Morgunblaðið - 20.03.1986, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið.
Gerðuberg:
menningarmiðstöð,
bókasafn
Um Szymanowski
fyrsta fiðlukonserl
Breiðholtsbyggð, þar sem
nú búa um tuttugu og
fímm þúsund manns, reis að
meginhluta á rúmum áratug.
Þetta var byggingarsögulegt
afrek, sem fyrst og fremst
hvfldi á herðum þeirra einstakl-
inga, er hlut áttu að máli. Sá
herzlumunur, sem gerði þetta
afrek mögulegt, kom frá fram-
sýnni borgarmálaforystu og
með samvinnu ríkisvalds og
verkalýðshreyfíngar á þeirri
tíð, sem leiddi til sérstakrar
byggingaráætlunar til að ltysa
brýnan húsnæðisvanda.
Reykjavíkurborg hefur fylgt
fram sínum hlut, að því er
varðar samfélagslega þjónustu
sveitarfélags í þessu nýja borg-
arhverfí, af myndarskap. Hluti
af framtaki borgarinnar er
menningarmiðstöðin í Gerðu-
bergi, en þar var á dögunum
opnað nýtt og glæsilegt útibú
frá Borgarbókasafni.
Menningarmiðstöðin í
Gerðubergi í Breiðholti er þrí-
skipt. I vesturálmu er margs-
konar félagsmálastarfsemi og
tónmenntaskóli. í miðbygg-
ingu eru anddyri, forstofur og
rúmgóður veitingasalur. I
austurálmu hefur Borgarbóka-
safn Reykjavíkur opnað fjórða
útibú sitt og hið stærsta. I úti-
búinu eru 13 þúsund bókarheiti
og milli 35 og 40 þúsund
bækur. Einnig eru í safninu
tímarita- og dagblaðadeild.
Loks er í safninu myndarleg
tónlistardeild með mjög gott
sérsafn óperutónlistar. I tón-
listardeild eru um tvö þúsund
hljómplötur, sem hægt er að
hlusta á þar, en plötur eru
hinsvegar ekki til útlána.
Fyrsti bókakostur útibúsins
er frá Lestrarfélagi kvenna í
Reykjavík, gjöf til minningar
um Laufeyju Vilhjálmsdóttur,
sem var einn af stofnendum
þess og formaður í fímmtíu ár.
I tónlistardeild er sérsafn
óperutónlistar, hljómplötur,
raddskrár og óperutextar, sem
var í eigu Brynjólfs Ingólfsson-
ar hjúkrunarfræðings og gefíð
í minningu hans.
Elín Pálmadóttir, formaður
stjórnar Borgarbókasafns,
sagði meðal annars efnislega,
er útibú borgarbókasafnsins
var opnað, að Reykvíkingar
hefðu góðan aðgang að bókum.
Auk bókakosts, sem víða væri
í heimahúsum, stæðu þeim til
boða 327 þúsund bindi hjá
borgarbókasafninu. Átta
hundruð sinnum á ári tekur
einhver borgarbúi með sér bók
úr safninu. Nýting á bókakosti
þess sé því mikil. Orðrétt sagði
formaður stjómar safnsins:
„í raun er það stórmerkilegt
hve bækur og lestrarefni halda
hér velli í umbyltingu tækni-
aldar og nýs myndmáls, þar
sem hver nýbylgjan eftir aðra
skellur yfír með stuttu millibili,
sjónvarp, myndbönd, snældur
og svo framvegis."
Það er hægt að taka undir
það með Elínu Pálmadóttur að
það fer vel á því, á 200 ára
kaupstaðarafmæli Reykjavík-
urborgar og fímmtíu ára af-
mæli fyrsta útibús Borgar-
bókasafíis, Hofsvallaútibúsins,
að opna nýtt, stórt og glæsilegt
útibú í nýjasta og fjölmennasta
hverfi borgarinnar.
Það fer einnig vel á því í
þessu mannmarga, unga
hverfí, að sérstök áherzla er
lögð á bamabækur með vel út
búinni deild fyrir yngstu borg-
arana. Þar geta bömin líka
hlustað á margvíslegt efni,
ekki sízt hljómlist, af plötum.
Þama er fyrsti hlustunar-
skermur sinnar tegundar hér á
landi. Sex til tólf böm geta
hlítt á slíkt efni í einu.
Með tilkomu menningarmið-
stöðvar í Gerðubergi í Breið-
holti hefur aðstaða íbúa þessa
fjölmenna borgarhverfís til
hverskonar félags- og menn-
ingarstarfs stórbatnað, auk
þess sem listviðburðir af ýmsu
tagi verða þar á dagskrá.
Þegar við opnun hússins var
ákveðið að Framfarafélag
Breiðholts III og fleiri félaga-
samtök fengju þar fasta að-
stöðu. Opnun útibús Borgar-
bókasafnsins er síðan kórónan
á það menningarstarf, sem
þama verður til húsa. Reykja-
víkurborg fjármagnar rekstur
menningarmiðstöðvarinnar og
bókasafnsins.
Reykjavíkurborg gefur
sjálfri sér, á 200 ára afmæli
kaupstaðarréttinda, glæsilega
menningarstofnun, sem þjónar
fjölmennasta borgarhverfínu.
Með tilkomu hins nýja bókaúti-
bús losnar tími hjá bókabflnum.
Ný hverfí kalla og á þjónustu
hans: Grandinn, Ártúnsholt,
Grafarvogur og Selás.
Bókinn heldur enn velli í
höfuðborginni, ef marka má
bókasölu ár hvert og nýtingu
bókakosts Borgarbókasafns-
ins. Það er vel. Framtak borg-
arstjómar Reykjavnkur í
Gerðubergi í Reykjavík færir
borgarbúum heim sanninn um,
að forystumenn þeirra í borg-
armálúm standa trúan vörð um
menningarmál, ekki síður en
aðra þætti borgarsamfélags-
ins.
— eftir Szymon
Kuran
Karol Szymanowski
Karol Szymanowskí fæddist í
Tymoshovka i Úkraínu árið 1882
og lézt úr tæringu í Lausanne árið
1937. Snemma kom í ljós að hann
var gæddur miklum tónlistarhæfi-
leikum. Hann lagði fyrst stund á
tónfræði hjá Nauhaus í Úkrainu
og síðar hjá Noskowski í Varsjá.
Aðdáun á Strauss dró hann til
Berlínar árið 1905 og meðan á
dvölinni þar stóð stofnaði hann
ásamt þremur löndum sínum, Fit-
elberg, Rózycki og Szeluto, sam-
tökin „Ungt Pólland í tónlistar-
samfélaginu". Berlínarfílharmón-
ían efndi til hljómleika þar sem
verk þeirra voru flutt. Árið 1908
hélt hann aftur til Tymoshovka
þar sem aðrir pólskir tónlistar-
menn, s.s. Arthur Rubinstein,
hljómsveitarstjórinn Fitelberg og
fiðlusnillingurinn Kochanski réð-
ust í að flytja verk hans. Árið 1920
tók Szymanowski þátt í tónleikum
þar sem flutt var nútímatónlist í
París, Lundúnum og New York.
Þjóðemishyggja blundaði í Szym-
anowski og þegar hann sneri aftur
heim til Póllands hóf hann að rann-
saka þjóðlega tónlist, einkum söngva
og dansa Tatra-þjóðflokksins, og
skrifaði þá nokkur verk með þjóðlegu
ívafi. Hann varð stjómandi tónlistar-
háskólans í Varsjá árið 1926 og
gjörbylti þá kennsluaðferðum við þá
stofnun. Frumflutningur á verki
hans, Stabat Mater, árið 1928 var
mikill sigur. Heilsuleysi knúði hann
til að hætta starfi sínu við tónlistar-
háskólann árið 1930 og hann lézt árið
1937 en þá var hann nýkominn úr
tónleikaferð um Evrópu þar sem hann
hafði leikið einleik í tónsmíð sinni
fyrir píanó og hljómsveit, Symphonia
Concertanta. Karol Szymanowski var
alla tíð mikill aðdáandi tónlistar
Chopins og í verkum hans gætir
áhrifa frá Strauss og frönsku im-
pressíónista-tónskáldunum. Hann
sótti sér efnivið í verk þeirra eftir
þörfum og gerði tilraunir með tón-
smíðar sem vom ekki í ákveðinni
tóntegund eða í mörgum tóntegund-
um, margslungið hljómfall og þætti
með framsögn, en með slíkum nýj-
ungum leitaðist hann við að leysa úr
læðingi hinn einstaklingsbundna
persónuleika sjálfs sín.
Fiðlukonsert nr. 1 op. 35.
Karol Szymanowski er mesta tón-
skáld Pólveija eftir daga Chopins og
hann var fyrirrennari Witold Lut-
oslawskis og Krysztof Pendereckis.
Hann var einn merkasti og frumleg-
asti tónsmiður á tuttugustu öld.
Fyrsta fiðlukonsert sinn lauk hann
við árið 1916 (annan fiðlukonsertinn
skrifaði hann ekki fyrr en 1932-33).
Sendibréf Szymanowskis em til vitnis
um það að með fyrsta fiðlukonsertin-
um var tónskálið að efna loforð sitt
við Paul Kochanski, pólska fiðlusnill-
inginn sem var í senn afburðamaður
og langbezti túlkandi fiðlutónlistar
tónskáldsins.
Fmmdrög að verkinu vom unnin
í samvinnu við Kochanski sem einnig
skrifaði kadenzkuna sem tengir verk-
ið í heild. í ráði var að Kochanski léki
konsertinn og Alexander Siloti stjóm-
aði hljómsveit er konsertinn skyldi
frumfluttur í Pétursborg í febrúar
1917 en byltingin í Rússlandi setti
strik í reikninginn með þeim afleið-
ingum að það var ekki fyrr en að
fyrri heimstyijöldinni lokinni, í nóv-
ember 1922, að verkið var fyrst flutt
opinberlega og þá í Varsjá. FTl-
harmóníuhljómsveit Varsjár lék undir
stjóm Emil Mlynarskis og konsert-
meistari hljómsveitarinnar, Józef
Oziminski, lék einleik. Þá var Koch-
anski kominn til Ameríku þar sem
hann kjmnti bandarískum tónlistar-
unnendum konsertinn við frábærar
undirtektir í Ffladelfíu og New York.
Stokowski stjómaði hljómsveitinni.
Þetta var árið 1924 og ekki leið á
löngu þar til margir mikilsmetnir
fíðluleikarar vom famir að flytja
hann, þ.á.m. Bronslaw Huberman.
Píanóútsetning á verkinu kom út hjá
Universal Editions í Vínarborg árið
1921 og hljómsveitarútsetningin árið
1923.
Útsetning fyrsta fiðlukonsertsins
er dæmigerð fyrir ríkjandi stfl Szy-
manowskis í verkum sem hann semur
um miðbik sköpunarferils síns. Er sá
stfll birtist í allri sinni gnótt koma
einstaklingsbundin sérkenni tón-
skáldsins glöggt fram. Ríkulegt lit-
skrúðið er stutt sveigjanlegri og
upphafinni laglínu sem líður yfir í
ljóslifandi og framandlegar arabesk-
ur á meðan eldfíömgt hljómfall
„scherzando" kafíanna stangast á við
hið rómantíseraða rubato-hljómfall.
Andi verksins er ekki algjörlega í
samræmi við dæmigerðan impres-
síónisma, þótt ekki fari á milli mála
að þaðan koma áhrifin að verulegu
leyti, en útkoman verður einstaklega
„neo-immpressíónískt“ þar sem bæði
gætir impressíónískra og ró-
mantískra áhrifa í ríkum mæli. í
þessari tvíhyggju em fólgnir töfrar
„Það er hinn
sálfræðilegi
þáttur sem heill-
ar mig mest“
Billie Augnst leikstjóri kvikmyndarinnar
„Trú, von og kærleikur“ í stuttu spjalli
Kvikmyndin „Trú, von og
kærleikur“ var frumsýnd í
Regnboganum sl. laugardag. í
tilefni þess kom danski leik-
stjórinn BiUe August hingað til
lands ásamt konu sinni Lise
Wanner, og voru þau gestir
frumsýningarinnar. Kvikmynd-
in hefur vakið mikla athygli í
Danmörku, um ein milljón
Dana hefur séð myndina, en
það er meiri aðsókn en nokkur
önnur mynd hefur fengið í
Danmörku.
Morgunblaðið hitti Bille August
að máli stuttu eftir að hann kom
hingað til lands og spurði hann
um efni myndarinnar. „Fyrir fjór-
um ámm skrifuðum við saman
i kvikmyndahandrit, ég og rithöf-
undurinn Bjame Reuter. Okkur
langaði til að segja frá ýmsum
hræringum sem áttu sér stað í
kjölfar seinni heimsstyijaldarinn-
ar í Danmörku, og þannig varð
kvikmyndin Zappa til, sem sýnd
var hér á íslandi 1984. Sú mynd
fíallar um vonsku mannsins og
valdabaráttu. Okkur langaði til
að framleiða aðra mynd frá svip-
uðum tíma sem fjallaði um ástina,
og þannig varð mjmdin „Trú, von
og kærleikur" til. Sú mynd gerist
tveim árum eftir Zappa, sögusvið-
ið þar er frá 1961, en hin myndin
gerist 1963. Við vildum reyna að
bregða birtu á ýmsar breytingar
sem urðu í kjölfar seinni heims-
stjnjaldarinnar, ný stétt verður
til, millistéttin, fiillorðna fólkið
verður upptekið af alls konar
veraldlegum hlutum, unga fólkið,
unglingamir svokölluðu, er rétt
komið til sögunnar og það verður
að mestu að leysa úr málum sínum
sjálft. Það má segja að unga fólkið
hafi oft þurft að borga reikninginn
af þeim breytingum sem urðu í
kjölfar seinni heimsstyijaldarinn-
ar. Til að rejma að lýsa þessum
brejrtingum völdum við þá leið að
halda áfram með tvær söguper-
sónur úr Zappa, bæta við nokkr-
um nýjum, og segja frá upplifun-
um þeirra og örlögum. Höfuð-
áherslan er lögð á ástina, ást
milli foreldra og bama, milli elsk-
enda, skilyrðislausa ást og ást sem
Billie August ásamt konu sinni, Lisu
bundin er ákveðnum skilyrðum
svo og hlutverk vináttunnar. í
myndinni kemur líka fram að
fíölskyldan er engin trygging fyrir
þroska einstaklingsins, en helsta
sögupersónan býr í fíölskyldu þar
sem faðirinn ræður jrfir móðurinni
og er búinn að bijóta hana niður,
Iæsir hana inni og telur henni trú
um að hún sé alvarlega sinnisveik.
Sonur hans lifír eftir væntingum
föðurins og lifir tvöföldu lífí, þar
til hann tekur ráðin í eigin hendur
og gerir uppreisn gegn föðumum.
Myndin lýsir einu ári í lífi þessara
ungmenna, öll lenda þau í lífs-
reynslu hvert um sig, sem kastar
þeim útí heim hinna fullorðnu
fyrr en bemskunni er raunveru-
lega lokið."
— Um ein miUjón Dana hefur
séð myndina. Kom þessi milda
aðsókn ykkur á óvart?
„Já, við bjuggumst ekki við
þessu. Við vomm hálf hræddir