Morgunblaðið - 20.03.1986, Side 65

Morgunblaðið - 20.03.1986, Side 65
MORGUNBLAÐIf), FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 MorgunblaöiA/Áml Saaberg • Jón Árnason í þann mund að skella knettlnum f gólfið hjá stúdentum eftir stutt uppspil Leifs Harðar- “"”r Blak: Þróttur bikarmeistari i' meistaraflokki karla ÞRÓTTARAR sýndu það enn eina ferðina að þeir eru tvímœlalaust besta blaklið landsins um þessar mundir eins og reyndar nokkur undanfarin ár. i gœrkvöldi urðu þeir bikarmeistarar f meistara- flokki karla er þeir unnu stúdenta f þremur hrinum gegn einni f fremur sveiflukenndum leik. Það var ekki síst frábœr leikur fyririið- ans og uppspilarans, Leifs Harð- arsonar, sem skóp þennan sigur Þróttara. Það gekk ekki andskotalaust að hefja leikinn. Blaksambandið sem er framkvæmdaraðili að úrslita- leiknum hafði „gleymt“ að útvega starfsfólk á leikinn, þannig að hann tafðist um 15 mínútur og hefði eflaust tafist lengur ef áhorfendur hefðu ekki bjargað því sem bjargað varð. Því miður ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Rapid Vín fékk skell SOVÉSKA liðíð Dynamo Kiev sigr- aði Rapid Vín frá Austurríki 5-1 f seinni leik þessara liða í Evr- ópukeppni bikarhafa f knatt- spyrnu f Kiev í gærkvöldi. Rapid tapaði fyrri leiknum á heimavelli sfnum, 1-4, fyrir hálfum mánuði. Dynamo Kiev kemst þvf áfram f undanúrslit á samanlagðri markatölu, 9-2. Það er óhætt að segja að and- stæðingar Fram í þessari keppni hafi fengið vænan skell hjá Dyn- amo Kiev. Þeir áttu aldrei mögu- leika gegn sovéska liðinu í gær- kvöldi, fengu á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik á móti einu sem Sulei- man Halilovic gerði. Ivan Yaremchuk skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Dynamo. Þaö fyrra strax á 7. mínútu og síðan úr víta- spyrnu fimm mínútum síðar. Sulei- man skoraði fyrir Rapid á 27. mín. Vasily Ratis bætti þriðja markinu við og landsliðsmaðurinn Oleg Blokhin skoraði það fjórða rótt fyrir leikhlé. Fimmta markið gerði svo Vadim Yevtushenko á 78. mínútu. 100 þúsund áhorfendur voru á leikvanginum í Kiev, auk þess var leiknum sjónvarpað beint. Stúdentar hófu leikinn vel og það var sama hvernig Þróttarar sóttu, hávörn stúdenta var ætíð á réttum stað. ÍS komst í 6-2 áður en Þróttarar tóku við sér, efldu sóknina og styrktu vörnina. Á skömmum tíma breyttist staðan í 7-14, en stúdentum tókst þó aö fá tvö stig áður en Þróttur gerði út um hrinuna. Sami karfturinn einkenndi leik Þróttar í annarri hrinu og komust þeir í 1-12. Stúdentar kröfsuðu í bakkann en það var of seint og Þrótturvann 5-15. Þessi útreið var eins og vítam- ínsprauta á stúdenta og í næstu hrinu komust þeir í 12-2, og unnu síðan 15-3. í þessari hrinu var það fyrst og fremst góður leikur þeirra Þorvarðar Sigfússonar og Guð- mundar Kærnested sem afgreiddi Þróttara. Hver skellurinn á fætur öðrum buldi á Þrótturum ón þess að þeir kæmu nokkrum vörnum við. Fjórða og síðasta hrinan var sú jafnasta. Stúdentar komust í 5-2, en með mikilli baráttu tókst Þrótt- urum að breyta stöðunni í 9-13. Síðan er jafnt, 13-13 og 14-14, en Þróttarar skoruðu síðustu tvö stig- in og bikarinn í höfn. Lið Þróttar var sterkt í þessum leik. Leifur þeirra besti maður og greinilegt að miðjumennirnir, Jón Arnason og Lárentsínus Ágústs- son, eru komnir í góða æfingu. Aðrir leikmenn léku einnig vel. ÍS-liðið var frekar slakt í þessum leik ef frá er talin þriðja hrinan. í fyrstu tveimur hrinunum var mót- takan í molum og þá er ekki von á góðu þrátt fyrir góð tilþrif upp- spilarans, Hauks Valtýssonar. Þorvarður Sigfússon og gamli Þróttarinn, Guðmundur Kær- nested, voru sterkastir stúdenta. • íslandsmótið f karate verður haldið ( Laugardalshöllinni á sunnudaginn kemur og hefst klukkan 19. Allir helstu karatemenn landsins veröa þar samankomnir og reyna meö sér, en mikil gróska hefur verið í þessari íþróttagrein aö undanförnu og þvf von á skemmtilegu móti. 65 Vcisj feú svanð? •Hvað kölluðu Rómverjar London? •Hverjir sungu lagið í bláum skuggol _ .HvervaríorsHiBandarikiannameðan 5 J Kúbudeilan stoð ylir. .Hver skrifaði bókina Námur Sdómous drykkurinn Sake unninn? kommgsl •Úr hverju er -Ji til að Trivial Pursuit! 6000 spnrningar og svör nr öllum áttum. Fæst í bóka- og leikfangaverslunum um allt land. Útsölustaðir: Reykjavík Ástund Austurveri, Háaleitisbr. 68, Bókabúö Breiöholts, Arnarbakka 2, Bókabúö Braga, Laugavegi 118, Bókabúö Fossvogs, Grímsbæ Efstalandi 26, Bókabúö Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla- vöröustíg 2, Bókabúð Æskunnar, Laugavegi 56, Bókabúöin Álfheimum 6, Bókabúðin Embla, Völvufelli 21, Bókaverslun ísafoldar, Austur- stræti 10, Bókahúsiö.Laugavegi 178, Bóka- og ritfangaversl. Griffill, Siöumúla 35, Bókaversl. Sigfúsar Eymundsson- ar, Austurstræti 18, Bókhlaöan Glæsibæ, Álfheimum 74, Frímerkjamiðstööin, Skólavorðu- stíg 21 a, Frímerkja- og myntverslun Magna, Laugavegi 15, Hagkaup, Skeifunni 15, Hólasport, Hólagaröi Lóuhólum 2—6, Leikfangahúsiö, Skólavöröustíg 10, Liverpool, Laugavegi 18a, Mál og menning, Laugavegi 18, Mikligaröur, v/Sund, Penninn, Hafnarstræti 18, Penninn, Hallarmúla 2, Skákhúsiö, Laugavegi 46, Tómstundahúsiö, Laugavegi 164, Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Undraland, Glæsibæ, Álfheimum 74, Völuskrín, Klapparstíg 26. Útsölustaðir utan Reykjavíkur: AKRANES: Bókaskemman, Stekkjarholti 8-10, Bókaverslun Andrésar Níelsson- ar, Skólabraut 2. AKUREYRI: A.B.-búöin, Kaupangi Mýrarvegi, Amaró, Hafnarstræti 99—101, Bókabúö Jónasar Jóhannssonar, Hafnarstræti 108, Bókabúöin Huld, Hafnarstræti 97, Bókval, Kaupvangsstræti 4, Klæðaverslun Sigurðar Guð- mundssonar, Hafnarstræti 96, BLÖNDUÓS: Kaupfélag Austur-Húnvetninga. BOLUNGARVÍK: Einar Guöfinnsson, Aöalstræti 21-23, Bókabúö Bjarna, Hafnargötu 81, Holtakjör, Þjóðólfsvegi 5, BORGARNES: Bókabúö Grönfeldts, Borgarbraut 1, Kaupfélag Borgfirðinga. DALVÍK: Bókaversl. Sogn, Goöabraut 3. EGILSSTAÐIR: Bókabúöin Hlööum. k„ GARÐABÆR: Bókaversl. Gríma, Garöaflöt 18. GRINDAVÍK: Bókab. Grindavikur, Vikurbraut 62. HAFNARFJÖRÐUR: Bókabúö Olivers Steins, Strandgötu 31, Bókbær, Reykjavikurvegi 60, Leikbær, Reykjavíkurvegi 50. HELLA: Kaupfélagiö Þór, Suðurlandsv. 1. HELLISSANDUR: Verslunin Gimli. HORNAFJÖRÐUR: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn. HÚSAVÍK: Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar, Garöabraut 9. HVERAGERÐI: Blómaborg, Breiðumörk 12. ÍSAFJÖRÐUR: Bókaverslun Jónasar Tómasson- ar, Hafnarstræti 2. KEFLAVfK: Bókab. Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Nesbók, Hafnargötu 54. KÓPASKER: Kaupfélag Noröur-Þingeyinga. KÓPAVOGUR: Veda, Hamraborg 5. MOSFELLSSVEIT: Bóka- og ritfangaverslunin Snerra, Þverholti. MÝRDALUR: Nýland h/f, Sunnubraut 21. MÝVATNSSVEIT: Verslunin Sel, Skútustööum. NESKAUPSTAÐUR: Bókaverslun Brynjars Júlíussonar, Hafnarbraut 15. NJARÐVÍK: Samkaup v/Reykjanesbraut. PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar Þór, Aöalstr. 73. REYÐARFJÖRÐUR: Lykillinn, Búðareyri 25. SANDGERÐI: Aldan, Tjarnargötu 6. SAUÐÁRKRÓKUR: Bókabúö Brynjars, Skagfiröinga- braut 9a. SELFOSS: Höfn h/f, Gagnheiði 4, Kaupfélag Árnesinga. SEYÐISFJÖRÐUR: Bókaverslun A. Bogasonar og E. Sigurössonar, Austurvegi 23, Kaupfélag Héraösbúa. SIGLUFJÓRÐUR: Aðalbúðin, Aðalgötu 26, Gestur Fanndal, Suöurgötu 6. STYKKISHÓLMUR: Kaupfélag Stykkishólms, Stellubúð, Hafnargötu 4. TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjarnabúö, Túngötu 28. VESTMANNAEYJAR: Bókabúðin, Heiðarvegi 9. VOPNAFJÖRÐUR: Kaupfélag Vopnafjaröar. ÞORLÁKSHÖFN: Bóka- og gjafabúöin, Unubakka 4. Skemmtun, fróðleikur og spennandi keppni. „Trivial Pursuit11 er skrásett vörumerki. Dreifing á íslandi: Eskifell hf., s. 36228. Leikurfrá Horn Abbot. Gefinn út með leyfi. Hom Abbot Intl. Ltd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.