Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 Eitt vinsælasta leikrit Moliéres í Nemendaleikhúsinu á föstudaginn „Við lifum á stillilegri tíð, er ofbeldisverk er öfug raunarbót“ Nemendurnir sex sem útskrifast úr Leiklistarskóla ríkisins á föstudaginn. Talið frá vinstri: Valdimar Orn Flygenring, Bryndis Petra Bragadóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Guðbjörg Þórisdóttir, Skúli Gautason og Eirikur Guðmundsson. Nemendaleikhúsið frumsýnir leikritið „Tartuffe" eftir Moliére föstudaginn 2. maí nk. kl. 20.30 í Lindarbæ. Þetta er eitt vinsæl- asta leikrit Moliére og sem er hvað oftast leikið erlendis, en hefur þó aldrei áður verið flutt á sviði hér á landi. I útvarpi var leikritið flutt árið 1946 á vegum Herranætur Menntaskólans í Reykjavík. Þýðingu gerði Bogi Olafsson og var hún í óbundnu máli. Þá þýðingu sem Nemenda- leikhúsið notar gerði Karl Guð- mundsson sérstaklega fyrir Leik- listarskóla rikisins. Leikstjóri er Radu Peniulescu, sem starfað hefur sem leikstjóri í heimalandi sínu Rúmeníu, í Banda- ríkjunum, Englandi, Frakklandi, Finnlandi og í Svíþjóð, þar sem hann er nú búsettur. Hann hefur starfað mikið sem leiðbeinandi með leikstjórnamemum og leiklistar- nemum, nú síðast við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi og í Ríkis- leiklistarskólanum í Málmey. Leik- listarskólinn fékk fjárstyrk frá Norrænu leiklistamefndinni til að fá Radu Peniulesco hingað. Það er orðin hefð að gestaleikar- ■ ar taki þátt í sýningu Nemendaleik- hússins og að þessu sinni tóku þau Sigríður Hagalín og Þorsteinn Gunnarsson þátt í sýningunni og að sögn Helgu Hjörvar, skólastjóra Leiklistarskóla Islands, er skólanum mikill fengur að slíkri samvinnu. „Tartuffe“ er lokaverkefni sex nemenda við skólann, útskriftar- verkefni þeirra. Að frumsýningu lokin fær þessi hópur afhent skír- teini sín, því til staðfestingar að hann er kominn í leikarastétt. Sexmenningarnir eru: Bryndís Petra Bragadóttir, Eiríkur Guð- mundsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Skúli Gautason og Valdimar Om Flygen- ring. „Tartuffe“ er gamanleikur (kómedía) með ádeilusvip. Molíere skopast í leiknum að trúarofstæki frönsku klerkastéttarinnar og hræsni, sem leiðir fólk út í öfgar, vegna þess að það gerir ekki grein- armun á réttu og röngu. Leikritið var fyrst sýnt árið 1664 og sýndi leikflokkur Moliéres leikritið kon- unginum, sjálfum Loðvíki fjórtánda. Sagt var að konungurinn hafí ekk- ert haft út á leikritið að setja, heldur miklu frekar kunnað mjög vel við það. Hins vegar líkaði klerkinum ekki háð Moliéres, enda beinir hann spjótum sínum að þessari stétt. Kirkjan var voldug stofnun og kom því til leiðar með miklum þrýstingi á konung, að leikritið var bannað. Markaði þetta bann upphafið að árásum kirkjunnar og vissra afla innan aðalsins á Moliére. Hann lét þó ekki deigan síga fyrir svo öflug- um andstæðingi. Moliére dreifði leikriti sínu meðal hinna ljölmörgu vina sinna og kunningja og alls staðar var því vel tekið og innan skamms var vart um annað rætt á götum Parísar en „Tartuffe", nýja leikritið eftir Moliére, sem kirkjan lagðist gegn. Klerkastéttin reiddist að sjálf- sögðu þessu og vildi ekkert frekar en að bann konungs næði ekki aðeins til flutnings á verkinu, heldur einnig lesturs á því. Unnið var öllum árum að því að konungurinn bann- aði verkið algjörlega. Prestar hvöttu til að Moliére væri brenndur á báli og biskupar hótuðu bannfæringu þeim sem sýndu, Iæsu eða létu lesa leikritið. Árið 1667 var gerð ný tilraun til að sýna „Tartuffe“, en í mjög breyttri útgáfu og undir öðru nafni, „Panuylfe" (Stóri úlfur). Klerkar héldu vöku sinni og verkið var bannað að morgni næsta dags. Tveimur árum síðar fékk Moliére loks leyfi til að sýna „Tartuffe" og ekki var að sökum að spyija, leik- ritið sló í gegn og var sýnt 55 sinn- um á árinu, þar af 28 daga í röð. Síðan þetta gerðist hefur leikrit Moliéres verið fært á svið oft og mörgum sinnum og undir mismun- andi áherslum hvers tíma. Samtíðin skilur ef til vill leikritið enn betur en 17. aldar fólk og þess vegna er ekkert leikrit Moliéres oftar sýnt en einmitt „Tartuffe". Bryndís Petra Bragadóttir: „Leikarar verða aldrei fullnuma“ „Þetta eru búin að vera yndisleg ár og mjög góður skóli. I huga mér er þetta sem hálf ævin en þó ekki nema tvær vikur, svo hratt hefur tíminn liðið. Ég hef þroskast gífur- lega og efst í huga mér er þakklæti fyrir að geta lært þá Iist sem er mér mitt hjartans mál,“ segir Bryndís Petra Bragadóttir, en hún leikur þjónustustúlkuna Doris í „Tartuffe", leikriti Moliéres. „Doris er mjög klók að eðlisfari og hún reynir að bjarga því sem hægt er að bjarga. Hún reynir að opna augu Orgons fyrir Tartuffe. Doris framkvæmir hlutina mjög hratt, drífur í þeim. Já, ég tel mig vera að ná tökum á Doris, þetta er alveg að koma og verður vonandi gott á frumsýning- unni. Annars er það frekar áhorf- enda að dæma um getu mína.“ — Telur þú þig hafa náð tökum á leiklistinni eftir fjögurra ára nám við Leiklistarskólann? „Nei, örugglega ekki. Námið við Leiklistarskólann er aðeins undir- búningur. Þar lærum við að vinna og undirbúa okkur. Ég er núna fyrst að byija á leiklistinni. Reynsl- an kemur með tímanum, því leikar- ar verða aldrei fullnuma. Leikari er alltaf að læra svo lengi sem hann lifir. Við erum með tvo gestaleikara í þessu leikriti og þeir hafa kennt okkur leiklistarnemunum ákaflega mikið. Það er ómetanlegt að eiga þess kost að leika á móti atvinnu- leikurum. „Tartuffe" er algjör perla, eitt af gimsteinum leikhúsheimsins. Ég efast ekki um að fólk fái góða skemmtun þessa kvöldstund í Lind- arbæ. Sýningin er raunverulega söguleg stund. Þjóðleikhúsið í París hefur sýnt leikritið meira en 3.000 sinnum, en hér er það í fyrsta sinn á sviði.“ — Hvað tekur nú við hjá þér? „Nú tekur við þriggja vikna nám- skeið í kvikmyndaleik, sem er mjög nauðsynlegt og við höfum ekki átt kost á slíku námskeiði í Leiklistar- skólanum. Hvað svo tekur við get ég ekki sagt frá á þessari stundu, en að sjálfsögðu langar mig ekkert frekar en að fá starf hjá leikhúsun- um.“ Inga Hildur Haraldsdóttir: „Sviðið er besti skóli leikarans“ „Nei, ég hef varla ennþá náð fullkomnum tökum á hlutverkinu, því Elmíra er mjög erfið. Hlutverkið finnst mér ákaflega spennandi og leikritið er stórkostlega vel skrifað. Hlutverkin hæfa okkur leiklistar- nemum mjög vel, en textinn er í bundnu máli og nokkuð erfiður, enda dýrt kveðinn," sagði Inga Hildur Haraldsdóttir, en hún leikur Elmíru. „Elmíra er seinni kona Orgons, húsbóndans á heimilinu, en sagan • gerist þar innandyra á einum degi. Elmíra er töluvert yngri en Orgon, Skúli Gautason. Valdimar Örn Flygenring og Eiríkur Guðmundsson. Leikstjórinn, Rúmeninn Radu Penciulescu. *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.