Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 54
98Ct IAM .?,2 aTJ0AO7IVIMTJ8 .0T0AJ3MU0H0M MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 r atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —wtfhiy— Nýtt tækifæri hjá vaxandi fyrirtæki Miðlun er fyrirtæki sem starfar að upplýs- ingaþjónustu. Við veitum greiða og ódýra leið að ótæmandi magni upplýsinga, gerum notkun þeirra auðvelda og markvissa og spcirum þannig viðskiptavinum okkar tíma, fé og fyrirhöfn. Útgáfudeild Miðlunar er umsvifamikil í útgáfu á upplýsingum fyrir viðskipta- og atvinnulífið. Söfnun, vinnsla og sala blaðaúrklippubóka er meirihluti starfseminnar í dag. Við leitum að starfsmanni í útgáfudeild fyrir- tækisins til afleysinga í sumar og áfram- haldandi störf næsta haust. Verksvið starfs- mannsins í sumar er umsjón með Ijósritun, frágangur á úrklippum og úrklippubókum. Einnig felst í starfinu nokkur lestur á blöðum og birgðahald deildarinnar. Markmið sumars- ins verður að gera viðkomandi sjálfstæðan og hæfan til að taka við verkstjórn deildarinn- ar næsta haust. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja reynslu af Ijósritun, sé ekki yngri en 22 ára, jákvæð(ur) og sjálfstæð(ur), og geta hafið störf strax. Umsókn þarf að berast til augldeild Mbl. merkt: „Miðlun — 0143" eða til Miðlunar fyrir 28. maí. Rennismiður Óskum að ráða rennismið hið fyrsta. Upplýsingar veitir Magnús Nikulásson verk- stæðisformaður. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, 105 Reykjavík. Rösk og áreiðanleg kona óskast til starfa fyrir hádegi við frágang verkefna o.fl. hjá fyrirtæki á sviði prentiðnað- ; ar. Reynsla ekki skilyrði. Æskilegur aldur 35-40 ára. Vinsamlegast leggið nafn og aðrar upplýsingar inn á augld. Mbl. í síðasta lagi 29. maí 1986 merktar: „Framtíð — 5631". Sölumaður óskast á fasteignasölu. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Framtíðarstarf fyrir réttan mann. Eignaraðild kemurtil greina. Umsóknir leggist inn á augldeild Mbl. fyrir 28. maí merktar: „Fasteignasala — 2600“. Blikksmiðir og menn vanir blikksmíði óskast strax. Mikil vinna framundan. Góð laun í boði fyrir rétta menn. Uppl. í síma 83121. Blikksmiðja Gyifa hf. Tangarhöfða 11. Bifvélavirki óskast Bifreiðaverkstæði í Hafnarfirði óskar eftir að ráða bifvélavirkja eða mann vanan bifreiða- viðgerðum. Björt og góð vinnuaðstaða. Upplýsingar í síma 54958 á daginn eða Guðjón 46733 og Björn 54540 á kvöldin. Netagerðamaður Óskum eftir að ráða netagerðarmann. Upplýsingar í síma 54949. Hárgreiðslusveinn eða nemi sem lokið hefur grunndeild óskast. Uppl. í síma 76266, eða 74269. Hárgreiðslustofan Kambur. Sumarstarf 21 árs karlmaður óskar eftir góðri vinnu í sumar. Er með stúdentspróf frá eðlisfræði- deild MA. Á gott með að umgangast aðra, duglegur og áreiðanlegur og vanur að vinna sjálfstætt. Mjög góð enskukunnátta, einnig þýska og danska. Tilboð sendist augldeild Mbl. merkt: „Sumar- starf — 5102“ fyrir 1. júní. Frekari upplýsingar í síma 82258. Framtíðarvinna Alpan hf. óskar eftir að ráða fólk til fram- leiðslustarfa í verksmiðju sinni á Eyrarbakka. Alpan framleiðir steikarpönnur einkum til útflutnings. Leitað er að fólki í störf við málmsteypu, í önnur framleiðslustörf og pökkun. Um er að ræða framtíðarstörf — ekki sumarstörf — Lágmarksaldur í sum störfin er 25 ár. Gert er ráð fyrir ráðningu í maímánuði eða eftir samkomulagi. Boðið er uppá góða vinnuaðstöðu, leið- beinandi verkstjórn, hóflegan vinnutíma og góð laun fyrir gott fólk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Alpan hf., Búðarstíg 22, Eyrarbakka, hjá Suðurgarði hf., Austurvegi 22 Selfossi og á skrifstofu félagsins í Reykjavík, Síðumúla 22. Umsókn- arfrestur er til 3. júní. Ef frekari upplýsinga er þörf þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofustjóra í síma 99-3421 eða 99-3360. ALPANHF., Búðarstíg 22, Eyrarbakka. Offsetprentari óskast til starfa í prentsmiðju í Suður-Noregi um 130 km frá Osló sem fyrst eða við fyrsta hentugleika. Góð laun í boði fyrir réttan mann. íbúð við hæfi umsækjenda verður útveguð. Möguleiki á þátttöku í flutningskostnaði. Upplýsingar í síma 9047-35-56652 eftir kl. 20.00 (svarar á íslensku). Sölustjóri Stórt fyrirtæki í matvælaiðnaði óskar að ráða sölustjóra til starfa. Starfið er fólgið í alhliða stjórnun sölumála svo sem auglýsingum, kynningu og áætlanagerð. Hann mun einnig vera virkur þátttakandi í vöruþróun og markaðssetningu á nýjum vöru- tegundum. Hér er um krefjandi starf að ræða sem kallar á starfsmann með haldgóða menntun og reynslu í sölu- og markaðsstarfsemi. Fyrirtækið er rótgróðið og traust iðnfyrirtæki í Reykjavík sem býður upp á góð starfsskilyrði. Þeir sem hafa áhuga á þessu starfi vinsamleg- ast sendið inn nafn og upplýsingar fyrir 10. júní nk. til augld. Mbl. merkt: „B — 5629“. Algjörum trúnaði heitið. Hefur þú: ★ Nýlokið námi í menntaskóla eða byrjað í háskóla en ekki enn ákveðið um fram- hald? ★ Áhuga á efnafræði? ★ Áhuga á að kynnast efnisfræði? ★ Hug á að vinna fjölbreytt og lifandi starf á skemmtilegum vinnustað? Ef svo er, hafðu þá samband við okkur, því hér vantar starfsmann á rannsóknarstofu Nýiðnaðarrannsókna Iðntæknistofnunar ís- lands. Starfið er veitt til eins árs. Umsóknar- eyðublöðin færðu í afgreiðslu ITÍ að Keldna- holti og umsóknarfresturinn ertil 15. júní nk. IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Hlutverk löntæknistofnunar er aö vinna aö tækniþró- un og aukinni framleiöni í íslenskum iönaöi með því aÖ veita einstökum greinum hans og iönfyrirtækj- um sórhæföa þjónustu ó sviöi tækni- og stjórnunar- mála og stuðla aö hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaöar. Rafmagnstækni- fræðingur eða -verkfræðingur óskast til þjónustu- og innflutningsfyrirtækis í Reykjavík. Umsóknirsendist augld. Mbl. merktar: „V — 591 “. Prentsmiðjur auglýsingastofur umbúðafyrirtæki Offsetskeytingamaður með próf frá rekstrar- sviði Den Grafiske Hojskole í Kaupmanna- höfn og Emballageskolen í Osló óskar eftir atvinnu frá 1. ágúst nk. Hef þriggja ára starfs- reynslu hjá umbúðaframleiðanda. Tilboðum skal skila á augldeild Mbl. fyrir 6. júní nk. merktum: „K — 5628“. Sendibílstjórar Vegna mikillar vinnu geta nokkrir sendibíl- stjórar með góða og stóra sendibíla fengið stöðvarleyfi í Nýju sendibílastöðinni strax. Bílarnir verða að vera með stórum hliðar- hurðum og helst með vörulyftu. Upplýsingar á skrifstofu stöðvarinnar, Knarrarvogi 2. Nýja sendibílastöðin. Kennarar Kennara vantar að Grunnskóla Hólmavíkur. Meðal kennslugreina: almenn kennsla á barnastigi, íslenska 7-9 bekk. Tungumál 7-9 bekk, raungreinarog samfélagsgreinar. Frítt húsnæði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 95-3123 og skólanefndarformaður í síma 95-3155. Skólastjóri. Starfsmaður óskast í pökkunardeild við kjötsögun. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra. Afurðasala Sambandsins, Kirkjusandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.