Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 t Móöir mín og amma okkar, SIGURLAUG STEFÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Guðrún Sveinsdóttir, Sveinn Eyþórsson, Birgir Eyþórsson, Gunnar Eyþórsson. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, VIGFÚSAR L. FRIÐRiKSSONAR Ijósmyndara, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. mai kl. 13.30. Nýbjörg Jakobsdóttir, Hanna Marta Vigfúsdóttir, Bjöm K. Örvar, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur og tengda- móður, FRIÐMEYAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sjúkrahúss Akraness og starfsfólki sjúkradeildar Hrafnistu í Hafnarfiröi. Guð blessi ykkur öll. Viktor Jóna Ágústa Viktorsdóttir, Björn Viktorsson, Þóra Viktorsdóttir, Alfreð Viktorsson, Lilja Viktorsdóttir, Björnsson, Ólafur Elfasson, Sigríður Pótursdóttir, Úlfar Kristmundsson, Erla Karisdóttir, Guðmundur Einarsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ROBERTS D. BOULTER námsráögjafa, Bauganesi 40, Skerjafirði. Þórunn R. Jónsdóttir, Lýdfa Einarsdóttir, og barnaböm. Fred Boulter, John Boulter, Robert Boulter, Stefán Boulter t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför HREINS ÁSGRÍMSSONAR, fyrrverandi skólastjóra, Vogum, Vatnsleysuströnd. Sérstakar þakkir til séra Braga Friðrikssonar sóknarprests, Kven- félagsins Fjólu og annarra íbúa Vatnsleysustrandarhrepps fyrir einstaka hjálpsemi og hlýhug. Hulda Kristlnsdóttir og dœtur, foreldrar og systkini. t Þökkum auðsýnda samúð við andiát og jarðarför bróöur míns og frænda okkar, JÓNS KR. JÓHANNESSONAR, Bfldudal. Aðalheiður Jóhannesdótt ir, Bjarndfs Indriðadóttir, Eygló Indriðadóttir og aðrir vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför TÓMASAR R. JÓNSSONAR, Blönduósi. Ragnar Ingi Tómasson, Anna Steinunn Guðmundsdóttir, Ásta Heiður Tómasdóttir, Nanna Tómasdóttir, Skúli Pálsson, Kristfn B. Tómasdóttir, Einar Kristjánsson og fjölskyldur. Kveðjuorð: Guðbjöm Helga- son frá Unaðsdal Fæddur 19. janúar 1921 Dáinn 9. mai 1986 „Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi né byrgjum kala neinn í hjörtum inni; þvi ólán mitt er brot af heimsins harmi, og heimsins ólán býr í þjáning minni. (Steinn Steinarr.) í miðjum önnum kosningabarátt- unnar barst sú fregn að Guðbjöm Helgason frændi minn frá Unaðsdal væri allur. Sl. þriðjudag fylgdum við Djúpveijar honum hinzta spöl- inn. Það var eins og að vera kominn á Djúpmannablót. Þar gat að líta margan vaskan manninn. í þúsund SVAR MITT eftir Billy Graham Hvernig leit Jesús út? Var Jesús síðhærður eins og sýnt er á myndum af honum? H vemig gátu menn gert þessar myndir? Sagnfræðingar segja, að karlmenn hafí verið síðhærðir á þeim tíma, er Jesús gekk um á þessari jörð. Þess vegna má ætla, að hann hafí haft sítt hár. Hvemig við höfum gert þessar myndir af Kristi? Þær eru ekkert annað en hugmyndir iistamannanna. Ljósmyndir þekktust ekki um daga Jesú, svo að við verðum að styðjast við þær fáu upplýsingar, sem Biblían gefur um útlit hans, og ímyndunaraflið. Við vitum, að hann klæddist kyrtli, sem ekki var saumað- ur, heldur pijónaður. Við vitum, að hann ólst upp í Nasar- et. Við vitum, að hann vann á smíðaverkstæði. Við vitum, að hann var mikinn hluta ævi sinnar undir berum himni, í óbyggðum eða annars staðar. Við vitum, að hann hungraði eins og aðra menn. Við vitum, að hann varð þreyttur. Við vitum, að hann þurfti að sofa. Við vitum, að hann var fátækur, miðað við þá tíma. Við vitum, að hann hafði mannlegan líkama líkt og venjulegur maður (Jóh. 4,6. Lúk. 8,23; 9,58; 24,39). Biblían fræðir okkur um allt þetta, en hún getur ekki um hæð hans, háralit, þjmgd eða augnalit. Full ástæða er til að ætla, að hann hafí verið fullkominn maður líkamlega, þar sem hann þekkti ekki synd, var af kjörviði kominn og getinn af heilögum anda. Samt segir Jesaja: „Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfí á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann“ (Jes. 53). Nei, það var vegna elsku hans og fómar, sem hann varð okkur hjartfólginn, en ekki vegna hugsanlegrar líkamsfegurðar, sem hann kann að hafa verið gæddur. t Þökkum auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU G. KRISTÓFERSDÓTTUR, Hraunteigi 22. ÁstaTeitsdóttir, Hákon Teitsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför sonar mins og bróður okkar, GUÐBJÖRNS HELGASONAR frá Unaðsstað. Guðrún Ólafsdóttir og systkini hins látna. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 ár hafa landnámsmenn við Djúp og Strandir háð harða lífsbaráttu við óblíð náttúruöfl. Sú barátta hefur oft verið vægðarlaus og tvísýn. Ef landið brást varð að sækja iífs- björgina í greipar hafsins. En stríðið hefur hert menn. Þeir sem lifðu af efldust við hveija raun. Þessa sögu má lesa í svip mann- anna. Enn er okkur ekki svo úr ætt skotið að sagan sé máð af svipmóti okkar. Margur maðurinn samanrekinn, harðleitur, fámáll. Samt var þama enginn viðstadd- ur, sem þoldi samanburð við þann, sem lá á líkbörunum, um æðrulausa karlmennsku. Á fáa hafði skaparinn lagt þyngri kross, allt frá bams- beini. Fáa þekki ég sem treystandi væri að rísa undir svo þungri byrði, án þess nokkm sinni að láta bugast eða mæla æðmorð af vömm. Slíkt karlmenni var Guðbjöm Helgason. Orlögin lögðu á hann þann sjúk- dóm í bemsku að hann varð aldrei fullvaxta að líkamlegu atgervi. En í þessum vanburðuga líkama barðist tilfinningaríkur, skapstór, örgeðja og harðgreindur víkingur fyrir sjálfsvirðingu sinni og mannlegri reisn. Hann umbar fordóma og heimsku umhverfísins af stillingu; sá eini sem hann vægði aidrei, var hann sjálfur. Slíkum manni var hollt að kynnast. Maður varð einatt svo undarlega smár í návist hans. Hin síðari ár urðum við frændur oft á vegi hvors annars. Við vomm báðir landflótta útkjálkamenn, og áttum báðir tíðfömlt um miðbæ Reykjavíkur. Hann gisti Herkastal- ann en ég hafði margt að sýsla á síðkvöldum í gömlu gleðihúsi í grendinni, sem kallast Skjaldbreið. Hann leit stundum við hjá mér og sagði mér til syndanna í póli- tíkinni. Einn vetrardag síðdegis í hálku og kalsa hljóp ég fram á hann við tröppur Alþingishússins. Eg hafði þykka skýrslubunka undir handleggnum og var úfinn á svip út af einhveiju, sem var á dagskrá innan dyra, sem ég hef auðvitað löngu gleymt. Þá gellur við í frænda: „Ertu nú orðinn of seinn að frelsa heiminn, frændi sæll.“ Og hló dátt og innilega. Við áttum það til að verða sam- ferða á síðkvöldum inn á Hótel Borg, þar sem hann var lengi fasta- gestur og flestum málkunnugur. Mikið lifandis ósköp gátum við þá hlegið dátt og heilsusamlega yfír fáfengileik þessarar hversdagstil- vem okkar. Glaðværð hans, kímni og dillandi hlátur smitaði umhverf- ið. Og fyrr en varði fengum við ekki næði framar til að gera grín að heiminum fyrir nátthröfnum og ólundarkrákum, sem að okkur sett- ust og spilltu gleðinni. Seinasta hálfa annað árið eða svo fór fundum okkar fækkandi. Hann var horfínn á braut úr miðbænum, þar sem hann hafði lengi verið fastagestur. Hann fluttist inn á Hrafnistu og seinna á Vífílsstaði. Miðbærinn saknaði hans. Hann hafði nefnilega sett svip sinn á umhverfíð; þessa kvos sem enn stendur eftir til að minna Reykvík- inga á uppmna sinn. Guðbjöm er sá fyrsti 16 systkina til að kveðja. Það er mikill frænd- garður og kynsæll. Þeir hinir yngri í frændliði okkar, sem ekki höfðu aldur til að kynnast Guðbimi, mega vita það, að þeir hafa mikils misst. Jón Baldvin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.