Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 42
42 ------ MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 2. MARS1986 ——--------------- '.¦h<.>,iÁ^\'..{jl(í\.lnV:>MihV. -H NNGBREF . eftir STEFÁN FRIDBJARNARSON Fóstureyðingar af félagslegum ástæðum: Níuaf hverjum tíu Þingmenn deila um þrengingu heimilda „Með lögum nr. 25. frá 22. maí 1975 vóru heimildir til fóstureyð- inga rýmkaðar. Afleiðingarnar liafa ekki látið á sér standa. Fóstur- eyöingum hefur fjölgað ískyggilega. Skráðar fóstureyðingar hér á landi á hverja 100 lifandi fædda árið 1965 vóru 1,4, árið 1970 2,5, árið 1975 6,3, árið 1980 11,6, árið 1981 13,7, árið 1982 14,1 og árið 1983 15,7." Þannig komst Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, að orði er hann mælti fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum, þess efnis, að svokallaðar félagslegar ástæður falU niður sem réttlæting fóstureyðingar. Frumvarpið mætti harðri andstöðu. Rökstuðnings þingmanna — bæði með og móti — verður lítillega getið í þingbréf i í dag. Mikil aukning fóstureyðinga Þorvaldur Garðar Kristjáns- son hélt því fast fram að rýmkun heimilda til fóstureyðinga 1975 hafí leitt til ískyggilegrar fjölgunar þeirra. Hann sagði orðrétt: „Á árinu 1965 vóru fóstureyð- ingar 68, árið 1970 99, árið 1975 274, árið 1980 523, árið 1981 597, árið 1982 613, árið 1983 687 og árið 1984 730. Þetta er reynsla okkar af því að heimila fóstureyð- ingar af svokölluðum félagslegum ástæðum. Aukning fóstureyðinga frá því lögin vóru sett 1975 er eingöngu til þeirra að rekja. Raunar hefur fóstureyðingum af læknis- fræðilegum ástæðum ekki fjölgað síðustu árin. Það eru nú um 9 af hverjum 10 fóstureyðingum fram- kvæmdar af svokölluðum félagsleg- um ástæðum." Samkvæmt gildandi lögum í dag er fóstureyðing heimil af þrenns konar ástæðum: 1) Af læknisfræði- legum ástæðum, 2) Ef konu hefur verið nauðgað og 3) Af félagslegum ástæðum. Frumvarp Þorvaldar og fleiri þingmanna felur það í sér að þrengja heimild til fóstureyðinga á þann veg, að fella niður félagslegar ástæður sem heimild til þessarar aðgerðar. Hvernig á við að bregðast? Þorvaldur Garðar Kristjáns- son sagði engan neita því að félags- leg vandamál væru fyrir hendi. „Bágar heimilisaðstæður vegna ómegðar eða alvarlegs heilsuleysis eða þroskaleysi móður geta skapað félagsleg vandamál," sagði hann, „en spurningin er, hvernig á að bregðast við þeim vanda?" Afram segir Þorvaldur: „Þjóð- félag, sem leyfir fóstureyðingar af félagslegum ástæðum, lítur fram hjá hinum raunverulega vanda. Það er þjóðfélag, sem sættir sig við óleyst vandamál, því félagslegur vandi verður ekki leystur nema með félagslegum ráðstöfunum." Þorvaldur sagði það „siðferðilega skyldu að varðveita líf, jafnvel líf ófædds barns." Fóstureyðing eigi því ekki að koma til greina nema af læknisfræðilegum ástæðum, eða að telja megi auðsætt að barnið verði svo vangefið að ekki verði komist hjá örþrifaráðum, eða kona hafi orðið þunguð við refsivert at- ferli. Framsögumaður boðaði hins- vegar nauðsyn aðgerða til að bæta stöðu kvenna, sem eignuðust börn við erfíðar félagslegar aðstæður. Þjóðfélagið yrði að taka sjálfu sér tak til að búa í haginn fyrir fólk með erfíðar félagslegar aðstæður, einkum verðandi mæður, sem og börn á fyrstu aldursárum þeirra. „Fóstureyðing ævin- lega nauðvörn" Helgi Seljan (Abl.-Al.) kvaðst HER HEFST VEGFERÐ FLESTRAISLENDINGA Á Landspítalalóð eru fjölmargar heilbrigðisstofnanir; hus sem vaka allan sólarhringinn, allt árið. Fjölmargir fá þar bata, eða a.m.k. nokkra heilsubót. Nokkrir kveðja jarðlífið, sem fyrir okkur öllum liggur að gera í fyllingu tímans. Eitt er það hús á Landspítalalóð sem öðrum húsum fremur er tengt gleði, vonum og framtíð lands og þjóðar. Það er fæðingardeildin. Sennilega hafa fleiri íslendingar litið tilveruna fyrsta sinni opniun augum innan veggja þessa húss en nokkurs annars, brosað þar, hjalað og grátið. Onnur hlið á málum eru svo fóstureyðingar. Arið 1970 vóru framkvæmdar 99 fóstureyðingar, svo vitað sé, hér á landi. Þær vóru hinsvegar 730 árið 1984. Þessi hlið mála kom til umræðu á Alþingi í febrúarmánuði næstliðnum. Þingbréf speglar í dag þá umræðu að hluta til. virða skoðanir Þorvaldar, sem fram kæmu í máli hans, „þó ég hafi áður lýst því yfir að ég er þeim ósam- mála". Helgi kvaðst taka heilshugar undir það, þó hann hafí „lýst and- stöðu við meginefni frumvarpsins", þrengingu heimildar til fóstureyð- ¦ ingar, að nauðsyn bæri til að efla „félagslega samhjálp". Betur væri ef slíkt mætti greina „í verki hjá núverandi ríkisstjórn", sagði hann. Helgi Seljan minnti og á tvennt, sem viðgengist hefði áður en heim- ildir vóru rýmkaðar: 1) Ólöglegar fóstureyðingar, 2) Fóstureyðingar erlendis hjá þeim sem efni höfðu á. Meginröksemd Helga, gegn þrengingu heimildar til fóstureyð- ingar, sagði hann felast í „trausti og trú á dómgreind íslenzkra kvenna til að fara með þetta vald", þ.e. rétt til fóstureyðingar af félags- legum ástæðum. „Fóstureyðing er ævinlega nauðvörn," sagði Helgi, „neyðarúrræði, sem til er gripið í allra síðustu lög." Ábyrgð kvenna á eigin málum Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir (Kl.-Rvk.) sagði það „bar- áttumál allra kvennahreyfínga að tryggja konum þau grundvallarrétt- indi, sem nauðsynleg eru til þess að þær geti sjálfar borið ábyrgð á lífi sínu og gjörðum og átt nokkurt val þar um sem ábyrgir, sjálfstæðir og fullveðja einstaklingar". Umrædd lög frá 1975 hafi haft tvíþættan tilgang. Í fyrsta lagi hafí þau átt að stuðla að stóraukinni almennri fræðslu um kynlíf og barneignir og „ódýrum, aðgengileg- um getnaðarvörnum fyrir alla", til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Þessum þætti hafí ekki verið fylgt nægilega eftir. í annan stað hafi konum verið „fengin þau réttindi og jafnframt sú skylda, að bera sjálfar ábyrgð í þessum efnum, bæði fyrir sjálfum sér, samfélagi sínu og skapara sínum. Með öðrum orðum: íslenzkum konum var og er treyst til að bera ábyrgð sjálfar á líkama sínum og lífí og þar með einnig því lífí sem þær geta fætt af sér, enda eðlilegt og réttmætt þar sem konur eru fullveðja, ábyrgir og sjálfstæðir einstaklingar". Sigríður Dúna kvað Kvennalista- konur vila „breyta þessu þjóðfélagi á þann veg að konur þyrftu ekki að grípa til þess neyðarúrræðis að eyða fóstri". Meginröksemd þeirra, sem þrengja vilja heimild til fóstur- eyðinga, sé sú í greinargerð frum- varpsins, að félagslegan vanda eigi að leysa með félagslegum úrbótum. Hvar vóru flutningsmenn þessa frumvarps, spurði Sigríður Dúna efnislega, þegar við fluttum frum- varp um lengingu fæðingarorlos og óskert kjör foreldra meðan á fæð- ingarorlofi stendur? Andstaða úr fleiri áttum Tveir aðrir þingmenn, Eiður Guðnason (A.-Vl.) og Kolbrún Jónsdóttir (Bj.-Nv.), lýstu and- stöðu við frumvarpið, þ.e. þreng- ingu heimildar til fóstureiðingar. Eiður sagði m.a. að „eins og þessum málum væri nú háttað hér í þjóðfélaginu séu þau með tiltölu- lega skaplegum hætti og það sé ekki ástæða til að gera þær breyt- ingar sem hér er gert ráð fyrir (þ.e. i frumvarpi Þorvaldar o.fl.)". Hinsvegar gagnrýndi Eiður þing- menn Kvennalista, sem „hafi verið að flytja frumvörp til útgjalda án þess að gera nokkra grein fyrir því, hverning skuli mæta þeim . . . Þetta er ódýr aðferð til að slá sér upp . . . Og þetta eru óskaplega ómerkileg vinnubrögð." Eiður gagnrýndi Kvennalistakonur einnig fyrir það að tala aðeins um „rétt kvenna í sambandi við það að eiga börn. Börn eru ekki eingetin", sagði hann. Kolbrún Jónsdóttir (Bj.-Ne.) taldi frumvarp Þorvaldar fela í sér skref aftur á bak ef afnema eigi Iðnrekendur Félagsf undur um kjarasamninga: Stjórn Félags íslenskra iðnrekenda boðar til fundar, til að kynna nýgerðan kjara- samning og aðgerðir ríkisstjómarinnar. Tími: Mánudagur 3. febrúar n.k. Staður: Hallveigarstígur 1 (fundarsalur í kjallara). Hvetur stjórnin iðnrekendur til þess að mæta á fundinn og ræða þessi mál í Ijósi nýrra viðhorfa. FÉLAG ÍSLENSKRAIÐNREKENDA FÉLAGÍSLIDNREKENDAHALLVEIGARSTÍG 1.SÍMI 27577 Til sölu / Tilboð Stórglæsilegur Dodge Diplomat árgerð 1978, sjálf- skiptur, vökvastýri, raflæsingar, rafdrifin sæti og speglar. Ath. Bíllinn er aðeins ekinn 20.000 km. einn eigandi. Upplýsingar um þennan einstaka bíl eru í síma 84495 ídag og næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.