Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986 9 HUGVEKJA „Yður ber að endurfæðast“ - eftir ÓSKAR JÓNSSON I„Jesú var negldur á kross ogfriðþœgði fyrir syndir okkar mannanna, og ef við lítum á hann í trú munum við einnig lífi halda, já, eignast eilíft lífi “ Jóh. 3,1-16. Nikódemus, af flokki farisea, ráðsherra meðal gyðinga. Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: „Rabbi, vér vitum, að þú ert lærifaðir kominn frá Guði. Enginn getur gjört þessi tákn, sem þú gjörir nema Guð sé með honum." Jesús svaraði honum: „Sann- lega, sannlega segi ég þér: „Eng- inn getur séð Guðsríki, nema hann fæðist að nýju“. Jesús kom í heiminn til þess að frelsa synduga menn. Þó svo að Nikodemus kæmi um nótt, gaf Jesús sér góðan tíma til þess að ræða við hann um endurfæðing- una, kærleika Guðs til mannanna og trúna sem nauðsynleg er til þess að frelsast frá glötun og eignast eilíft líf. Þetta samtal hafði mikla þýð- ingu fyrir Nimodemus því hann varð lærisveinn Jesú. Margir hafa síðan eignast trúna á Jesúm og orðið hólpnir við að lesa samtalið úr Jóhannesar guðspjalli, þriðja kafla. Þar er líka að fínna best þekkta vers nýjatestamentisins sem af mörgum er kallað „Litla biblían". „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Nikodemus þekkti vel sögu Israelsmanna og Jesús minnir hann á það sem skeði í eyðimörk- inni þegar lýðurinn var bitinn af eitruðum höggormum. Og Jesús sagði: „Eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, þann- ig á mannssonurinn að verða upp hafinn, svo að hver sem trúir hafi eilíft líf í honum.“ Margir á dögum Móse dóu af höggormsbiti. Og Drottinn sagði við Móse: „Gjör þér eiturorm og set hann á stöng, og það skal verða, að hver sem bitinn er og lítur á hann, skal lífi halda.“ Jesús var negldur á kross og friðþægði fyrir syndir okkar mannanna og ef við lítum hann í trú munum við einnig lífi halda, já, eignast eilíft líf. „Héma við krossinn hljóður ég bið, hema við krossinn öðlast ég fHð. Hvað sem þá mætir og hvað sem við ber, héma við krossinn samt óhætt mér er.“ Hj. Hansen. Kærleiki Guðs til mannanna er takmarkalaus. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn . . .“ I biblíunni standa þessi dýr- mætu orð „Guð er kærleikur“. 1. Jóh. 4,8. Trúboðinn mikli, Mr. Moody, starfaði mikið í Chicago-borg fyrir all löngu. Hann lét útbúa ljósa- skilti yfir ræðustólnum og þegar kveikt var á gasljósunum komu fram þessi þijú orð: „Guð er kærleikur". Kvöld eitt kom ölvað- ur maður inn í salinn. Hann var kaldur og ætlaði að hita sér. Þegar hann kom í salinn sá hann orðin „Guð er kærleikur“. Orðin höfðu mikil áhrif á hann. Gat það verið að Guð elskaði hann einnig? Hann sem hafði lifað miklu syndalífi? Þegar samkomunni var lokið gekk Mr. Moody að útgöngudyrunum, sá hann þá manninn gráta eins og bam. „Hvað er að?“ „Ég heyrði ekki eitt orð af ræðu yðar,“ svar- aði maðurinn. „Hvað hefur fengið svo mikið á yður,“ spurði Moody aftur. „Ritningarorðið þama uppi,“ svaraði hann. Moody fékk náð til þess að leiðbeina þessum manni til Krists. „Guð er kærleik- ur. í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að við skyldum lifa fyrir hann.“ 1. Jóh. 4,8-9. Guð vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum. 1. Tim. 2,4. Það sem Guð ætlast til af okkur er að trúa á Jesúm, því þá munum við ekki glatast, heldur eignast eilíft líf. Pétur postuli segir fagnandi: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum." 1. Pét. 1,3. Óskar Jónsson MK>BORG=% Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæó. S: 25590 — 21682 — 18485 ■ Ath.: Opið virka daga frá kl. 10-19. Opið sunnudaga frá kl. 13-17. I Verslunar- og skrifstofu- húsnæði í Kvosinni IVorum að fá í sölu verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Kvosinni. Góðir greiðsluskilmálar. Uppl. á skrifstofunni. Sverrir Hermannsson hs. 14632 Brynjólfur Eyvindsson hdl. — Guöni Haraldsson hdl. Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! Falleg 30 f m einstaklingsíbúð við Hraunbæ til sölu vegna flutninga. Gott verð. Upplýs- ingar í síma 40757 eða hjá fasteignasölunni Eignamiðlun. EKnnmiDLunin 2 77 11if ÞINGHOLTSSTR/ETI 3 SIMI 27711 f Söluttjóri: Sverrir KristinsBon Þorleifur Guömundsson, sölum. Unnsteinn Beck hrl., sími 12320 Þórólfur Halldórsson, lögfr. ^ FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ VERDBREFAMARKAOURINN r: ' ■ r ■ hf Wofrmrcfrflrtf!'7 iHI Dn\>|rin\jríl/ /O1Y0RRRR /OiV OQQOQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.