 29. desember 1986 Hinn 7. janúar síðastliðinn var jarðsettur í Kirkjugarðinum við Laxá í Nesjum, Sigurbergur Sig- urðsson frá Stapa, en hann lést 29. desember sl. og skorti þá aðeins þrjá mánuði í nírætt. Síðustu miss- erin átti hann við nokkra vanheilsu að stríða, en hafði fram til þess tíma verið heilsuhraustur. Sigurbergur yar af aldamótakyn- slóðinni, fæddur skömmu fyrir alda- mótin, og hefur því náð að upplifa mjög stórfelldar breytingar á lífi og lifnaðarháttum landsmanna og ekki hvað síst í sinni heimabyggð. A þessum tíma var húsakostur til að mynda með svipuðu móti og við upphaf íslandsbyggðar. Sigurbergur fæddist á Stapa í Nesjum 4. apríl 1896, yngstur í hópi 6 systkina og eru þau nú öll látin. Foreldrar Sigurbergs voru hjónin Rannveig Halldórsdóttir og Sigurð- ur Jónsson bóndi á Stapa. Sigurður var sonur Steinunnar Finnbogad- óttur og Jóns Jónssonar frá Háhól, en foreldrar Rannveigar voru Guð- björg Magnúsdóttir og Hallur Sig- urðsson. Fráþví um aldamótin 1800 GuðlaugurJ. Alex- andersson — Kveðja Fæddur 9. nóvember 1894 Dáinn 22. janúar 1986 Laugardaginn 1. febrúar var jarðsettur frá Ingjaldshólskirkju afi minn, Guðlaugur J. Alexandersson, Sólbakka, Hellissandi. Guðlaugur fæddist 9. nóvember 1894. Foreldr- ar hans voru Alexander Guðlaugs- son og Guðrún Helgadóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Stapatúni, Hellissandi, þar til hann fór að heiman þá ungur drengur. Árið 1929 kvæntist hann Súsönnu Ketilsdóttur frá Stakkabergi á Hellissandi. Þau eignuðust 8 börn. Elsti sonur þeirra fórst af slysförum og var það mikið harmsefni. Bjuggu þau öll sín hjúskaparár á Sólbakka á Hellissandi þar til þau fóru. á Hrafnistu í Reykjavík árið 1980. Það kom upp í huga minn þegar ég byrjaði að skrifa þessa grein hve ljúft var að koma til afa og ömmu því oft kom fyrir að foreldrar mínir stoppuðu mig á nóttinni þegar ég lagði af stað með sængina mína i svefni til að fara að sofa hjá afa og ömmu. Afi var mjög trúaður maður og alltaf las hann fyrir mig bænir áður en ég sofnaði þær mörgu nætur sem ég svaf á heimili hans. Ég hafði alla tíð mikið dálæti á afa, sem engan skal undra, þar sem ég var svo mikið hjá honum og á því margar góðar minningar um hann. Ef eitthvað bjátaði á gat ég alltaf leitað til hans því hann var mér afskaplega góður. Ég heimsótti afa stuttu fyrir jól og var hann þá mikið lasinn en samt gat hann brosað og glaðst yfir að ég var að fara vestur á Sand til foreldra minna til að vera þar yfir jólin. Afi var lífsglaður maður, dugleg- ur og iðjusamur. Reglusamur og snyrtimenni mikið sem ekki leyndi sér á heimili hans og í öllum hans störfum. Lengst vann hann í Hrað- frystihúsi Hellissands, einnig hafði hann nokkrar kindur sér til gamans og eyddi hann mörgum stundum við að hugsa um þær eftir langan og strangan vinnudag, enda orðlagt hve vel hann hugsaði um kindurnar ogfjárhúsin. Við krakkarnir hlökkuðum til þegar sumarið var komið og byrjað var í heyskapnum sérstaklega þeg- ar farið var upp á tún eins og afí sagði, alltaf með nesti og heyjað frá morgni til kvölds. Afi og amma voru mjög samrýnd hjón og ánægð með sitt hlutverk í lífinu. Eiga þau 83 afkomendur sem er nokkuð stór hópur og enginn vissi betur en afi hvað afkomend- urnir voru margir, því hann var mjög ern og fylgdist vel með öllu til siðasta dags. Alltaf fannst afa gaman að fá gesti í heimsókn en sérstaklega Ijómaði hann þegar við barnabörnin komum með börnin okkar því honum þótti afar vænt um öll börn. Afi var heilsuhraustur og þrátt fyrir heilsuleysi seinni árin náði hann þessum háa aldri. Við sættum okkur frekar við dauðann þegar aldraðir og sjúkir fá hvíldina en alltaf er söknuðurinn mikill þegar ástvinur fellur frá. Ég veit að Guð varðveitir þig, elsku amma mín, sem nú sérð á eftir elskulegum og góðum eigin- manni. Guð varðveiti minninguna um elsku afa minn. Sigrún Fjóla Sigþórsdóttir hefur sama ættin búið á Stapa, en það var langafi Sigurbergs, Magnús Ólafsson, þá prestur í Bjarnanesi sem bjó þar þá. Sigurbergur var aðeins tveggja ára þegar faðir hans féll frá, og kom þá í hlut systkin- anna að annast um búskapinn ásamt móðurinni. Systkini Sigur- bergs voru Jón, fæddur 1880, dáinn 1967, Hallur, fæddur 1881, dáinn 1957, Ingibergur, fæddur 1884, dáinn 1910, Steinunn, fædd 1889, dáin 1970 og Sigurlaug, fædd 1892, dáin 1974. Steinunn giftist 1916 Ófeigi Jónssyni í Hafnarnesi og bjó þar, en hin systkinin bjuggu alla tíð á Stapa. Þar á bæ hafa margir dvalið lengri eða skemmri tíma. Þar ólust meðal annars upp Sigurveig Péturs- dóttir og síðar sonur hennar Rann- vér S. Sveinsson, nú búsettur í Kópavogi. Einnig ólst þar upp Guðlaug Guðmundsdóttir, nú búsett í Bjarnanesi. Á Stapa var ætíð mannmargt og var lengi vel tvíbýlt þar þótt öll vinna hafi verið stunduð þar í sameiningu og afrakstrinum deilt bróðurlega. Verkaskipting gerðist eðlilega og áreynslulaust, allt eftir færni og hugðarefnum hvers og eins. Fyrir utan hin daglegu störf voru smíðar sérsvið Sigurbergs, enda var hann hagur vel bæði á tré og járn. Um áratugaskeið smíð- aði hann skeifur fyrir sveitunga sína jafnframt því sem hann liðsinnti við aðrar smfðar. Á þriðja áratugnum var Sigurbergur nokkrar vertíðir á sjó eða sem landmaður. Þann 11. júní 1927 kvæntist Sigurbergur Björgu Einarsdóttur frá Meðalfelli, fædd 26. ágúst 1900, dáin 11. désember 1977, og bjuggu þau á Stapa í félagi við systkini Sigur- bergs. Þau eignuðust þrjú börn, Sigurð, fæddur 6. apríl 1928, Rann- veigu fædd 20. október 1929 og Einar fæddur 28. júli 1935. Sigurð- ur er bóndi á Stapa, en kona hans er Guðný Valgerður Gunnarsdóttir frá Vagnsstöðum í Suðursveit. Þau eiga 6 börn og 3 barnabörn. Rann- veig er húsfreyja á Dynjanda, gift Jens Olsen frá Reyðarfirði og eiga þau tvo syni. Einar er bóndi í Þinga- nesi, kvæntur Hönnu Jónsdóttur frá Akurnesi. Börn þeirra eru 5 og banabörn hafa þau eignast 4. Þegar ég kom fyrst í sveit að Stapa sumarið 1961 var eiginlega þríbýlt þar. Þá bjuggu í austur- bænum systkinin Jón og Sigurlaug og dvaldist ég hjá þeim ásamt fleiri börnum. Jón var gamall vinur afa míns, Björn Þorgrímssonar frá Borgum. J6n var þá orðinn nokkuð ellihrumur og lítt til verka fallinn lengur. Á heimilinu voru einnig Þorleifur Þorleifsson sem Rannveig móðir Sigurbergs hafði tekið í fóst- ur á unga aldri við fráfall foreldra hans, en hann fórst af slysförum þá um haustið 1961. Einnig var þar þá Björn Jónsson sem systkinin höfðu alið upp, nú búsettur f Reykjavík. I suðurbænum, eins og það var kallað, bjuggu annars vegar Sigur- bergur og Björg, en hins vegar Sigurður og Vala ásamt börnum sfnum. Þarna var einnig fjöldi barna á sumrin og dvöldu sum þeirra einnig vetrarlangt. Voru því oft upp undir tuttugu manns yfir sumartím- ann og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast og nýtt að læra. Sigurbergur og systkini hans voru ákaflega gott og glaðlynt fólk og vinnusöm með eindæmum, en búskaparhættir voru þá talsvert ólíkir því sem nú er, hraðinn ekki jafh mikill og nú og ekki búið að stilla bændum upp við vegg með alls kyns boðum og bönnum. Þessi aldamótakynslóð vissi því mjög vel að margt smátt gerir eitt stórt og að iðni er auðnu móðir. Ekki er þó svo að skilja að Stapabændur hafi látið tæknivæðinguna fram hjá sér. fara þvi vélmenning hélt þar innreið sína á svipuðum tíma og annars staðar í grenndinni, en þá var ný kynslóð tekin við forystunni, Sig- urður og framan af Björn Jónsson og kunnu þeir brátt góð skil á öllu er laut að vélum og viðhaldi þeirra. En þótt bylting yrði í öllum búnað- arháttum og viðhorfum til sveita- starfa létu menn eins og Sigur- bergur það lítt á sig fá, bóndinn í honum sjálfum var samur við sig, og hann tók öllum breytingum með jafnaðargeði. Hann hugsaði um og gladdist yfir sínum ám og kúm eftir sem áður og var alltaf með hugann við búskapinn. Með Sigurbergi er fallinn frá síð- asti fulltrúi aldamótakynslóðarinn- ar á Stapa og má því segja að tíma- mót séu í lífinu þar á bæ og tími stórfjölskyldunnar liðinn. Aðdáun- arvert var hve sambýli kynslóðanna var gott, og ekki síst vert að minnast þess hve Vala kona Sigurð- ar annaðist vel um systkinin þrjú' er elli tók að sækja æ fastar að þeim. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja Sigurberg og þykist viss um að ég tala þar fyrir hönd allra þeirra sem fengu að dveljast á Stapa um lengri eða skemmri tíma bæði fyrr og sSðar. Unnur Ólaf sdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.