Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 29
IÞROTT AHUSIÐ A SOLHEIMUM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 íþróttahúsið á Sólheimum er nú komið vel á veg, en stefnt er að vígslu þess fyrsta vetrardag. Húsið er á tveimur hæðutn og verða á þeirri neðri vinnustofur, smíðastofa og kertagerðin, en salurinn á efri hœðinni mun nýtast sem alhliða samkomusalur, hvort heldur er fyrir leiksýningar, samkomur eða kirkjuhald, auk þess að vera íþróttasalur. Talandi um leiksýningar má cretabess að Sólheimafólkið œfir nú af fullu kappi ballett sem verður frumsýndur í nýja húsinu. Stór hluti vistmanna hefur á einn eða annan hátt unnið við byggingu hússins og á einni myndinni má sjá tvo handlangara, þau Jón Líndal og Eddu Guðmundsdóttur, ásamt Guðmundi Pálssyni, verkstjóra. samsvara getu og hæfileikum og að búa við aðstæður sem samsvara þörfum fyrir tilfínningalegt öryggi." Heimiliseiningarnar mismunandi - Hvemig kemur þetta inn í meðferðar- starfíð? „Af þessum ástæðum eru heimiliseining- araar mjög mismunandi mannaðar, hvað aðstoð varðar. Hér eru sex heimiliseiningar, tvær þar sem tveir starfsmenn búa með vistmönnum, sem þarfnast mikillar umönn- unar, tvær með einum starfsmanni, þar sem fólk er betur sjálfbjarga og svo aðrar tvær þar sem hálft stöðugildi starfsmanns er, en vistmenn á þeim hugsa mikið til um sig sjálfír enda fullfærir um það,“ segir Halldór, en á Sólheimum starfa alls um 30 manns. Halldór heldur áfram: Á sama hátt og mismunandi stig eru í heimilisrekstrinum þá er í námi og starfí boðið upp á fjöl- breytni. Bæði vinna vistmenn hér störf sem kreflast mikils frumkvæðis og skipulagning- ar á eigin vinnu, t.d. störf við garðyrkju sem kreflast þess að fólk geri sér grein fyrir hvaða sprota af tómataplöntu á að bijóta af og hvaða sproti á að vera til að plantan þrífíst. Sama má segja um ýmis önnur úti- vinnustörf, þar sem menn þurfa að meta árangurinn af eigin vinnu. Svo eru einfaldari störf sem byggjast fyrst og fremst á ein- hverri einfaldri aðgerð og endurtekningu, s.s. að dýfa kerti ofan í vax í kertagerðinni." - Eru skýr og skörp skil gerð á þroska vistmanna t.d. eftir því á hvaða heimili þeir búa? „Við höfum reynt að vera ekki með of einlitan hóp inni á heimilunum og það er talsverður kostur, enda geta vistmenn með ólíka getu og hæfíleika oft bætt hvem annan upp.“ Félagslegi þátturinn oft vanmetinn „Félagslífíð er einnig mikilvægt í þessu tilliti, t.d. varðandi leiklist, enda er félagslegi þátturinn svo mikilvægur í vinnu þroska- heftra og allri meðferð. Mér finnst hann oft vanmetinn, t.d. eins og í umræðu um sam- býli, sem eru út af fyrir sig mjög góð fyrir þá sem geta nýtt sér slíkar aðstæður. Hins vegar held ég að það sé erfítt fyrir sex, sjö manns á sambýli að halda uppi miklu félags- lífi og þá verða þessir einstaklingar að leita annað. Menn verða að hafa það í huga að flestir þroskaheftir vilja hafa sitt félagslíf og fé- lagsskap af öðrum þroskaheftum. Auðvitað hefur margt verið gert í þessum efnum og má í því sambandi nefna vaxandi íþrótta- starf á meðal þroskaheftra og ferðafélagið Öskju á Reykjavíkursvæðinu. En félagslífið verður að vera þannig að það henti sem flestum og uppfylli þarfir sem em mjög mismunandi." Vantar skýra heildarstefnu - í lokin, Halldór, hvaða þáttum í með- ferð og málefnum þroskaheftra finnst þér veramest ábótavant? „Ég tel ekki að við stöndum nágranna- þjóðum okkar neitt að baki hvað varðar almennt meðferðarstarf, held að okkur sé lítið ábótavant í þeim efnum. Okkur vantar hins vegar skýra og raunhæfa heildarstefnu, stefnu sem byggir á eðlilegri mannréttinda- kröfu fatlaðra um að byggja upp líf sitt og lifa því á eigin forsendum, ekki þrátt fyrir fötlun sína heldur með fötlun sinni. Eins er oft bent á að mun meira fjár- magni sé veitt til þessa málaflokks á hinum Norðurlöndunum. Það er rétt og vissulega þarf meira fjármagn til uppbyggingar meðferðarstarfs fyrir fatlaða hér á landi. Mín reynsla er þó sú að allir, jafnt þingmenn sem aðrir, séu reiðubúnir til að leggja mál- inu lið. Þessi velvilji og skilningur á auðvitað að skila sér í starfí og uppbyggingu mála- flokksins, en í staðinn er hann í nokkurs konar íjársvelti. Ég er þeirrar skoðunar að til að fjármagn fáist þurfí annars vegar skýra og raunhæfa stefnu og hins vegar framkvæmdaáætlun til að vinna eftir. Ber- um við gæfu til að marka slíka stefnu er ég viss um að fjármagnið til framkvæmdar henni mun fylgja." - VE Morgunblaðið/Bjami Árni Alexandersson, Ólafía Sæunn Hafliðadóttir og Sigurður Gíslason í eldhúsi heimilisins sem þau deila ásamt þremur öðrum vistmönnum. Jón Líndal í herbergi sínu í nýjasta vistmannahúsinu. ustu við þroskahefta skuli háttað og menn hafa haft á því misjafna skoðun. Aðstæður hafa breyst og ný viðhorf koma sífellt fram í þjónustu fyrir þroskahefta. En ef við byijum á byijuninni þá má segja að stærsta breytingin hafí orðið eftir stríð þegar á markaðinn komu róandi lyf sem gerbreyttu allri meðferð og bættu mjög möguleika þroskaheftra á að lifa við eðlilegar aðstæður. Upp frá því kom einnig fram sú krafa erlend- is, þar sem stofnanir fyrir þroskahefta voru geysilega stórar, að þær breyttust og unnið yrði með þroskaheftum í minni einingum. Hér á landi höfum við hins vegar aldrei haft svona mörg þúsund manna stofnanir. Við höfum Kópavogshælið með mest um 200 vistmenn, sem er langt frá því að vera stórt á þann mælikvarða, Sólborgu á Akur- eyri með mest um 60 vistmenn, Skálatún og Tjaldanes í Mosfellssveit með 56 og 20 vistmenn hvort og Sólheima, þar sem alltaf hafa verið um 40 vistmenn. Umræðan hér hefur hins vegar smitast af þeirri umræðu sem skapaðist út frá stóru stofnununum ytra, þrátt fyrir allt aðrar aðstæður. Þær hugmyndir sem mest ber á í umræðu hér á landi um þjónustu fyrir þroskahefta eru almennt kenndar við „normaliseringu" og komu fram á Norðurlöndum á miðjum sjöunda áratugnum. Megininntak þeirra er að þroskaheftir eigi að búa við sem eðlileg- astar aðstæður miðað við það sem gerist og gengur almennt í þjóðfélaginu. Þessi stefna má segja að hafí verið mótandi hér og er enn í dag, t.d. varðandi uppbyggingu og þjónustu við þroskahefta. Það er svo annað mál hvað fólk telur vera eðlilega lifnaðarhætti og aðstæður. Það sem mér fínnst varhugavert er þegar menn eru að reyna að gera líf þroskaheftra sem líkast lífí einhvers meðaltals manna. En í Ijósi þess hefur m.a. komið fram gagnrýni á Sólheima vegna þess að meðalmanneskjan býr ekki úti í sveit!“ Varhugavert að iílga lífi þroskaheftra við annarra líf „I lögunum um málefni þroskaheftra segir hins vegar að vangefnir og fatlaðir skuli njóta jafnréttis á við aðra og auðvitað á svo að vera. Hins vegar fínnst mér til- hneiging til að gera ekki greinarmun á jafnrétti annars vegar og mannréttindum hins vegar. Eðlilega má ekki mismuna föt- luðum miðað við aðra, en mannréttindakrafa fatlaðra felst í því að fá að lifa sínu lífi á eigin forsendum til jafns við aðra með sinni fötlun, en ekki að lifa lífi sem líkir eftir lífi annarra. í framkvæmd tekur hugmynda- fræðin um „normaliseringu" oft á sig þá mynd að afmá eigi alla sérstöðu fatlaðra, eins og að takmarkið sé að lækna alla fötlun og að fatlaðir eigi í einu og öllu að lifa eins og aðrir. Þetta er almennt ekki afstaða þroskaheftra, sem líta á sig sem hóp. Það kom t.d. mjög sterkléga fram á ráð- stefnu um frítímastarf þroskaheftra sem haldin var á síðasta ári. Þar höfðu þroska- heftir framsögu og í máli þeirra kom m.a. fram að þeir vilja fá sérstakar félagsmið- stöðvar fyrir þroskahefta, enda líta þeir á sig sem hóp og þannig verður að leyfa þeim að vera.“ - Út frá hvaða þáttum gangið þið r meðferðarstarfínu? „Okkar starf miðast við að búa vist- mönnunum heimilislíf og félagslíf sem hent- ar þeirra getu, þörfum og hæfileikum. Á Sólheimum erum við með fólk á mjög mis- munandi stigum, með mjög mismunandi þarfir og getu. Til að allir vistmenn eigi möguleika á að lifa sem fyllstu og fjöl- breyttustu lífi verðum við að hafa mikla breidd í aðstæðum, bæði hvað varðar nám og vinnu, heimilislíf og frítíma. Við skipu- leggjum starf með hvern vistmann með til- liti til fjiigurra höfuðsviða." Tekið mið af þroska vist- manna á fjórum sviðum „Fyrsta sviðið tekur mið af vitsmuna- þroska einstaklingsins, annað af félags- þroska, þriðja af tilfínningaþroska og fjórða af persónuleikaþroska. Það er mjög mismun- andi hver þroski vistmanna er á hveiju sviði, fólk getur t.d. verið eðlilega greint, en með tilfinningalegan vanþroska eða öfugt. Lykillinn að starfínu er að það sé ákveðið jafnvægi á milli getu og hæfíleika vistmanna á hvetju sviði og þess sem boðið er upp á í meðferðinni, bæði hvað varðar aðstæður í námi, starfi, heimilishaldi og félagslífí. Við álítum að forsenda þess að fólk geti lifað hamingjusömu lífi, sé að takast á við verkefni í námi og starfí, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.