Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR1. MAÍ 1986
17
Nemendur 9. bekkjar í Egilsstaðaskóla þreyta samræmt próf í stærðfræði.
Sveinn Heijólfsson íslensku-
kennari.
varðar mikilvægi einstakra náms-
þátta og þeir höguðu væntanlega
vali á námsefni og hefðu vægi
hinna ýmsu þátta í ríkari mæli
eftir eigin höfði ef þær skorður,
sem samræmd próf setja, kæmu
ekki tii. Auk þess skapa samræmd
próf kennurum nokkurt aðhald og
þeir hafa gott af því eins og aðrir.
Af framansögðu má ljóst vera
að ég er mótfallinn því að sam-
ræmd próf verði afnumin. Þvert á
móti tel ég að þeim eigi að fjölga
og jafnvel láta þau ná til allra
námsgreina 9. bekkjar. Nú eru
samræmd próf í fjórum greinum
og þtjár þeirra eru tungumál. Próf
þessi í sinni núverandi mynd eru
því ekki hallkvæm þeim sem eiga
í basli með málanám. Það er rétt-
lætismál að þessu verði breytt.
Mér hefur alltaf fundist það orka
tvímælis að raða nemendum niður
með þeim hætti að ákveða fyrir-
fram hlutfall þeirra sem teljast
hafa uppfyllt námskröfur. Eg
sakna því ekki normalkúrfunnar
svonefndu en notkun gamla ein-
kunnastigans krefst þess að próf
séu samin af sérstakri alúð og
nákvæmni. Það kom t.d. fyrir í
samræmda prófinu í íslensku nú á
dögunum að spurt var um þekking-
aratriði þar sem prófa skyldi les-
skilning. Þetta var að vísu smáat-
riði því að öðru leyti var prófið
samið af vandvirkni.
Að lokum vil ég vara við því að
einblína á próf og námsmat þótt
hvort tveggja séu nauðsynlegir
liðir skólastarfs. Breyttir þjóðfé-
lagshættir með aukinni sérhæfingu
á öllum sviðum leggja skólunum
auknar skyldur á herðar. Er það
meira mál en svo að því verði gerð
viðhlítandi skil hér en próf og það
sem þeim viðkemur mega með
engu móti skyggja á aðra þætti
skólastarfs."
Þórarinn V. Sigurðs-
son, Jón V. Guðgeirsson
o g Björn Gylfason,
nemendur:
Nauðsynlegi að miida
skilin milli grunn-
skólans og framhalds-
skólans
„Prófín voru almennt öllu léttari
eða a.m.k. ekki þyngri en við höfð-
um búist við,“ sögðu þeir félagar,
þegar tíðindamaður Morgunblaðs-
ins tók þá tali að afloknu síðasta
prófinu.
„Samræmdu prófin hljóta að
gefa nokkuð raunsanna mynd af
stöðu okkar nemendanna í viðkom-
andi grein. Já, réttari mynd en
skólaprófin, en við viljum samt
ekki fjölga samræmdu prófunum.
Hins vegar finnst okkur afleitt að
slíta skólatímann svona sundur
með samræmdu prófunum. Það
ætti að halda samræmdu prófin í
lok skólatímans. Nei, alls ekki fyrr
á skólaárinu, það myndi eingöngu
freista nemenda til áð slá slöku
við námið það sem eftir væri vetr-
ar. Samræmdu prófin eru ákveðið
aðhald.
En það er alveg nauðsynlegt að
brúa betur bilið milli grunnskólans
og framhaldsskólans. Við þurfum
að vita betur að hveiju við göngum
í framhaldsskólunum,“ sögðu þeir
félagar að lokum.
Sigrún Kristjánsdóttir
enskukennari:
Samræmdu prófin eiga
rétt á sér
„Mér finnst samræmdu prófin
tvímælalaust eiga rétt á sér. Skóla-
prófin ein duga greinilega ekki
gagnvart framhaldsskólunum. Það
er svo misjafnt hvað að baki þeim
býr. Hins vegar finnst mér ótækt
að prófað sé samræmt í þremur
tungumálum, það er alltof einhæft.
T.d. finnst mér ekki fráleitt að
nemendur gætu hreinlega valið um
það hvort þeir kjósi að gangast
undir samræmt próf í ensku eða
dönsku. Nema prófað væri ein-
göngu í stærðfræði og íslensku.
Fjöldi samræmdra prófgreina
skiptir að mínu mati ekki megin-
máli heldur öllu heldur hveijar
prófgreinarnar eru. Mér finnst t.d.
alveg koma til greina að prófa
samræmt í verklegum greinum.
Mér finnst vorið eðlileg tíma-
setning samræmdu prófanna mið-
að við það að komast þurfi yfir
ákveðið námsefni til prófs.
Auðvitað verða að gilda ákveðn-
ar lágmarkseinkunnir til inngöngu
í framhaldsskóla. Auk þess ættu
að vera ákveðin áfangapróf innan
grunnskólans í stað þess að hleypa
nemendum áfram upp allan grunn-
skólann eins og nú er gert hvað
svo sem kunnáttu hvers og eins
líður. Það er mjög brýnt mál að
horfið sé frá þessari endalausu
skiptingu nemenda í námshópa
innan grunnskólans eftir fæðingar-
ári. Nemendur eiga heimtingu á
því lögum samkvæmt að fá kennslu
við sitt hæfí, en það fá þeir aldrei
ef ekki má raða þeim í námshópa
eftir kunnáttu og hæfileikum hvers
og eins. Það sjá allir sem vilja sjá
að kennsla í 25 manna hópi, sem
á fæðingarárið eitt sameiginlegt,
er miðjumoð þar sem þeir slökustu
og duglegustu sitja á hakanum.
Áfangakerfi er því það sem þarf
í grunnskólanum," sagði Sigrún
Kristjánsdóttir að lokum. _
— Ólafur.
Telpnakórinn
Úr leikritinu „Festarmey að Iáni“, frá vinstri: Inga Rún Björns-
dóttir, Ásta Huld Henrýsdóttir, Björk Magnúsdóttir og Sveinbjörn
Indriðason.
Diskódans, frá vinstri: Ásta B. Björnsdóttir, Bylgja E. Björnsdóttir
og Aðalheiður Eggertsdóttir.
Ungfrú og Herra UTSÝN valin og
krýnd á gala-vorfagnaði í
BROADW/
miðvikudaginn 7. maí
(kvöldið fyrir uppstigningardag)
Fjöldi skemmtiatriða, happdrættisvinningur, stórt
ferðabingó, hár- og snyrtisýning, glæsileg dans-
og tízkusýning.
Kl. 22.00 verður fríður og föngulegur hópur 12
stúlkna og pilta kynntur og síðan valin Ungfrú og
Herra Útsýn á miðnætti.
Danstil kl. 03.00.
Missið ekki af glæsilegri skemmtun.
Fagnið sumri með Útsýn! f §F,<
Gómsætur
hátíðakvöld-
verður hefst
kl. 20.45.
Matseðill:
Púrtvínslöguð alifugla-
súpa m/villikrydduðu
andakjöti
Lambahnetusteik
m/rjómasoðnum, ferskum
sveppum.
Piparmintuís m/vínlegnum
perum og rjóma.
I Verð aðeins
kr. 1.100.-
Aðgöngumiðar
og borðapantanir
í Broadway, sími 77500
Feróaskrifstofa*