Morgunblaðið - 25.05.1986, Side 39

Morgunblaðið - 25.05.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986 39 Z3T Sá klóki Oscar Wilde sagði einhvem tíma: „Ég vel kunningj- ana eftir skaplyndi þeirra og andstæðinga mína eftir hyggind- um þeirra. Maður getur aldrei farið nógu varlega í að velja sér andstæðinga." Hyggindi and- stæðinga ríkjandi sjálfstæðis- meirihluta blasa við þegar horft er til yfirstandandi kosningabar- áttu í Reykjavík — hvort sem þau koma nú í haginn. Virðast hafa valið sér þá vígstöðu að beina öllum spjótunum að einu skot- marki — kannski ekki fleiri í sjón- máli. Skotmarkið eina er persóna borgarstjórans, Davíðs Oddsson- ar. Skotin líka vandlega valin. Maðurinn er svo duglegur að ekki nær nokkurri átt. Hann afgreiðir bara málin, lætur þau ekki danka. Svo er borgarstjóri alltaf fús til að mæta þegar óskað er, þar sem félög, stofnanir eða hópar eru að fagna einhveijum tímamótum í starfsemi sinni eða ná áfanga. Borgarstjórinn bara mættur á sýningar í öllum bamaskólunum, á völlinn til að fagna sigri með „drengjunum okkar", hvar sem glaðst er yfir opnun dagheimilis, bókasafns eða heilsugæslustöðv- ar, eða þar sem trjáræktarfólk hefur nýtt átak. Afsakar sig ekki einu sinni þótt þetta beri upp á frídag, ef nærveru hans er óskað. Svo gefur maðurinn sér ekki einu sinni tima til að fara í almennilegt sumarfrí, ekki nema eitt sumarfrí á fjögurra ára kjörtímabili. Er ekki svona borgarstjori alveg óbrúklegur? Af hveiju á að vera að kjósa mann, sem alltaf er að gera eitthvað í borginni? Þama er líka bara einn maður á toppnum. Eins og það nái nokk- urri átt. Menn vita hvert þeir eiga að snúa sér. Og hann vísar ekki annað. Afgreiðir meira að segja vísast málaleitanina. Ætli það væri ekki munur að fá aftur „borgarstjórana sjö“ frá síðasta kjörtímabili með valdalausan embættismann í borgarstjórasæt- inu, sem þurfti að sækja svör við öllum fyrirspumum og beiðnum um úrlausn til hausanna ijögurra, eins úr hveijum flokki. Þeir allir að samræma mismunandi viðhorf og hver svo að leita í sinn bak- flokk, borgarfulltrúaflokka (ef þar vom fleiri en einn í hóp eða tveir í strollu) og/eða áfram í málefna- nefndir hvers aðila og svo aftur til baka. Allir önnum kafnir við að finna meðalákvörðunina. Enda var lqortímabilið búið áður en sum svörin vom komin í gegn og úr- lausnimar á framkvæmdastig. Af einhveijum dularfullum ástæðum skýtur upp í hugann, þegar árin 1978—82 í borgar- stjóm em ri§uð upp, sögunni um ónefndan mann, sem hér á ámm áður kom í eitt sendiráða okkar þar sem ekki kom mikið frá sendi- herra og sendiráðsritara. Sem hann sat þama rifjaðist upp fyrir gestinum upphafið að kennsiu- texta í ensku, til þess gerður að kynna sagnir í nútíð. Sá hljómaði eitthvað á þessa leið: What are you doing, James? Iamdoingnothing. What are you doing, Harry? IamhelpingJames. fylkingunni á þeim vettvangi allar götur ffarn til 1982 og þykist .því hafa obbolitla reynsluþekk- ingu á málinu. Fann raunar aldrei þetta ráðríki sem nú berst til fólks úti í bæ frá kosningaskrifstofum andstæðinga borgarstjórans. Hefi raunar ekki komið auga á þennan yfírgang enn, meðan ég undan- farin 4 ár hefi verið í forsvari fyrir 3 nefndir borgarinnar, án þess að vera í borgarstjóm og því átt með málin að leita til / * r jr Ekki svo að skilja að hópur- inn sem kemur sér saman um ákvarðanir í borgarmálum sé nokkuð minni í þessum eina flokki í borginni, Sjálfstæðisflokknum, en í hinum til samans. En þar er bara flogið í oddaflugi, sem skap- arinn sá endur fyrir löngu að væri býsna góð aðferð til að komast áfram í mótvindi. Hópur- inn velur einn, sem fer í farar- broddi og sem brotnar á, en raðar sér að baki honum. Þann hátt tóku borgarfulltrúar sjálfstæðismanna í Reykjavík upp fyrir löngu. Að- ferðin var þar í fullu gildi þegar skrifari þessa pistils kom fyrst að borgarstjómarmálum á árinu 1970, einmitt um leið og nefndur Davið Oddsson kom þar líka sem nýliði. Vann með honum í breið- kynningar, samþykkis eða symjun- ar til borgarstjórans beint. En afskaplega er þá gott að fá strax svör og viðbrögð, eftir að hafa sett fram staðreyndir og rök — því hann hlustar nefnilega, sem ekki er öllum jafn vel gefið. En allir borgarfulltrúamir og varaborgarfulltrúamir hittast á hveijum miðvikudegi, þar sem borgarstjóri og aðrir forsvars- menn málaflokka koma með sín mál, sem liggja fyrir eða eru í gangi. Og þama í yfir 20 manna hópi er fyrir hendi býsna víðtæk þekking og sjónarmið úr ýmsum áttum sem geta komið fram í umræður (verða væntanlega 16—18 eftir að borgarfulltrúum hefur aftur verið fækkað). Og þama geta allir hinir kjömu full- trúar talað sig saman um niður- stöðuna, t.d. fyrir endanlega ákvarðanatöku á borgarstjómar- fundum, sem em tvo fimmtudaga í mánuði. Oddviti hópsins, borgar- stjórinn, veit alltaf að þama getur hann gengið að öllum hópnum vísum til að kynna mál og bera ' f undir þau mál sem taka þarf sameiginlega afstöðu til. Og hann veit líka að þessi samhenti hópur stendur að baki honum ef nauð- synlegt hefur reynst að taka skyndiákvarðanir. Fer eflaust líka nokkuð nærri um viðhorf ein- stakra borgarfulltrúa til málanna eftir svo miklar umræður og kynni í mörg ár. Ég held að þetta sé býsna góð vinnuregla og áhrifrík, þótt oddamaðurinn og fram- kvæmdastjórinn verði mest áber- andi og aðrir kannski minna. f Reyndist það þar sem ég þekki til undir stjóm Geirs Hallgríms- sonar, Birgis ísleifs Gunnarssonar og Davíðs Oddssonar. Og ég hefi það fyrir satt að þessi háttur, að fljúga svo oddaflug eftir að ijóst er hvert ferðinni er heitið, gefist miklu betur en að reyna að kljúfa loftið í breiðfylkingu með engan í broddi fylkingar. Þá er ekki ónýtt að hafa í fylk- ingarbijósti mann eins og Davíð Oddsson, sem ekkert víkur sér undan, en hefur kjark til að taka ákvarðanir og halda í mótvindinn, þar sem hópurinn hans telur þörf á að sjá lengra ffarn í tímann en almennt gerist , eins og með kaupin á Olfusvatni til að tryggja heitt vatn í borgina eða að bregð- ast við vondum horfum, sem em að tína togarana af útgerðum annarra bæja með því að sameina útgerðarfyrirtækin og minnka yfirbygginuna í tíma — jafnvel þegar kosningar með tilheyrandi spjótalögum eru í nánd. Því eins og Piet Hein segir (í þýðingu Auðuns Braga): Sújátningersönnogsemviðmetum - og sýnir mér lærdóm greitt; Það er ótrúlegt hvað við ekki getum ef við reynum ekki neitt REYKJAVÍKURLEIKAR íknattspyrnu á Laugardalsvelli í dag og 2/. og 29. maí Forsala 25. maí kl. 17.00 ísland — írland 27. maí kl. 19.00 írland—Tékkóslóvakía 29. maí kl. 19.00 ísland—Tékkóslóvakía aðgöngumiða á Laugardalsvelli í dag frá kl. 10.00 f.h., þriðjudaginn 27. og fimmtudaginn 29 maí frá kl. 12.00 á sama stað. Flugleiðir bjóða sérfargjöld á landsleikinn LEIGUFLUG Ssremrþóroddsson Fiskbúðin Sæbjörg 2ipemn*ítofeari GRENSÁSVEOI 4R SÍMI 81618 BAKARf — KONDITORI — KAFFI ETVT K0RT ALIS S1AÐAR V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.