Morgunblaðið - 20.03.1986, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.03.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 37 Afkoma ríkissjóðs 1985; 10% raunhækkun ríkisútgjalda — 2% raunlækkun ríkissjóðstekna Bráðabirgðatölur ríkisbókhalds um afkomu ríkissjóðs á árinu 1985 sýna verulegan rekstrar- og greiðsluhalla, segir í skýrslu fjár- málaráðherra um ríkisfjármál og framkvæmd lánsfjáráætlunar 1985, sem lögð var fram á Alþingi í gær. Hér má sjá töflu um heild- aryfírlit um afkomu ríkissjóðs 1985, sem skýrslunni fylgdi, sem og töflu um greiðsluafkomu ríkis- sjóðs sama ár. Innheimtar tekjur ríkissjóðs á árinu 1985 námu tæplega 26.900 m.kr. og hækkuðu u m 29,6% frá 1984. A sama tíma nam hækkun framfærsluvísitölu 32,5%. Raun- gildi ríkissjóðstekna lækkaði því um rúm 2% milli þessara ára. Gjöld ríkissjóðs á árinu námu hinsvegar 29.260 m.kr., sem er 47% hækkun frá fyrra ári. Saman- borið við 32,5% verðlagsbreyting- ar milli ára þýðir þetta tæplega 11% hækkun ríkissjóðsútgjalda að raungildi. Yfirlit I Heildaryfirlit um afkomu ríkissjóðs 1985 (1) (2) (3) Endurskoðuð Bráðabirgða- • Fjárlög áa-tlun í agúst tölur 1985 1985 1985 1. Tekjur 25.336 27.141 26.889 2. Gjöld 26.1)79 29.000 29.260') 3. Kekslrarafkoma (|—2) -743 -1.859 -2.371 4. Lánahreyfingar. nctló (Scðlabanki meðtalinn) 869 1.199 2.296') 5. Viðskiptarcikningur. ncttó -120 -200 — 1.032 6. (ireiðsluafgangur/halli (3+4+5) +6 -860 -1.107 1) Bráðabirgðatölur jíkisbókhalds mcð síðari brcytingum þcss. Yfirlit II Greiðsluafkoma ríkissjóðs 1985 (1) (2) (3) Endurskoðuð Bráðabirgða- Fjárlög áætlun í tölur 1985 " ágúst 1985 1985 6. Grciðsluafgangur/halli 6 -860 -1.107 7. Afborganir í Scðlabanka 160 708 714 K. - Lántaka í Scðlabanka — -1.556 -2.098 9. Greiðsluhreyfing gagnvart banka- kerfi (6+7+8) 166 -1.708 -2.491 10. - Bankarcikningar utan Scðlabanka — — -15 11. Greiðsluhreyfing við Seðlabanka (9+10) .. 166 -1.708 -2.506 Hcimild: Ríkisbókhald, fjárlaga- og hagsýslustofnun. Obreytt notkun mötu- neytis Pósts og síma MATTHIAS Bjarnason, samgönguráðherra, segist vera hlynntur því, að Alþýðuleikhúsið fái afnot af gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, sem nú er mötuneyti Pósts og síma, en kveðst hins vegar ekki treysta sér til að ganga gegn eindregnum óskum starfsmanna og forráðamanna fyrirtækisins, sem leggjast gegu því. Ráðherra sagði húsið notað fyrir morgunverð og hádegisverð starfsmannanna og fjölbreytt félagsstarf þeirra. Samgönguráðherra lét þessa skoðun sína í Ijós á Alþingi á þriðju- dag, er hann svaraði fyrirspum frá Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur (Kl.-Rvk.) um möguleika á því að nota mötuneytið fyrir starfsemi óháðra leikhópa og tónlistarmanna. Þingmaðurinn lét í ljós vonbrigði með að ráðherra vildi ekki beita valdi sínu og fá vilja sínum fram- gengt. Kvað hún vanda listamann- anna, sem ekkert skjól hefðu fyrir starfsemi sína, gríðarlegan. Arni Johnsen (S.-Sl.) tók undir orð Sigríðar Dúnu og kvað rök ráðherra fyrir óbreyttri notkun mötuneytisins ekki sterk. Helgi Seljan (Abl.-Al.) taldi að breyta þyrfti gildandi leiklistarlögum í ljósi breyttra aðstæðna í leiklistarlífinu. Eiður Guðnason (A.-Vl.) benti á, að ekki væri ástæða til að einblína á mötuneyti Pósts og síma við Austurvöll. Innan skamms yrði Borgarleikhúsið tekið í notkun og þá losnaði núverandi húsnæði Leik- félags Reykjavíkur (Iðnó). Kæmi sterklega til álita að nota það undir starfsemi fíjálsra leikhópa. Fyrirspurnir Ferðin til Sviss Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) spyr Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, hvert hafí verið tilefni ferðar hans til Sviss fyrri hluta marzmánaður til viðræðna við Alusuisse; hvort ferðin hafí verið farin í samráði við iðnaðar- ráðherra og hver niðurstaða við- ræðnanna hafí orðið. Iðgjöld bifreiða- trygginga Jóhanna Sigurðardóttir (A.-Rvk.) spyr tryggingamálaráðherra, hver sé afstaða hans til samráðs trygg- ingafélaganna um iðgjöld af bif- reiðatryggingum og hvort ráð- herra telji það samræmast eðli og tilgangi frjálsrar verðmyndunar að tryggingafélög hafí slíkt sam- ráð sín á milli um iðgjaldaákvarð- anir. Þá er spurt hvort ráðherra telji að rétt sé að fella iðgjalda- ákvarðanir tryggingafélaga undir ákvæði laga um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti eða með öðrum hætti að setja iðgjaldaákvarðanir þeirra undir strangara verðlagseftirlit. Um sitt hvað fleira er spurt, þessu máli tengt, m.a. hvort „kanna þurfí réttmæti útreikninga trygg- ingafélaganna, sem lagðir eru fyrir Tryggingaeftirlitið, í ljósi ásakana í Helgarpóstinum 13. marz sl. um að rangir útreikning- ar séu lagðir til grundvallar ið- gjaldaákvörðun bifreiðatrygg- inga“. Mjólk til Grænlands Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.) spyr landbúnaðarráðherra, hvort hann hafi látið kanna möguleika á því að selja íslenzka mjólk og mjólkurafurðir til Grænlands. Mismunandi kjörreglur til þingdeilda: Fylkin fái jafn marga þingmenn í efri deild — án tillits til íbúafjölda, samkvæmt frumvarpi að sijórnskipunarlögnm fimm úr Norðurlandsfylki (Norð- urlandskjördæmin bæði), tveir úr Frumvarp „Samtaka um jafn- rétti milli landshluta" til stjóm- skipunarlaga, sem Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) flytur, gerir ráð fyrir mismunandi kjörregl- um til efri og neðri deildar Al- þingis. Samkvæmt frumvarpinu skal Alþingi skipað 46 þjóðkjöm- um fulltrúm. Þar af sitja 31 í neðri deild: 16 kjörnir af höfuð- borgarfylki (Reykjavík, Seltjara- araes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Kjósarsýsla), 3 af Vesturlandsfylki (Vestur- lands- og Vestfjarðakjördæmi), Austurlandsfylki (Austurlands- kjördæmi) og fimm úr Suður- landsfylki (Suðurlandskjördæmi, Grindavík, Keflavík, Njarðvík og Gullbringusýsla). Allt annar hátt- ur skal hafður á við kjör til efri deildar. Hún skal skipuð 15 þing- mönnum, þrem úr hveiju fylki, án tillits til íbúafjöida. Alþingi starfi sem nú í tveimur þingdeild- um, auk Sameinaðs þings. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að dómkerfið skiptist í þijú dómstig: hæstarétt, lögréttu og héraðsdóm. Samkvæmt frumvarpinu skal landinu skipt í fímm fylki, sem _ sveitarfélögin m}mdi. Þau fari með' fjármál fylkisins, samgöngumál, heilbrigðis- og tryggingamál, menntamál, atvinnumál og orku- mál. Kosið skal til fylkisþinga í almennum leynilegum kosningum. í 68. grein segir að ef 25% íbúa sveitarfélags óski eftir atkvæða- greiðslu um málefni sveitarfélags- ins er sveitarstjóm skylt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um það mál, er óskin fjallar. Þórann Helgadóttir og Már W. Mixa í „Myrkri". Leikhús unga fólksins frum- sýnir „Myrkur“ Á GALDRALOFTINU, Hafnar- stræti 9, Reykjavík, frumsýnir annað kvöld Leikhús unga fólksins, „Veit mamma hvað ég vU?“, leikritið „Myrkur“ eftir Frederick Knott, í leikstjóra Péturs Einarssonar. í fréttatil- kynningu frá Leikhúsi unga fólksins segir m.a., að í leikrit- inu séu atriði sem valdi þvi, að leikritið er bannað böraum. í tilkynningunni segir einnig: „Leikrit þetta fjallar um blinda stúlku, Hildi Ólafsdóttur van Rós- en, sem fyrir algera tilviljun dregst inn í brall stórhættulegra glæpamanna. Leikritið gengur út á samskipti stúlkunnar við þessa glæpamenn auk þess sem eigin- maður hennar og litla stelpan á neðri hæðinni koma við sögu. Leikendur eru samtals níu og með veigamestu hlutverk fara Þórunn Helgadóttir, sem leikur blindu konuna og Már W. Mixa, Þórir Bergsson og Felix Bergsson sem fara með hlutverk glæponanna. Búið er að innrétta fbúð á Galdra- loftinu og þar gerist allt leikritið. „Veit mamma hvað ég vil?“ var stofriað á síðastliðinu ári. í félag- inu eru um 90 félagar á aldrinum 14—22 ára. Unglingar þessir koma allsstaðar að af Stór- Reykjavíkursvæðinu og sem dæmi má nefna að við sýninguna vinna krakkar úr MH, MR, Versló, MK, FG, MS, Kvennó og hinum ýmsu gagnfræðaskólum. Formaður fé- lagsins er Vilhjálmur Hjálmarsson yngri. Fyrir dyrum eru mörg verkefni hjá félaginu, s.s. útileik- hús og annað í sambandi við norræna leiklistarhátíð í Reykja- vík, í sumar." Þórir Bergsson, Már Mixa og Felix Bergsson í hlutverkum sínum. LæriðíUSA Pacific Lutheran University (PLU) er staðsettur í Tacoma, 60 km suður af Seattle í Washingtonfylki á norðvesturströnd Bandarikjanna. PLU var stofnaður af Skandinövum árið 1890 og er talinn vera miðstöð fyrir skandinaviska námsmenn í norðvestri. Yfir 50 skandinavar stunda nú nám við PLU. Ath. ieiðrétting frá augl. er birtist í Mbl. í gær. Fyrirlest- urinn sem fulltrúi skólans heldur verður í kvöld 20. mars kl. 19.00, EKKI ÞANN 27. MARS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.