Morgunblaðið - 25.05.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.05.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 pltruw Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Augiýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Flugöryggismál Flugið er ráðandi þáttur í samgöngum ekkar. Milli 80 og 90 þúsund íslendingar leggja leið sína til annarra landa ár hvert, nær allir flugleiðis. f stóru og stijálbýlu landi okkar og erfíðu yfírferðar, ekki sízt vetrarmánuði, er flugið sá ferðamáti, sem kostar okkur minnsta fyrirhöfn og skemmst- an tíma. Flugöryggismál varða því alla þjóðina. Þau eru mála- flokkur þar sem vilji fólks, hver sem viðhorf þess að öðru leyti eru, hlýtur að hafa einn og sama farveg. Hverskonar ferðamáti tekur sinn toll, því miður, bæði í mannslífum og meiðslum. Það gildir ekki sízt um ökutæki, en umferðarslys af því tagi, ekki sízt í þéttbýli, eru vaxandi vandamál. Hlutfallslega færri enda ævi sína í flugferð milli áfangastaða en með öðrum ferðamáta. Flugslys eru hins- vegar á stundum stór í sniðum og vekja óskipta eftirtekt. Það er hinsvegar staðreynd, sem óhjákvæmilegt er að staldra við, að tæplega þijátíu manns hafa látið lífíð í tíu flugslysum hér á landi síðan 1980 — og í öllum tilfellum eiga litlar flug- vélar í hlut. Jóhannes Snorrason, fyrrver- andi yfírflugstjóri hjá Flugfé- lagi Islands og síðar Flugleið- um, skrifar grein um öryggi í flugi í Morgunblaðið 16. maí síðastliðinn. Þar víkur hann að ýmsum atriðum flugöryggis- mála, sem verið hafa í umflöllun hér á landi, meðal annars í stefnumarkandi skrifum Morg- unblaðsins. Meðal þeirra má nefna: Stefna ber að bættum flug- vélakosti í áætlunar- og leigu- flugi hinna smærri flugfélaga. Hér fljúga flugvélar með farþega, sem ekki geta flogið yfír venjuleg veður og það sem er ef til vill alvarlegra; hafa ekki afl til þess — sumar hveij- ar — að bjargast megi á þeim í mikilli ísingu, nema með því að lækka flugið, sé þess kostur, en það er ekki alltaf gjörlegt í okkar Qöllótta landi. Það er augljos öryggisþáttur, að í stjómklefa farþegaflugvéla skuli alltaf vera tveir vel þjálf- aðir flugmenn. Annaðhvort höfum við efíii á því að halda hér uppi flugi með boðlegu öryggi eða við verðum að bíða þar til við höfum efni áþví. Frumþjálfum flugmanna þarf að bæta. Flugnám hefur verið homreka hér á landi og „nánast látið afskiptalaust af stjómvöldum". „Ég er þeirrar skoðunar," sagði Jóhannes, „að hér eigi að vera einn flugskóli, vel búinn tækjum og með hæfa kennara í öllum greinum..." Þessi reynsluríki flugstjóri kemur víðar við í grein sinni, þó ekki sé frekar rakið hér, að sinni. Hann víkur að ýmsu sem Morgunblaðið hefur um fjallað, m.a. í foiystugrein 11. apríl sl., eftir hörmulegt flugslys í Ljósu- fjöllum. Þar segir m.a.: „Við eigum gott land og fagurt en það er hættulegt við erfíðar aðstæður. Enginn hefur bolmagn til að glíma við ísland í versta ham. Þá breytist ásjóna þess og maðurinn verður flugu líkastur, þrátt fyrir alla sína tækni. í næsta nágrenni við ömefni eins og Ljósufjöll em Helgrindur og Hreggnasi. Það er til vitnis um hvemig fólkið í landinu hefur litið á þær hættur sem við blasa. Og því betri sem frásagnir af sorgleg- um atburðum eru, því meiri von er til þess að úr verði bætt og atburðurinn endurtaki sig ekki.“ Flugið er ekki aðeins veiga- mesti samgönguþáttur okkar, bæði milli byggða innanlands og við umheiminn. Það er og ört vaxandi samgönguþáttur. Samskipti okkar og viðskipti, innbyrðis og við önnur ríki, sem við emm tengd mikilvægum menningar-, viðskipta- og ör- yggisböndum, byggja í vaxandi mæli á þeirri samgöngutækni, sem flugið býður upp á. Það er því mjög mikilvægt að við íslendingar höldum vöku okkar í flugöryggismálum: hvað varð- ar flugvélakost og vélaviðhald, hvað varðar flugvelli og tækja- og öryggisbúnað þeirra, hvað varðar flugumferðarstjóm og hvers konar upplýsingaþjón- ustu við flugið. Stjómvöld verða og að vera vökul í stefnumark- andi undirbúningi og ákvörðun- um, er þeim heyrir til. Við eigum vel menntaða og vel hæfa flugliða, sem búa að mikilli flugreynslu. Sjálfgefíð er að nýta reynslu þeirra við kortlagningu íslenzks flug- rekstrar og íslenzkra flugör- yggismála — inn í framtíðina — sem og annarra, er gerst þekkja til. Sterkt aðhald og fullkomin tæki geta komið í veg fyrir slys. Það er tvímælalaust þjóðarvilji að auka og efla hverskonar forvamir gegn flugslysum. Fjármunum sem til slíks er varið er vel varið. Menntun, þekking og bezta fáanlega tækni eiga að vera stefnuvitar okkar í flugmálum sem öðmm höfuðþáttum mannlegra sam- skipta á líðandi stund og í fyrir- sjánlegri framtíð. Fyrir áhugamenn um stjórnmál er nú rétti tíminn til að huga að þeim atriðum, sem hafa áhrif á skoðanir fólks og ákvarðanir þess í kjör- klefanum. Rannsóknir í þessu efni verða markvissari með hveiju árinu sem líður. Kannanir Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands, sem fram- kvæmdar hafa verið fyrir Morgunblaðið og hafa birst hér að undanfomu, sýna, hve mikilla upplýsinga um þjóðmálin og afstöðu fólks til þeirra, er unnt að afla með þessum hætti. Eftir því, sem meira er gert af því að skilgreina skoðanir hinna aðspurðu, gefst betra tækifæri fyrir stjómmálaflokka að átta sig á því, hvert þeir þurfa að beina kröftunum til að auka fylgi sitt. Gagnlegt væri til dæmis fyrir sjálfstæðismenn að bijóta það tii mergjar, hvað þeir þurfa gera til að halda í það fólk, sem segist kjósa flokk þeirra í borgarstjómarkosning- um en Alþýðuflokkinn í þingkosningum. í borgarstjómarkosningum sækir Sjálfstæð- isflokkurinn fylgi til fólks, sem segist kjósa einhvem hinna flokkanna í þingkosning- um, þó síst til þeirra, er kjósa alþýðubanda- lagsmennáþing. Alþýðubandalagið eða réttara sagt mál- gagn þess, Þjóðviljinn, hefur sótt fram af mestu kappi gegn Sjálfstæðisflokknum í kosningabaráttunni í Reykjavík. Hafa alþýðubandalagsmenn gjeinilega ákveðið fyrir mörgum vikum, að haldið skyldi þannig á málum, að spillingar-, ofstjómar- og óstjómarorði skyldi komið á Sjálfstæð- isflokkinn, meirihluta hans í borgarstjóm- inni og Davíð Oddsson, borgarstjóra. Hver uppákoman rak aðra í flennistómm for- síðufréttum Þjóðviljans; en eftir að blaðið hafði tvisvar eða þrisvar lagt forsíðuna undir verð á einni kjötmáltíð í mötuneyti borgarinnar í Skúlatúni 2, án þess þó að greina rétt frá því „máli“, þá sljákkaði í þeim þjóðviljamönnum. Eftir stóð aðeins eitt mál, kaupin á Ölfusvatni, og var allt kapp lagt á, að koma því sem rækilegast til skila. Að bregðast bogalistin Menn þurfa ekki að vera vel að sér í mannkynssögu til að vita það, að oft em það andstæðingamir, sem leggja sigur- vegumm vopnin í hendur. Svo virðist, sem einmitt það hafí gerst í Ölfusvatnsmálinu. Með því að kaupa jörðina Ölfusvatn í Graftiingi á árinu 1985 var borgarstjóm Reykjavíkur að fíárfesta fyrir framtíðina. Það var borin von fyrir sjálfstasðismenn að skýra þessa framsýni út fyrir kjósendum nú fyrir kosningamar. Það hefði verið erfítt að koma því til skila, að nú ættu Reykvíkingar ömggar orkulindir í iðmm jarðar, sem endast myndu um langt ára- bil, þegar svo er komið, að ekki er til ein einasta hitaveita á landinu, sem ekki er komin í jarðhitaþurrð eða sér fram á þann vanda innan fárra ára, eins Davíð Oddsson bendir á í grein hér í blaðinu síðastliðinn föstudag. Má telja fullvíst, að fáir kjósend- ur hefðu haft hugmynd um kaup þessa orkusvæðis, ef Þjóðviljinn og Alþýðu- bandalagið hefðu ekki tekið málið upp á sína arma. Fyrir áhugamenn um kosningaáróður væri athugandi að gera úttekt á því, hve lengi og oft Þjóðviljinn hefur skrifað um Ölfusvatn og Nesjavelli á undanfömum vikum. Frambjóðendur Alþýðubandalags- ins hafa verið með málið á vömnum í tíma og ótíma. Síðan hafa frambjóðendur Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks farið að kyija svipaðan söng. Kjósendur komust ekki hjá því að álykta sem svo, að hér væri um mikilsverða og umdeilanlega ákvörðun að ræða. Látið var að því liggja, að borgarstjóri treysti sér ekki til að ræða málið og til þess að setja punktinn yfír i-ið og taka af öll tvímæli um að þetta væri allt hið versta hneyksli bentu al- þýðubandalagsmenn á, að Morgunblaðið hefði reynt að þegja málið í hel. Á föstudaginn birti Morgunblaðið grein eftir Davíð Oddsson, þar sem hann rökstyður allar ákvarðanir meirihluta sjálf- stæðismanna um nýtingu orku við suður- enda Þingvallavatns með þeim hætti, að ekki stendur steinn yfír steini í málflutn- ingi andstæðinganna. Vegna þess hve þeir höfðu þanið sig lásu þó mun fleiri grein borgarstjóra og kynntust þar með hinu rétta í málinu en ella hefðu gert. Við að skoða málavexti og huga að þeim hags- munum, sem í húfí eru, komast allir skyn- samir menn að þeirri niðurstöðu, að nauð- synlegt sé fyrir Reykjavík að tryggja sér hindrunarlausan aðgang að þessu orku- svæði. Hitaveitan er ein helsta uppspretta velmegunar í borginni eða eins og Davíð Oddsson segir: „Hagur hitaveitunnar er hagur borgar- búa, svo mikla þýðingu hefur hitaveitan fyrir daglegt líf og efnahag fólks í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Vatnsverð nú er 23% af því sem kosta myndi ef kynda ætti með olíu og 37,2% af kyndingarkostnaði með rofínni rafhitun, sem fjöldi landsmanna býr við. Sé sá samanburðu við hafður sparar hitaveitan íbúum á höfuðborgarsvæðinu 1.633 mill. króna eða kr. 12.800 á íbúa á ári, ef miðað er við lægri töluna. Sennilega er þó spam- aðurinn mun meiri. Því er þetta sagt að það gerðist ekki af sjálfu sér að þetta þjóð- þrifa fyrirtæki varð til, heldur fyrir fram- sýni og áræði sjálfstæðismanna í borgar- stjóm, sem stendur upp úr sem lýsandi tákn á móti ríkisforsjárhyggju og íhalds- emi vinstri manna." Umhverfismálin í grein sinni kemst borgarstjóri meðal annars svo að orði um nýtingu á landi Reykvíkinga við suðurenda Þingvalla- vatns: „Sjálfstæðismenn vilja að lönd Reykjavíkurborgar í Grafningi verði til afnota fyrir borgarbúa alla í framtíðinni og verði friðland í þeirra þágu. Þetta er sú stefna sem framsýn borgarstjóm getur boðið nútímafólki." Um leið og undir þessi orð er tekið er ástæða til að rifja það upp, að gangi vegaframkvæmdir á Þing- vallavegi í samræmi við áætlun á þessu ári, þá verða aðeins um 4 km vegarins til þjóðgarðsins án bundins slitlags, þegar vegavinnu lýkur í haust. Umferð til Þing- valla á eftir að margfaldast á komandi árum. í umræðum um vemd og virðingu þjóðgarðsins, sögufrægasta staðar lands og þjóðar, hafa ýmsir lýst áhyggjum sínum yfír því, ef garðurinn breytist í eins konar útisvistarsvæði fyrir íbúa höfuðborgar- svæðisins. Að sjálfsögðu verður aldrei komið í veg fyrir ferðir almennings um þjóðgarðinn, á hinn bóginn verður þar ekki skemmtisvæði borgarbúa við Þing- vallavatn. Öðru máli kann að gegna um land Reykjavíkurborgar við suðurenda vatnsins undir Henglinum. Eins og fram kemur í hinum tilvitnuðu orðum borgar- stjóra gæti þar orðið friðland í þágu Reykvíkinga. Forsjálni að þessu leyti verð- ur ekki síður metin að verðleikum er fram líða stundir en aðgæsla í orkumálum. Þegar litið er yfír stefnuskrá Sjálfstæð- isflokksins vegna kosninganna í Reykjavík í því skyni að fínna henni samnefnara er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að í henni sé lögð áhersla á umhverfismál í víðasta skilningi. Undir þennan hatt falla aðgerðir til að greiða fyrir umferð og auka öryggi vegfarenda. Enginn vafí er á, að miklar kröfur verða gerðar í þessum efnum á næstunni, lækkun á eldsneyti og að- flutningsgjöldum á bifreiðum á eftir að auka umferð til mikilla muna. Ætlunin er að reisa alhliða skemmtigarð í Reykjavík miðri í Laugardalnum. A kjörtímabilinu hefur borgin keypt Engey og Viðey, sem eru eftirsóknarverð útivistarsvæði. Á veg- um borgarinnar hafa um 250 þúsund tijá- plöntur verið gróðursettar árlega. Þegar litið er til ræktunarstarfs borgarinnar má enn minna á lönd hennar í Grafningi. Nú í sumar er ætlunin að ljúka gerð fjár- heldrar girðingar um Ölfúsvatn og Nesja- velli en jörðin Úlfljótsvatn hefur þegar verið girt. Samtals eru þetta 4.860 hektar- ar lands, þar sem gróður hefur verið á undanhaldi. Á kjörtímabilinu hefur verið gert mikið MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986 37 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 24. maí Morgunblaðið/RAX átak í skipulagsmálum, sem gerir kleift að ganga markvisst til verks við frágang og uppbyggingu á mörgum svæðum, sem móta svip borgarinnar. Nýtt hverfí í Graf- arvogi hefur risið. Skipulögð hefur verið endumýjun byggðar við Skúlagötu, þar sem gert er ráð fyrir um 1.600 manna hverfi. Endurskipulagning gamla mið- bæjarins, Kvosarinnar, er á lokastigi. Flugvallarsvæðið hefur verið skipulagt, sem leiðir til þess að umhverfí vallarins verður stórbætt. Mesta stórvirkið, sem borgin ræðst sjálf í til umhverfisvemdar, er þó hreinsun strandlengju höfuðborgarinnar. Gerð hefur verið áætlun um að veija 525 milljónum króna til þessa verkefnis á næstu 7 árum. Flokkar með eitt mál Hér hafa margir málaflokkar, sem eru á dagskrá hjá sjálfstæðismönnum, verið færðir undir eitt heiti. Sé litið til stefnu- mála keppinauta Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni er í raun ekki unnt að benda á neina heildstæða borgarmálastefnu þeirra. Alþýðuflokkurinn leggur höfuðkapp á eitt mál: húsnæðismálin. Hafa flóknar til- lögur hans verið kynntar hvað eftir annað af frambjóðendum hans. Fyrir kjósendur er nauðsynlegt að minnast þess, að tillög- um þessum verður ekki hrundið í fram- kvæmd af borgarstjóm Reykjavíkur. Þetta málefni verður aðeins , til lykta leitt á Alþingi. Ef til vill eru alþýðuflokksmenn að búa í haginn fyrir sig í þingkosningum með þessu baráttumáli, leggja inn fyrir framtíðina, sem auðvitað getur verið skyn- samlegt. Framsóknarflokkurinn leggur einnig áherslu á eitt mál, að „nýr miðbær" rísi í svokallaðri Suður-Mjódd. Telur flokkur- inn, að hækka megi húsnæðisverð í Breið- holti um 15% með þessum hætti. Byggða- stefna Framsóknarflokksins hefur ekki reynst megna að halda uppi húsnæðisverði á landsvísu og ekki er líklegt, að hún geri það í höfuðborginni; allt önnur lögmál ráða þessu verðlagi en fjarlægð frá „nýjum miðbæ". Þjónustukjami er raunar að myndast í Mjóddinni án afskipta framsókn- armanna. í útvarpssímtali á fímmtudags- kvöldið spurði raunar einn viðmælanda framsóknarmanna þá að því, hvort það væri þeim eitthvað sérstakt kappsmál að halda íbúðum í sem hæstu verði og vafðist þeim þá tunga um tönn. Flest bendir raunar til, að hér sé um hugdettu, sem fæðist af málefnafátækt, að ræða. Fyrir utan neikvæðan áróður hefur kosningabarátta Alþýðubandalagsins einn- ig byggst á hugdettum. Til marks um það má nefna hugmyndina um að breyta vöru- skála við Skúlagötu í æskulýðshöll eða breyta Sundunum við Reykjavík í fískeldis- stöð. Fyrsta áhersluatriði á stefnuskrá Kvennalistans er að „reynsla og menning kvenna verði metin sérstaklega sem stefnumótandi afl í samfélaginu". Og í annað sæti setur Kvennalistinn: „Kjör kvenna í borginni verði bætt og störf þeirra endurmetin til launa." Raunar eiga Alþýðubandalag, Kvennalisti og Flokkur mannsins það sameiginlegt, að allir flokk- amir þrír vilja að kosningamar snúist uir. launamálin. Alþýðubandalagsmenn em þó í vanda vegna þessa málaflokks, þar sem þeir em að ráðast á forvigismenn eigin flokks í verkalýðshreyfíngunni, þegar þeir gagnrýna síðustu kjarasamninga. Er grpnnt á því góða innan flokksins vegna þessa máls og rimma milli frambjóðenda. Bíða verkalýðsforingjar þögulir eftir úrslit- um kosninganna fari Alþýðubandalagið verr út úr þeim en gorgeirinn í Þjóðviljan- um bendir til munu þeir gera nýja atlögu að stjómendum blaðsins. Skipt um menn Þótt Siguijón Pétursson skipi áfram efsta sætið á lista Alþýðubandalagsins er ástæða til að ætla, að áhrif hans séu minni í kosningabaráttunni, en sætið gefur til kynna. í forvali Alþýðubandalagsins sagði Siguijón, að þar væm tveir listar í kjöri. Flest bendir til, að ekki hafí tekist að sameina þá, hvað sem líður yfírborðinu. Kristján Benediktsson, sem verið hefur oddviti framsóknarmanna í borgarstjóm, um langt árabil, gefur ekki kost á sér að þessu sinni. Sömu sögu er að segja um Sigurð E. Guðmundsson, sem verið hefur oddviti Alþýðuflokksins. Þá er Guðrún Jónsdóttir, sem var í forystu fyrir Kvenna- framboðinu á síðasta kjörtímabili, ekki heldur í kjöri. Siguijóni Péturssyni hefur síður en svo verið hampað af þeim, sem ráða ferðinni í kosningabaráttunni hjá Alþýðubandalaginu. Allt leiðir þetta til þess, að það er óvenjulegur viðvanings- bragur á baráttu andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins. Mikilvægt er að hafa þessar manna- breytingar í huga, þegar litið er til kosn- ingabaráttunnar. Afstaða kjósenda ræðst líklega meira af því, hveijum þeir treysta best fyrir borginni, en því, sem sett er fram í stefnuskrám. Að þessu leyti em yfírburðir Sjálfstæðisflokksins skýrir. Davíð Oddsson, borgarstjóri, nýtur trausts manna úr öllum flokkum, eins og vikið var að í upphafí þessa Reykjavíkurbréfs. Borg- arbúar hafa kynnst því á undanfömum fíómm ámm, að þar fer maður, sem þeir geta treyst. Með því að Ijá vinstri flokkun- um fylgi kjósa þeir óvissuna og sundur- lyndið. Þessi mynd, sem tekin var úr lofti yfir Þingvallavatni á föstudag, sýnir umdeildasta svæði kosningabarátt- - unnar í Reykjavík að þessu sinni. Hún sýnir Olfusvatn í Grafningi, en tangi jarðarinnar teygir sig út í vatnið. Hvítu hnjúkarnir eru á Henglinum en við rætur hans másjá gufustrókana á Nesjavölium. Landið þar um kringá Reykjavíkurborg-. Hagavik heitir víkin milli Nesjavalla og Olfusvatns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.