Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986
Einn af hverjum tíu
„alnæmissjúklingum“
var með gervialnæmi
Los Angeles, Bandaríkjunum, 19. mars. AP.
SJTJKDÓMAR eins og berklar,
hjartveiki og jafnvel vöðva-
spenna hafa verið greindir sem
alnæmi, að sögn bandarisks vís-
indamanns. Hann komst að þvi,
að tiundi hver sjúklingur úr hópi
fólks, sem sent hafði verið til
meðferðar vegna alnæmis, var
haldinn öðrum meinum.
Rannsóknamiðurstöður hans
voru birtar í marshefti bandaríska
læknaritsins The Westem Joumal
of Medicine“ og tóku þær til allra
sjúklinga, 80 talsins, sem komu til
meðferðar hjá alnæmisstofnun
Kalifomíuháskóla á ákveðnu tíma-
bili, samkvæmt tilvísun lækna.
„Það vakti undmn okkar að
komast að raun um, að einn af
hverjum tíu sjúklingum, sem vísað
var til okkar, vegna þess að alnæmi
hafði greinst hjá þeim, var með
aðra sjúkdóma, eða “gervialnæmi"
eins og við höfum kallað það, sagði
dr. Harry Hollander, forstöðumaður
stofnunarinnar.
„Það er áríðandi, að rækileg
athugun liggi til gmndvallar slíkri
sjúkdómsgreiningu, til að forðast
megi hvort tveggja - að valda sjúkl-
ingunum ótta og tefja fyrir að þeir
fái rétta meðferð," sagði Hollander.
Moskva:
Mótmæla „ögrandi“
siglingn tveggja
bandarískra skipa
Moskvu, 19. mars. AP.
SOVETMENN afhentu banda-
ríska sendiherranum i Moskvu í
gær mótmælaorðsendingu, þar
sem haldið er fram, að tvö banda-
risk herskip hafi i síðustu viku
farið inn í sovéska lögsögu úti
fyrir Svartahafsströndinni.
Tass-fréttastofan greindi frá
mótmæiunum, og talsmaður sov-
éska utanríkisráðuneytisins, Vlad-
imir Lomeiko, ítrekaði þau á fundi
með fréttamönnum og kvað sigl-
ingu skipana hafa verið „ögrandi".
Lomeiko sagði, að tvö bandarísk
herskip, beitiskipið Yorktown og
tundurspillirinn Caron, hefðu hinn
13. þ.m. farið sex mílur inn fyrir
sovéska iögsögu úti fyrir sunnan-
verðum Krímskaga og haldið kyrru
fyrir í u.þ.b. tvær klukkustundir,
áður en þau hefðu haldið á brott.
Hann neitaði að skýra frá því, hvort
sovéski herinn hefði gripið til ein-
hverra aðgerða til að stugga við
bandarísku skipunum.
í gær viðurkenndi bandaríska
utanríkisráðuneytið, að skipin hefðu
farið inn í sovésku lögsöguna, en
neitaði, að það hefði verið gert í
„ögrunarskyni". „Þama var aðeins
látið reyna á þann rétt samkvæmt
alþjóðalögum, að skipum sérhvers
ríkis sé heimilt að fara í friðsamleg-
um tilgangi inn í lögsögu annarra
ríkja.“
Sikileyjarbrúin
AP/Símamynd
Á myndinni sést hugmynd listamanns um
hvernig Sikileyjarbrúin muni líta út en hún
mun hafa lengsta brúarhaf allra brúa í heim-
inum. Brúin, sem verða mun 3,3 km á lengd,
mun hafa nær helmingi lengra brúarhaf en
brúin yfir Humbruósa í Bretlandi sem nú er
í fyrsta sæti.
Bandaríkin:
Sovétmenn undirbúa
tilraiuiasprengingar
Washington, 19. mars. AP.
SOVÉTMENN halda áfram að undirbúa nýjar tilraunir
með kjarnorkuvopn þrátt fyrir að þeir lýstu því yfir á sl.
sumri, að þeir ætluðu að hætta þeim um stundasakir a.m.k.
Bandarískir embættismenn skýrðu frá þessu í gær, þriðju-
dag.
Bandarísku embættismennimir
sögðu, að myndir, sem teknar hefðu
verið úr gervihnöttum af tveimur
tilraunastöðum, sýndu að þar hefðu
verið grafiiar miklar gryflur fyrir
kjamorkusprengjur. Kváðust þeir
ekki vita hvort eða hvenær Sovét-
menn sprengdu sprengjumar.
Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj-
anna, lýsti því yfir í ágúst sl., að
ekki yrðu gerðar neinar tilraunir
með kjamorkuvopn fram til 1.
apríl nk. en nú fyrir nokkru fram-
lengdi hann þennan tíma um ótil-
tekinn tíma eða þar til Bandaríkja-
menn hefðu gert slíka tilraun.
Reagan, Bandaríkjaforseti, féllst
ekki á að hætta tilraunum en bauð
hins vegar Sovétmönnum að senda
eftirlitsmenn á vettvang til að fylgj-
ast með tilraun, sem gerð verður í
næsta mánuði. Vildi hann með því
sýna Sovétmönnum, að tilrauna-
sprengjur Bandaríkjamanna em
innan við 150 kílótonna mörkin,
sem kveðið er á um í samningum
Bandaríkjamanna og Sovétmanna
AUDI 100 — bíll hinna vandlátu
AIÍDI 100 heíur lægsta vindstuðul fjöldaframleiddra bíla - cd. 0.30
AUDI 100 er með zink ryðvörn frá verksmiðju
IhIhekla
J Laugavegi 170-172 &'r
VHF
Sími 21240
frá 1974.
Bandarískir embættismenn hafa
haldið því fram, að Gorbachev hafí
ákveðið að hætta um sinn við til-
raunasprengingar að lokinni mikilli
tilraunahrinu með ný vopn.
Noregur:
Rannsóknir
á norður-
ljósum fyrir-
hugaðar
NORSKIR eðlisfræðingar vonast
tíl að evrópska geimrannsókna-
stofnunin (ESA), sem Noregur
mun fá aðild að á næsta ári,
muni gangast inn á tillögu þeirra
um að senda ómannaða rann-
sóknastofu á braut umhverfis
jörðu í þeim tílgangi að afla
meiri þekkingar á norðurljósum.
í rannsóknaráætluninni felst að
kanna til fulls hvaða eðlisfræði-
leg fyrirbæri það eru sem valda
myndun norðurljósana. Um yrði
að ræða hluta geimstöðvaáætiun-
ar sem ESA og bandaríska geim-
vísindastofnunin NASA munu
standa að í sameiningu.
Tillagan um þátttöku Norð-
manna í rannsóknaráætluninni
hefur verið sett fram af vísinda-
mönnum við eðlisfræðistofnun
Bergenháskóla. Mælitækin sem
send verða út í geimin munu verða
hönnuð og jafnvel einnig smíðuð $
NoregL Þátttaka í þessari áætlun
verður Norðmönnum töluvert kosn-
aðarsöm ef af verður, og er áætlað
að kosnaðarhlutur þeirra verði
nokkrar milljónir norskra króna.
(Heimild: Norinform)