Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.1986, Blaðsíða 21
vm 8HAM .s íujoachmvíus ,cnaAjai^uosoM ¦"-¦¦-'* )RGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 0£ 21 Benedikt Gröndal sendiherra í Svíþjóð: Feiknarlegt tómarúm við fráfall Palme Þjóðin hefur orðið fyrir áfalli, menn eiga erfitt með að trúa því að önnur eins ótíðindi geti gerst í þessu landi. í dag ríkir sorg um allt landið, fánar í hálfa stöng, kirkjuklukkur hringdu í morgun og skemmtunum hefur verið aflýst. En ríkisstjórn landsins starfar áfram. Ingvar Carlsson, aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við af Palme, og sat stjórnin á fundi í alla nótt," sagði Benedikt Gröndal, sendiherra íslands í Svíþjóð, í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Carlsson tekur sjálfkrafa við. Hins vegar er stjórnarskrá Sviðþjóðar þannig að stjórnin verður að fara frá ef forsætisráðherra deyr. Þessari ríkis- stjórn verður mjög fljótlega veitt lausn og gerir forseti þingsins það. Stjórnin situr áfram sem bráða- birgðastjórn og hefur öll völd venjulegrar ríkisstjórn- ar utan hvað hún má ekki leysa upp þingið og efna til kosninga. Síðan fer í gang nákvæmlega sama atburðarás og þegar mynduð er ríkisstjórn t.d. eftir kosningar. Það fyrsta, sem nú gerist, er að jafnaðarmenn þurfa að ákveða hver verður formaður flokksins fram að næsta flokksþingi. í flokknum er enginn varaformaður. Ég vil ekki segja um það hver er lík- legastur sem næsti formaður, en af ráðherrum og forystumönnum flokksins eru þrír taldir áhrifamest- ir. Það eru Ingvar Carlsson, forsætisráðherra, Kjell- Olof Feldt, fjármálaráðherra, og Sten Anderson, utanríkisráðherra. Menn eru lítið farnir að hugsa um þetta, en framkvæmdastjórn Jafnaðarmanna- flokksins hér kemur saman klukkan tvö í dag. Það er hún, sem nú hefur stjórn flokksins í hendi sér. í henni eru að ég hygg fimm menn." Ingvar naut trausts Palme „Ingvar Carlsson hóf snemma þátttöku í stjórn- málum innan Jafnaðarmannaflokksins og hann varð kornungur forseti sambands ungra jafnaðarmanna hér. Síðan hefur hann statt og stöðugt hækkað í tign, hefur gegnt ýmsum ráðherrastörfum og þegar Palme varð aftur forsætisráðherra 1982 gerði hann Ingvar að aðstoðarforsætisráðherra. Jafnframt hefur Ingvar haft ýmis önnur málefni á sinni könnu, svo sem rannsóknir, umhverfismál og ýmislegt fleira; framtíðarmál, sem kunna að vera ofarlega á baugi á næstunni. Palme hefur verið mjög virkur í utan- ríkismálum síðustu ár og ferðast töluvert í þeim erindum. Ingvar hefur gegnt embætti forsætisráð- herra í fjarveru Palme. Ingvar hefur notið fulls trausts Palme og margir búast við því að Jafnaðarmannaflokkurinn vilji sem minnsta röskun þegar svona atburður gerist og því séu mestar líkur á því að hann verði kjörinn til forystu fram að næsta flokksþingi. Fátt nýtt hefur komið fram um morðingjann. Blaðamannafundur var haldinn á lögreglustöðinni fyrir skömmu og þeir gáfu almenna lýsingu á morð- ingjanum sem komst undan og hefur hún verið send um allt landið. En engar upplýsingar liggja fyrir, sem gefa til kynna hver hann sé, hvar hann sé, eða hvort þetta sé pólitískt morð eða ekki. Það má heita að öll landamæragæsla hafi verið margfölduð og grannt er fylgst með brottför fólks úr landinu. Lögreglan er auðvitað í viðbragðsstöðu um allt land og vinnur að málinu." Sterkur og virkur leiðtogi — Hvaða áhrif hafði þess atburður á þig? „Ég á nú erfitt með að lýsa því. Bæði þekkti ég Palme persónulega og hef hitt hann öðru hverju í tuttugu ár. Þetta var reiðarslag og þegar mér var sagt þetta í síma ofan af íslandi gat ég varla trúað því eða áttað mig á því. Það er einkennilegt, en það var hringt í mig frá Reykjavík og þá höfðu fréttir af morðinu verið í útvarpinu þar. Það var ekki fyrr en ég hafði heyrt þessa frétt endurtekna oftar en einu sinni að ég áttaði mig á því að þetta væri rétt. Þetta er náttúrulega með ólíkindum. Maðurinn var þarna varnarlaus og engir lífverðir í fylgd með honum. En þetta var hans eðli: Hann átti erfitt með að sætta sig við að vera undir stöðugu eftirliti og vildi eiga sitt einkalíf. Þannig að það kom fyrir að hann fór í leikhús, kvikmyndahús eða í heimsókn til vina sinna án lögregluverndar. Og það gerðist nú. Hann reyndi að eiga sér örlítið horn í tilverunni þar sem hann gæti verið án stöðugs eftirlits. En þótt Svíþjóð sé opið land og forsætisráðherrann hafí haft þessa afstöðu þá er öryggisgæsla á erlend- um gestum og sendiherrum mjög nákvæm og mikil hér. Enda ástæða til þess. Ekki þarf þó að hafa sérstakan viðbúnað við sendiráð nú, þar er ætíð vörður meðan þau eru opin og sendiherrar, sem taldir eru í sérstakri hættu, fyrir þjóðernis sakir hafa einn til tvo og jafnvel þrjá lífverði sem fylgja þeim allan sólarhringinn. Þeir verða að sætta sig við algert eftirlit, sem Palme vildi helst smeygja sér undan öðru hverju. Palme hefur verið ákaflega sterkur og virkur leiðtogi, hugmyndaríkur maður, sem hafði trygga fótfestu í sínum flokki og í sænskri pólitík. Það er því feiknarlegt tómarúm sem myndast við skyndilegt fráfall hans," sagði Benedikt Gröndal að lokum. f Stofnun Árna Magnússonar. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður stofnunarinnar, sýnir sænsku forsætis- ráðherrahjónunum mestu dýrgripi íslensku þjóðarinnar, handritin. Einn hinna erlendu fyrirlesara, Bengt Wanselius, ræðir hér um Ijós- myndaskóla í Gautaborg. Ljósmyndarafélag íslands 60 ára LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS hélt upp á 60 ára afmæli sitt á Hótel Esju þann 22. febrúar sl. í.tilefni afmælisins var haldin ljós- myndasamkeppni meðal félagsmanna og nema þeirra. Fimm fyrirles- arar frá Norðurlöndunum héldu erindi og forseti Norræna sambands- ins, Börje Söderholm frá Finnlandi, tilkynnti úrslit samkeppninnar í af mælishofi á Hótel Esju. Verðlaun voru veitt í tveim flokk- um, andlitsmyndum og frjálsu myndefni og hlaut Guðmundur Kr. Jóhannesson 1. verðlaun í fyrr- nefnda flokknum, en Anna Fjóla Gísladóttir fékk fyrstu verðlaunin í hinum síðarnefnda. Ljósmyndarafélag íslands var stofnað 7. janúar 1926, stofnendur voru 18 og eru 2 þeirra á lífí, Sig- urður Guðmundsson sem um mörg ár var formaður félagsins og Óskar Gíslason en hann var gjaldkeri um tíma. í tilefni 60 ára afmælisins var Guðmundur A. Erlendsson gerður að heiðursfélaga, en hann hefur verið gjaldkeri sl. 26 ár. Heiðurs- félagar eru því fjórir, auk Guð- mundar Sigurður Guðmundsson,. Óskar Gíslason og Guðmundur Hannesson. Meðal fyrirlesara var Bengt Wansehus, en hann sagði frá nýjum ljósmyndaraskóla í Gautaborg þar sem umsækjendur eru að jafnaði 400, en eingöngu 40 komast að. í ljósmyndasamkeppnina bárust 130 myndir og hefur félagið hug á að sýna þær ef húsnæði verður fyrir hendi. Dómnefndina skipuðu menn frá hinum Norðurlöndunum, einn frá hverju landi. Stjórn Ljósmynd- arafélags íslands skipa nú Þórir H. Óskarsson formaður, Leifur Þorsteinsson varaformaður, Heimir Stígsson ritari, Jóhannes Long gjaldkeri og Anna Fjóla Gísladóttir bréfritari. Norðurbær — Haf narfjörður Vorum að fá í einkasölu gullfallega 6 herb. 122 fm íb. á 2. hæð í nýlegu fjölbýli sem skiptist í: Eldhús með góðum innr., þvottahús og búr innaf, stofu, borðstofu, Ijós teppi, hol, sjónvarpskrók, 4 svefnherb. og baðherb. með innr. Falleg sameign. Suðursvalir. Upplýsingará skrifstofunni. VALHÚS S:B51122 FASTEIGNASALA ¦ Valgeir Kristinsson hrl. Roykiavtkurvogi bo ¦Sueinn Sigurjónsson sölustj. Bújörðínágrenni Reykjavíkur Til sölu 200 ha bújörð í nágrenni Reykjavíkur. 40 ha ræktað land. Jörðin selst án áhafnar og véla og er laus til ábúðará næstu fardögum. Nánari upplýsingar veitir íj^fl FASTEIGNA & m MARKAÐURINrv Óðinagotu 4, aímar 11540 — 21700. Jón QuomundM. aoluati., L*ó E. Lttv* löflfr., Magnúa GuMaugMon Wgfr. Olof Palme og kona hans, Lisbeth, med Kristjáni heitnum Eldjárn, forseta íslands, og Halldóru, konu hajaJfaBQÚl var tekin á Bessastiuhiiatimsttáriá.1973. ___.____________— - Vantar þig íbúð í nýja miðbænum? 2iaherb.,3iaherb.oq5herb.íbúðir viðOfanleiti7og9tilafh.strax Ibúðirnar eru -á 1., 2. og 3. hæð. Seljast tilb. u. tréverk, sameign frág. innan og utan. Bílskýli er með öllum íbúðunum nema 2ja herb. Allar íbúðir með sérþvottahúsi. Nánari uppl. á skrifst. okkar. 28444 Opið 1-4ídag HÚSEICNIR &SKIP VELTUSUNDI1 SIMI 28444 Daniel Árnaaon, lögg. ta»t. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.